Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 9 Morgunblaðið/Kristinn Þóra Kolbrún telur sig hafa þroskast af því að vera með geðhvörf. Morgunblaðið/Ásdís Jónfna Gyða segir að hver dagur með sjúkdóminn sé barátta. Samhæfum reynslu, styrkogvonir Með svöðusár á sálinni VIÐ höfum sag^t frá því hvað við höfum gengið í gegnum og gert til að vinna úr vandanum. Eftir fundinn höfum við gefíð hvert öðru góð ráð. Við skynjum að við erum ekki lengur ein. Annað ofúr venjulegt fólk á við svipaðan vanda að stríða. Sjálfshjálparhópurinn gefur okkur tækifæri til að samhæfa, reynslu styrk og vonir,“ segir Þóra Kolbrún Sigurðardóttir. Þóra Kolbrún hefúr átt við geðhvörf að stríða í um 25 ár skeið. „Veikindin byijuðu fyrst að láta á sér kræla þegar ég var 19 ára. Eg hafði verið við nám í Frakklandi og á Ítalíu og var komin til Danmerkur. Að hippasið var mér boðið til tedrykkju og hass var að sjálf- sögðu á boðstólum. Þama lét ég verða af því að reyna hið „guðlega efni“. Að sjálfsögðu í góðri trú um að fá að njóta guðdómlegra áhrifa. Þvert á móti hrapaði ég niður í ótrú- lega geðlægð. Ég var allt í einu orðin versta manneslqa á allri jörðinni." Þóra Kolbrún fór ekki í meðferð heldur hélt til Islands skömmu síðar. Ekki var þess hins vegar langt að bíða að veikindin blossuðu upp á ný. „Annað kastið kom í kjölfarið á því að ég kenndi mér um dauða eins og hálfs árs gamals bróður míns. Ég var að gæta hans þegar hann fékk skyndi- lega hjartastopp og dó fjórum dög- um síðar. Eftir lát bróður míns var ég lögð inn á Klepp og var þar við- loðandi í um ár. Tveimur árum si'ðar giftist ég ojg eignaðist þijú böm með eiginmanni mínum. A ellefú hjónabandsárum gekk ég í gegnum þijár geðsveiflur og viðeigandi meðferð. Geð- sveiflumar vom aldrei sérstaklega alvarlegar og lyfjameðferðin hjálpaði mér út í h'fíð aftur.“ Þóra Kolbrún horfðist enn í augu við sjúk- dóminn 37 ára gömul. Ofan í ofnotkun áfcngis fékk hún þunglyndiskast og ákvað að fara í áfengismeðferð á Vogi. „Áfengismeðferðin gerði mér ekki aðeins gott í tengslum við áfengisvandann. Ég fór að skilja betur hvaða jákvæðu áhrif heilsusamlegt lífemi, gott mat- aræði, reglulegur svefn og hreyfing, hefðu á sjúkdómsganginn. Eftir mcðfcrðina hleypti ég trúnni inn í líf mitt. Nú sæki ég styrk í gegnum bænahóp einu sinni í viku,“ segir Þóra Kol- brún og tekur fram að eftir meðferðina hafi hún tekið ákvörðun um að stuðla að andlegu jafnvægi sínu með því að taka reglulega inn gcðlyfí ð litíum. „Einu sinni reyndi ég að hætta. Mér leið ekkert illa þangað til ég ákvað að reyna að hætta að reykja, og hætti að geta sof- ið á nóttunni. Ég ákvað að byija að taka aftur inn litíum og gat aftur farið að sofa. Lyfið hef- ur haldið mér í góðu jafnvægi síðustu árin.“ Þóra Kolbrún hugsar sig um þegar hún er spurð að því hvaða áhrif sjúkdómurinn hafi haft á líf hennar í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað skal segja," segir hún. „Jú, sjúkdómurinn hefúr aldrei haft sérstaklega alvarlegar afleið- ingar. Fyrst og fremst held ég að ástæðan fel- ist í því að ég hef alla tíð átt frekar auðvelt með að umgangast og mynda tengsl við aðra. Tengsl múi og bamanna hafa alla tíð verið mjög góð. Við höfum getað talað saman um sjúkdóminn og eigfum auðvelt með að gera grín að því eftir á hvernig ég hef verið í upp- sveiflu. Þau hafa ftillt leyfí mitt til að hafa sam- band við lækninn minn ef þau telja ástæðu til vegna mín eða af þvi' að þeim líður illa sjálfum. Yngsta dóttir mín, 18 ára, telur sig hafa þrosk- ast umfram jafnaldra súia af því að ganga með mér í gegnum sjúkdóminn. Hvorki hún né hin bömin telja að þau hafi verið vanrækt vegna sjúkdómsins. Ég fæ oft að vita að ég sé góð mamrna," segir Þóra Kolbrún og brosir. Á hinn bóginn verður Þóra Kolbrún að við- urkenna að hafa orðiðfyrir fjárhagslegu Ijóni vcgna sjúkdómsins. „Ég hef aðcins einu sinni eftir að ég kom út af geðdeildinni í fyrsta sinn misst vinnu vegna veikindanna. Núna starfa ég sjálfstætt og hefur gengið ágætlega. Aftur á móti verð ég að viðurkenna að f uppsveiflu hafa runnið á mig hrein eyðsluæði. Einu sinni á meðan bömin voru lítil eyddi ég á einu bretti 150.000 kr. með visa-kortinu á útsölu. Eftir að ég hóf eigin rekstur fóru 500.000 kr. al- gjörlega uinhugsunarlaust einu sinni. Ég þurfti að taka lán fyrir upphæðinni og borgaði á endanum 1,5 milljónir." Þóra Kolbrún skýtur því að í tengslum við sjúkdóminn að uppsvcifla sé ekki alfarið af hinu slæma. „Geðhvarfasjúklingar geta verið ótrúlega fijóir í uppsveiflu. Rétt eins og marg- oft hefúr sannast í hinum ýmsu listamönnum. Ég hef sjálf farið að skrifa, seinja ljóð og jafú- vel fengið frábærar og gagnlegar hugmyndir. Annars er ég svo sem alveg nógu ftjó á lyfjun- um. Almennt upplifi ég mig sátta og yfir með- allagi hamingjusama ef miðað er við einhvers konar meðaltal í þjóðfélaginu," segir hún og er spurð út í hlið aðstandenda. „Aðstandendur ganga oft í gegnum afneitun og sérstaklega til að byija með. Fólk þekkir ekki sjúkdóminn og vill ekki viðurkenna að súiir nánustu eigi við geðrænan vanda að stríða. Bömin mín fengu áfall fyrst þegar ég fór á Klepp og vildu ekki að neinn vissi hvar ég hefði verið. Núna er afstaða þeirra allt önnur og jákvæðari. Sjálf er ég sátt við að hafa fengið sjúkdóminn. Égtel að hann hafi þroskað mig og gert að betri manneskju.“ Ríkari í hvert sinn Sjálfshjálparhópur fólks með geðhvörf hef- ur verið starfandi í um hálfs árs skeið. „Ég hef auðvitað fjarlægst sjúkdóminn si'ðustu árin. Engu síður hef ég gott af því að minna mig á hver ég er. Annað markmið felst í því að at- huga hvort að reynsla eins getur komið öðrum að gagni. Ilingað til hafa fundimir gengið út á að miðla af eigin reynslu. Ég hafði aldrei þor- að að segja frá því hvemig mér leið f upp- sveiflu. Upplifunin er alveg hreint ótrúleg og raunar absúrd. Öll næmni verður margföld. Manneskjunni finnst hún vera nafli alheimsins. Fjölmiðlar geta virst færa persónuleg skila- boð. Eðlileg mörk mást út og algengt að vaðið sé yfir næsta mann. Áfram væri hægt að halda og neftia dæmi. Núna skammast ég múi ekki lengur fyrir að segja frá reynslu minni því hin- ir í hópnum búa yfir svipaðri reynslu," segir Þóra Kolbrún og tekur fram að fundimir séu í þróun. „Nú langar okkur að fara að fá gesti inn í hópmn, t.d. sérfræðinga eins og geð- lækna. Gestimir gætu flutt erindi og svarað spurningum okkar hinna um eðli og áhrif sjúk- dómsins. Með því móti gæti sjálfshjálpin orðið enn öflugri. Annars dreg ég ekki úr því að hópastarfið hefur þegar gagnast mér. Mér finnst ég vera ríkari þegar ég kem heim held- ur en ég var þegar ég fór út.“ Þóra Kolbrún var beðin um að gefa dæmi um hvers konar vandi væri reifaður á fundin- um. „Langoftast er vandinn af tilfinningaleg- um toga og getur falist í ákveðnum árekstmm við umhverfið, t.d. í tengslum við vinnu,“ segir Þóra Kolbrún. „Stundum þorir fólk ekki að segja vinnuveitendum sínum frá sjúkdómnum af ótta við fordóma og jafnvel uppsögn. Ein stúlka sagði frá því að hún hefði veikst og ver- ið lögð inn á geðdeild. Þar fékk hún heimsókn frá vinnuveitanda sínum. Hann sagði henni upp starfinu og bauð henni annað í lægri met- um hjá sama fyrirtæki. Annars konar reynsla er auðvitað að maður nokkur sagði frá því að umhverfið hefði talsverð áhrif á gang sjúk- dómsins. Ef svo er hefði ég haldið að hann þyrfti að vinna betur í sínum málum,“ segir Þóra Kolbrún og tekur fram að í um 20 manna hópi sé fólk ákaflega misjafnlega á vegi statt. „Samt em flestir búnir að fá greiningu og era að vinna með sjúkdóminn. Að mínu mati em geðlæknar aðeins lyflæknar. Sjúklingurinn vcrður sjálfur að finna leið til að byggja sig upp á eigin forsendum." ALLTAF annað slagið skýtur því upp í huga minn hvað væri auðveldara að hafa slasast og hlotið sýnilega örkuml til að allir geti séð með berum augum að ég gangi ekki heil til skógar. Ég er með stórt svöðusár á sálinni og utan frá er enginn leið að sjá að nokkuð ami að. Ekki aðeins eiga aðrir erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað ég er veik held- ur er nánast ómögulegt að útskýra líðan sína fyrir vinum og ættingjum. í sjálfshjálpar- hópnum tala ég og tala og veit allan tímann að hinir þurfa ekki annað en að líta í eigin barm til að vita hvað ég meina,“ segir Jónína Gyða Ólafsdóttir. Jónína Gyða fór í meðferð vegna þung- lyndis fyrir 8 ámm. „Annars held ég að þunglyndið hafi búið innra með mér alla tíð. Sterkur baráttuvilji hélt einkennunum í skefjum lengi vel. Ekki síst þegar hvert áfallið rak annað á ákveðnu árabili. Ég varð níu sinnum ófrísk og aðeins tvö börn komust á legg. Verst leið mér eftir að hafa misst viku gamlar tvíburastúlkur. Enginn veitti okkur aðstoð við að axla hinar andlegu byrð- ar. Einu ráðleggingarnar vom að ég skyldi reyna að hvílast og jafna mig á þremur mánuðum. Innra með mér dó eitthvað með stúlkun- um. Depurðin fór að verða meira áberandi og alltaf varð erfiðara og erfiðara að halda haus. Eftir að mamma dó gat ég ekki lengur haldið einkennunum niðri. Við systurnar höfðum setið yfir henni með lítilli hvfld í um sex vikur. Eftir jarðarförina var ég að þrotum komin og lá í rúminu í 2 til 3 vikur. Að lokum hafði ég kjark til að stynja því upp við manninn minn að kostirnir væru aðeins tveir; meðferð eða „auðveldasta" leið- in,“ segir Jónína Gyða og tekur fram að seinni skilgreiningin feli í sér ákveðinn mis- skilning þunglyndissjúklinga. „Þunglyndis- sjúklingar telja sér því miður oft trú um að „auðveldasta" leiðin sé að frelsa fjölskylduna undan sér með sjálfsvígi. Sannleikurinn er auðvitað allt annar því fjölskyldan væri skilin eftir í hræðilegri vanlíðan." Gríman féll Jónína Gyða var í meðferð á Landspítalan- um í 8 vikur. „Að vinna í sjálfri mér í vernd- uðu umhverfi sjúkrahússins gerði mér mjög gott. Ég lét grímuna falla. Loksins fór ég að takast á við tilfinningar mínar og byrja að syrgja börnin mín. Eftir sjúkrahúsvistina var ég gersamlega máttvana og gat ekki einu sinni eldað matinn. Stóð fyrir framan eldhús- bekkinn og hafði ekki mátt í mínum beinum til að koma kartöflunum í pottinn. Læknirinn taldi mig á að taka reglulega inn geðlyf til að draga úr áhrifum þunglyndisins. Engu að síður er hver dagur barátta. Að vinna ein- földustu húsverk getur verið mér um megn. Eina leiðin er að ég gefi mér góðan tíma og skipuleggi verkin nákvæmleg frá degi til dags. Að hvíla mig á hverjum degi eftir há- degi er mér algjörlega nauðsynlegt. Annars get ég verið alveg hreint þokkalega góð nokkra daga í röð áður en einkennin koma fram, þrekleysi, grátur og lágt sjálfsmat. Ég leggst fyrir og ligg þar til maðurinn minn kemur og rekur mig út.“ Rekur þig út? „Já, hann veit að ég þarf að fara út að ganga til að ná mér upp aftur. Svipað ferli á sér stað einu sinni til tvisvar sinnum í hverjum mán- uði.“ Jónína Gyða segist hafa gengið í gegnum djúpa geðlægð eftir að hafa misst vinnuna vegna sjúkdómsins eftir 10 ára starfsferil hjá sama fyrirtæki fyrir 4 árum. „Ég hef haldið mér í þokkalegu jafnvægi með því að forðast umtalsvert erfiði og andleg áföll. Að missa vinnuna kastaði mér niður í dúpt svartnætti. Nú hafði ég ekki lengur ástæðu til að taka mig til og fara út á meðal fólks. Fyrst á eftir var ég gjörsamlega niðurbrotin og þurfti langan tíma til að ná mér aftur upp. Enn stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hvernig ég byrjaði að feta mig aftur inn í samfélagið. Fyrst aðeins með því að ganga niður götuna. Næsta skref var að fara örlít- inn hring héma niður fyrir og svo tvo og all- an tímann gætti ég vandlega að því að missa aldrei sjónar á húsinu hérna. Og - mikið ótrúlega var ég stolt þegar mér tókst að komast hérna niður í bæ! Eftir á var ég gjör- samlega úrvinda og enn þann dag í dag þýðir klukkutíma gönguferð þriggja tíma hvfld á eftir,“ segir Jónína Gyða og svarar spurnar- svipnum á andliti blaðamannsins. „Ekki af líkamlegu erfiði heldur er ótrúleg andleg áreynsla fólgin í því að undirbúa og fara í gönguferðina." Hvernig hafa nánustu aðstandendur og vinir tekið því að þú gengur með sjúkdóm- inn? „Ég missti gjörsamlega fótanna eftir að sjúkdómurinn reið yfir af fullum þunga. Yin- ir mínir skildu ekki hvernig ég hafði breyst og var ekki lengur til í að gera hitt og þetta eins og áður. Fjölskyldan átti auðvitað mjög erfitt til að byrja með. Smám saman jókst skilning- urinn á sjúkdómnum. Eiginmaður minn og börnin tvö hafa staðið með mér eins og klettur. Núna þekkir eiginmaður minn sjúkdóminn, hjálp- ar, skilur og viðurkennir. Ég skil stundum ekki hvernig hann fer að því að vera mér svona ótrúlega blíður og góður. Hann og börnin mín em líf mitt.“ Jónína segist í mörg ár hafa gengið með hugmyndina um að stofna sjálfshjálparhóp þunglyndra í maganum. „Eins og flestir vita tileinkaði landlæknisembættið janúarmánuð þunglyndi. Ég frétti að Héðinn hefði komið fram í sjónvarpinu og stungið upp á því að stofnaðir yrðu sjálfshjálparhópar fyrir fólk með geðrænan vanda. Fyrstu viðbrögðin voru að ákveða að hringja í Héðin til að ýta á að hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd. Eins og oft áður leið og beið þangað til ég loks tók upp tólið. Héðinn bauð mér að koma á fund hjá Geðhvörfum og eftir eina ítrekun komst ég á fund hjá félaginu. Ég er ákaflega stolt af því að hugmyndin skuli hafa orðið að veruleika og hópurinn sé farinn að hittast. Fyrstu skrefin inn á fundinn voru auðvitað þung. Núna finnst mér alveg hreint frábært að fá tækifæri til að hitta aðra með sömu reynslu. Ég get t.a.m. sagt frá því ef mér hefur liðið illa alla vikuna og verið viss um að hinir vita alveg hvernig mér hefur liðið. Ann- að dæmi gæti falist í því að einhver segði frá því að hann væri að hugsa um að hætta að taka reglulega inn geðlyf. Hinir gætu sagt honum frá sinni reynslu af því að hætta um tíma enda hafa flestir freistast til að reyna að vera án lyfja. Staðreyndin er hins vegar langoftast að best er að vera stöðugt á lyfj- um. Annars erum við komin mislangt í að vinna úr einkennunum og gaman að vita til þess að einhverjir gætu lært af minni reynslu. Fyrir utan að ákveðin von hlýtur að felast í því fyrir nýgreinda að sjá hvernig okkur hinum hefur tekist að aðlaga líf okkar sjúkdóminum." Jónína Gyða tekur fram hversu ómetan- legt hefði verið fyrir hana sjálfa að geta gengið inn í hóp eins og sjálfshjálparhópinn eftir útskriftina af Landspítalanum á sínum tíma. „Núna er ég alveg viss um að mér hefði ekki fundist ég standa jafn ein og ég gerði þá. Við höfum verið um 10 á fundum og oft kemur fyrir að við kjöftum saman heillengi eftir hvern fund, skiptumst á ráðum og myndum vinatengsl. Sjúkdómurinn veitir fólki á mismunandi aldri og báðum kynjum sameiginlegan skilning og reynslu til að leggja grunn að bjartari framtíð." Alveg nógu frjóá lyfjunum Byrjaði að syrgja börnin mín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.