Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 8

Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfstæðismenn í borgarstjórn: Vilia Auði upp .a* ^ íza/ GMUhÍD Það þarf ekki að ræða það, ég ætti nú bara ekki annað eftir en að skipta kvótanum út fyrir eitthvert íhaldspakk. Skrifað undir samning Samiðnar og SA Morgunblaðið/Jón Svavarsson Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, og Finnur Geirsson, for- maður SA, takast í hendur eftir undirritun samningsins. Til hægri er Ragnar Árnason, formaður samninganefndar SA. SAMTÖK atvinnulífsins (SA) og Samiðn - samband iðnfélaga - skrif- uðu á laugardag undir kjarasamning sem gildir frá undirskriftardegi til 1. febrúar 2004, en er uppsegjanlegur ári fyrr. Laun hækka um 3,9% við undirritun og síðan um 3% við hver þrenn næstu áramót, en síðasta hækkunin er háð því að samningnum verði ekki sagt upp. Samningurinn er í samræmi við aðra kjarasamninga sem undirritað- ir hafa verið að undanfömu. Hann nær til allra aðildarfélaga Samiðnar, þ.e. félaga byggingarmanna, málm- iðnaðarmanna, garðyrkjumanna og hársnyrta. Aætlað er að á áttunda þúsund félagsmanna Samiðnar taki laun samkvæmt samningnum. I kjarasamningnum er ný og sam- ræmd launatafla fyrir aðildarfélög Samiðnar. Kauptaxtar eru færðir nær greiddum launum ú vinnumark- aði án þess þó að það eigi sjálfkrafa að leiða til meiri launabreytinga en sem nemur almennum hækkunum. Veikindaréttur er aukinn og einn- ig réttur vegna veikinda barna. Þá fjölgar orlofsdögum um einn eftir 10 ára starf hjá sama vinnuveitanda eða í 28. I l I Tré- rimlaglussa 25mm og 50mm með og án borða Margir litir Frábært verð Z-brautir & gluggatjold Faxafeni 14, sími 525 8200 Ráðgjafarþjónusta Húsráða Leiðbeiningar o g sérfræði- þjónusta Fanny Tryggvadóttir A FYRRAVOR var ráð- gjafaþjónusta húsfé- laga - Húsráð - stofn- uð. Tilgangur þessarar þjónustu er að vera alhliða ráðgjafaþjónusta fyrir hús- félög samkvæmt upplýs- ingum Fannyjar Rristínar Tryggvadóttur, fram- kvæmdastjóra Húsráða. „Tilgangurinn er að stjómir húsfélaga geti leit- að á einn stað til að fá svör og ráðgjöf varðandi þau málefni sem snerta rekstur húsfélagsins.“ - Hvaða málefni eru það sem helst er leitað til Hús- ráða með varðandi ráðgjöf? „Viðhald og fram- kvæmdir. Fólk er oft í vandræðum með að fá trausta fagmenn til að vinna bæði lítil og stór verk. Um er að ræða allt frá viðamiklum fram- kvæmdum til smáviðgerða. Fólk vill bæði fá iðnaðarmenn til starfa og einnig ráðgjöf og aðstoð við að afla tilboða í stærri verk. Þá má nefna fyrirspumir um réttindi og skyldur íbúa í fjöleignarhúsum, rétta kostnaðarskiptingu, ákvarð- anatöku í málefnum húsfélagsins, þetta er það helsta sem spurt er um varðandi lögfræðileg atriði. Einnig er fólk að leita ráðgjafar vegna endurskoðunar ársreikn- inga húsfélaga. Svo vantar oft eignaskiptasamninga og fólk er að spyrjast fyrir hvemig eigi að bregðast við vanskilum á húsgjöld- um.“ - Eruð þið réttir aðilar til þess að leita til vegna samskiptaörðug- leika í fjöleignarhúsum ? „Stundum heldur fólk að hægt sé að hringja og fá utanaðkomandi aðila til að leysa úr samskiptaerfið- leikum í fjöleignarhúsum, en það er ekki svona einfalt, húsfundur verður að taka ákvarðanir í mál- efnum húsfélagsins. Hins vegar getum við í þess háttar málum sem öðmm veitt ráðgjöf um í hvaða far- veg mál þurfa að fara til þess að lausn náist. Við upplýsum um rétt fólks og hvaða leiðir húsfélag geti farið til þess að leysa úr ágreiningi og ekki síður reynum við að veita ráðgjöf sem miðar að því að fyrir- byggja samskiptaerfiðleika eða önnur vandræði í húsfélögum." - Hver var aðdragandinn að því að Húsráð voru stefnuð? „Það vom nokkrir aðilar sem höfðu veitt húsfélögum sérfræði- þjónustu um árabil sem sáu knýj- andi þörf fyrir að sameina krafta sína og hafa slíka þjónustu á einum stað. Akveðið var að ganga til sam- starfs við Islandsbanka sem hefur lagt áherslu á að veita húsfélögum góða þjónustu, það era því húsfé- lög sem eru með sína þjónustu hjá íslandsbanka sem geta gengið í Húsráð. Aðild að Húsráðum kost- ar 75 krónur á mánuði fyrir hverja íbúð í húsfélagi." -Hver er sú þjón- usta sem boðið er upp á að öðru leyti en fram hefurkomið? „Húsfélagið fær við inngöngu fría ráðgjaf- artíma hjá ýmsum sérf- ræðingum, húsfélagið og einstakir íbúar fá 12% afslátt af öllum við- skiptum í Húsasmiðjunni, og einn- ig afslátt hjá öllum sérfræðingum sem að samstarfi við Húsráð koma.“ - Eru erfíðleikar í húsfélögum algengir hvað varðar samskipti manna á milli? „Já, það er því miður talsvert ► Fanny Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1967. Hún lauk stúdentsprófl 1986 frá Menntaskólanum á Akureyri og er að skrifa lokaritgerð í sljórn- málafræði við Háskóla íslands um þessar mundir. Hún starfaði sem kennari eftir stúdentspróf, hefur stundað tónlistarnám, var framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitar æskunnar 1993 til 1996 en er nú framkvæmdastjóri Húsráða, ráðgjafarþjónustu hús- félaga. Fanny er gift Hans Haf- steini Þoi-valdssyni vélvirkja og eiga þau eina dóttur. um það og oft út af því að fólk leit- ar ekki faglegrar ráðgjafar eða faglegrar þjónustu og er því rétt- laust ef á því er brotið. Oft er verið að taka ákvarðanir á ólöglegan hátt; sé það gert geta einstakir íbúar í vissum tilvikum neitað þátt- töku í greiðslu sameiginlegs kostn- aðar. Til dæmis heldur fólk oft að ef tilskilinn meirihluti íbúa sam- þykkir einhveija ákvörðun utan húsfundar með undirskrift sé það lögleg ákvörðun. Hún er það ekki og þótt að 90% íbúa skrifi undir slíkt plagg er ákvörðunin ólögmæt og skyldar ekki þá sem ekki skrifa undir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir eða hvað annað sem plaggið hljóðar upp á.“ - Er víða pottw brotinn í rekstri húsfélaga? „Já, það er svo, til dæmis draga menn stundum alltof lengi að setja vanskil í lögfræðinnheimtu og hús- félagið getur þannig misst lög- veðsrétt. Ef krafan er meira en ársgömul fellur þetta lögveð niður. Framkvæmdaáætlanir em oft ekki til staðar, ekki greitt í fram- kvæmdasjóð og viðhald hússins því mjög vanrækt. Það er mjög dýrt þegar til lengdar lætur. Sam- kvæmt rannsóknum verður við- hald dýrara ef látið er reka lengi á reiðanum og ástand hússins orðið slæmt. Því miður dregur fólk nauðsynlegt viðhald oft alltof lengi. Þetta meðal ann- ars veldur ósamkomu- lagi í húsfélögum, sumir sætta sig ekki við þetta. Stundum halda fáir ein- staklingar húsfélögum í einskonar gíslingu hvað vai'ðar ákvarðanir í nauðsynlegum málum með þvermóðsku. Þá er gott að hafa aðgang að leiðbeining- um og sérfræðiþjónustu Húsráða, þar sem lögð er áhersla á reynslu og fagmennsku. Skráning í Hús- ráð fer ft-am hjá þjónustufulltrú- um Islandsbanka og nánari upp- lýsingar getur fólk fengið hjá Húsráðum." Fáir einstakl- ingar halda húsfélögum í gíslingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.