Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristj án Trillukarlar á Akureyri á loðnuveiðum á Pollinum. Loðnuveiðar á Pollinum TRILLUKARLAR á Akureyri sem stunda línuveiðar í Eyjafirði brugðu sér á loðnuveiðar á Pollin- um í blíðskaparveðri eitt kvöldið fyrir skömmu. Karlarnir voru nokkrir saman á tveimur bátum og drógu á milli sfn litla loðnunót. Ekki fer sögum af aflabrögðum þeirra en þeir fengu þó „búmm“ í fyrsta kasti, eins og það er kallað á meðal skipveija á íslenska nóta- skipaflotanum þegar ekkert fæst í kasti. Trillukarlamir létu það ekkert á sig fá og voru ákveðnir í að reyna áfram fram á kvöld en loðnuna nota þeir í beitu á línuveiðum sínum. Lít- ið hefur sést af loðnu á Pollinum á Akureyri undanfarin ár en þegar hún kemur fylgir henni þorskur sem trillukarlarnir mega hins veg- ar ekki veiða þessa dagana. Eins og sést á myndinni eru bátarnir komn- ir upp undir landsteinana við Drottningarbrautina og því auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með veiðiskapnum. Aðalfundur Sögufélags Eyfírðinga Fyrirlestur um flug' Þjððverja yfír Islandi AÐALFUNDUR Sögufélags Ey- firðinga verður haldinn í kvöld, þriðjudagkvöldið 18. apríl, kl. 20 í lestrarsal Amtsbókasafnsins á Ak- ureyri, gengið inn að vestan. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum, sem taka skamman tíma, mun Hörður Geirsson flytja fyrirlestur um flug Þjóðverja yfir Islandi í seinni heimsstyrjöldinni og ófarir breskra starfsbræðra þeirra á sama tíma. Hörður starfar á Minjasafninu á Akureyri þar sem hann sér um ljósmyndasafn þess. Hann er mik- ill áhugamaður um flugsögu og hefur einbeitt sér að seinni heims- styrjöldinni í því sambandi. Meðal annars hefur hann lagt á sig um- fangsmikla gagnaleit í söfnum er- lendis og göngur á fjöll og firnindi í leit að flökum gamalla stríðsvéla sem hér hafa farist. Listasafnið á Akureyri Opið alla páskadagana SÚ nýbreytni verður hjá Listasafn- inu á Akureyri að hafa opið alla daga páskahelgarinnar. Hinir fjöl- mörgu gestir Akureyrarbæjar og heimamenn geta þá notið þess að skoða sýninguna: „Sjónauki II: Barnæska í íslenskri myndlist". Hlutverk Sjónaukanna er að ljá gestarýnum tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með því að velja myndir á sýningu og fjalla um þær á fræðilegan hátt. Að þessu sinni tóku þrír starfsmenn kennaradeildar Háskólans á Akur- eyri, Chia-jung Tsai listfræðingur, Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekingur og deildarforseti, og Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki, að sér að kanna hvort sömu tilhneiginga gætti við lýsing- ar á börnum í íslenskri myndlist og alþjóðlegri. Niðurstaða þeirra er að svo sé. í Vestursal Listasafnsins getur að líta afrakstur af listrænni vinnu barna sem fengu það verkefni, und- ir handleiðslu Rósu K. Júlíusdóttur, að lýsa sjálfum sér í starfi og leik. Þessi sýning, „Barnið: Ég“, skapar fróðlegt mótvægi við Sjónauka II, um barnæsku í íslenskri myndlist, og geta áhorfendur velt þvi fyrir sér hvort það séu börnin sjálf eða hinir fullveðja listamenn sem trú- verðugar fangi ímynd barnæskunn- ar. Auk barnanna eiga 30 listamenn verk á sýningunni en þeir eru: Alfreð Flóki, Anna Líndal, Ásgrím- ur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Barbara Árnason, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bragi Ásgeirsson, Erró, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hörður Ágústsson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jóhann L. Torfason, Jó- hannes S. Kjarval, Jónína Lára Einarsdótt- ir, Kristján H. Magnússon, Magda- lena Margrét, Muggur, Nína Tryggvadóttir og Þórarinn B. Þor- láksson. Sýningin stendur til 7. maí. Opið verður um páskana sem hér segir: Á skírdag frá 14 til 18, föstudaginn langa frá kl. 15 til 22 og frá kl. 14 til 22 á laugardag, á páskadag verður opið frá kl. 15 til 18 og frá kl. 14 til 18 annan í páskum. Sparisjóður Norðlendinga styrkir Listasafnið á Akureyri. Námskeið umjarðfræði Islands NÁMSKEIÐIÐ „Jarðfræði ís- lands: Eldvirkni og jarðhiti" verður haldið á Ákureyri þriðjudaginn 25. apríl og hefst það kl. 20. Á námskeiðinu verður jarð- fræði Islands til umfjöllunar og eldvirkni og saga hennar tekin til umfjöllunar. Einnig verður fjallað um orkubúskap þjóðarinnar. Farið verður í dagsferð í Mývatnssveit og að Kröflu og verður þá sagt frá jarðfræði svæðisins og jarð- hitanýtingu og skoðuð eld- virkni og nýleg ummerki henn- ar á þessu svæði. Fyrirlestrar verða haldnir á þriðjudagskvöld í næstu viku, sem fyrr segir, einnig á fimmtudagskvöld og sömu kvöld í vikunni þar á eftir, 2. og 4. maí næstkomandi. Fyrir- lestrarnir verða haldnir í hús- næði Háskólans á Akureyri, Glerárgötu 36. Ferðin verður farin 20. maí. Kennari og far- arstjóri verður Bjami Gauta- son, jarðfræðingur og sérfræð- ingur Orkustofnunar. Þátt- tökugjald er 11 þúsund krónur og skráning er hjá Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akur- eyri. \___ V. ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Fundað um landbúnaðarmál Morgunblaðið / Birkir Fanndal Böðvar í Baldursheimi, Birgir á Litluströnd og Sigurður á Stöng. FUNDUR sveitarstjómar og land- búnaðamefndar Skútustaðahrepps var haldinn í Hótel Reynihlíð fimmtu- daginn 13. apríl með fulltrúum Land- græðslunnar þeim Sveini Runólfs- syni, Guðríði Baldvinsdóttur og Ándrési Amalds. Einnig sat Stefán Skaftason ráðunautur fundinn. Rædd var staða sauðfjárbænda í sveitinni, einkum þeirra sem beita fé sínu á Austurafrétt. Fram komu í máli heimamanna vemlegar áhyggj- ur um stöðu sauðfjárræktarinnar samfara nýjum búvörusamningi Um kvöldið var síðan opinn fundur í Selinu á Skútustöðum. Þar ílutti Andrés Arnalds erindi um kolefnis- bindingu með landgræðslu og skóg- rækt og ný sóknarfæri á þeim vett- vangi fyrir íslenska bændur, hann sagðist ánægður með árangur samn- ings um landnýtingu á Austurafrétti sem endumýja þyrfti í sumar, einnig er samningur um Krákárbotnasvæði sem gilt hefur frá 1994. Báða þessa samninga þarf nú að endurskoða og endurnýja. Guðríður Baldvinsdóttir ræddi störf landgræðslunnar í sveitinni árið 1999 og áform fyrir sumarið 2000. í máli hennar kom fram að Land- græðslan er með vemlega starfsemi í hreppnum bæði sunnan, austan, og norðan byggðarinnar. Einkum er unnið að sáningu melfræs, áburðar- dreifingu, plöntun birkis og lúpínu, skilar þetta allt vemlegri uppgræðslu að mati Guðríðar, sem er fulltrúi Landgræðslunnar í Þingeyjarsýslum. Hún reiknar með að 20 mývetnskir bændur vinni að landgræðsluátaki á þessu ári og mun óvíða vera jafn mikil og almenn þátttaka bænda í land- græðsluverkefnum. Sveinn Runólfs- son ræddi langtíma landgræðsluáætl- un, ný landgræðslulög, stöðuna í öræfagirðingarmálum austan Mý- vatnssveitar og „Viljayfirlýsingu vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringar í samningi um fram- leiðslu sauðfjárafurða" en á fundinum var dreift þessari yfirlýsingu. Að loknum framsöguerindum vom opnar umræður um öll þessi mál. Böðvar í Baldursheimi spurði hver ætti að bera kostnað af vottun og hvað væri viðunandi ástand gróðurs. Ámi í Garði velti upp þeim möguleika að ríkið greiddi bændum beingreiðsl- ur en þeir hættu í staðinn búskap meðan unnið væri að bættum land- gæðum. Þyrfti þá ekki öræfagirðingu sem hann taldi vafasama fram- kvæmd. Hann vildi þó vita um áætl- aða legu girðingarinnar og lét í ljós nokkum ótta um að innan hennar myndu lenda svæði sem þá yrðu fyrir auknu álagi. Hjörleifur á Grænavatni taldi nauðsynlegt að fá sem fyrst nið- urstöðu í mati á landnýtingu. Héðinn á Strönd spurði hvort ekki væri áhyggjuefni ef búvömsamningurinn snerist upp í andhverfu sína, nefni- lega að einhverjir bændur ykju fram- leiðsluna vemlega utan gæðastýring- ar. Leifur oddviti taldi að tvöfold ógn- un steðjaði nú að byggð í Mývatns- sveit, annarsvegar að Kísiliðjunni, hins vegar að sauðfjárbúskapnum, hann taldi einu fæm leiðina til við- halds sauðfjárbúskaparins þá að ráð- ist yrði í gerð öræfagirðingar og hvatti hann til samstöðu um það. I máli manna komu annars al- mennt fram áhyggjur vegna þeirrar óvissu sem nú er samfara nýjum bú- vörusamningi, einkum vegna ákvæðis um vottun um sjálfbæra nýtingu lands. Sveinn Runólfsson tók það skýrt fram að Landgræðslan svarar ekki fyrir nýgerðan búvörasamning og ekki heldur mun hún votta sjálf- bæra landnýtingu, en hann hét bænd- um áframhaldandi stuðningi við land- græðslu. Fundinn sátu um 40 bændur og búþegnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.