Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 13

Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 18. APRÍ L 2000 13 FRÉTTIR Niðurstöður viðamikillar könnunar á viðhorfum foreldra til grunnskóla Reykjavíkur Almenn ánægja ríkir með skólastarfíð RÚMLEGA 80% foreldra í Reykja- vík segjast vera ánægð með grunn- skóla sinna barna og að skólunum sé vel stjórnað. Þetta kemur m.a. fram í viðamikilli könnun á viðhorfum for- eldra til grunnskólanna í Reykjavík sem Gallup gerði nýlega fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og kynnt var í gær. Úrtakið í könnun- inni var 3.000 manns og bárust svör frá rúmlega 2.500 manns, eða um 85%. í könnuninni kemur einnig fram að foreldrar telja mikilvægt að bæta kennslu í upplýsingatækni og vilja auka við tölvukost skólanna. Þá kemur fram að menntun foreldra hefur áhrif á afstöðu foreldra til þess hvaða námskröfur skólar eiga að gera til barnanna og hvort að skólar haldi upp nægjanlegum aga meðal skólabarna. Samkvæmt niðurstöðum í könn- uninni eru 43,6% foreldra mjög ánægð með grunnskólann sem barn þeirra sækir, 37,9% eru frekar ánægð og 13,5% eru í meðallagi ánægð. Aðeins 1,1% foreldra eru mjög óánægð og 3,9% frekar óánægð. Flestir foreldrar eru auk þess ánægðir með samskipti heimil- is og skóla og langflestir telja að börnum þeirra líði alltaf eða oftast vel í skólanum, þótt nokkur munur komi þar fram eftir aldri og kyni barna. í bóklegum og verklegum kennslustundum líður stúlkum bet- ur en drengjum, en drengjum líður betur í íþróttum. í kennslustundum er yfirleitt algengara að bömum líði vel eftir því sem þau eru yngri, en fleiri unglingar en yngri börnum líð- ur vel í frímínútum, að því er for- eldrar telja. Áhersla lögð á forvarnir gegn einelti og bættan tölvukost Foreldrum þykir skólarnir yfir- leitt standa sig vel í kennslu ein- stakra námsgreina, en mest er ánægjan með lestrarkennslu hjá 1.-4. bekk, en þar fyrir utan var mest ánægja með kennslu í ís- lensku. Síst era foreldrar ánægðir með kennslu í tölvunotkun og upp- lýsingatækni, en aðeins um 55% eru ánægð með þá kennslu. Hins vegar er sú námsgrein ofarlega á blaði þegar spurt er um hversu mikilvæg- ar mismunandi námsgreinar eru fyrir börn sem liður í undirbúningi fyrir framtíðina. Þá þótti stórum hluta foreldra kennsla í dönsku hjá 6.-10. bekk ekki góð. Um tveimur þriðju hlutum for- eldra þykir skólinn gera hæfilegar námskröfur til barnanna, en tæp 30% telja þær of litlar. Þá telja um 22% að heimavinna sé of lítil, 70% finnst hún hæfileg og 8% telja hana of mikla. Foreldrum barna í 5.-10. bekk finnst frekar en foreldrum yngri barna að heimavinna sé of lítil og að námskröfur séu of litlar. Fram kom í könnuninni að for- eldram með meiri menntun þóttu kröfurnar of litlar og að heimanám væri of lítið. Hins vegar töldu for- eldrar með meiri menntun aga í skólum vera hæfilegan, en um 64% töldu aga hæfilegan og rúmlega 35% að hann væri of lítill. Flestir foreldrar vilja leggja mikla áherslu á að bæta forvarnir vegna eineltis og þar á eftir að bæta tölvukost skólanna. í könnuninni voru foreldrar beðnir um að for- gangsraða þeim atriðum sem þeir vilja leggja mikla áherslu á, og í ljós kom að efst á blaði er að fækka nem- endum í bekkjum, að efla forvarnir gegn einelti, að bæta kjör kennara, að bæta tölvukost skólanna og að gefa nemendum kost á máltíð í há- deginu. Nokkuð margir foreldrar voru óánægðir með ýmsa aðstöðu í skólanum og var meira en helming- ur þeirra óánægður með aðstöðu bamanna til að matast. Oflugt tæki sem skólarnir fá í hendurnar Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, segir að nú sé talsverð vinna fram- undan við að vinna skýrslu fyrir hvern skóla, en í þessum skýrslum kemur fram afstaða foreldra til þeirra skóla sem börn þeirra sækja og er ætlað að vera hjálpartæki í að bæta skólastarfið. „Þetta er mjög gott fyrir okkur. Að mörgu leyti fellur þetta saman við það sem við höfum verið að leggja áherslu á. Það er ekki nema mánuður síðan við lögðum fram stefnumörkun um matarmál í fræðsluráði og teljum nauðsynlegt að takast á við það. Við vitum um vandamál varðandi tölvur, það hefur verið stóraukinn tölvukostur til skólanna, en við höfum kannski ekki getað fylgt nógu vel eftir símenntun kennara varðandi þann lið, þannig að við sjáum að við þurfum að taka okkur virkilega á varðandi þessa tvo þætti,“ segir Sigrún. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkurborgar, segir að þarna sé skólafólk komið með mjög öflugt tæki í hendurnar til að bæta skólastarfið. „Hér er mjög öflugt tæki sem hver skóli fær í hendurn- ar, bæði til að sjá hvað fólk er ánægt með, það styrkir fólk að sjá að það er að gera vel. Og síðan er ekkert síðra að sjá hvað þyrfti að bæta. Það er ekkert víst að fólki sé það svo ljóst hvað það er sem fólki finnst fara aflaga í skólunum. Eg er sann- færð um að þetta mun skila sér og við munum auðvitað fylgja því eft- Það er eitthvað meira við égane Break Verð 1.588.000 kr. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Break Grand Comfort Break hefur nú aukið forskotið. Hann státar ekki aðeins af meiri öryggis- og þægindabúnaði og stærra farangursrými en aðrir skutbílar í sama flokki heldur fæst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; enn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.