Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR18. APRÍL 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Tal semur við Nortel Networks um GPRS-búnað
Fyrsta skrefið yfir í
þriðju kynslóð farsíma
Ibrahim Almoor, yfirmaður farsímalausna Nortel Networks í Evrópu, og
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., undirrita samninginn. Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra fylgist með.
FULLTRÚAR Tals hf. og Nortel
Networks undirrituðu í gær samning
um kaup og uppsetningu á búnaði til
að gera háhraða þráðlausa gagna-
flutninga mögulega í GSM-kerfí Tals.
Um er að ræða nýja tækni, svokallað
GPRS-kerfl, og með því stígur Tal
fyrsta skrefið yfir í þriðju kynslóð
farsíma, að því er fram kom á frétta-
mannafundi í gær.
Verðmæti samningsins nemur
tveimur milljónum dollara eða tæp-
um 150 milljónum króna. AIls mun
Tal fjárfesta fyrir um 200 milljónir
króna í þessu skyni í GSM-kerfinu á
þessu ári. Þegar er byrjað að setja
upp hluta af nauðsynlegum búnaði
hjá Tali og er áætlað að þjónustan
verði komin í gagnið fyrir lok ársins.
Mun meiri gagnaflutningshraði
Gagnaflutningshraði með GPRS-
tækninni mun verða allt að 170 kíló-
bit á sekúndu en til samanburðar má
nefna að flutningsgeta ISDN-línu er
um 64 kb/sek. Tilkoma GPRS-þjón-
TÆKNIFYRIRTÆKIÐ Netverk
hefur átt í viðræðum við erlenda fjár-
festa um kaup á hlutafé í fyrirtækinu.
Netverk sendi frá sér yftrlýsingu í
gær, þar sem segir að um sé að ræða
ustunnar er viðbót við GSM-kerfið og
breytir engu um notkum GSM-sím-
tækjanna sem þegar eru í notkun, að
því er íram kemur í tilkynningu.
samningaviðræður um kaup á nokk-
urra milljóna dollara hlut í fyrirtæk-
inu. Viðræður þessar eru enn í gangi
og er búist við að niðurstaða úr þeim
verði ljós seinni hluta maímánaðar.
Hægt verður að tengja fartölvur
og lófatölvur við Netið í gegnum
GSM-símtæki sem geta nýtt sér
GPRS. Slíkir símar munu gera ein-
staklingum kleift að nota bankaþjón-
ustu og gera innkaup, auk þess sem
hægt verður að miðla WAP-upplýs-
ingum gegnum GSM-kerfið hraðar
en hingað til hefur þekkst, að því er
fram kom á fréttamannafundi Tals í
gær.
Einnig kom fram að greiðslur
vegna GPRS-gagnasamskipta verða
að öllum líkindum inntar af hendi fyr-
ir það magn upplýsinga sem fer um
GSM-kerfið, samkvæmt alþjóðlegum
staðli.
Netverk í viðræðum
við erlenda fjárfesta
Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar
Auglýsingatexta og fullunnum
auglýsingum, sem eiga að birtast á skírdag,
fimmtudaginn 20. apríl, þarf að skila fyrir
kl. 16.00 þriðjudaginn 18. apríl.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Lækkun á hluta-
brefum 24 fyrir-
tækja á VÞI
Mest viðskipti með bréf FBA en
mesta lækkun á bréfum Skýrr
ÚRVALSVÍSITALA hlutabréfa á
Verðbréfaþingi íslands lækkaði um
2,89% í gær og var við lok viðskipta
1.696 stig. Hlutabréf 24 fyrirtækja á
aðallista VÞÍ lækkuðu en bréf
tveggja hækkuðu. Viðskipti með
hlutabréf á VÞÍ í gær námu alls 549
milljónum króna. Hlutabréf Skýrr
hf. lækkuðu mest hlutabréfa á VÞÍ,
um 13,5%, en heildarvelta með
hlutabréf Skýrr nam 41,3 milljónum
í 25 viðskiptum.
Mest viðskipti voru með hlutabréf
FBA fyrir 143 milljónir og lækkuðu
bréfin um 3,6% frá fyrra degi. 66
milljóna króna viðskipti voru með
hlutabréf Össurar hf., sem lækkuðu
um 2,6%, og bréf Marels lækkuðu
um 3,1% í 51 milljónar króna við-
skiptum.
Auk hlutabréfa Skýrr hf. urðu
miklar lækkanir á bréfum SÍF eða
9,7%, bréf Nýherja lækkuðu um
7,7%, bréf SH um 7,5% og hlutabréf
í Pharmaco lækkuðu um 7,1%.
Hlutabréf tveggja félaga hækkuðu,
Olíufélagsins um 2,5% í 7,5 milljóna
króna viðskiptum, og bréf Samherja
um 0,8% í 13,3 milljóna króna við-
skiptum.
Tryggvi Tryggvason, sérfræðing-
ur hjá Viðskiptastofu Landsbank-
ans, segir lækkanir hér heima fyrst
og fremst orsakast af lækkunum á
hlutabréfum í Bandaríkjunum.
Hann segir áhrifin eðlileg þar sem
íslenskir fjárfestar beri í vaxandi
mæli saman erlenda og innlenda
fjárfestingarkosti og sjái ekki
ástæðu til að kaupa íslensk hluta-
bréf á háu verði á sama tíma og er-
lend hlutabréf lækki.
Fjárfestar snúa sér
að skuldabréfum
Tryggvi segir að bandarískar
verðbólgutölur hafi haft mikil áhrif
á lækkun Nasdaq-vísitölunnar fyrir
helgi og sömu áhrif megi greina
hérlendis þar sem fremur óhag-
stæðar verðbólgutölur birtust á
föstudag. Hann segir að hér heima
eins og ytra hafi fjárfestar í auknum
mæli snúið sér að skuldabréfum og
ávöxtunarkrafa þeirra lækkað í
kjölfarið. Á íslenska markaðnum
lækkaði t.d. ávöxtunarkrafa hús-
bréfa um 14-15 punkta í gær, að
sögn Tryggva.
Að mati Tryggva mun framhaldið
á hlutabréfamörkuðum einkennast
af óróleika, óvissu og sveiflum.
Hann bendir á að úrvalsvísitalan
hafi ekki lækkað niður fyrir það sem
hún var um síðustu áramót og langt
frá því að um endalok sé að ræða.
Tryggvi telur bréf tæknifyrirtækja
og bankanna þau seljanlegustu á
markaðnum og eðlilegt að mestar
lækkanir hafi orðið í þeim geirum.
Væntanlegir kaupendur að eigninni Mýrargötu 26 í Reykjavík hafa uppi
áform um að breyta húsnæðinu í íbúðar- eða verslunarhúsnæði.
Fær Mýrargata
26 nýtt hlutverk?
VIÐRÆÐUR eru í gangi um kaup
nokkurra iðnaðarmanna á húseign-
inni Mýrargötu 26 í Vesturbæ
Reykjavíkur. Fasteignasalan Frón
annast söluna og segir Finnbogi
Kristjánsson fasteignasali að líklegt
kaupverð hlaupi á hundruðum millj-
óna króna.
Húsnæðið, sem áður hýsti Hrað-
frystistöðina, er í eigu nokkurra ein-
staklinga sem keyptu eignina ekki
alls fyrir löngu. Finnbogi segir að
skrifað hafi verið undir viljayfirlýs-
ingu um kaupin, en kaupendurnir
eru nokkrir ungir iðnaðarmenn. Þeir
Fréttir á Netinu
vfg> mbl.is
_AL.LTAP e/TTHV'AO ISIÝTT
hafa unnið við að gera upp gamlar
risíbúðir, m.a. í Danmörku.
„Þessir iðnaðarmenn hafa horft
mjög til þess að fjárfesta í húsi við
Reykjavíkurhöfn og breyta því.
Ef af kaupunum á húsnæðinu við
Mýrargötu verður mun annarri og
þriðju hæð hugsanlega verða breytt í
íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði.
Verslunarhúsnæði yrði þá á jarð-
hæð. í kjallara er stórt rými og eru
hugmyndir um að breyta því í bíla-
geymslu eða verslunarhúsnæði.
Borgin hefur auðvitað með skipu-
lagið á þessu svæði að gera og hefur
því áhrif á hvernig húsnæðinu verð-
ur breytt. Reykjavíkurhöfn á svo
forkaupsréttinn að því,“ segir Finn-
bogi. Hann býst þó ekki við að höfnin
muni nýta sér þann rétt.
Að sögn Finnboga kemur í ljós í
byrjun mai hvort af kaupunum verð-
ur. Hann segir að margir stöndugir
fjárfestar og verktakar hafi hug á
húsnæðinu og séu tilbúnir að kaupa,
verði ekkert af kaupunum nú, enda
sé um að ræða afar vinsælan stað í
höfuðborginni.