Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjaldgæf baktería greinist meðal pílagríma í Sádí-Arabíu Starfsfólki Atlanta boðið upp á meðferð við heilahimnubólgu STARFSFÓLKI Atlanta, sem kom til Keflavíkurflugvallar í fyrrinótt frá Sádí-Arabíu, var við heimkom- una boðið upp á fyrirbyggjandi með- ferð við heilahimnubólgu, en nokkuð hefur borið á henni meðal pílagríma, sem ferðast með flugfélaginu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Guðmund Hafsteinsson, starfs- mannastjóra Atlanta, en hann sagði að allir starfsmennirnir, um 80 tals- ins, hefðu þegið meðferðina. „Þetta var gert að frumkvæði landlæknisembættisins," sagði Guð- mundur. „Við fengum upplýsingar um það hjá embættinu að komið hefði upp mjög sérstakt afbrigði af heilahimnubólgufaraldri í Sádí-Ar- abíu, reyndar í mjög litlum mæli, en afbrigði sem menn eru almennt ekki bólusettir fyrir. Við ákváðum að gera það sem við gætum til að fyrirbyggja að okkar starfsmenn bæru skaða af þessu og í samvinnu við sóttvarnalækni var tekið á móti fólkinu, sem kom flest með einni flugvél og Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá land- læknisembættinu, var á staðnum og gaf fólki töflu við þessu og tók sýni.“ Guðmundur sagði að þeim starfs- mönnum, sem nú væru staddir í Sádí-Arabíu, yrði boðið upp á sömu lyfjagjöf og að hér eftir yrðu allir starfsmenn sem færu héðan til Sádí- Arabíu bólusettir sérstaklega fyrir þessari tegund af heilahimnubólgu. Sýklalyfíð drepur bakteríuna Haraldur Briem sagði að land- læknisembættinu hefðu borist upp- lýsingar um það að pílagrímar hefðu í auknum mæli greinst með heila- himnubólgu og að þar sem margir íslendingar væru í Sádí-Arabíu við störf hjá Atlanta hefði verið ákveðið að bregðast við tíðindunum með þessum hætti. „Þetta er mjög óvenjuleg aðgerð hjá okkur, við höfum ekki gert svona áður, en þetta er líka óvenjuleg upp- ákoma og maður verður að bregðast við svona löguðu fljótt," sagði Har- aldur. Að sögn Haralds á sýklalyfið sem fólkinu var gefið að drepa bakter- íuna. Hann sagði að tekin hefðu verið sýni til þess að ganga úr skugga um hvort einhver hefði smitast, en flest- ir sem smitast veiktust ekki. Reynt að náigast bóluefni Haraldur sagði að til væru nokkr- ar tegundir af bakteríum sem valda heilahimnubólgu og þrjár þær al- gengustu hétu A, B og C, en auk þeirra væru til sjaldgæfari bakteríur og ein slík hefði einmitt greinst með- al pílagrímanna og bæri hún heitið W135. Hún væri þó ekkert hættu- legri en hinar þijár. Haraldur sagði að A-bakterían væri algengust í Afríku, en B og C hefðu báðar gert vart við sig hér- lendis. Hann sagði að til væru bólu- efni við bakteríum A og C, en ekki B og því væri hún erfiðust viðureignar, en rúmlega helmingur tilfella hér- lendis væri af völdum B-bakteríunn- ar. Haraldur sagði að til væri bólu- efni gegn W135, en hingað til hefði það ekki verið til hér á landi og því hygðust heilbrigðisyfirvöld nálgast það eins fljótt og auðið væri. Boltafimi á Ingólfs- torgi ÞAÐ voru ekki nema þeir allra hörðustu sem klæddust sumarfatn- aði í höfuðborginni um helgina, því þó sumarið nálgist óðfluga var svalt í veðri. Raunar var hann svo napur í miðbænum um helgina, að ýmsir settu frekar undir sig höfuðið, brettu upp kragann og örkuðu áfram. Ein góð leið til að halda á sér hita er að leika sér með bolta og þá er ekki verra að hafa þá nokkra og skemmta sér og öðrum vegfarend- uin í lciðinni. Á Ingólfstorgi er oft skemmtileg stemmning á vorin, sumrin og haustin, þegar ungviðið leikur listir sínar, hvort sem er á hjólabretti, línuskautum, eða öðrum hjálpar- tækjum tómstundalífsins. Þessi ungi maður íklæddur stutt- ermabol og brosandi skóm, sýndi boltafimi sína öllum þeim sem vildu á Ingólfstorgi. Svo virðist sem einn ungur vegfarandi hafi a.m.k. kunn- að að meta listina. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ásdís Þórólfur Jónsson hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, Jónas Vigfús- son, þjónustu- og upplýsingafulltrúi borgarverkfræðings, Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri kynntu átak í hreinsun borgarinnar. Átak í hreinsun borgarinnar Aldrei komið jafn illa undan vetri „BORGIN hefur aldrei komið jafn illa undan vetri og nú,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri um leið og kynntar voru að- gerðir borgaryfirvalda í hreinsun borgarinnar á næstu vikum og mán- uðum. „Það er kunnara en frá þurfi að segja að við Iá að jökull lægi yfir borginni í vetur með miklum snjó sem leiddi til þess að þær 150 millj- ónir króna sem áætlaðar voru til snjómoksturs á öllu árinu eru upp- urnar. Við gerum því ráð fyrir auka- fjárveitingu næsta vetur.“ Miklar skemmdir Borgarstjóri sagði að miklar skemmdir, sem hugsanlega hafi orð- ið af völdum snjómoksturstækja, hafi komið í ljós þegar snjóa leysti. Víða meðfram götum og gangstétt- um eru skemmdir á grasi, kantstein- um og girðingum og skilti eru beygl- uð. „Svo er það allt ruslið sem kemur undan snjónum," sagði hún. „Við þessu verður að bregðast sem fyrst hér í borginni og það áður en við fá- um sumarfólkið til starfa, sem að jafnaði kemur ekki fyrr en um miðj- an maí. Það gengur ekki. Af hálfu borgarinnar eru því fyrirhugaðar miklar aðgerðú- en við þurfum að leita liðsinnis borgarbúa, fyrirtækja og stofnana um aðstoð við að koma borginni í sæmilegt horf.“ Leitað til íþróttafélaga Gert er ráð fyrir að farið verði í al- menna hreingerningu á óvenjulega miklum sandi sem liggur á götum og gangstéttum. Jafnframt verður leit- að til íþróttafélaga og reynt að fá þau til liðs við borgaryfirvöld við að hreinsa borgina. „Gangi það eftir þá verður hafist handa strax eftir páska,“ sagði borgarstjóri. „Á næstu dögum verða send bréf til stofnana og fyrirtækja í borginni og þau beðin um að taka til í kringum sig. Það er mjög víða þar sem fyrirtæki eru með stórar lóðir og mikinn gróður að þar sest mikið af pappírsrusli og drasli. Þetta er víða við verslanir, bensín- stöðvar og skyndibitastaði. Eg sé teikn á lofti um versnandi umgengni í borginni. Ekki hjá einstaklingum heldur á opnum svæðum.“ Malbikið óvenju slæmt í máli Sigurðar I. Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra kom fram að hreinsun gatna og gönguleiða til næstu fimm ára hafi verið boðin út í upphafi ársins. Gert er ráð fyrir að árlegur heildarkostnaður sé 85 millj- ónir. Sagði hann að unnið væri að hreinsun flesta frostlausa daga árs- ins en vorhreinsun hæfist yfirleitt fyrstu dagana í apríl. Gert er ráð fyr- ir að hreinsun sé lokið um miðjan júní. „Malbik hefur komið óvenju illa undan vetri og er verra en sést hefur í áratugi," sagði Sigurður. „Áætluð fjárveiting nægir ekki og er unnið að endurskoðun og mati á fjárþörf í við- bót við þá áætlun sem fyrir liggur. Fyrirhugað var að hefjast handa í þíðukaflanum í byrjun mánaðarins en framkvæmdir hafa gengið hægt vegna frosta en það verður hafist handa af fullum krafti um leið og veður leyfir.“ Gatnamálastjóri minnti á að tíma nagladekkja væri lokið en honum lauk 15. apríl. sl. Hreinsunarvika í byrjun næsta mánaðar standa borgaryfirvöld að vanda fyrir hreins- unarviku og eru borgarbúar þá hvattir til að laga til í görðum sínum og næsta umhverfi og mun borgin sjá fyrir ruslapokum og fjarlægja þá íbúum að kostnaðarlausu. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Pajero 2800 tdi, 5 dyra, sjálfskiptur, nýskráður 16.06.1999, ekinn 8. þ. km, 32 tommu, breyttur, spoiler, varadekkshlíf, álfelgur. Verð 3.290.000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞINQfEKLU Mvmcr c-trt Í nobí?i‘iv bffvm! Laugavegi 174,105 Reykjavík. sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Andlát ÞÓRA EINARSDÓTTIR ÞÓRA Einarsdóttir lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstudaginn 14. apríl sl., 87 ára að aldri. Þóra var hvata- maður að stofnun Fé- lagssamtakanna Verndar og var for- maður samtakanna yf- ir 20 ár. Hún var for- maður Indlandsvina- félagsins og var þekkt fyrir störf sín að líkn- armálum í Indlandi. Þóra fæddist á Hvanneyri í Borgar- firði 10. febrúar árið 1913, dóttir Einars Jónssonar, yfirverkstjóra í Reykja- vík, og konu hans, Guðbjargar Kristjánsdóttur. Þóra lauk prófi frá Samvinnu- skólanum árið 1931. Hún nam fé- lagsfræði í Danmörku í tvö ár og vann þá að fangamálum á vegum Dansk Forsorgssel- skab. Þóra var hvatamað- ur að stofnun Verndar og varð heiðursfor- maður samtakanna eftir að hún sagði af sér formennsku árið 1980. Hún var formað- ur Hjálparnefndar stúlkna um árabil og beitti sér fyrir vistun drykkjusjúkra á hæl- um, skólum og heimil- um erlendis. Þóra átti sæti í félagsmálaráði Reykjavíkur í eitt kjörtímabil, sat í endurhæfingarráði frá stofnun til 1979 og var í Mæðrastyrksnefnd um 20 ár, lengst af í stjórn hennar. Hún sat í stjórn Kvenfélags Al- þýðuflokksins í Reykjavík, þar af í 10 ár sem varaformaður og var rit- ari í stjórn Kvenréttindafélags ís- lands um skeið. Á starfsferli sínum kynnti Þóra sér félagsmálastörf erlendis, m.a. í Englandi, og tók þátt í ráðstefnum víða um heim. Þóra gaf út og ritstýrði tímarit- inu Vernd frá 1970-1980. Árið 1971 var hún sæmd Riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu. Eiginmaður Þóru, Jón Péturs- son, prófastur á Kálfafellsstað, lést árið 1973. Eftirlifandi börn þeirra eru Pétur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Helga Jarþrúður, hús- móðir í Reykjavík, og Einar Guðni, sóknarprestur á Kálfafellsstað. Útför Þóru verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 25. apríl nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.