Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristj án
Trillukarlar á Akureyri á loðnuveiðum á Pollinum.
Loðnuveiðar á Pollinum
TRILLUKARLAR á Akureyri sem
stunda línuveiðar í Eyjafirði
brugðu sér á loðnuveiðar á Pollin-
um í blíðskaparveðri eitt kvöldið
fyrir skömmu. Karlarnir voru
nokkrir saman á tveimur bátum og
drógu á milli sfn litla loðnunót.
Ekki fer sögum af aflabrögðum
þeirra en þeir fengu þó „búmm“ í
fyrsta kasti, eins og það er kallað á
meðal skipveija á íslenska nóta-
skipaflotanum þegar ekkert fæst í
kasti.
Trillukarlamir létu það ekkert á
sig fá og voru ákveðnir í að reyna
áfram fram á kvöld en loðnuna nota
þeir í beitu á línuveiðum sínum. Lít-
ið hefur sést af loðnu á Pollinum á
Akureyri undanfarin ár en þegar
hún kemur fylgir henni þorskur
sem trillukarlarnir mega hins veg-
ar ekki veiða þessa dagana. Eins og
sést á myndinni eru bátarnir komn-
ir upp undir landsteinana við
Drottningarbrautina og því auðvelt
fyrir áhorfendur að fylgjast með
veiðiskapnum.
Aðalfundur Sögufélags Eyfírðinga
Fyrirlestur um flug'
Þjððverja yfír Islandi
AÐALFUNDUR Sögufélags Ey-
firðinga verður haldinn í kvöld,
þriðjudagkvöldið 18. apríl, kl. 20 í
lestrarsal Amtsbókasafnsins á Ak-
ureyri, gengið inn að vestan.
Að loknum venjulegum aðal-
fundarstörfum, sem taka skamman
tíma, mun Hörður Geirsson flytja
fyrirlestur um flug Þjóðverja yfir
Islandi í seinni heimsstyrjöldinni
og ófarir breskra starfsbræðra
þeirra á sama tíma.
Hörður starfar á Minjasafninu á
Akureyri þar sem hann sér um
ljósmyndasafn þess. Hann er mik-
ill áhugamaður um flugsögu og
hefur einbeitt sér að seinni heims-
styrjöldinni í því sambandi. Meðal
annars hefur hann lagt á sig um-
fangsmikla gagnaleit í söfnum er-
lendis og göngur á fjöll og firnindi
í leit að flökum gamalla stríðsvéla
sem hér hafa farist.
Listasafnið á Akureyri
Opið alla
páskadagana
SÚ nýbreytni verður hjá Listasafn-
inu á Akureyri að hafa opið alla
daga páskahelgarinnar. Hinir fjöl-
mörgu gestir Akureyrarbæjar og
heimamenn geta þá notið þess að
skoða sýninguna: „Sjónauki II:
Barnæska í íslenskri myndlist".
Hlutverk Sjónaukanna er að ljá
gestarýnum tækifæri til að koma á
framfæri sjónarmiðum sínum með
því að velja myndir á sýningu og
fjalla um þær á fræðilegan hátt. Að
þessu sinni tóku þrír starfsmenn
kennaradeildar Háskólans á Akur-
eyri, Chia-jung Tsai listfræðingur,
Guðmundur Heiðar Frímannsson,
heimspekingur og deildarforseti, og
Kristján Kristjánsson, prófessor í
heimspeki, að sér að kanna hvort
sömu tilhneiginga gætti við lýsing-
ar á börnum í íslenskri myndlist og
alþjóðlegri. Niðurstaða þeirra er að
svo sé.
í Vestursal Listasafnsins getur
að líta afrakstur af listrænni vinnu
barna sem fengu það verkefni, und-
ir handleiðslu Rósu K. Júlíusdóttur,
að lýsa sjálfum sér í starfi og leik.
Þessi sýning, „Barnið: Ég“, skapar
fróðlegt mótvægi við Sjónauka II,
um barnæsku í íslenskri myndlist,
og geta áhorfendur velt þvi fyrir
sér hvort það séu börnin sjálf eða
hinir fullveðja listamenn sem trú-
verðugar fangi ímynd barnæskunn-
ar.
Auk barnanna eiga 30 listamenn
verk á sýningunni en þeir eru:
Alfreð Flóki, Anna Líndal, Ásgrím-
ur Jónsson, Ásmundur Sveinsson,
Barbara Árnason, Birgir Snæbjörn
Birgisson, Bragi Ásgeirsson, Erró,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Hörður
Ágústsson, Jón Stefánsson, Jóhann
Briem, Jóhann L. Torfason, Jó-
hannes S.
Kjarval, Jónína Lára Einarsdótt-
ir, Kristján H. Magnússon, Magda-
lena Margrét, Muggur, Nína
Tryggvadóttir og Þórarinn B. Þor-
láksson.
Sýningin stendur til 7. maí. Opið
verður um páskana sem hér segir:
Á skírdag frá 14 til 18, föstudaginn
langa frá kl. 15 til 22 og frá kl. 14 til
22 á laugardag, á páskadag verður
opið frá kl. 15 til 18 og frá kl. 14 til
18 annan í páskum. Sparisjóður
Norðlendinga styrkir Listasafnið á
Akureyri.
Námskeið
umjarðfræði
Islands
NÁMSKEIÐIÐ „Jarðfræði ís-
lands: Eldvirkni og jarðhiti"
verður haldið á Ákureyri
þriðjudaginn 25. apríl og hefst
það kl. 20.
Á námskeiðinu verður jarð-
fræði Islands til umfjöllunar
og eldvirkni og saga hennar
tekin til umfjöllunar. Einnig
verður fjallað um orkubúskap
þjóðarinnar. Farið verður í
dagsferð í Mývatnssveit og að
Kröflu og verður þá sagt frá
jarðfræði svæðisins og jarð-
hitanýtingu og skoðuð eld-
virkni og nýleg ummerki henn-
ar á þessu svæði.
Fyrirlestrar verða haldnir á
þriðjudagskvöld í næstu viku,
sem fyrr segir, einnig á
fimmtudagskvöld og sömu
kvöld í vikunni þar á eftir, 2.
og 4. maí næstkomandi. Fyrir-
lestrarnir verða haldnir í hús-
næði Háskólans á Akureyri,
Glerárgötu 36. Ferðin verður
farin 20. maí. Kennari og far-
arstjóri verður Bjami Gauta-
son, jarðfræðingur og sérfræð-
ingur Orkustofnunar. Þátt-
tökugjald er 11 þúsund krónur
og skráning er hjá Rannsókn-
arstofnun Háskólans á Akur-
eyri.
\___
V.
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Fundað um landbúnaðarmál
Morgunblaðið / Birkir Fanndal
Böðvar í Baldursheimi, Birgir á Litluströnd og Sigurður á Stöng.
FUNDUR sveitarstjómar og land-
búnaðamefndar Skútustaðahrepps
var haldinn í Hótel Reynihlíð fimmtu-
daginn 13. apríl með fulltrúum Land-
græðslunnar þeim Sveini Runólfs-
syni, Guðríði Baldvinsdóttur og
Ándrési Amalds. Einnig sat Stefán
Skaftason ráðunautur fundinn.
Rædd var staða sauðfjárbænda í
sveitinni, einkum þeirra sem beita fé
sínu á Austurafrétt. Fram komu í
máli heimamanna vemlegar áhyggj-
ur um stöðu sauðfjárræktarinnar
samfara nýjum búvörusamningi
Um kvöldið var síðan opinn fundur
í Selinu á Skútustöðum. Þar ílutti
Andrés Arnalds erindi um kolefnis-
bindingu með landgræðslu og skóg-
rækt og ný sóknarfæri á þeim vett-
vangi fyrir íslenska bændur, hann
sagðist ánægður með árangur samn-
ings um landnýtingu á Austurafrétti
sem endumýja þyrfti í sumar, einnig
er samningur um Krákárbotnasvæði
sem gilt hefur frá 1994. Báða þessa
samninga þarf nú að endurskoða og
endurnýja.
Guðríður Baldvinsdóttir ræddi
störf landgræðslunnar í sveitinni árið
1999 og áform fyrir sumarið 2000. í
máli hennar kom fram að Land-
græðslan er með vemlega starfsemi í
hreppnum bæði sunnan, austan, og
norðan byggðarinnar. Einkum er
unnið að sáningu melfræs, áburðar-
dreifingu, plöntun birkis og lúpínu,
skilar þetta allt vemlegri uppgræðslu
að mati Guðríðar, sem er fulltrúi
Landgræðslunnar í Þingeyjarsýslum.
Hún reiknar með að 20 mývetnskir
bændur vinni að landgræðsluátaki á
þessu ári og mun óvíða vera jafn mikil
og almenn þátttaka bænda í land-
græðsluverkefnum. Sveinn Runólfs-
son ræddi langtíma landgræðsluáætl-
un, ný landgræðslulög, stöðuna í
öræfagirðingarmálum austan Mý-
vatnssveitar og „Viljayfirlýsingu
vegna mats á landnýtingu vegna
gæðastýringar í samningi um fram-
leiðslu sauðfjárafurða" en á fundinum
var dreift þessari yfirlýsingu.
Að loknum framsöguerindum vom
opnar umræður um öll þessi mál.
Böðvar í Baldursheimi spurði hver
ætti að bera kostnað af vottun og
hvað væri viðunandi ástand gróðurs.
Ámi í Garði velti upp þeim möguleika
að ríkið greiddi bændum beingreiðsl-
ur en þeir hættu í staðinn búskap
meðan unnið væri að bættum land-
gæðum. Þyrfti þá ekki öræfagirðingu
sem hann taldi vafasama fram-
kvæmd. Hann vildi þó vita um áætl-
aða legu girðingarinnar og lét í ljós
nokkum ótta um að innan hennar
myndu lenda svæði sem þá yrðu fyrir
auknu álagi. Hjörleifur á Grænavatni
taldi nauðsynlegt að fá sem fyrst nið-
urstöðu í mati á landnýtingu. Héðinn
á Strönd spurði hvort ekki væri
áhyggjuefni ef búvömsamningurinn
snerist upp í andhverfu sína, nefni-
lega að einhverjir bændur ykju fram-
leiðsluna vemlega utan gæðastýring-
ar.
Leifur oddviti taldi að tvöfold ógn-
un steðjaði nú að byggð í Mývatns-
sveit, annarsvegar að Kísiliðjunni,
hins vegar að sauðfjárbúskapnum,
hann taldi einu fæm leiðina til við-
halds sauðfjárbúskaparins þá að ráð-
ist yrði í gerð öræfagirðingar og
hvatti hann til samstöðu um það.
I máli manna komu annars al-
mennt fram áhyggjur vegna þeirrar
óvissu sem nú er samfara nýjum bú-
vörusamningi, einkum vegna ákvæðis
um vottun um sjálfbæra nýtingu
lands. Sveinn Runólfsson tók það
skýrt fram að Landgræðslan svarar
ekki fyrir nýgerðan búvörasamning
og ekki heldur mun hún votta sjálf-
bæra landnýtingu, en hann hét bænd-
um áframhaldandi stuðningi við land-
græðslu. Fundinn sátu um 40 bændur
og búþegnar.