Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Skútan sjósett við Vasa-safnið í Stokkhólmi. Stuðningsaðilinn býður gestum að vera við sjósetninguna. Eins er gestum boð- ið að vera viðstaddir siglingakeppnirnar. Svifið seglum þöndum Ottó Clausen siglingakappi býr á Alands- eyjum og gerír út frá Svíþjóð. Guðni Ein- arsson ræddi við Ottó um uppvaxtarárin í Reykjavík, sjómennsku og kappsiglingar. Ottó segir vaiinn mann í hverju rúnii. Einn skipverja er Jesper Bank, sem unnið hefur til guilverðlauna og tvennra silfurverðlauna í siglingum á Ólympíuleikum. Oft gefur á bátinn. Skipverjar eru með bjargvesti og ann- an öryggisbúnað. A siglunni eru skjáir sem veita stýri- manninum upplýsingar um hraða skipsins, vindhraða o.fi. OTTÓ Clausen er fæddur í Reykja- vík árið 1946 og segist vera í hópi þeirra elstu sem stunda kappsigl- ingar. „Það eru bara nokkrir stórir karlar á borð við norska kónginn og fleiri höfðingja, sem eru eldri en ég." Ottó segist stundurn hafa hugleitt að hætta kappsiglingum. „En svo kem- ur sumarið og sólin og maður er aft- ur farinn af stað." Faðir Ottós hét Ottó Clausen, en oftast kallaður Carlo. Hann stofnaði m.a. Vöku og var einn af stofnendum Bæjarleiða. Móðir Ottós hét Elín Jónína Karlsdóttir Sölvasonar. Ottó segir að Karl afi sinn hafi verið fyrsti gluggapússari á íslandi. Hálfbróðir Ottós, samfeðra, er Eric Clausen, kvikmyndaleikstjóri og leikari í í>anmörku. Ottó er sex barna faðir, það elsta 33 ára og það yngsta tæp- lega tveggja ára. Hann segir að sér hafi þótt of mikið að leggja þessar barneignir á eina konu og á fjórar barnsmæður. Yngsta barnið kom raunar á óvart. „Eg hélt þetta væri orðið vatn - en það var ekki svo," segir Ottó og hlær. Hann segir að reynslan hafi kennt sér að karlar eigi ekki að vera yngri en 30-35 ára þegar þeir verði feður. Fyrr hafi þeir engan tíma fyrir börn. Hljóp í gegnum hurð „Árið 1958 var ég sneggsti sendill- inn á Morgunblaðinu, svo fljótur að ég hljóp í gegnum hurðina. Það var •skrifað um það í blaðinu," segir Ottó. Síðar það sama ár hélt hann til Dan- merkur að læra kjötiðn, aðeins 13 ára gamall. „Mér fannst ég ekki hafa neitt meira að gera í skólanum hér, með árunum hef ég séð að það var tóm vitleysa. Maður þarf á lærdómi að halda." Hann kom heim úr kjötiðnaðarnáminu 6. júní 1963, með Gullfossi í fyrstu ferð hans eftir brunann mikla. „Mér þótti svo gaman um borð að ég fór í land og réð mig á skipið og fór út með Gullfossi aftur." Ottó var Hokkra túra á Gullfossi og einnig á íarmskipum Eimskipafélagsins. Næst lá leiðin á nýsköpunartogar- ann Ingólf Arnarson þar sem Ottó var í eitt ár. „Þetta var aflaskip og Sigurjón skipstjóri Stefánsson var dásamlegur maður." Ottó segist lítið hafa starfað við kjötiðn hér á landi. Hann reyndi að- t^ins fyrir sér, en gafst upp vegna lágra launa. Það var miklu meira að hafa upp úr sjómennskunni. Rekinn og ráðinn á víxl Þar kom að Ottó kynntist konu að austan og flutti til Norðfjarðar. Þar var hann kokkur á aflaskipum, m.a. Bjarti, Barða og Birtingi. „Það var vaðandi síld um allt og góð þénusta. Við fylltum tvisvar á dag. Einu sinni gat ég farið suður eftir 17 daga veið- ar og keypt mér nýjan Fólksvagn fyrir hlutinn." Sumar sjóferðirnar voru langar, til Jan Mayen og alla leið norður til Svalbarða. Ottó segir að þeir hafi meira að segja siglt út úr sjókortunum sem til voru um borð. Einn vélstjórinn; íslendingur sem komið hafði frá Astralíu þetta sum- ar, gerði sér lítið fyrir og teiknaði það sem á vantaði. Þótt vel aflaðist var Ottó ekki alls kostar ánægður. „Það var erfitt að búa á Norðfirði og vera ekki Norðfirðingur. Eg held að maður verði ekki heimamaður þar fyrr en í þriðja lið. Það var alltaf verið að reka mig því ég var rétt- indalaus og ekki í réttum flokki. Ég var rekinn ef einhvern Norðfirðing vantaði pláss, svo var ég ráðinn aft- ur." Útþráin vaknar Eftir fimm ár fyrir austan flutti Ottó til Reykjavíkur árið 1969. Hann fór að vinna sem hjálparkokkur Svans Ágústssonar í Þjóðleikhús- kjallaranum og var þar í eitt ár. „Ég kynntist frægum og duglegum kokki og spjölluðum við mikið, þótt ég ynni aldrei með honum. Hann var nýkom- inn úr siglingum á útlendum far- þegaskipum. Eg dáðist að sögunum hans og bað hann að hjálpa mér að komast í siglingar. Einu sinni kíkt- um við í glas og hann skrifaði fullt af meðmælum fyrir mig." Ottó lenti í hjónaskilnaði og fór til Svíþjóðar í apríl 1970. Hann tók meðmælabréfin með sér. „Ég fór á ráðningarskrifstofu og lagði fram meðmælin. Þar blaðaði maður í gegnum bunkann og sagði svo: Ef þetta er allt lagt saman þá ertu um það bil 108 ára. Eigum við ekki bara að fleygja helmingnum af þessu?" Fyrsti kokkur á farþegaskipi Ottó vildi komast á skemmtiferða- skip og helst sem aðstoðarkokkur. Ljósmynd/Ottó Clausen Ottó undir stýri. í keppni er stýrisvaktin 90 mínútur og þá tekur annar við. Þegar skútan fer í hópeflisferðir fá þátttakendur að taka í stýri. Ráðningarstofan var hins vegar að leita að fyrsta kokki. „Það var ekki hægt að bakka út úr meðmælunum sem ég hafði með mér og þeir þurftu á fyrsta kokki að halda. Ég reyndi að koma mér út úr þessu með því að segjast ekki kunna sænsku. Þá sagði maðurinn: Það er allt í lagi. Það eru tveir íslendingar um borð." Ottó átti ekki svar við því og var ráðinn á farþegaskipið Hisp- ania. I eldhúsinu voru sex kokkar í kjötinu, aðrir sex í kalda borðinu og sex í fiskinum, auk aðstoðarfólks - og Ottó orðinn fyrsti matsveinn. Þegar hann kom um borð var annar íslendingurinn, sem átti að hjálpa til við túlkunina, stokkinn úr skipsrúm- inu. „Hinn var eini maðurinn um borð sem ég skildi ekki," segir Ottó. „Hann var kallaður Jón „andskoti" frá Grindavík meðan hann bjó á ís- landi. Nú átti Jón heima í Þýska- landi, var giftur pólskri konu og Morgunblaðið/Kristínn Ottó Clausen býr á Álandseyjum og gerir út kappsiglingaskútu frá Svíþjóð. Um borð í Hispania kynntist Ottó sænskri loftskeytakonu. Þau urðu síðar hjón og eignuðust tvö börn. „Við sigldum í nokkur ár áður en við eignuðumst börnin. Áttum heima á sjó og sigldum víða. I þrjú ár vorum við til dæmis í siglingum á milli Jap- an og Malasíu," segir Ottó. Ráðning- arfyrirkomulagið breyttist og skipt- ust á þriggja mánaða vera til sjós og þriggja mánaða frí. Þessi rúmi frí- tími gaf Ottó tækifæri til að láta gamlan draum rætast. „Eg var orðinn mjög áhugasamur um að sigla seglbátum. Sjórinn hef- ur alltaf verið mitt líf. Það eina sem ég teiknaði þegar ég var hér í Laug- arnesskólanum voru seglskútur, þótt ég vissi ekkert um þær og hefði aldrei komið um borð í skútu. Ég fékk svona brennandi áhuga á þessu og fór að sigla í fríunum á lítilli skútu sem ég keypti í Svíþjóð." Ottó fór á skip frá Swedish-Amer- ican Line-skipafélaginu, sem var orðið meira en aldargamalt og átti mörg skip. Hann var staddur í Am- eríku þegar hann frétti á skotspón- um að fyrirtækið væri farið á haus- inn. „Fyrir tilviljun hitti ég Norðmann sem var ráðningarstjóri hjá norsku skipafélagi, Stolt-Niels- en, sem gerir út tankskip. Hann bauð mér starf og var ég hjá þeim í fimm ár sem bryti. Við vorum fimm Evrópumenn um borð og allir hinir frá Filippseyjum. I áhöfn voru um 50 manns. Þeir borguðu vel og ég gat siglt allt sumarið." Ottó hætti hjá Stolt-Nielsen 1987. Siglingakappi að atvinnu Ottó bjó í sænska skerjagarðinum í Karlskrona og siglingarnar fóru að vinda upp á sig. „Fyrirkomulagið er þannig að þú færð fyrirtæki til að kosta útgerðina. Árið 1991 var ég kominn með 50 feta skútu og fór þá á vann í Svíþjóð. Það skildi hann eng- inn. Hann var kokkur og kjötiðnað- armaður og búinn að sigla í mörg ár á skemmtiferðaskipum. Fór sjaldan í land. Þegar maður loksins fór að skilja hann þá kunni hann ágætar sögur." Ottó segir að í áhöfn skipsins hafi verið 250 manns, alls staðar að úr heiminum, og margir skrautlegir í hópnum. Það var unnið í 30 daga og síðan 14 daga frí. Ottó var hjá útgerð Hispania í 11 ár og stundum lánaður á milli skipa. Hann var til dæmis í strandsiglingum í Chile þegar All- iende var steypt af stóli árið 1973. Skipið var kyrrsett og ekki hægt að fá kost um borð. Loks tókst að fá skipið laust fyrir milligöngu Samein- uðu þjóðanna. „Þá vorum við sendir til Argentínu og lestuðum þar. Siglt var til Luanda í Angóla og þegar við komum þangað var borgarastríðið að brjótast út. Ahöfnin fékk að fara heim, en skipið var fast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.