Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 B 25 i; ÍValtý Stefánssym ritstjóra að Brynj- ólfur Þoláksson hafi alltaf verið mikill smekkmaður og listasjórnandi. Sögulegasti konsertinn sem Gísli tók þátt í á sex áratugasöngferli var þeg- ar hann söng undir stjórn Brynjólfs. „Við sungum í Gúttó og höfum Whisky bak við tjöldin til að mýkja okkur. Þetta var rétt um lokin. Óll skipin inni. Og mikið af norskum og færeyskum skipum. Við sungum m.a. „Sjömanden": Fengum dynjandi lófaklapp. Þegar söngurinn var úti, marséruðum við niður í gegnum Bryggjuhúsið og sungum „Sjömand- en“ út yfir höfnina, en sjómennirnir úti á skipunum klöppuðu og hrópuðu af fögnuði." Bryggjuhúsið var þar sem nú er veitingastaðurinn Kaffi Reykjavík. Bátar lögðust þar við festar og tíðindi bárust frá öðrum löndum. rásögn Gísla um whiský- drykkju söngmannanna í Gúttó lýsir betur en mörg orð þeim örlögum er hröktu Brynjólf úr landi. í frásögn margra nemenda og vina sem fjallað hafa um ævi Brynj- ólfs kemur fram að víndrykkja varð honum slík ástríða að hann ánetjaðist áfengisnautn með svo örlagaríkum hætti að hann fékk eigi staðist straumþungann. Baldm- Andrésson tónlistargagnrýnandi Vísis segir frá því í endurminningum er hann birti í bók Axels Thorsteinssonar „Óx viður af Vísi“ að faðir hans, Andrés kunni ráð við því. Hann vissi um drykkju- hneigð Brynjólfs. Hann sagði: „Brynjólfur, þú skreppur hingað eft- ir síðdegismessuna á sunnudögum. og kennir drengnum". Eftir þetta lét Brynjólfur ekki á sér standa, og féll nú enginn tími úr. Hann vissi líka, að hann fengi snaps í hvert sinn, og það kunni hann að meta. Brynjólfúr var snillingur, lék lögin fyrir mig og hafði áhrif á smekk minn og stíl.“ í bók Lúðvíks Kristjánssonar um Þorlák Johnsen kaupmann kemur fram að Brynjólfur Þorláksson stjómar fyrsta drengjakór sem syng- ur á íslandi. „Vonin“ var kór sem Þorlákur gekkst fyrir að stofnaður væri. Söng kórinn m.a. fyrir erlenda ferðamenn. Segja má að frami Brynjólfs verði mestur er hann stjómar kantötu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tón- skálds er flutt var við konungskomu árið 1907 er Friðrik áttundi heiðraði landið með heimsókn sinni. Kantata Sveinbjörns vai- ílutt í Alþingishús- inu. Brynjólfur stjómaði af myndug- leik og festu. Til að lósmynd sem birst hefir í Morgunblaðinu. Þar situr söngfólkið í garði Alþingishússins, en tónskáldið, stjómandi, einsöngvarar og kór mynda hvirfingu i laufskála- lundi. Brynjólfur stundaði orgelleik, söngkennslu og hljóðfæraleik auk þess að stjóma ýmsum kórum. Drykkjuskapur mun hafa ráðið því að Brynjólfur kaus að hverfa af landi brott. Mun það hafa orðið að samkomulagi hjón- anna, Brynjólfs og eiginkonu hans en hún var Guðný Magnúsdóttir. Böm þeirra voru sjö. Hið fyrsta fætt 1890, en yngst Sigríður Guðlaug, kona Gísla Petersens röntgentæknis, f. 1910. Tuttugu ára aldursmunur á elsta og yngsta barni. Árið 1913 heldur Brynjólfur til Kanada, þar dvelst hann í nærfellt tuttugu ár, lengst í Winnipeg. Þar kenndi hannn hljóðfæraleik og stofn- aði 40 söngflokka í íslendingabyggð- um. Eiginkona Brynjólfs lést árið 1933. Þá sneri Brynjólfur heim til íslands. Hófst hann þegar handa við stjórn söngfélags, söngkennslu og stjóm söngmála í barnaskólum Reykjavík- ur. Greinarhöfundur minnist Brynj- ólfs sem ötuls stjórnanda Karlakórs alþýðu er hér söng af þrótti miklum á kreppuárunum á fjórða ái-atugnum. Allir bám virðingu fyrir snyrtimenn- inu og eldhuganum aldna, sem sveifl- aði taktstokki og söngsprota af fágun og tilftnningu. Eftir að Brynjólíúr sneri heim úr útlegð sinni og hlífði sér hvergi vann hann auk söngstjómar, hljómlistar- kennsku og orgelleiks, við stillingu hljóðfæra. Við það starf bar frundum þeirra Þórbergs Þórðarsonar saman. Þórbergur sat dolfallinn og hlýddi á frásagnir Brynjólfs um Indriða miðil. Brynjólfur greindi Þórbergi skil- merkilega frá tilraunafundum þjóðk- unnra andatrúarmanna í ,Andal- úcíu“ og öðram samkomustöðum þar sem Indriði flutti fregnir af framliðn- um árið 1907. Það kom í hlut Brynj- ólfs að leggjast ofaná Indriða miðil og forða því að hann tækist á loft þegar fyrirgangurinn var hvað mestur á miðilsfundum. ndriði miðill fór létt með það að sækja Edvard Grieg til skrafs og ráðgerða við Brynjólf Þor- láksson. Allt þetta mundi Brynjólfur árið 1941. Þá vora liðin nærfellt 35 ár frá því að atburðir gerðust. Ævisaga Kristrúnar Hallgrímsson er kjörið kvikmyndahandrit. Það er með ólíkindum hve hugmyndasnauð- ir íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru, sem sjá ekki gullnámu, sem ligg- ur við fætur þeirra. Kúrekinn á Skagaströnd er hugstæðasta efni ís- lenskra kvikmyndagerðamanna. Sig- urður Nordal sagði að samhengið í ís- lenskum bókmenntum væri ævarandi. Hann kemur við sögu Kristrúnar Hallgrímsson. Bar henni þau tíðindi að eignmaður hennar, Arni Benediktsson, fyrram heildsali í Reykjavík, sem hafði horfið úr lífi eiginkonu og fjögurra mannvæn- legra bama kvöld eitt árið 1923 hefði drýgt hetjdáð við björgun úr elds- voða í stórborginni New York. Frétt með frásögn af vasklegri framgöngu Áma Benediktssonar hafði Sigurður Nordal lesið í Vesturheimsblaði. Þá hafði Kristrún gert allt sem stóð í mannlegu valdi til þess að hafa upp á eiginmanni sínum. Hún hafði ekki séð hann né haft af honum neinar spurnir síðan kvöld eitt er hún sat að málsverði með eiginmanni sínum og bömum að kvatt var dyra. I anddyri stóð ung og fríð kona og spurði eftir Áma Benediktssyni. Hann stóð upp frá matbroðinu, tók af sér pentudúk- inn, sem hann hafði stungið snyrti- lega í hálsmálið. Lagði hann frá sér við hlið matardisks og hnífapara og hvarf á braut með konunni ungu. Eiginkona og börn vissu ekki hvort þau áttu að ljúka máltíðinni, en héldu uppi þrálátum spurningum og eftir- grennslan áram saman. áir menn hafa lýst betur óblíð- um kjörum innflytjenda og raunum þeirra á EUis Island en Vilhjálmur Finsen ristjóri og síðar ambassador. Hetjusaga Kristrúnar Hallgrímsson. Þrautseigja hennar og óbilandi kjarkur við leit hennar af eiginmanni og fóður mannvænlegra barna hennar á það skilið að um þá sögu sé fjallað af metnaði og skiln- ingi. Þótt Kristrún byggi ekki við hamingju í hjónabandi þá hafði hún slíkt bamalán, og bamabörn hennar hafa mörg hver höndlað þá hamingju og starfsmenntun að einstakt má telja. Böm Kristrúnar og eiginmanns hennar Árna Benedikssonar heild- sala vora: Ásta, kona Bjama læknis Oddssonar og síðar Jóhannesar Bjömssonar læknis. Benedikt stjómarráðsfulltrúi, faðir Páls Bene- diktssonar sjónvarpsfréttamanns, Unnur, eiginkona Hjartar Halldórs- sonar menntaskólakennara, Ragnar Tómas útvarsþulur, faðir Lára Mar- grétar alþingismanns, Kristjáns læknis í Bandaríkjunum, Áma Tóm- asar læknis í Reykjavík og Ástu, menntastjóra Háskólans. í marsmánuði sl. vora eitthundrað ár liðin frá því að Kristrún Hall- grímsson kom fram á hljómleikum sem haldnir vour til ágóða vegna fjár- söfnunar til þess að reisa Jónasi Hall- grímssyni minnisvarða. Jónas Hall- grímsson hafði sótt um prestakall að Hólum í Reyðarfirði, en beið lægri hlut. Séra Hallgrími Jónssyni frá Reykjahlíð var veitt embættið. Hann var afi Kristrúnar, sem nú lék til heiðurs Jónasi, sem hafði ætlað að kynna sér æðarvarp að Hólum. Móð- ir Kristrúnar Ásta Hallgrímsson hafði sungið við útfor Jóns Sigurðs- 7 - sonar forseta og frú Ingibjargar konu hans. Með henni söng Stein- grímur Johnsen söngkennari. Þá sótti Ásgeir Blöndal læknir hoff- mannsdropa til þess að hafa við höndina ef taugaóstrykur og kvíði bæri unga söngkonu ofurliði. Nú sat Steingrímur Johnsen á svið við hlið Kristrúnar Hallgrímsson og flutti Jónasi Hallgrímssyni þakkargjörð. Um leið og íslenskir tónlistarmenn fagna áfanga og framföram í hljóm- listarlífi íslendinga ber þeim skylda til þess að minnast frumhverja með myndarlegum hætti og efla þekkingu * og auðga þjóðlíf og menntir. Opinn félagsfundur m Nýskipan raforkumála Samtök iðnaðarins standa fyrir opnum fundi um tillögur að nýskipan raforkumála sem opnar fyrir samkeppni á raforkumarkaðinum. Samtökin hafa lengi barist fyrir lægra raforkuverði fyrir iðnað á íslandi og bent á nauðsyn þess að markaðslögmál gildi í viðskiptum með raforku. Það er því fagnaðarefni að nú skuli vera að komast hreyfing á þessi mál. Samtökin leggja áherslu á að aðalatriði breytinganna sé að skapa skilyrði fyrir virka samkeppni sem leiðir til lægra orkuverðs og betri þjónustu. DAGSKRA q8;dq Ávarpiðnaðar- ogviðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 08:10 .08:40. ,08:50. Tillögur nefndar um nýskipan raforkumála Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður nefndar um framtíðarskipulag raforkuflutnings á íslandi Mat á áhrifum nýskipunarinnar á þróun orkumarkaðarins og orkuverð Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Breytingarnar frá sjónarhóli iðnaðarins Ólafur Kjartansson, Samtök iðnaðarins 09:00 Almennar umræður og fyrirspurnir. til frummælenda Fundurinn verður haldinn í veislusalnum Versölum, Húsi iðnaðar- ins að Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 6. apríl frá kl. 8:00 til 9:30. Léttur morgunverður verður á boðstólum. SAMTOK IÐNAÐARINS Hallveigarstíg | 101 Reykjavík | Sími 511 5555 | Fax 511 5566 | www.si.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.