Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Menn í svörtu; framhaldið of dýrt. Mission: Impossible 2; Tom Cruise fær 30 prósent af hagnaðinum. Fokdýrar f haldsmyn Framhaldsmyndír eru oft teknar sem dæmi um hugmyndalausa formúluframleiðslu í Hollywood að sögn Arnaldar Indriðasonar. Hin síðari ár hefur kostnaðurinn víð þær rokið upp úr öllu valdi svo óvíst er að við sjáum nokkru sinni myndir eins og Basic Instinct 2 eða Menn í svörtu 2. ÆR takast yfirleitt ekki vel ef frá er skilin Guðfaðirinn 2 og einstaka önn- ur framhaldsmynd. Þær þykja vera merki um hnignun í Hollywood, merki um skort á frumleika, þær eru eftiröpun fyrri myndarinnar og eftir því sem þær eru fleiri um sama efnið því miklum mun verri eru þær líkt og myndimar um Leðurblökumann- inn og boxarann Rocky. En það er hægt að hagnast á framhaldsmyndum eða svo hefur það að minnsta kosti verið fram að þessu og þess vegna er til nóg af þeim. Þær eru eins og endurgerðimar, lítið annað en endurunnar hugmyndir sem tapa yfirleitt nokkra af glæsi- leik frummyndarinnar þótt segja verði að ein- hver ánægjulegustu tíðindin úr kvikmynda- heiminum síðustu daga séu þau að Tim Burton ætli sér að endurgera Apaplánetuna (hún var einmitt fyrsta myndin í dæmigerðri fram- haldsmyndaseríu sem fór gersamlega í hund- ana). Vertu svalur Nú berast þau tíðindi að vestan að fram- haldsmyndir eigi talsvert erfitt uppdráttar þessa dagana. Allir vilja gera framhaldsmynd- ir virkilega vinsælla mynda sem slegið hafa í gegn í miðasölunni en það er einn hængur þar á eins og komið hefur í ljós á undanförnum misseram. Vinsælu myndirnar verða svo vin- sælar að það er hreinlega ekki hægt að gera framhald þeirra. Það svarar ekki kostnaði. Skoðum það aðeins nánar. Náið þeim stutta var gamankrimmi gerður eftir sögu Elmore Leonards með John Trav- olta í aðalhlutverki. Ljóst var frá fyrstu stundu eftir að myndin var framsýnd að hún yrði geysilega vinsæl og stjórnarformaðúr MGM- kvikmyndaversins, Frank Mancuso, spurði Leonard hvort hann gæti skrifað framhald sögunnar fyrir sig. Rithöfundurinn játti því og fjórum árum síðar kom út bókin Be Cool. I henni hvarf Travolta-karakterinn úr kvik- myndunum og fór í tónlistarbransann og svo virtist sem ný metsölumynd væri að fæðast. Bara ekki. Núna, fimm árum eftir að Mancuso bað um framhald sögunnar og rúmu ári eftir útkomu hennar, hefur ekkert gerst sem bendir til þess að framhaldsmyndin verði að veraleika ef marka má athyglisverða athugun á vanda framhaldsmyndagerðar í nýlegu hefti banda- ríska kvikmyndatímaritsins Premiere. Hand- ritsvinnan er ekki hafin, enginn leikstjóri hef- ur verið fenginn að verkinu og ekki hefur verið rætt við kvikmyndastjörnurnar. Eitthvað var Quentin Tarantino orðaður við framhaldið á sínum tíma en ekkert bendir tii þess að hann komi nálægt kvikmyndagerðinni. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Það borgar sig ekki fyrir MGM-verið að punga út fyrir framhaldinu. John Travolta fékk fjórar og hálfa milljón dollara fyrir að leika í fyrri mynd- inni en síðan þá hafa laun hans rokið upp í 20 milljónir á mynd. Scott Frank, sem skrifaði kvikmyndahandritið, hefur orðið einn hæst launaði handritshöfundurinn í Hollywood síð- an hann skrifaði Náið þeim stutta. Leikstjór- inn, Barry Sonnenfeld, sem tókst svo ágætlega að færa sögu Leonards á hvíta tjaldið en hefur síðan reynst ansi mistækur leikstjóri, tekur tíu prósent af hagnaði myndanna sem hann gerir í eigin vasa. Þegar MGM leggur þessar tölur saman er ljóst að framhaldsmyndin mun kosta meira en það sem fyrri myndin tók inn í Bandaríkjunum (72 milljónir dala). Cruise græðir mest Þetta mun ekki vera einsdæmi í framhalds- myndalandi. Ef mynd vegnar vel hækkar kostnaður við framhaldið upp úr öllu valdi. Þumalputtareglan er sú að framhaldsmyndin tekur inn um 65 prósent af innkomu upprana- legu myndarinnar en á þessu era undantekn- ingar. Myndir eins og Austin Powers: Njósn- arinn sem svaf hjá mér, Tortímandinn 2: Dómsdagur og Leikfangasaga 2 græddu meira en upprunalegu myndirnar. En vegna þumalputtareglunnar gengur bölvanlega að koma framhaldsmyndum eins og Mönnum í svörtu 2, Hannibal (byggð á framhaldssögu Thomas Harris um matgæðinginn Hannibal „The Cannibal" Lecter), Rush Hour 2 og Basic Instinct 2 og mörgum öðrum á legg. Jafnvel Tucker, sem fékk þrjár millj- ónir dollara fyrir að leika í Rush Hour, farið fram á 20 milljónir dollara fyrir að leika í framhaldinu. Þegar MGM hóf viðræður við leikkonuna Sharon Stone um að hún léki í Basie Instinct 2 fór hún fram á 20 milljónir dollara. MGM bauð 15 og bónusa ýmsa en leikkonan hafnaði því og leitar nú kvikmyndaverið að annarri leikkonu í hlutverk hennar, sem er ekki alveg jafnrándýr. En beinar launagreiðslur era kannski ekki mesta vandamálið sem kvikmynda- verin eiga við að etja þegar gerðar eru myndir í dag hvort sem þær eru framhaldsmynd- ir eða ekki. Núna vilja allir fá hagnaðarhlutdeild, leikarar, leikstjórar og framleiðendur. Leikstjóri og framleiðandi eins og Steven Spielberg sem gerði Júragarðinn 2 fékk 250 milljónir í vasann af innkomu þeiirar myndar. Það kom í ljós þegar Columbia-kvik- myndaverið fór að athuga málið að jafnvel þótt Menn í svörtu 2 tæki inn 200 milljónir dollara væri óvíst hvort fyrir- tækið fengi af því eitt aum- ingjalegt sent. Yfirmenn Col- umbia eru samt áhugasamir um að gera framhald myndar- innar og standa nú í viðræðum við Will Smith, Tommy Lee Jones og leikstjórann Sonnen- feld. Guðfaðirinn 2; ein best heppnaða framhaldsmyndin. Forsögnr Apaplánetan; dæmi um framhaldsmynda- seríu sem fór í hundana en það eru ánægjuleg tíðindi að Tim Burton skuli ætla að blása nýju lífi í gamlar glæður. áður en Mission: Impossible 2 fór langt fram úr tökuáætlun hafði Paramount-kvikmynda- verið af því áhyggjur að það sæti uppi með sáralítinn gróða eða jafnvel tap og þakkaði því m.a. að stjarna/framleiðandi myndarinnar, Tom Cruise, fengi nær 30 prósent af innkom- unni í sinn vasa. Það er ekkert nýtt að kostnaðurinn hækki við gerð framhaldsmyndar. Frægt er þegar Eddie Murphy fékk meiri laun fyrir að leika í framhaldsmyndinni Another 48 Hours en fyrri myndin, 48 Hours, kostaði. Það sem hefur breyst, segir í Premiere, er hversu stórkost- lega mikil hækkunin er á milli mynda í dag. Þannig getur leikari á borð við Chris Vegna vandamála af þessu tagi hafa viðræð- ur staðið í áratug um þriðju Ghostbusters- myndina; allar stjörnur myndanna, Bill Muit- ay, Dan Aykroyd og Harold Ramis ásamt leik- stjóranum Ivan Reitman verða að koma sér saman um hvernig myndin skuli vera og hagn- aðarhlutdeildin skiptast og þeim hefur ekki tekist það hingað til. John Goodman neitaði að leika í Steinaldarmönnunum 2 þótt honum væri boðið gull og grænir skógar svo Univers- al-kvikmyndaverið ákvað að gera formynd úr framhaldsmyndinni og segja frá Fred Flint- stone ungum og fékk í hlutverkið breska leika- rann Mark Addy úr The Full Monty. Á sama hátt vora þeir hjá New Line Cinema sann- færðir um að þeir fengju ekki Jim Carrey og Jeff Daniels til þess að leika í Heimskum heimskari 2 svo þeir bjuggu til forsögu og fengu höfunda South Park, Trey Parker og Matt Stone, til þess að skrifa handrit myndar- innar. Núorðið er algengt að viðræður um fram- hald fari í gang áður en mynd er frumsýnd til þess að tryggja að hæfileikafólkið að baki henni snúi aftur án þess að gera einhverjar gríðarlegar kaupkröfur. Þannig ákvað Warner Bros.-kvikmyndaverið að ræða við Wachowski-bræður um gerð tveggja Matrix- mynda í viðbót áður en byrjað var að sýna þá fyrstu. En hver saknar svo sem framhaldsmynd- anna? Nema þær heiti Guðfaðirinn 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.