Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Rúnar Gíslason með stdrfiskinn úr Geirlandsá. Einn sá stærsti EINN stærsti sjóbirtingur sem hér hefur veiðst seinni árin veiddist fyrir nokkrum dögum í Gen-landsá og var frá honum greint í veiðiþætti Morg- unblaðsins á sunnudaginn. Nánar um fiskinn er, að hann var 10 pund, en það sem mest kom á óvart var hve langur hann var, eða 92 sentimetrar, að sögn Svavars Ell- ertssonar sem var við ána umræddan dag. Veiðifélagi Svavars, Rúnai- Gíslason, veiddi fiskinn á maðk í Ár- mótum og var hálftíma og kljást við hann. Magnús Jóhannsson, fiskifræðing- ur á Suðurlandsdeild Veiðimálastofn- unar, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að fiskurinn gæti verið á bilinu 10 til 15 ára gamall. „Þetta eru getgátur, ég hef ekki séð hreistursýni af hon- um, en ég held ég hafi ekki séð eldri urriða en 15 ára og þessi gæti verið á bilinu 10 til 15 ára. Hann gæti hafa tekið þátt í hrygningu 5 til 6 sinnum." FRÉTTIR Lengsta beina flug með íslenska farþega frá fslandi Þetta er alveg yndislevt ..annanil" FLOGIÐ var beint frá Keflavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku á sunnudag og var þetta lengsta beina flug sem farið hefur verið með íslenska farþegavél frá Is- landi, en flugið tók rúmlega 12 og hálfa klukkustund. Farið var á TF- ATH, Boeing 747-300, þotu flugfé- lagsins Atlanta og voru farþegar á leið í ferð á vegum Heimsklúbbs Ingólfs til Suður-Afríku. Vélin var fullsetin, í henni voru 412 manns, 392 farþegar og 20 manna áhöfn. Arngrímur Jóhanns- son forstjóri Atlanta var flugstjóri, ásamt Gunnari Karlssyni, því vegna lengdar flugsins þurfti tvö- falda áhöfn flugmanna. „Þetta eru stærstu farþegavélar í heimi, það eru um 350 tonn sem fara í loftið," sagði Arngrímur í samtali við Morgunblaðið rétt fyr- ir flugtak. Hann sagði síður en svo erfiðara að fljúga svona stórri þotu en lítilli og að flugtak og lending væru jafnvel auðveldari og þægilegri. „Þetta er alveg yndislegt app- arat. Þetta er eiginlega betra en nokkur önnur vél. Það er bæði mikill kraftur í þessu og svo er þetta örugglega mýksta farartæki sem þú ferðast í.“ Arngrímur sagði að bæði flug- Morgunblaðið/Ásdís Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, var annar flugstjóra í þessu nær 13 klukkustunda Ianga flugi. menn og áhöfn Atlanta væru ekki óvön svona löngu flugi, því pfla- grímaflug þeirra væri yfirleitt um ellefu klukkustunda langt. Arngrímur rifjaði upp að þessi sama leið hefði verið farin frá Is- landi einu sinni áður. Snemma á sjöunda áratugnum hefði gamli Gullfoss verið sendur til Suður- Afriku, þeirri för hefði Jóhannes Snorrason stýrt, en hún hefði tek- ið um fjóra til fimm daga. Arngrímur flýgur enn mikið sjálfur og segist hafa afar mikla ánægjuaf því. „Eg ætla að fljúga í nokkur ár í viðbót, get gert það þangað til ég verð 65 ára,“ sagði Arngrímur og dreif sig inn í flugsljórnarklefann til að búa vélina undir flugtak. Morgunblaðið/Ásdís Á gjörgæslu eftir bílveltu KONA á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í bílveltu við Hólmsá snemma á sunnudagsmorgun, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Konan var 20 til 30 mínút- ur inni í bílflakinu, sem var næstum á kafi í ánni, áður en tókst að ná henni á þurrt. Er henni haldið sof- andi í öndunarvél vegna drukknun- areinkenna. Bifreiðin skall á vegriði á brúnni yfir ána áður en hún valt yfir brúna. Við það gekk rör á vegriðinu í gegn- um miðja bifreiðina en það vildi kon- unni og bílstjóranum til happs að rörið fór í gegnum bifreiðina rétt fyr- ir aftan sæti þeirra. Að sögn lög- reglunnar bendir allt til þess að sam- ferðamaður konunnar hafi sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleið- ingum. Tilkynnt var um slysið klukkan 7.26 en.þá var bílstjórinn kominn út úr bílflakinu, sem lá á hvolfi í Hólms- ánni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn, sem komu á vettvang, óðu út í ána til að ná konunni á þurrt. Talið er að hún hafi verið 20 til 30 mínútur í bif- reiðinni, sem fór næstum á kaf í ána. Bæði voru flutt á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi en maðurinn fékk að fara heim skömmu síðar. Hátíð í lok vertíðar STARFSMENN Malbikunarstöðv- arinnar Höfða hf., sem sjá um snjó- mokstur á götum borgarinnar að vetrarlagi, gerðu sér glaðan dag við Reynisvatn eftir erfíðan og ann- ansaman vetur. Að sögn Vilbergs Ágústssonaryfirverkstjóra, er venjan að koma saman í lok vertíð- ar en vöktum vegna snjómoksturs lauk fyrr í mánuðinum. Fljótlega taka svo við malbikunarfram- kvæmdir þegar veður Ieyfir. IGOTT VE.GANESH FERMINGAR BARNA Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru komnir í nýrri útgáfu með myndum Barböru Árnason N Mál og menning 30 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Haraldur rúmlega hálfnaður á leið sinni HARALDUR Örn Ólafsson pólfari gekk 19,9 km á leið sinni á Norður- pólinn á sunnu- dag og sló þar með persónu- legt met sitt frá 30. mars er hann gekk 19,3 km á einum degi. Haraldur er rúmlega hálfnaður á leið sinni á pólinn, hef- ur gengið alls 389 km og á eftir 384 km að pólnum. Veður á sunnudag- inn var með allra besta móti og skíðafærið mjög gott. Haraldur lét vel af sér þegar hann hafði samband við bakvarða- sveit leiðangursins í hádeginu í gær. „Ég á minna eftir en ég er búinn að ganga. Það er alltaf ánægjulegt að vera rúmlega hálfn- aður,“ sagði Haraldur. í hinu hagstæða veðri sem var á sunnudag gat Haraldur leyft sér að taka af sér hettuna á úlpunni í fyrsta skipti síðan hann lagði af stað fyrir 39 dögum. Færið var líka með besta móti og lítið um vakir. Haraldur sá aðeins tvisvar sinnum litlar sprungur þar sem sást í óvar- ið hafið. Að eigin sögn er hann kominn yfir hættulegasta vaka- svæðið. Hann fær sendar nýjar birgðir með flugvél út á ísinn á fimmtudag en þá kemur Ingþór Bjarnason með Twin Otter-flugvél First Air-flugfélagsins og færir honum nesti og nýjan sleða. Gæti náð pólnum eftir þrjár vikur Miðað við hvernig Haraldi hefur gengið síðustu tuttugu daga má reikna með að hann komist á pól- inn eftir þrjár vikur, eða í kringum 10. maí. Hann sagðist vera farinn að venjast einverunni á ísnum. „Oft hef ég fundið fyrir því að vera einn. Ég tel þó að erfiðasta tímabilið varðandi einveruna sé að baki. Það var erfiðast fyrst eftir að Ingþór fór heim, en það hefur farið skán- andi síðan þó svo mér hafi aldrei liðið illa út af því. Ég er í mjög góðu jafnvægi og lít framhaldið björtum augum,“ sagði hann. Tveir Svíar sem lögðu af stað á pólinn sama dag og Haraldur og Ingþór gera ráð fyrir að ná norður- Ljósmynd/Ingþór Bjarnason Haraldur Örn Ólafsson pólnum í dag, þriðjudag, eftir fjörutíu daga göngu, sem er met- tími. Á pólnum er annar Svíi, Ola Skinnarmo, sem komst þangað á föstudaginn og bíður eftir að verða sóttur. Til gamans má geta þess að Ing- þór, sem þurfti að snúa við af ísn- um eftir 86 km göngu, verður lík- lega á undan Haraldi á norðurpólinn þrátt fyrir allt. Skýr- ingin er sú að Twin Ótter-ílugvélin, sem færir Haraldi birgðirnar, verður í sömu ferð send eftir Svíunum á pólinn og er óhjá- kvæmilegt annað en Ingþór fari með vélinni þangað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.