Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Elvar Már Kjartansson sem kallar sig Auxpan. .. Morgunblaðið/Kristinn Birgir Orn Thoroddsen hreifst snemma af óhljóðum. II II; undir IÁVAÐI hefur verið snar þáttur í tón- list alla tíð og þá ekki bara sem hljóð- styrkur, heldur einnig sem óhljóð, eða hljóð sem flestir flokka eflaust ekki tónlist. Væntanlega þekkja tónlistar- áhugamenn Jimi Hendrix og hvernig hann nýtti bjögun og skruðninga í yfirmögnuðum gítamum sem krydd í tónlist sína; nýtti óhljóð sem hljóma og þátt í laglínum. Ef litið er nær má benda á hljómsveitina Sigur Rós, sem nýtir sér óreiðuna í því er fiðlubogi er dreginn yfir magnaða strengi rafgítars og óreiðan, óhljóðin, sem myndast eru mótuð til að skapa ljúfar lag- Jj'num og stemningu. Þeir eru líka til sem nota ' lijöguna, suðið og brakið sem aðalrétt en ekki sem krydd, en slíka tónlist kalla menn noise í útlöndum, og mætti snara sem óhljóðalist. Eins og getið er í upphafi getur hávaðatón- list hvort heldur sem er byggst á yfirgengileg- um hljóðstyrk, eins og þegar Led Zeppelin stórspillti heym heillar kynslóðar á tónleikum í Laugardalshöll sælla minninga. Fleiri dæmi em um það að hljómsveitir nota hávaða til að magna upp áhrif tónlistar sinnar, til að mynda vora tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Swans hér á landi um miðjan síðasta áratug eftirminnilega háværir enda sagði leiðtogi þeirrar sveitar, Michael Gira, sitt helsta markmið að spila svo hátt að blæddi úr eyrarn áheyrenda. Þegar menn era að spila svo hátt era þeir einnig að leita eftir líkamlegum við- brögðum hlustenda en ekki endilega að gera þá -^heymarlausa enda hætta þeir þá að hlusta á tónlist og kaupa plötur. Á hinn bóginn era svo þeir sem vinna með hávaða eða óhljóð, hljóð sem fæstir myndu ef- laust kenna við tónlist; suð brak og brestir, óp og skrækir, vélahljóð og skraðninga, ofmagn- aðar sínusbylgjur og hljóðfærabjögun og svo má telja. Til að skapa slík hljóð og búa til úr þeim tónlist, sem kalla má óhljóðalist, beita menn ýmsum brögðum, segulböndum, hljóð- sörpum, ónýtum raftækjum, sveiflugjöfum og svo má telja. Allnokkrir tónlistamenn fást við óhljóð hér á landi og fer fjölgandi. Áleitin óhljóð Óhljóð hafa verið mönnum áleitin sem hluti af listsköpun allt frá því í byrjun aldarinnar þegar fútúristar tóku að sprengja bfla og skapa - ^yerk eins og bifreið og fugvél mætast eftir Lu- igi Russolo, en einnig smíðuðu þeir óhljóðavél- ar, tæki sem vora ætluð til þess eins að framleiða hávaða og gáfu út miklar yfirlýsingar um listgildi óhljóða og flokkuðu nákvæmlega. Menn hafa tekið til við óhljóða- smíði af ólíkum ástæðum og úr ólík- um áttum. Myndlistarmenn hafa leitað í óhljóð til að skapa stemmningu við verk sín og margir þeirra farið út í slíkar tilraunir. Nægir að nefna Brana BB sem nýtti skapaði tónlist úr óhljóðum, en tónleikar sveitarinnar vora ekki síst myndlistarappákomur og gjöm- ingar. Tónskáld hafa notað óhljóð til að undir- Jfctrika tónlist sína alla tíð, til að mynda notaði Beethoven fallstykki í sigurhljómkviðu sinni til að magna áhrif á ögurstundu. I seinni tíð hafa ýmis nútímatónskáld tekið upp á því að nota ómstríða hljóma eða óhljóð til að skapa spennu í verkum á milli hreinna og fagurra hljóma og hranalegrar óreiðu. Ekki má svo gleyma franska tæknimannin- pm Pierre Schaeffer sem tók upp á því á sjötta Heillandi hávaði Ohljóð hefðu flestir talið andstæðu vlð tónlist; seint mætti skapa eitthvað áhrifamikið og hrífandi úr skrækjum, skruðningum og drunum. Árni Matthíasson komst að því að til er hópur fjöllistamanna sem fæst við tónsmíðar þar sem efniviðurinn er ýmis óhljóð sem listamennirnir hafa rekist á á leið sinni eða búið til sjálfir. Brak og brest- ir, óp og skræk- ir, vélahljóð og skruðningar áratugnum að skeyta saman upptökum af hversdagshljóðum, bjaga þau með því að spila á óvenjulegum hraða, og skeyta síðan saman nánast af handahófi, en meðal lærisveina hans var tónskáldið Pierre Henry. Ur djassinum leita einnig margir í óhljóðin til að brjóta upp formið, velta því fyrir sér hversu langt er hægt að ganga og þó vera að leika tónlist. í poppinu hafa tónlistarmenn nýtt sér bjögun og óm- mögnun til að pakka inn sykurfroðu og í rokk- inu era slík hljóð oftar en ekki notuð til að und- istrika ljótleika og hörku. Danstónlistarmenn hafa einnig fengist við óhljóð, nýtt þau til að skapa taktfasta dans- og áhrifstónlist, en aðrir raftónlistarmenn, raftónskáld, sem mörg feng- ust við tónlist sem kalla mætti óhljóð, komu að tónlistinni úr ólíkri átt og samgangur ekki mik- ill fyrr en nú á síðustu áram þegar allir straum- ar virðast vera að renna saman í einn. Ekki má svo gleyma því að óhljóðalist hefur oftar en ekki verið notuð í pólitískum tilgangi þegar menn nota úrgang kapítalismans til að skapa tónlist. Eftir hugmynda- fræðilegt gjaldþrot flestra þeirra sem fengust við pólitísk óhljóð hafa óhljóðin sjálf orðið í aðalhlutverki. Heillaðist snemma af óhljóðum Á seinni áram hafa fjölmargir tónlistarmenn lagt stund á hreinræktaða óhljóðalist og til era rokkhljómsveitir sem stunda slíka tónlist. Birgir Öm Thoroddsen hefur fengist við ýmsar gerðir tónlistar en heillaðist snemma af óhljóð- um og þannig var með fyrstu hljómsveitum sem hann var í óhljóðasveit. Hann segist hafa fallið gersamlega fyrir óhljóðalist þegar hann heyrði í hljómsveitinni Reptilicus á safnsnældu sem Grammið gaf út fyrir mörgum áram. Lag- ið hét Schrimpy Dog og hann segist hafa orðið dauðskelkaður þegar hann heyrði lagið og ekki getað hlustað á það allt í fýrstu atrennu, þurfti að taka hér hlé í miðju kafi til að jafna sig. Birg- ir, sem þá var í níunda bekk, varð mikill Reptil- icus-aðdáandi og elti hljómsveitina hvar sem hún fór og fór einnig að leita sér fanga annars staðar, kynna sér fræðin og hlusta á það sem aðrar hljómsveitir höfðu gert. Síðar stofnaði hann óhljóðasveit og þótt hann hafi helst feng- ist við hefðbundna tilraunakennda rokktónlist notaði hann óhljóð gjaman sem krydd í þá tónlist og gaf út stöku óhljóðalög. 1996 segist Birgir hafa farið að gera tilraunir með hreina óhljóðalist, en hann segir að það séu fáir að fást við slíkt hér á landi. Stillupp- steypa er íslenskt hljómsveit sem er mjög virt meðal framúrstefnumanna ytra og Birgir nefn- ir þá tfl sögunnar sem brautryðjendur sem hafi haft talsvert áhrif á íslenska óhljóðamenn, enda hefur sveitin gefi út nokkur hreinræktuð óhljóðaverk, sérstaklega framan af starfsferli sínum. Birgir segir að þeir sem fást við óhljóðalist séu að nota hávaðann til að varpa innri spennu sinni yfir áheyrandann, en hávaðinn, hljóð- styrkurinn, sé ekki aðalatriði tón- listarinnar en frekar notaður til að magna spennu. Óhljóðalistamenn séu uppteknir af því í dag að semja tónverk úr óhljóðum með rökréttri framvindu og upp- byggingu og þannig segist hann ekki verða fyrir ósvipuðum áhrifum af því að hlusta á góðan nútímalegan strengjakvartett og að hlusta á gott óhljóðaverk. Birgir segist telja vaxandi áhuga á óhljóða- list hér á landi skýrast af nokkram samverk- andi þáttum. „Atari Teenage Riot hafði mikil áhrif um allan heim en þau léku það sem kallast stafræn óhljóðalist þar sem ódýr rafhljóðfæri og leikföng vora mögnuð upp í topp og suðið sem myndaðist notað til að skapa takta. Einnig má nefna uppgang lærðrar danstónlistar, IDM, og þá helst það sem Aphex Twin var að gera á sínum tíma, en hann hefur einmitt mikið unnið með óhljóð, kennslu í raftónlist í tónveri Tónlistarskóla Kópavogs síðustu fjögur ár og Tónverk úr óhljóðum með rökréttri fram- vindu loks starfsemi Tilraunaeldhússins, sem hefur skapað vettvang til þess að gera tilraunir með óhljóð meðal annars. Það, og straumar frá út- löndum, hefm- haft þau áhrif að sífellt fleiri era farnir að semja tónverk sem byggjast á óhljóð- um og raftónlist, þótt það séu fáir að spila hrein óhljóð. Sífellt fleiri nota óhljóð sem krydd, en súpan er orðin mjög sterk.“ Ónýtt segulbandstæki og hátalarasuð Á síðustu Músíktilraunum, sem lauk á föstu- dagskvöld, vakti athygli ungur maður úr Kópa- voginum, Elvar Már Kjartansson, sem kallaði sig Auxpan og lék hreina óhljóðalist. Hann seg- ist hafa byrjað að fást við óhljóð án þess að átta sig á að eitthvað væri til sem kalla mætti óhljóðalist, gerði tilraunir með ónýtt segulban- dstæki og suð í hátölurum. Hann segist hafa unnið verk en ekki leyft neinum að heyra og orðið hissa þegar hann heyrði að til væri tón- listarstefna sem fengist við það sem hann væri að gera. Elvar á takmarkað tækjasafn en segist smám saman hafa bætt við sig, hann hafi smíð- að tæki sjálfur en í seinni tíð sé hann farinn að kaupa stöku hluti. Hann vinnur mikið með hljóð sem hann hefur hljóðritað sjálfur. Þannig tekur hann upp stutt hljóð á segulband og set- ur síðan inn í hljóðsarp til að búa til úr þeim takt. Á tónleikum hans í Músíktilraunum not- aði hann einmitt slíkan takt, en einnig var takt- ur í einu verkinu það að hann spólaði til baka í sífellu á litlu viðtalstæki. Hann er rejmdar allt- af með það viðtalstæki á sér til að taka upp hljóð og óskaði eftir því í spjalli við hann að fá að taka upp hljóðin í prentvél Morgunblaðsins til að nota í tónverki. Elvar notar hljóðsarp sem er stafrænt app- arat, en annars hliðræn tæki og hljóð, en á sviði stjórnar hann ferðinni með magnara og tón- jafnara, sem reyndar gaf honum listamanns- nafn, því á tónjafnaranum standa meðal annars orðin AUX og PAN. Hann segist ekki bara vera að framleiða hávaða og óhljóð, það sé mik- il rökrétt uppbygging og hugsun í verkunum þó þau séu búin til úr óhljóðum. Hann er sífellt að semja, „eitthvað á hverjum degi“, og alltaf að reyna eitthvað nýtt. „Það er ekki nema ár síðan ég vissi að aðrir hefðu verið að fást við óhljóðalist og ég er rétt byrjaður að hlusta á það sem aðrir hafa verið að gera sem vekur ýmsar hugmyndir, þar á meðal Stilluppsteypa sem er mjög skemmtileg." Þegar Elvar treður upp er hann að vinna með flókna uppsetningu tækja og tóla og þegar verið er að bjaga og spana hljóð svo hátt upp _________ sem hann er að gera má ekki mikið út að bera að allt fari í mínus. „Ef ég tek eina tíðni uppúr tóninum getur dottið niður lúppan og þá þarf að ég að ýta öllu upp aftur. Ég veit því ekki alltaf hvað á eftir að ger- ast á sviðinu, það fer eftir því hvað ég er að nota, það er ekki öraggt að ég geti spilað það sem ég ætla mér þegar ég fer á svið.“ Elvar segist stefna að því að gefa verk sín út á diski og er þegar farinn að undirbúa útgáf- una, byrjaður á að búa til umslög úr brúnum umbúðapappír. „Ég ætla svo að brenna diska og gefa fólki, fara í plötubúðir og biðja þær um að sjá um að gefa þeim sem vilja diskinn, mig langar ekki til að selja hann. Ég vil bara að fólk hlusti á tónl- istina mína.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.