Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 B 15 þátt í því að eftir að hún eignaðist Ólafíu dóttur sína færði hún sig um set og byrjaði að vinna hinumegin við linsuna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndunsegir hún. „Til að byija með fékkst ég aðeins við ljós- myndaprentun, vegna þess að ég var ennþá með dóttur mína á brjósti. Ég svæfði hana klukkan átta á kvöldin þegar faðir hennar kom heim, og var að prenta út ljósmyndir fram undir morgun. Það voru m.a. plaköt af Mar- ilyn Monroe og Marlon Brando." Hrokafuilar poppstjömur Eftir það fékkst Huggy við fram- köllun og með því að vinna eins og berserkur vann hún sig upp í að taka sjálf myndir. Fyrr en varði var hún komin í vinnu hjá Sony og hafði allt að 350 þúsund í laun á ldukkutíma. „Ég vann við að mynda hrokafullar rokk- stjömur á borð við Will Smith, sem mætti í töku með 15 manns í kringum sig og var gjörsamlega óþolandi. Þannig voru flestir í þessum bransa. Einu undantekningamar vora Eric Clapton, sem er alveg yndislegur, og Terence Trent D’Arby, sem varð svo góður vinur minn að hann var farinn að kalla mig yngri systur sína.“ Þetta var ekki það eina sem Huggy fékkst við því hún vann einnig fyrir Wamer Brothers sem aðstoðarleikstjóri Flash, einhverra dýrastu þátta sem gerðir hafa verið. „Á sama tíma var verið að framleiða Batman og ég varð raunar vitni að því þegar Sean Young gekk um klædd eins og Kattarkonan til að sýna Tim Burton að hún væri betri í Mutverkið en Michelle Pfeiffer, sem varð til þess að Michael Keaton kýldi lífvörð hennar.“ segir Huggy og hlær. „Það hefði nú kannski þótt frétt til næsta bæjar, en ég gæti ekki verið slúðurljósmyndari. Eg er of nærgæt- in til þess, gæti ómögulega raðst inn í einkalíf þessa fólks. Hvað þá myndað í þriðja heiminum. Ég myndi einfald- lega selja Leicuna mína og kaupa eitt- hvað handa fólkinu að borða.“ „Fyrsta opinbera verkefnið mitt var að mynda fyrii- uppboð í þágu Sómal- íu á vegum Rauða krossins. Ég hafði hitt Naomi Campbell í veislu skömmu áður og vissi að hún átti erfitt upp- cfráttar í fjölmiðlum á þessum tíma. Ég hafði því samband við hana og hún féllst á að sitja fyrir. Eftir að ég hafði tekið myndimar stækkaði ég þær upp fyrir uppboðið og fékkst gott verð fyr- ir þær. Meðal annarra sem tóku þátt í uppboðinu vora Jeffrey Archer, sem ég kunni illa við, og Anthony Hopkins, sem er algjör elska. Það segir sína sögu að þegar leitað var til hans vegna uppboðsins sendi hann Rolex- úrið sitt í pósti.“ Frá a til ö í fyrirsætum Naomi var svo ánægð með mynd- irnar að hún fékk Huggy til að taka mynd á kápu bókar sinnar, „Svanur- inn“. „Karen Mulder sá þær myndir og langaði til að vinna með mér. Síðan hafði Linda Evangelista samband við mig. Þá Claudia Schiffer. Og þannig fór ég frá a til ö í stafrófinu. Ég held að það sé vegna þess að ég er með eigin stfl, m.a. nota ég lýsinguna vel svo ég þarf ekki að breyta myndunum eftir á. Naomi er til að mynda með ör við efri vörina sem ég lýsti í burtu. Hún varð svo falleg á myndunum að það var eins og hún væri fjórtán ára. Svo vita fyrirsætur sem ég vinn með að ég er reiðubúin að vaða eld og brennistein fyrir þær. Ef það myndast einhver togstreita hætti ég frekar hjá vinnu- veitandanum en að koma illa frarnP- 35mm myndavél með aðdráttarlinsu. Hönnuð með það í huga að gera mynda- tökuna sem einfaldasta fyrir þig. LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL www.hanspetersen.is Canon ^6.90°' -^ahuWn- APS Minnsta APS myndavélin með aðdiáttarfinsu Falleg hönnun og fjölmargir möguleikar í myndatöku gera IXUSII að vélsem tekið er eftir. 16-9S» APS Ein sú minnsta og léttasta sem völ er á. Nett og þunn bygging vélarinnar gerir hana hentuga í vasa. Þutekur þessa með þér hvert sem er, hvenær sem er. U.900.- meðtb*11- Canon I X U S M 1 Léttasta APS vélin (aðeins 115g). Álíka stór og hefðbundið greiðslukort Einföld og meðfærileg. “1 meðtöðsu- Tarkett L O O R S Auðveldir í lögn og þrifum. Ekkert bón. 2ja, 3ja og 4ra metra breiðir - engin samskeyti. Slitþolnari en flest plastparket. Einstaklega mjúkir undir fót, hljóðeinangrandi og rakaþolnir. Allt að ío ára ábyrgð (eftir gerðum). Fákafeni 9 Símar 588 1717 og 581 3577 Umboösmenn um allt land Teppaland GÓLFEFNI ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.