Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 B 23 Ari gægist út úr eldhúsinu á morgunverðarstaðnum Katy’s Komer. áhugafólks um góðan morgunverð. Ari segir að enn sé mikill skortur á kokkum og öðru starfsfólki á veitingastaði og hann hafl m.a. fengið tilboð um að reka veitinga- stað í virtum einkaklúbbi skammt frá. „Ég myndi sjálfur gjarnan vilja opna lítinn sjávarréttastað ein- hvern daginn, en héma er mjög erfitt að fá starfsfólk, svo ég verð að sjá hvað setur. Hérna snýst allt um Silicon Valley og fólk hefur nóga peninga. Það þýðir, að við fá- um ekki einu sinni unglinga til að starfa við framreiðslu. Þessir krakkar þurfa ekki að vinna. Hérna byrjaði 15 ára stelpa að vinna, en hún ætlaði að safna peningum svo hún gæti keypt sér bíl þegar hún fengi bílprófið 16 ára. A afmælis- daginn gáfu foreldrarnir henni splunkunýjan Ford Mustang- blæjubíl. Þessi stúlka er reyndar enn að vinna hjá okkur, en er samt dæmigerð fyrir krakkana hérna, sem hafa ekki fjárhagslegan hvata til að vinna.“ Fólk sem fæst til að vinna þjón- ustustörf getur gert það gott. Ari nefnir eiginkonu kokks sem starfar hjá honum sem dæmi. Hún rekur hreingerningaþjónustu og hefur engan veginn undan, þrátt fyrir að vera búin að flytja fjölda ættingja sinna frá Mexíkó til að starfa við fyrirtækið. „Mexíkóarnir em harð- duglegt starfsfólk og ég veit ekki hvernig færi fyrir Kaliforníu ef þeim væri vísað úr landi,“ segir Ari. „Það er hætt við að kerfið myndi hrynja, því þetta fólk vílar ekki fyrir sér að vinna þau störf sem Bandaríkjamenn telja sér ekki lengur samboðin. Betra starfsfólk fæ ég ekki, nema þá Islendinga. Þeir vinna svipað og Mexíkóarnir." Engir borða morgunverð eins og Kanar Það kemur ef til vill íslendingum spánskt fyrir sjónir að veitinga- staður þrífist á því einu að selja fólki morgun- og hádegisverð. Bandaríkjamenn leggja hins vegar mikla áherslu á staðgóða máltíð í upphafi dags og um helgar mynd- ast stundum biðröð fyrir utan Ka- tjfs Korner, þótt staðurinn taki hátt í 140 manns í sæti. „Engin þjóð borðar morgunverð eins og Kaninn," segir Ari. íslendingar skilja þetta alls ekki, sérstaklega þegar ég segi þeim að hingað komi heilu fjölskyldumar snemma á laugardags- og sunnudagsmorgn- um. Ég gæti hæglega opnað svona staði um gjörvöll Bandaríkin. A matseðlinum eru 10 mismunandi útgáfur af Egg Benedict, egg og beikon, hafragrautur, íslenskar pönnukökur með rjóma, amerískar pönnukökur, vöfflur, eggjakökur, eggjabrauð, pylsur og steiktar kartöflur. Ég kaupi aðeins besta fáanlega hráefni, til dæmis er beik- onið í þykkum sneiðum, en ekki þunnt eins og rakvélarblöð. Matur- inn er borinn fram á stórum fötum, sem em tvöfalt stærri en venjuleg- ir morgunverðardiskar og það er tryggt að allir fá nægju sína. í há- deginu býð ég meðal annars upp á íslenskan fisk, reyktan lax og rækj- ur. Staðurinn er vissulega í dýrari kantinum, en fólk setur það ekki fyrir sig þegar það gengur að gæð- unum vísum. Katy’s Place í Carmel var áreiðanlega dýrasti morgun- verðarstaðurinn þar, en það dró ekki úr aðsókninni, enda lögðum við sömu áherslu á gæði.“ Ekki á heimleið Ari er ekkert á leiðinni til ís- lands, þótt hann skreppi þangað í heimsóknir af og til. Benný er iðn- ari við íslandsheimsóknir og ætlar þangað þrisvar sinnum á þessu ári. Um áramótin var öll fjölskyldan saman komin á íslandi, en Ari seg- ir ólíklegt að það gerist aftur í bráð. í Kaliforníu eiga þau heima. „Ég get ekki ímyndað mér betri stað á jörðinni að búa og starfa á en Norður-Kaliforníu. Veitinga- staðurinn gengur mjög vel, hvergi er hægt að nálgast betra hráefni og veðrið leikur við mann. Hér þykir okkur best að vera.“ BBBISH 11 : | Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefs! 4. apríl - þri. og fim. kl. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynsiu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lifinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Stundaskráin gildir frá og með 3. april nk. Ásmundur Opnir jógatímar - Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard 12.10-13.00 Yoga Yoga Yoga 16.20-17.10 Yoga Yoga Kl. 9-10 Yoga 17.20-18.10 Yoga Yoga Yoga 18.15-18.45 Hugleiðsla 18.20-19.10 Yoga Yoga Yoga Yoga 19.30-20.45 Byrjendur’ Byrjendur* - Næsta grunnnámskeið með Daníel Bergmann hefst 5. apríl. Mán. og mið. kl. 19.30 (8 skipti). HALUR OG SPRUND ehf. YOGA^ STUDIO VíSA Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. www.yogastudio.is halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir Hefur þú fengið áðgjaldayfiriitið? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. september 1999 til 29- febrúar 2000. Ekki er óeðlilegt að greiðsiur fyrir mánuðina desember 1999 til febrúar 2000 vanti á yfirlitið. Yfiriit b séreignardeíldí Yfirlit hafa verið send til þeirra sem greiddu í séreignar- deild Lífeyrissjóðs verziunarmanna fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 1999. Mikilvægt að bera saman yfiriit og launaseðíai Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamiegast hafið samband við viðkomandi fyrirtæki og/eða inn- heimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Gættu réttar þínsf Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast. LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA Sími 580 4000, Myndsendir 580 4099. Heimasíða: www.live.is, Netfang: skrifstofa@live.is Skrifstofa sjóðsins er opin frá kl. 9 -17. Frá 1. maí n.k. verður skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 8.30 -16.30. Húsi verslunarinnar 4. og 5. hæð, 103 Reykjavík. EINN TVEIR OG ÞRlR 136.019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.