Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLARIÐ 4 Styrktu Marsala-vínin frá Sikiley hafa verið sjaldséð hér á landi en nú eru nokkur slík fáanleg á sérlista. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar hér um þau og nokkur til viðbótar. FRÁ BÆNUM Marsala á vestur- hluta Sikileyjar koma vín með sama nafni og eru þau ekki bara þekkt sem neysluvín heldur einnig mikilvæg uppistaða í klassískri ítalskri matar- gerð. Marsala-vínin eru úr fjölskyldu hinna styrktu vfna breska heimsveld- isins ásamt sérrí, púrtvíni og Mad- eira, en það var árið 1773 sem bresk- ur kaupsýslumaður hóf útflutning á þeim til Englands og vöktu þau strax mikla lukku. Þetta eru heit og áfeng vín úr sólríku loftslagi til að ylja sér við á köldum síðkvöldum eða þá til að gleðja hugann á heitu sumarsíðdegi. Þeirri aðferð að styrkja vín með eimuðum þrúguspíra var þó ekki ein- ungis ætlað að milda líf í bresku lofts- lagi. Hún var líka ekki síst til þess fallin í upphafi að tryggja það, að hægt væri að flytja vínin vítt og breitt um heiminn án þess að það hefði áhrif á gæði þeirra. En það hefur hins vegar mikið breyst frá tímum breska heimsveld- isins. Marsala-húsin eru ekki lengur í breskri eigu heldur ítalskri og vínin hafa sömuleiðis tekið breytingum. Rétt eins og með púrtvín og sérrí er hægt að fá Marsala-vínin í þurrum jafnt sem sætum útgáfum en að auki er nokkuð algengt að vínin séu bragðbætt með ýmsu móti. Bretland er ekki lengur mikilvæg- asti markaðurinn heldur Bandaríkin og má þakka það hinum mikla fjölda sikiieyskra innflytjenda, sem þang- að hefur streymt. Ekki spillti fyrir að á bannárum notuðu margir Mar- sala sem „meðal“ en hin sígilda Mar- sala-flaska líktist nokkuð meðalaf- löskum þeirra tíma í laginu. Þannig var hægt að sniðganga hið annars al- gilda áfengisbann. Marsala er ómissandi í marga rétti hins ítalska eldhúss. Þetta vín er mikið notað í sósur og ýmsa kjötrétti en einnig eftirrétti á borð við, sem er sama fyrir- bæri og Sabayon í franska eldhúsinu. Vín, eggjarauð- ur og sykur eru þeytt sam- an yfir vægum hita. Ut- komuna er síðan hægt bera fram í glösum eða hella yfir eftirrétti. Sam- kvæmt hinni gömlu hefð var Marsala borið fram á milli annars og þriðja rétt- ar en einnig hefur verið al- gengt að neyta þess með bragðmiklum ostum, s.s. Parmigiano og Gorg- onzola. Fyrir skömmu duttu nokkur Marsala-vín inn á sérpöntimarlistann og eru þau frá framleiðandanum Giuseppi Lombardo, en það er fjölskyldufyrirtæki er stofnað var árið 1881. Lombardo Marsala Sup- eriore Dry (1.660 kr.) er þurr útgáfa af Marsala og Superiore merkir að það hefur verið geymt á tunn- um í að minnsta kosti tvö ár. Vínið hefur heitan, áf- engan og hnetukenndan ilm með innslagi af þurrkuðum apríkósum og sveskjum auk karamellu. I munni er það bragðmikið, þurrt og þykkt. TORRES, CAliife INTA DlGNA Sauvignon Blanc 1999 Ágætis fordrykkur. Lomb- ardo Crema all’uovo Cremo- vo Vino Aromatizzato er Marsala, er hefur verið bragðbætt með eggjarauð- um (!). Vínið hefur sætan, kryddjurtakenndan ilm, þykkan og mildan. í munni sætt og púnskennt. Það mætti kannski líkja bragð- inu að einhverju leyti við búðing eða kökukrem. Egg- in leyna sér að minnsta kosti ekki og þetta heillar ekki púrista eins og mig, sem er ekki mikið fyrir að öðrum hlutum sé blandað saman við vínið. Fyrir þá sem það truflar ekki gæti þetta verið nýstárlegur kostur. Önnur þrenna Lombardo Marsala per la Cucina (1.370 kr.) er loks vín alfarið iyrir eldhúsið. Það er ekki ilmmikið sam- anborið við Superiore Dry og hálfþurrt en ekki þurrt. Vín þetta væri svo sem drykkjarhæft en líklega er nú betra að fylgja þeirri forskrift að Cucina farið í eldhússkápinn og Mar- sala Superiore sé notað í neysluna. Þannig er þetta dæmi nú líka hugsað. Frá Suður-Afríku kemur vínið Jak- obsdal Pinotage 1995, sem er fáan- legt á sérpöntunarlista, en Pinotage er blendingsþrúga, sem hvergi ann- ars staðar er að finna en í Suður- Afríku. Reykur og jarðvegur eru ein- kennandi í ilmi, sömuleiðis plómur, skófita og leður. Hið ágætasta vín með miklum sveitakarakter. Farið að sýna nokkum þroska. Torres Santa Digna Sauvignon Blanc er nú í reynslusölu en þetta Chilevín frá meistara Miguel Torres hefur áður verið fáanlegt í ríkinu. Ilmm- er grösugur með hreinum ágengum ávaxtailmi, þar sem sætur, sykraður greipávöxtur er í fyrirrúmi. Góð bragðfylling í munni. Einfalt og aðgengilegt vín, bragðgott og tilvalið að bera fram vel kælt sem fordrykk. Kostar 1.050 krónur. Loks eitt Kaliforníuvín á sérpönt- unarlista. Monterra Cabemet Sauv- ignon 1997 frá Monterey County. Ekki mjög ilmmikið en þá má ftnna í því dökkan ávöxt og sætan sólberja- safa. Vínið er mjög mjúkt í munni og bragð milt og þar má greina brennd- an sykur, út í núggatkornin í em- mess-rjómaísnum. Kostar 1.560 krónur, sem er í dýrari kantinum miðað við stærð og gæði. Styrkt Marsala- vín með meiru Fréttin um lága útlánsvexti á greiðslukortum í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.