Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR M ATARLIS T/IIvert er takmarkió ? Að vera eða gera ÞAÐ vill brenna við að hraði nútímaþjóðfélagsins sem við búum í hendi okk- ur um of fram úr okkur sjálfum, þannig að okkur finnst við við vera að missa tökin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég minnist á þetta, en mér finnst aldrei . of oft velt fyrir sér hinum sönnu lífsgildum, lífselexír ef svo má að orði kom- ast. Við verðum að gæta þess að brenna ekki steikur okkar og omelettur við í flýti hvunndagsins og brenna ekki upp sjálf í öllum hamagangnum. * Iþessu sambandi langar mig að- eins til að koma inn á Alexand- ertæknina, sem er fyrirbyggjandi aðferð sem kennir hvernig er hægt að endurheimta góða líkamsstöðu og er kennd við upphafsmann sinn, Frederik Mathias Alexan- der (f. 1869 og d. 1955). I þessum fræðum segir að sé spennu leyft að hlaðast upp óá- - reittri, endar með því að hún fer að hafa truflandi áhrif á blóðrás, önd- unar- og taugakerfi. Þetta leiðir svo til margra þeirra „menningar- sjúkdóma“ sem nútímafólk á við að etja, sem mörgum hverjum mætti vel komast hjá. Þessi spenna end- urspeglar fyrst og fremst hið spennta hugarástand fólks. Flest erum við alin upp frá unga aldri við þann skilning og skynjun á um- hverfinu, að við séum að keppa að ákveðnu marki, eða eins og Alex- ander orðaði það „end-gaining“. Mér finnst hann hitta vel í mark með þessu orði, það virðist nefni- lega því miður vera staðreynd að flest okkar eyða allt of litlum tíma í - bara að vera. Við erum hins vegar alltaf að hlaupa til og frá til að fylla upp í oft mjög þétta stundaskrá. Hve margir staldra t.d. við af og til og spyrja sig hvort þeir séu nú að gera eitthvað nálægt því sem þeir vildu, eða hvort þeir hafi í raun ekkert val hvað það varðar? Það er mikilvægt að byrja dag- inn vel og byggja sig upp fyrir dag- ínn, dagur sem byrjar í flýti og stressi lofar ekki góðu. Gróf brauðsneið með sultu, hreinn ávaxtasafi,. kaffi eða tesopi með hunangi og ferskur ávöxtur er allt ? sem þarf til að koma sér og melt- ingunni þar með í rétta gírinn. Ef mögulegt er, leggið þá meira í há- degismatinn en kvöldverðinn, þar sem líkaminn þarf meira á næring- unni að halda yfir daginn en nótt- ina, eins og gefur að skilja. Hug- mynd að staðgóðum hádegisverði (sérstaklega um helgar, e.t.v. þeg- ar meiri tími er): grænmetissúpa, kjúklingaréttur, létt salat, ostur, ávextir. Ef fólki vex í augum mikið matartilstand, er tilvalið að nota kvöldið áður eða helgarnar til að útbúa köld pasta- eða hrísgrjóna- salöt og/eða grænmetissúpur sem geymast í nokkra daga og tilvalið er að skella í nestisbox og taka með sér í vinnuna. Málið er að nýta tím- ann, skipuleggja pínulítið (án þess að fara fram úr sjálfum sér auð- vitað), en hlaupin og stressið verða minni fyrir vikið og líðanin betri. Njótum lífsins, fylgjumst með hreyfingum kattanna, hinum mjúku og fyrirhafnarlausu hreyf- ingum þeirra og teygjum, hvernig þeir hreiðra um sig og hjúfra sig upp við hvað sem er, en eru þó allt- af viðbúnir og á verði án nokkurs álags samt. Hér fylgir uppskrift að góðu og matarmiklu salati sem er tilvalið að snæða með kaldri góðri skinku í hádegishléinu, eða sem kvöld- snakk. Uppskrift fyrir 2 60 g gráðostur (í litlum bitum) 60 g Cheddarostur (í litlum bitum) 1 lítill rauður pipar (ferskur og fínn- iðursneiddur, kjarni tekinn úr) 3 vorlaukar (fínsaxaðir) 1 tsk þurrkað dill Salatsósa '/2 sk franskt sinnep 6 msk ólífuolía 2 msk hvítvínsedik _________'/2 tsk paprikuduft_______ V2 tsk salt _________'A tsk svartur pipar______ Útbúið salatsósu þannig: Hrærið saman með gaffli sinnepinu og ólíf- uolíunni í lítilli skál. Bætið vínedik- inu út í og kryddinu. Salat: Blandið saman í miðlungsstórri skál, ostun- um, rauða pipamum, vorlauknum og dilli. Hellið salatsósunni yfir og blandið með salatáhöldum. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur LÆKNISFRÆÐIGV/r/ vissir hlutar heilans stækkad viðþjálfun? Starfsemi drekans og fleiri heilastöðva NÁLÆGT miðju heilans er svæði sem kallað er dreki (hippocampus) vegna þess að lögun þess minnir á dreka eða sæhest. Drekinn er m.a. mikilvægur fyrir ratvísi og komið hefur í ljós við rannsókn á leigubílstjórum í stór- borgum að drekinn stækkar eftir því sem árin líða. Þetta vakti töluverða almenna athygli, eins og við var að búast, og mörgum þótti það furðu sæta. Vísinda- menn sem vinna við rannsóknir á starfsemi heilans urðu mjög ánægðir við þessi tíðindi enda var þetta ná- kvæmlega það sem þeir höfðu spáð. Ein aðalstarfsemi heilans er að taka við utanaðkomandi boðum, vinna úr þeim upplýsingum og síðan að breyta hegðun í sam- ræmi við það. Til að þetta geti orðið þarf heilinn að muna, en nákvæmlega hvemig það á sér stað hefur ver- ið eitt af aðalviðfangsefnum taugasérfræðinga síðustu áratugina. Heilinn er að meðaltali um 1500 g að þyngd og inniheldur um hundrað billjón taugafrumur sem tengjast saman með meira en hundrað trilljón taugatengjum. Þetta gerir heilann að ótrúlega flóknu líffæri og mögu- leikar á samteng- eflir Magnús ingum tauga- Jóhannsson frumna eru fleLri en allar efnisagnir al- heimsins. Þetta flókna líffæri mynd- ast að mestu leyti á níu mánuðum meðgöngunnar og nokkrum árum þar á eftir. Ef myndun heilans dreifðist jafnt yfir þetta tímabil má reikna út að fyrir hvern fersenti- metra af yfirborði heilans myndast allt að 30 þúsund taugatengi á hverri sekúndu. Möguleiki heilans til vaxtar og þroska er greinilega ákvarðaður að talsverðu leyti af erfðum en inn í það kemur einnig flókið samspil margra annarra þátta. Við notkun og þjálfun vöðva verða þeir stærri og sterkari og svipað gerist með heil- ann. Vaxandi þekking undanfarinna áratuga á starfsemi heilans gerir okkur kleift, í mörgum tilfellum, að segja íyrir um hvaða heilastöðvar Heilinn er ótrúlega flókið líffæri. muni stækka við vissa teg- und þjálfunar. Tilraunir á dýrum sýndu þetta þegar á sjöunda ára- tugnum. Til- raunir hafa t.d. sýnt að rottur sem aldar eru upp nokkrar saman í fjöl- breyttu, örvandi umhverfi eru með þyngri heila, þykkari heilabörk og fleiri taugatengi en rottur sem aldar eru upp í einangrun í fábreyttu um- hverfi. Svo virðist sem drekinn sé sér- staklega mikilvægur við móttöku nýrra upplýsinga og úrvinnslu þeirra sem leiðir síðan til nýrra minnisat- riða, þó svo að hann sé ekki hinn end- anlegi geymslustaður minnis í heil- anum. Sjúklingar með skemmdir á drekanum eiga mjög erfitt með að meðtaka nýjar upplýsingar og geyma þær í langtímaminni. I dýrum hefur komið í ljós að drekinn er mjög mikilvægur við að rata eins og t.d. um völundarhús. Sumar fuglategun- dir safna vetrarforða yfir sumarið með því að geyma mat á stöðum sem geta skipt þúsundum. Drekinn er nauðsynlegur við að finna aftur þessa staði eins og sést af því að fugl- ar sem safna vetrarforða á þennan hátt hafa stærri dreka en aðrar teg- undir og skemmdir á þessari heila- stöð koma í veg fyrir að fuglarnir geti fundið aftur geymslustaðina. Ný tækni hefur gert mönnum kleift að fylgjast með starfsemi heil- ans; við getum skoðað heilastarfsem- ina hjá stærðfræðingi sem er að reikna, tónlistarmanni að störfum eða skákmanni að tefla. Við skiljum ekki ennþá hvað gerist í smáatriðum en þekkingin á þessu sviði vex hratt. Þó munum við seint eða aldrei geta skoðað drekann og séð hvort viðkom- andi einstaklingur er eða hefur verið leigubílstjóri eða mælt heilastarf- semina og þannig fundið hvað ein- staklingurinn er að hugsa eða hvað hann veit. í besta falli getum við séð hvaða hlutar heilans taka þátt í hugs- unum okkar eða framkvæmdum. En þetta er sannarlega nógu spennandi byrjun á nýrri öld heilarannsókna. Heilinn er ótrúlega flókið líffæri. tr w ÞfODLIFSMNKARÆr andinn ofþyrrkingslegur? Prestar og sóknarböm PRESTAR hafa verið fyrirferðarmiklir í umræðunni að undanförnu - eink- um þeir prestar sem hafa verið umdeildir í starfi. í tilefni af þessum umræð- um og deildum meiningum sóknarbarna hefur biskup áminnt a.m.k. einn prest nýlega og sent öðrum bréf þar sem hann lýsir því m.a. yfir að þjónusta við sóknarbörnin sé þeirra aðalhlutverk. Útfrá öllu þessu fór ég að hugsa um hlutverk prestsins - hvemig horfir það við mér? Hvemig vil ég hafa presta? Og vil ég yfirleitt hafa þjóðkirkju? Eg hef komist að þeirri niðurstöðu að hlutverk presta hafi breyst og kem að því nánar síðar. Ef ég ætti mér óskaprest myndi ég vilja hafa hann gamansaman en ákveðinn í orð- um og skoðunum - mér leiðist loð- mullulegur málf- lutningur. Loks er eftir Guðrúnu Guð- niðurstaða mín sú laugsdóttur að ég vil hafa þjóð- kirkju. Hvers vegna? Vegna þess að ef ekki væri þjóðkirkja þá væri miklu meira um óháða trúarflokka þar sep misvitrir leiðtogar réðu stefnunni. í versta falli getur slíkt verið háskalegt eins og dæmin sanna, einkum í útlöndum. Fólk hefur margt hvert mikla trúarþörf og reynir að fá henni full- nægt með einhverjum ráðum. Áður trúðu allflestir á Guð og kirkjuna en svo fóru ýmsir að linast í trúnni og tóku loks að því er virtist að trúa meðfram á ýmislegt annað, jafnvel steinsteypuna og lækna - nú trúa margir á hlutabréf og tækni og enn aðrir á vísindin. Ef marka má sárs- aukatóninn í umkvörtunum ýmissa safnaðarbarna óvinsælla presta er þó enn talsvert af fólki sem er trúað á kirkjulega vísu. Af málflutningi þess að dæma er það alvarlega þenkjandi og gamansemin því ekki efst í huga. Sé svo er eðlilegt að því líki illa að sitja uppi með presta sem tala af létt- úð um helgisöguleg málefni og henda jafnvel gaman að sóknarbömunum að því að sagt er. Eg las einhvem tíma í fyrndinni prestasögur sem samanstóðu af gamansögum af liðn- um prestum. Það er nú gott að hinum alvörugefnu sóknarbömum nútímans var hlíft við að hafa þá presta og fróð- legt væri að sjá tilskrifm sem þeir prestar hljóta að hafa fengið írá bisk- upum sínum. Einhverra hluta vegna sátu þó ýmsir þessara presta í emb- ætti fram á ellidaga og voru jafnvel vinsælir hjá sóknarbömum sínum, þótt þeir væm sannanlega ófor- skammaðir í tali, hneykslanlegir í framferði og iðulega mjög drykk- felldir. Ég er hrædd um að þeir myndu ekki kemba hærumar í emb- ætti núna. Hvers vegna prestum fortíðarinn- ar hélst á stundum meira uppi í ýms- um efnum en prestum nútíðarinnar veit ég auðvitað ekki fyrir víst, en mig grunar að þar hafi komið fleira en eitt til. I fyrsta lagi var hlutverk þeiira samkvæmt gömlum heimildum ekki fyrst og fremst þjónustuhlutverk - prestar fortíðar virðast í ríkari mæli hafa gegnt leiðtogahlutverki en prestar gera í dag. Menn líða leiðtog- um miklu meiia en þjónum sínum - leiðtogum líðst t.d. að taka stórt upp í sig, þeir þurfa ekki að vera sléttir og felldir eins og fyrirmyndarprestar nútímans eru gjarnan til að sjá. Svo virðist líka sem andinn innan ýmissa kirkjusafnaða sé furðu þyrrkingsleg- ur, kannski er hjörðin orðin einsleit- ari en áður var, maður fær í það minnsta varla varist þeirri hugsun að samskiptin mættu á stundum að skaðlausu vera á léttari og gaman- samari nótum. Umburðarlyndi og kristilegur kærleikur sýnist heldur ekki vera eiginleiki sem sóknarbörn nútímans gangi fram af sér í að til- einka sér. Það er vafalaust af hinu góða að biskup landsins sendi prest- um bréf til að minna þá á hvert hlut- verk þeim sé ætlað - hitt væri kannski ágætt líka, að senda sóknar- bömum landsins bréf þar sem þeim er sagt hvert þeirra hlutverk er í hin- um flókna heimi hins kirkjulega veru- leika. Það er stundum sagt að þjóðir fái þá stjómmálamenn sem þær eiga skilið. Sé eitthvað til í því er ekki úr vegi að álykta að söfnuðir fái á sama hátt þá presta sem þeir eiga skilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.