Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 17 Myatavyn Tsagaan. Mjög misjafnt er hversu grátt „dzúd" hefur leikið fólkið. Sumir hafa misst næstum allan bú- stofninn en aðrir hafa sloppið mun bet- ur. Eitt eiga þó allir þeir sem teknir eru tali sameiginlegt: enginn kvartar og enginn barmar sér. Aldurhniginn hirðingi gætir hrossa sinna og segir að í síðustu viku hafi fjölskylda hans fundið fimm dauð hross eftir mikla leit. Við ökum honum heim í tjaldið en þar er engan að finna. Yngra fólkið hefur lagt af stað fótgangandi út í auðnina í leit að hross- unum. Dauðar skepnur liggja um- hverfis „gerið". Hræfuglarnir færa sig nær og úlfarnir eru vart langt undan. ískaldur vindurinn blæs mold og sandi yfir menn og ferfætlinga. Flestir geta sagt sögur af fólksflutn- ingum úr suðurhluta landsins þar sem Góbí-eyðimörMn mótar náttúrufarið. Tíðir sandstormar þar gera að verkum að sífellt verður erfiðara að stunda hirðingjabúskap í nágrenninu. Bithag- ar verða eyðimörkinni að bráð. Margir hafa komið allslausir í leit að lífsaf- komu í miðju landinu og þaðan hafa aftur margir flutt sig til norðurs. Fréttir berast af því að 7.000 fjölskyld- ur hafi flutt sig úr Dúndgóbí-héraði í suðurhlutanum á síðustu vikum og að þessu fólki sé nú borgið. Þrátt fyrir að þetta fólk búi við fá- tækt sem er Vesturlandabúum með öllu óskiljanleg vill það allt fyrir gesti sína gera. Á meðan einn matarbiti er til í mongólsku „geri" er hann ætlaður gestinum. Við drekkum te með smjöri og kaplamjólk en getum launað fyrir okkur með hveiti og sælgæti handa börnunum. Við ökum fram á hirðingja sem er að reyna að koma föllnu hrossi sínu á fæt- ur. Það tekst með erfiðismunum og hann upplýsir að allir reyni að halda skepnum sínum standandi á meðan þess er nokkur kostur. Hross Mong- óla, sem eru sýnilega af sama stofni og íslenski hesturinn, eru sterkbyggð en hirðinginn segir að engu að síður hafi „dzúd" nánast þurrkað út hross hans og kýr. Hann kveðst þó vongóður um að sauðfé og geiturnar lifi hörmung- arnaraf. Vonleysi sýnist vera Mongólum framandi enda fengju þeir varla lifað í þessu stórkostlega fallega en erfiða landi ef slíkar sálarhræringar væru þeim eðlislægar. Land þar sem sumar- hitar fara upp í 40 celsíus-gráður og al- gengt er að frostið mælist allt að 80 gráðum neðar hlýtur að geta af sér einstakt fólk. Jafnvel í Úlan Bator þar sem fátæktin og atvinnuleysið hefur getið af sér ægilegan félagslegan vanda, upplausn fjölskyldna, alkóhól- isma og ofbeldi, halda flestir reisn sinni. Fjölskyldufaðir einn sem býr ásamt tíu ættingjum sínum í lítílli tveggja herbergja íbúð í úthverfi höf- uðborgarinnar kannast reyndar við að erfitt sé að eiga sér drauma við þessar aðstæður en hann bætír við að margir eigi við meiri erfiðleika að etja en þau. Sama bjartsýnin einkennir mál- flutning forsætisráðherra Mongólíu, hins 38 ára gamla, Rinchinnyamiyn Amarjargal. Hann fer fyrir stjóm tveggja sósíaldemókratískra flokka en flest bendir raunar til þess að stjórn hans muni falla í þingkosningunum í júnímánuði og flokkur endurhæfðra kommúnista, Byltingarflokkur mong- ólskrar alþýðu, komist á ný til valda. Forsætisráðherrann segir að Mong- ólar hafi forðum ráðið yfir mesta land- veldi mannkynssögunnar og ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir geti á ný orðið öflugt ríki í Asíu. Landfræðileg stað- setning milli Rússlands og Kína veiti mikla möguleika á sviði verslunar og samgangna. Hann kynnir fyrir okkur áætlanir sem óneitanlega hljóma nokkuð draumórakenndar m.a. að netvæða alla skóla landsins á næstu fimm árum. Slíkt sýnist ansi langsótt í landi þar sem vegakerfi sem staðið getur undir nafni er vart að finna. Amarjargal forsætisráðherra kannast hins vegar við að stjórnvöld þurfi á aðstoð að halda erlendis frá vegna „dzúd". Sameinuðu þjóðirnar sendu í liðinni viku út alþjóðlegt neyðarkall vegna ástandsins í Mongólíu en talið er að allt að 30 milljónir dala muni kosta að koma hirðingjafjölskyldum. til hjálpar. Yfir slíkum fjármunum ræður ríkisstjórn Mongólíu einfaldlega ekki. Forsætisráðherrann forðast hins veg- ar að tjá sig um hvort sú aðstoð sem borist hefur og metin er á um eina milljón Bandaríkjadala geti talist við- eigandi viðbrögð af hálfu alþjóðasam- félagsins við náttúruhamförunum í Mongólíu. Hann vísar í gamlan mong- ólskan málshátt: „Maður telur ekki tennurnar í hrossinu sem þegið hefur verið að gjöf." Eftir vikudvöl í þessu stórkostíega landi hinna ósnortnu víðerna er undar- legt að koma til Peking, höfuðborgar Kína. Mannfjöldinn á götunum er lyg- inni líkastur og umferðin mjakast áfram. Vestrænar, kapítalískar, „framfarir" blasa hvarvetna við; skýja; kljúfar og kæfandi mengun. I sjónvarpinu æpa unglingsstúlkur sig hásar yfir ljóshærðum Kínverja með Bítla-klippingu sem syngur rapp-tón- list. Nútíminn verður ekki lengur um- flúinn í bili. Krakkar að leikfyrir utan heimili sitt í miðri auðninni. a er eyðilegt um að litast eins og myndin sýnir. 1- „Gerið" er heimili mongólskra hirðingja og oft er þar að sjá fallega muni. Húsmóðir að störfum við eldavélina. Bólstaður í miðri auðninni TJÖLD mongólskra hiröingja nefnast „ger" á máli þeirra. Tjöld sín flytja þeir með sér þegar skipt er um dvalarstað til að hlífa beitarhögum. Að óllu jöfnu flytja mongólskir hiröingjar sig um set þrisvar á ári og er oftast um að ræöa nokkurra tuga kílómetra ferðalag með allar jarð- neskareigurfjólskyldunnar. „Gerið" er reist á viðargrind. Hún er síðan klædd að innan með skrautlegum teppum en dúkur er strengdur yf- ir að utanverðu. Hiröingjar munu aðeins vera um 30 mín- útur að fella tjald sitt og reisa. Þegarinn erkomiö blasirviðkola/taðeldavél á miðju gólfinu. Þarfermatseld húsmóðurinnarfram ogþaðan kemureini hitagjafinn sem finna má ítjaldinu. Algengast er að þrjú til fjögur rúm séu í hverju tjaldi en oft liggja margir saman í fleti. Auk rúmanna er þarna að sjá viðar- skápa og skrautmuni ýmsa en sérstakan sess skipar við- arrammi meö Ijósmyndum af ættingjum og sovéska stutt- bylgju-útvarpið, sem tryggir sambandiö við umheiminn. Yfir sauöburðinn er algengt að nýfædd lömb séu geymd í „gerinu". Líf hirðingjans er komiö undir skepnum hans og utanaðkomandi fá ekki skiliö það nána sam- band semerámilli búsmalansogfólksinssem býrá steppum Mongólíu. Algengt er að nokkrarfjölskyldur búi saman og myndi svonefnt „khotæ". Margirbúa þóeinir inni íauðninnií margra tuga kílómetra fjarlægð frá næstu fjólskyldu. Al- gengt er að mongólskir hiröingjar þurfi að fara tugi kfló- metra á degi hverjum eftir vatni. Þá eru hrossin nauðsyn- leg en margir eiga einnig skellinöðrur. Mongólskir hirðingjar stunda réttnefndan sjálfbæran búskap. Allt er nýtt og óllu er skilað aftur til náttúrunnar. Þegar dvalist er meðal þessa fólks vakna upp spumingar um þær skilgreiningar sem notaðar eru á Vesturlöndum yfir „frumstæða lífshætti". Með tilliti til þeirra sjálfbæru lífshátta sem mongólskir hirðingjar iðka má spyrja hvort þeir standi Vesturlandabúum nauðsynlega að baki. All- tjent sýnist sem þeir hafl náð því sjálfbæra stigi sem um- hverfisspírurýmsar á Vesturlöndum gapa mestyfir. Mongólar klæðast að jafnaði síðum kufli með einlitum mittislinda. Yfirhafnireruhinsvegarþykkarogvindheld- ar. Stígvél mongólskra hirðingja eru sérá báti, gríöarmikil og oftar en ekki úr hnausþykku leðri. Hófuöfatiö á lands- byggðinni er jafnan ullar- eða leðurhúfa. Þau börn mongólskra hirðingja sem hljóta menntun sækja hana yfirleitt í næsta þorp. Þar dveljast þau hjá ættingjum eða í eins konar heimavist hluta vikunnar. Greiða þarf með hverju barni og er algengt að með því sé lagt kjöt. Vöruskiptaverslun er enda algengasta við- skiptaformið eftirhrun kommúnismans. Reiðufé hvarf að mestu í sveitum landsins er ríkisrekin fyrirtæki stöövuö- ustogfjöldaatvinnuleysiskallá. Ríkidæmi hirðingja er mælt í fjólda þeirra skepna sem þeir eiga. Sá sem á 50 dýr eða færri telst fátækur. Hver sá sem ræður minnst yf- ir 1.000 skepnum telst ríkur. Af þessum sökum ógnar fimbulveturinn, „dzúd", einkum afkomu fátækustu fjöl- skyldnanna. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.