Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 26

Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Tillögur um bætta meðferð sjávarafla Reglur um kælingu verðihertar NEFND sem fjallað hefur um bætta meðferð sjávarafla dagróðra- báta leggnr til að heimild til að koma með óslægðan afla að landi verði þrengd yfír sumartímann og að skarpar verði kveðið á um kæl- ingu afla um borð í fiskiskipum. Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði í nóvember sl. og falið var að athuga meðferð sjávarafla og koma með tillögur til úrbóta væri þeirra þörf hefur nú skilað tillögum sínum og greinargerð til ráðherra. Nefnd- in ræddi sérstaklega meðferð sjáv- arafla hjá dagróðrabátum þar sem þar hefur verið talið að misbrestur væri á meðferð afla til að tryggja bestu fáanleg gæði. Vitnar nefndin m.a. í úttekt sem Fiskistofa gerði á meðferð á afla dagróðrabáta á tíma- bilinu 16.10. 1998 til 15.11. 1999 þar sem mælt var hitastig í afla sem dagróðrabátar komu með að landi og kannað hvort afli væri ísaður við löndun. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að 45% bátanna komu með aflann óísaðan að landi. Meðal- hitastig ísaðs afla reyndist vera 3,3°C en óísaðs afla 6,5°C. Sífellt meira landað af óslægðu Samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu liggur fyrir að löndun á óslægðum afla dagróðrabáta yfir sumarmánuðina hefur aukist mjög á þeim árum sem liðin eru síðan leyft var að koma með óslægðan afla að landi. Árið 1995 voru 95% afla sem komið var með að landi slægð en ár- ið 1999 var þetta hlutfall komið nið- ur í 22%. Nefndin fjallaði ítarlega um hvort skylda skuli dagróðrabáta til að slægja allan afla um borð eða hvort reglur ættu að vera óbreyttar og áfram skuli leyft að koma með óslægðan afla að landi. Samkvæmt áliti sérfræðinga, sem nefndin kall- aði til sín, upplýsingum verkenda sem bárust nefndinni og reglum sem gilda í Noregi um meðferð fisks um borð í veiðiskipum er mögulegt að halda sömu gæðum óslægðs og slægðs fisks í ákveðinn tíma ef kæl- ing fisksins fer niður í 0-4°C innan sex klukkustunda frá því hann er veiddur. Þá segir í greinargerð nefndar- innar að eftir að leyft var að koma með óslægðan fisk að landi hafi víða verið komið upp slægingarstöðvum þar sem físki er safnað saman, jafn- vel frá fleiri en einum löndunarstað, og hann slægður. Oft hafi reynst erfitt að manna þessar stöðvar um helgar á sumrin og því hafi slæging dregist, sem valdið hafi rýmun í gæðum aflans. Þá hafi komið fram að stöðugt sé unnið að bættri nýt- ingu á slógi og tekist hafi að auka verðmæti þess þannig að leyfi til að koma með óslægðan fisk að landi ýti undir þessa þróun. Nefndin leggur því til að reglur um heimild til að koma með óslægð- an fisk að landi verði þrengdar yfir sumartímann og jafnframt verði skarpar kveðið á um kælingu á fiski um borð í fiskiskipum sem landa óslægðum afla. Lagt er til að skip- um sem landa afla sínum daglega verði ekki heimilt að koma með Morgunblaðið/Egill Egilsson Lagt er til að heimild til að koma með óslægðan afla að landi verði þrengd og skarpar kveðið á um kælingu aflans um borð f skipunum. óslægðan afla að landi eftir kl. 24 á föstudögum til kl. 24 á sunnudögum á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Úttekt verði gerð í sumar Þá leggur nefndin til að í núgild- andi reglum verði kveðið á um lengd tíma frá löndun til slægingar. Einn- ig leggur nefndin til að settar verði skarpari reglur um meðferð á afla við löndun, þrifnað og umhirðu íláta á löndunarstað og skylt skuli að afla verði strax að löndun lokinni komið fyrir á viðurkenndum geymslustað. Þá leggur nefndin eindregið til að Fiskistofu verði falið að gera úttekt á hitastigi í afla við löndun og notkun íss í afla dagróðrabáta á tímabilinu 1. maí til 15. september næsta sumar á sambærilegan hátt og gert var árin 1998 og 1999. Nefndin leggur auk þess mikla áherslu á aukna fræðslu um með- ferð afla sem landað er daglega. Nefndin leggur til að Fiskistofa, Landssamband smábátaeigenda, Rf og Samtök fiskmarkaða komi á fræðsluherferð nú í vor á þeim stöð- um þar sem smábátaútgerð er mest. Þar verði fjallað um meðferð afla um borð, þ.e. blóðgun, þvott, kæl- ingu og frágang fisks í ker, meðferð afla við löndun auk almenns hrein- lætis. V eiðileyfissviptingum verði beitt Fiskistofa hefur upplýst að þegar menn hafa verið staðnir að brotum á reglum um þvott og kælingu afla hefur Fiskistofa ekki gengið lengra en að beita áminningum. Nefndin hefur verið upplýst um að frekari þvingunarúrræði eru fyrir hendi og telur Fiskistofu eiga að beita þeim þegar áminningar hafa ekki tilætluð áhrif. Þau þvingunarúrræði sem um ræðir eru sviptingar starfs- og/eða veiðileyfa. Að sögn sjávarútvegsráðherra hefur þegar verið sett af stað vinna til að hrinda tillögum nefnd- arinnar í framkvæmd og má búast við að áhrif frá þeim sjáist strax í sumar. Auka eftirlit RÚSSAR stefna nú að því að taka upp gervihnattaeftirlit með öllum eigin togurum og er- lendum togurum, sem stunda veiðar innan fiskveiðilögsögu landsins. Nú er verið að leggja síðustu hönd á undirbúning og frágang eftirlitskerfis fyrir Barentshaf, Eystrasalt, Kasp- íahaf, Azov-haf og fiskimiðin úti fyrir austurströnd landsins. í upphafi þessa árs hafði eftir- litsbúnaði verið komið fyrir í meira en 1000 rússneskum tog- urum og 200 erlendum fiski- skipum. Þær útgerðir, sem ekki taka upp eftirlitsbúnaðinn, fá ekki kvóta og tekur eftirlitið til skipa allt niður fyrir 24 metra á lengd, sem stunda veiðar á verðmætum fiskitegundum. „Hvalamálin í póli- tískri sjálfheldu“ FORMAÐUR íslensku sendinefnd- arinnar á þingi CITES, samningsins um alþjóðlega verslun með afurðir af dýrum og jurtum í útrýmingar- hættu, segist telja líklegt að þróun mála varðandi afgreiðslu tillagna um flokkun hvalastofna taki aðild að Al- þjóðahvalveiðiráðinu til skoðunar að nýju. „Þetta mál er í pólitískri sjálf- heldu. Hér er stefnan sú að breyta ekki flokkun á hvalastofnum fyrr en Alþjóðahvalveiðiráðið tekur afstöðu tii stofnanna og hugsanlegra veiða úr þeim, og síðan fara menn á fundi hvalveiðiráðsins og tryggja að þar geri menn ekki neitt,“ sagði Eiður Guðnason sendiherra sem fer fyrir íslensku sendinefndinni á CITES- þinginu sem haldið er í Naíróbí í Kenýa. Hann sagði að mörg félagasamtök sem berjast gegn nýtingu hvala- stofna virtust hafa ótakmörkuð fjár- ráð til að reka áróður gegn hvalveið- um og beittu oft rangfærslum. „Vísindarökin og önnur rök sem styðja okkar mál eiga heldur erfitt uppdráttar í þessu flóði,“ sagði Eið- ur. Tillögur Norðmanna um að breyta flokkun á tveimur hrefnustofnum í Norður-Atlantshafi, og tillögur Jap- ana um að breyta flokkun á hrefnu- stofnum í Suðurhöfum og gráhvölum voru felldar á fundi CITES á laugar- dag. Hefðu tillögurnar verið sam- þykktar hefði það þýtt að takmörkuð alþjóðleg viðskipti með afurðir af þessum dýrum væru heimil. Eiður sagði að þessi niðurstaða hefði verið Norðmönnum og Japönum talsverð vonbrigði. „Þeir sem eru andvígir hvalveiðum hafa sig mjög í frammi hér. Og vegna tengslanna sem eru milli Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES vísa þeir til veiðibannsins sem hvalveiðiráðið setti á sínum tíma, og segja að ekkert sé hægt að aðhafast á vettvangi CITES fyrr en Alþjóðahvalveiðiráðið er búið að samþykkja nýja stjómunaráætlun fyrir hvalveiðar. Það verk hefur tek- ið mörg ár og því miðar mjög hægt, enda þótt formaður Alþjóðahval- veiðiráðsins hafi sagt hér að þessu verki sé næstum lokið; aðeins eigi eftir að ganga frá eftirlitsþættinum. Þessar þjóðir sem tala hæst um að bíða verði eftir Alþjóðahvalveiðiráð- inu fara síðan héðan á fund hvalveiði- ráðsins til að tryggja að þar gerist ekki neitt,“ sagði Eiður. Hann sagði að Ástralir hefðu lýst því yfir í sam- tölum á CITES-þinginu að þeir væru beinlínis í Alþjóðahvalveiðiráðinu til að koma í veg fyrir að hvalveiðar hæfust á ný. Þá hefðu fulltrúar ým- issa landa Evrópusambandsins einn- ig tekið mjög sterkt til orða. „Þannig sagði fulltrúi Frakka að Norðmenn þverbrytu reglur Al- þjóðahvalveiðiráðsins, sem er auð- vitað út í hött. Norðmenn mótmæltu hvalveiðibanninu á sínum tíma og eru óbundnir af því,“ sagði Eiður. Norðmenn og Japanir lögðu fram tillögu á CITES-þinginu um að um- rædd tengsl CITES og Alþjóðahval- veiðiráðsins yrðu rofin. Bandaríkja- menn lögðu þá fram tillögu á móti. Norska og japanska tillagan var síð- an felld í morgun og þá drógu Bandaríkjamenn sína tillögu til baka. Minnkandi stuðningur Norðmenn lögðu fram samskonar tillögu um hrefnustofnana á síðasta þingi CITES fyrir þremur árum og þá fékk hún meirihluta atkvæða, en náði ekki fram að ganga þar sem % hluta atkvæða þurfti til. Því er ljóst að stuðningur við málið hefur minnk- að innan CITES. Eiður sagði að það ætti sér ýmsar skýringar, þar á meðal þá að skrif- stofa CITES og framkvæmdastjóri hefðu ekki leynt afstöðu sinni ti) þessara tillagna og ýmis ríki, sem ekki þekktu vel til málsins og hefðu enga hagsmuni af því, hefðu tilhneig- ingu til að hlýða því sem skrifstofan segir. „Skrifstofan gefur umsögn um þessar tillögur. Fyrsta umsögn skrifstofunnar var jákvæð hvað það snerti að færa þessa hvalastofna úr viðauka I í viðauka II en hafa núll- kvóta. Síðan snýr skrifstofan við blaðinu og leggur til að tillögunni verði hafnað, vegna þess að önnur og veigameiri rök séu fyrir því, eins og tengslin við Alþjóðahvalveiðiráðið. Þeir viðurkenna þannig í raun að það séu ekki vísindaleg rök fyrir því að hafa þessar hvalategundir í viðauka I,“ sagði Eiður. Þegar Eiður var spurður hvort þessi niðurstaða undirstrikaði ekki nauðsjm þess að íslendingar gengju á ný í Álþjóðahvalveiðiráðið, væri markmiðið að hefja hvalveiðar á ný, sagði hann að ef flytja ætti út hval- kjöt væri aðeins um einn markað að ræða: Japan. Það hefði einnig komið skýrt fram að Japanir myndu ekki kaupa hvalafurðir af ríkjum utan Al- þjóðahvalveiðiráðsins. „Utanríkisráðherra sagði á þingi í vetur að það kæmi vel til greina að ganga aftur í hvalveiðiráðið. En það er stjórnmálamanna að taka ákvörð- un um það og mér vitandi hefur slík ákvörðun ekki verið tekin. En ég held að þetta mál, ásamt öðru, hljóti að verða til þess að menn skoði þá stöðu, í ljósi þess sem hér hefur gerst,“ sagði Eiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.