Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 24

Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Villa í úrvinnslu talna VILLA kom fram í úrvinnslu talna úr verðkönnun Samstarfverkefnis Neytendasamtakanna og ASI fé- laga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Hafa aðstandendur könnunarinnar ákveðið að breyta framsetningu verðkannana á mat- vöru og bæta upplýsingum um beinar verðbreytingar hjá einstök- um verslunum á milli kannana við þær upplýsingar sem hingað til hafa fylgt fréttatilkynningum. Þá er beðist velvirðingar á villunni í fréttatilkynningu frá samstarf- verkefninu. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Nýkaups hefur sent for- manni Neytendasamtakanna bréf þar sem farið er fram á að sam- tökin biðji Nýkaup og starfsfólk þess opinberlega afsökunar á því að rangar upplýsingar um vöru- verð í verslunum fyrirtækisins hafi verið gefnar upp í fréttatilkynn- ingu samstarfsverkefnisins fyrir helgi. Fundur hjá Samkeppnisstofnun Jafnframt fer hann fram á að Neytendasamtökin kynni með hvaða hætti þau hyggist koma í veg fyrir að röngum og misvísandi upplýsingum um vöruverð sé dreift til fjölmiðla. Segir Finnur að verið sé að kanna réttarstöðu fyrirtækisins. Lögfræðingur Nýkaups hefur haft samband við Samkeppnis- stofnun, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Sigurðssyni, for- stöðumanni samkeppnissviðs stofnunarinnar. Fundur verður haldinn um málið í dag, þriðjudag, og verður upp úr því ákveðið hvort og þá hvemig brugðist verður við af hálfu stofnunarinnar. Hlutfallslegar verðbreytingar Breytingar á verði frá febrúar Hlutfallslegur verðsaman- á milli verslana frá 1. febrúar til apríl. Vörur sem voru til í burður á höfuðborgarsvæðinu til 12. apríl 2000 bæði skipti í hverri búð fyrir sig 12. apríl 2000 Þín versl., Seliabr. | 14,6% Þín verslun, Seliabr. | Mi 3.9% Nýkaup 106,7 Nóatún | I 3.5% Samkaup | 13.3% Þín verslun, Seljabr. 105,7 Samkaup | 11,8% Hagkaup I 12.5% Nóatún 105,0 11-11 □ 1,5% -0,4% D Nóatún Sparkaup 104,9 Nýkaup □ 0,9% -0,7% □ 10-11 11-11 103,8 Hagkaup Q 0,7% -1,8% i i Sparkaup Strax 103,6 10-11 □ 0,6% -2,2% I J Nýkaup Samkaup 102,1 -1,1% □ Fjarðarkaup -3,0% I I Fiarðarkaup 10-11 101,8 -1,7% | | Nettó -5,1 % t 111-11 Hagkaup 97,4 -2,6% I I Strax -6,6% I | Bónus Fjarðarkaup 94,8 -3.4% I I Bónus -7.0% I I Strax Nettó 88,1 -3.7% I i Sparkaup -9.21 HHsSri I Nettó Bónus 83,0 Framsetningu verðkannana breytt Oll helstu vítamín og steinefni í einni töflu L^heilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smöratorgi AÐSTANDENDUR Samstarfs- verkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ á höfuðborgarsvæðinu harma það hversu auðvelt er að misskilja framsetningu á niðurstöðum verð- könnunar verkefnisins, sem birtar voru í síðustu viku, og biðjast vel- virðingar á að villa skuli hafa komið fram í úrvinnslu gagnanna. Villan fólst í því að dálkar víxluðust og hlut- fallsleg hækkun Nýkaups miðað við meðalverð var sögð 5,1% en er í raun 0,9%. Villan breytir þó ekki innbyrð- is röð verslananna, að því er fram kemur í frétt verkefnisins. Framsetningin olli misskilningi Ákveðið hefur verið að breyta framsetningu verðkannana á mat- vöru hér eftir. Niðurstöður verð- kannana á matvöru verða eftirleiðis birtar með þrennum hætti. Beinar verðbreytingar hjá einstökum versl- unum milli kannana verða birtar og Léttar í soori er það nýmæli. Auk þess verða áfram birtar upplýsingar um hlut- fallslega stöðu verslana á markaðn- um miðað við meðalverðið 100 og upplýsingar um verðbreytingar í einstökum verslunum á milli kann- ana að teknu tilliti til hlutfallslegrar stöðu verslananna innbyrðis. í frétt frá samstarfsverkefninu segir að markmið með verðkönnun- um sé að birta neytendum hvar ódýrast sé að versla hveiju sinni og hvernigröð verslana, frá þeirri ódýr- ustu til þeirrar dýrustu, breytist frá einni könnun til annarrar. Komið hafi í Ijós að framsetningin hafi vald- ið misskilningi. Misskilningurinn er útskýrður svo í frétt frá samstarf- sverkefninu: „Staða verslana er reiknuð út frá meðalverði sem er sett jafnt og 100. Þetta auðveldar neyt- endum að sjá hvaða verslanir eru fyrir ofan meðalverð og hverjar eru fyrir neðan og hve miklu munar. Þegar meðalverð lækkar mælist sú verslun, sem ekki lækkar sitt verð jafnmikið og aðrar, hlutfallslega dýr- ari en áður. Lækki meðalverð mikið getur verslun jafnvel lent í því að hækka um mörg sæti á samanburð- arlistanum og mælast langt fyrir of- an meðalverð, jafnvel þótt hún hafi lækkað verð. Skýringin er einfald- lega sú að aðrir lækkuðu enn meira.“ Jffi Heimilistæki SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 umboðsmenn um land a Kaffi í tilefni árþús- undamóta Kaffitár setti nýlega á markað kaffi í tilefni árþúsundamótanna. Kaffið fékk nafnið Tíaldarkaffi og er ein- göngu selt í verslunum Kaffitárs í Kringlunni og í Bankastræti. Á þessu ári er liðinn áratugur frá því að Kaffitár hóf innflutning og brennslu á kaffibaunum frá helstu kaffiþjóðum veraldar. Starf- semin hefur vaxið ár frá ári og er Þó að við tökum allar vörur sem athugaðar voru í febrúar og í apríl, hefur verðið samt lækkað, segir Finnur Ámason. Nýkaup kannar réttarstöðu sína NÝKAUP kannar réttarstöðu sína- vegna þess hvernig niðurstöður verðkönnunar Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu voru kynntar í fjölmiðlum í lok síðustu viku. „Við höíúm einnig haft samband við Samkeppnisstofnun og lögfræð- ingar og tölfræðingar eru að athuga þetta fyrir okkur,“ segir Finnur Ámason framkvæmdastjóri Ný- kaups. „Viðskiptavinur sem kemur til okkar núna í apríl borgar minna en sá sem kom í febrúar," segir Finnur og bendir á að fullyrðing í fréttatil- kynningu frá samstarfsverkefninu um að verð í Nýkaup hafi hækkað um rúm 5% sé því beinlínis röng. „Þó að við tökum allar vörur sem athugaðar voru í febrúar og nú í apríl, hefur verðið samt lækkað,“ segir hann. Samkvæmt gögnum Nýkaups yfir þær vörutegundir sem voru athugað- ar bæði í febrúar og apríl hefur sam- anlagt verð þeirra út úr verslun Nýkaups lækkað úr 15,252 kr. í 14.983 kr. eða um 1,76%. Þegar verð þeirra vörutegunda sem fengust í öllum verslununum 12 er lagt saman í hverri verslun fyrir sig kemur í ljós að vöruverð í Ný- kaupi er ekki hæst heldur tróna Samkaup, Nóatún og Þín verslun á toppnum. í þágu hverra eru verðkannanir í fréttatilkynningu samstarfsverk- efnisins er þess sérstaklega getið að vöruverð í Nýkaup hafi hækkað um 5,1% þrátt fyrir að Baugur hafi í síð- asta mánuði hleypt af stokkunum átaki gegn verðbólgu. Telur Finnur að ekki sé hægt að skilja þennan boð- skap frá aðstandendum samstarf- sverkefnisins á annan veg en svo að þeir vilji grafa undan trausti fólks á fyrirætlunum Baugs. „Hver eru markmið svona kannana ef þau eru ekki í þágu neytenda?“ spyr Finnur enn fremur. Verðkannanir í matvöruverslun- um í Reykjavík og nágrenni eru gerðar reglulega á vegum samstarf- sverkefnis Neytendasamtakanna og ASI-félaga á höfuðborgarsvæðinu. I könnuninni sem gerð var í síðustu viku var verð 99 vörutegunda í 12 verslunum athugað. Misjafnt er frá einni könnun til annarrar hvaða vörutegundir eru til athugunar. Sú verslun sem hafði flestar vörutegun- dir til sölu í könnuninni nú í apríl hafði 30 tegundum fleiri í hillum sín- um en Bónus, þar sem úrvalið var minnst. Innan skekkjumarka? Finnur segir að skýringin á því hvers vegna mótbárur verslunar- manna hafi hingað til ekki verið há- værari þrátt fyrir að þessi verðkönn- un hafi verið framkvæmd með sama hætti og fyrri kannanir felist í því að verslunarmenn hafi almennt ekki mikinn áhuga á að standa í rökræð- um við virt samtök á borð við Neyt- endasamtökin og ASÍ. Nýkaup geti hins vegar ekki unað því að niður- stöður könnunarinnar skuli notaðar til að draga markmið Baugs um við- nám gegn verðbólgu í efa. Finnur bendir á að í fyrri könnun- um sem aðstandendur verðkönnun- arinnar hafa staðið fyrir hafi komið í ljós skekkjur upp á allt að 600 krón- um, sem er 6% skekkja ef viðmiðun- armatarkarfan kostar 10 þúsund krónur. Samkvæmt því má segja að 5% hækkun sé innan skekkjumarka og munurinn þar með ekki marktæk- ur. Skekkjumarka er ekki getið í fréttatilkynningu samstarfsverkefn- isins. Gefi sér lengri tíma En hvemig myndu Nýkaupsmenn kjósa að neytendakannanir yrðu framkvæmdar? „Það þarf að hafa mun fleiri vörur í könnununum en nú er,“ svarar Finn- ur. ,Aðstandendur þurfa einnig að gefa sér lengri tíma til að vinna úr gögnunum áður en niðm-stöðumar era birtar. Þessi könnun var fram- kvæmd miðvikudaginn 12. apríl og niðurstöður hennar birtar seinni hluta dags fóstudaginn 14. apríl, um svipað leyti og skrifstofum er lokað. Frétt um 5,1% hækkun á vöraverði vekur mun meiri athygli en frétt um leiðréttingu. Hversu margir skyldu hafa séð síðari fréttina? Þetta lítur frekar út fyrir að vera pólitískt mál en að verið sé að upplýsa neytendur.“ PHv l' 1 5 1 fjöldi starfsmanna nú 8 í kaffi- brennslunni sem staðsett er í Njarðvík og 20 á kaffihúsunum tveimur í Kringlunni og Banka- stræti. Tíaldarkaffið, 250 g, kostar 440 krónur pokinn. Nýr dreif- ingaraðili Armand heildverslun ehf., Nethyl 2 í Reykjavík, hefur tekið að sér að flytja inn Mask-háralitinn frá Daviness og dreifa til hárgreiðslu- fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.