Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 28

Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Átökin um jarðeignir í Zimbabwe kostuðu þrjú mannslif um helgina Hvítir bændur óttast fleiri ofbeldisverk Ian Hardy, einn fimm hvítra bænda sem sættu barsmiðum af hálfu landtökumanna á laugardag, er hjúkrað á sjúkrahúsi í austurhluta Zimbabwe. Bandaríkin vilja auka áhrif sín í Mið-Asíu Albrig'ht hvatti leiðtoga Mið-Asíuríkj- anna til að hafa lýðræðið að leiðarljósi Tashkent. AP, AFP, Reuters. Margar fjölskyldur hvítra bænda í Zimb- abwe hafa nú flúið heimili sín af ótta við landtöku- menn. Ekkert bendir til þess að fólkið geti snúið heim á ný í bráð. London, Harare. AP, AFP, The Daily Telegraph. UM 80 hvítir bændur og fjölskyldur þeirra hafa flúið búgarða sína í aust- urhluta Zimbabwe og segjast ekki munu halda heim aftur fyrr en stjóm- völd geti tryggt öryggi þeirra. Fólkið flýr af ótta við ofbeldisverk hópa fyrr- verandi hermanna úr frelsisstríði Zimbabwe, sem hafa á undanförnum vikum lagt undir sig búgarða hvítra bænda í austurhluta landsins. Hvítur bóndi var myrtur á laugardag af óald- arflokki og fimm nágrannar hans, sem hugðust koma honum til bjargar, urðu fyrir þungum barsmíðum. Bóndinn sem myrtur var tilheyrði stjómmálaflokki sem er í stjómar- andstöðu og kallast Hreyfing til stuðnings lýðræðislegum breytingum (MDC). Landtökumenn em stuðn- ingsmenn Roberts Mugabes, forseta Zimbabwe, og líta á MDC sem flokk sérhagsmuna hvítrar yfirstéttar. Tveir aðrir meðlimir flokksins vom einnig drepnir á laugardag í árás óaldarflokks á hópferðabifreið. Annar þeirra sem lést í árásinni var einka- ökumaður formanns flokksins. Mugabe sagðist í gær harma mannvígin og hét því að koma á röð og reglu í landinu. Ummæli forsetans komu nokkuð á óvart því hann hefur hingað til varið framferði landtöku- manna og er talið ólíklegt að Mugabe hafi breytt stefnu sinni. Arfur nýlendutúnans Talið er að hópar fyrrverandi her- manna hafi lagt undir sig meira en 1.000 bújarðir í eigu hvítra bænda frá því óöldin hófst í febrúar síðastliðn- um. Með aðgerðum sínum vilja her- mennimir mótmæla því sem þeir álíta óréttláta skiptingu jarðeigna í land- inu. Um 70% af ræktanlegu landi í Zimbabwe er í eigu rúmlega 4.000 bænda sem flestir em afkomendur hvítra landnema. Ríkisstjóm landsins undir forystu Mugabes forseta hefur lengi stefnt að því að jafna skiptingu jarðeigna í landinu milli hvítra og svartra íbúa. Síðan Zimbabwe öðlaðist sjálfstæði árið 1980 hafa Bretar látið stjóm landsins í té 44 milljónir punda til að kaupa land af hvítum landeigendum. En Mugabe hefur verið gagnrýndur fyrir að deila út landi sem keypt hefur verið á þennan hátt til pólitískra sam- herja sinna. A síðustu ámm hefur bágt efna- hagsástand og óstjóm komið í veg fyrir að rfldsstjóm Mugabes gæti keypt jarðeignir í sama mæli og stefnt hefur verið að. Árið 1997 birti Muga- be lista yfir 1.500 búgarða sem hann lýsti yfir að sijómin hygðist festa kaup á en uppkaupunum hefur miðað afar hægt. Mugabe hefur sagt að Bretum beri skylda til að greiða fyrir breytingar á skiptingu jarðeigna í Zimbabwe en Bretar hafa neitað að veita frekari styrki til að standa straum af uppkaupum ríkisins á landi fyrr en tryggt verði að því verði ekld úthlutað til „vina“ forsetans. í febrúar efndi Mugabe til þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjómarskrár- breytingu sem fól í sér að stjómvöld- um yrði heimilt að taka jarðir hvitra eignamámi. Breytingartillagan var felld og síðan hafa óaldarflokkar farið um landsbyggðina og lagt undir sig búgarða í eigu hvítra bænda með of- beldi. Mug-abe varar hvíta bændur við Fórnarlömb ofbeldisverka land- tökumanna segja að lögregla hafi ekki komið þeim til bjargar þrátt fyrir að hæstiréttur Zimbabwe hafi á fimmtu- dag í síðustu viku úrskurðað að lög- regla skuli sjá til þess að búgarðamir komist í hendur fyrri eigenda. Menn- imir fimm sem urðu fyrir barsmíðum á laugardag segjast hafa leitað skjóls inni í lögreglustöð en að múgurinn hafi sótt þá þangað inn án þess að lög- regla hreyfði við mótmælum. Yfir- menn lögreglunnar í Zimbabwe segja hins vegar að lögregla sé of fáliðuð til að stöðva landtökumenn. í siðustu viku hvatti varaforseti Zimbabwe landtökumenn til að yfir- gefa búgarða hvítra friðsamlega en Mugabe var þá staddur erlendis. Þeg- ar forsetinn sneri heim á sunnudag lýsti hann aftur á móti stuðningi við aðgerðir óaldarseggjanna. Hann skellti skuldinni á hvíta bændur og sagðist hafa varað þá við því að hafa í frammi ögranir og grípa til vopna. „Ef þið gerið það,“ sagði Mugabe og beindi orðum sínum til bændanna, „munuð þið verða að taka afleiðingun- um. Við getum ekki varið ykkur ef þið kallið yfir ykkur reiði fyrrverandi frelsishermanna." Átökin í Zimbabwe hafa valdið al- varlegri kreppu í samskiptum ríkis- stjómar landsins við Breta. Sendi- herra Zimbabwe i Bretlandi var á sunnudag boðaður til viðræðna við bresk stjómvöld vegna ástandsins í heimalandi hans. Honum hefur tvisv- ar áður verið stefnt til fundar við breska ráðamenn á þessu ári til að ræða átökin í Zimbabwe. Peter Hain, Afríkuráðherra í bresku stjóminni, sagði í gær að yfirvöld í landinu hefðu gefið óaldarseggjum heimild til að taka lögin í sínar hendur. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á leiðtoga Mið-Asiuríkjanna að hafa í heiðri lýðræðislega stjómar- hætti og sagði, að það myndi hafa al- varlegar afleiðingar fyrir ríkin sjálf og raunar alla heimsbyggðina gerðu þeir það ekki. Albright hefur síðustu daga sótt heim leiðtoga þriggja ríkja í Mið- Asíu, Kasakstans, Kírgístans og Usbekístans, en að undanfömu hef- ur stjómarfarið í þessum fyrrver- andi sovétlýðveldum orðið æ ein- ræðiskenndara. f ræðu, sem Al- bright flutti í gær í háskólanum í Tashkent, höfuðborg Úsbekístans, dró hún enga dul á, að Bandaríkja- menn vildu auka áhrif sín í þessum ríkjum, sem era ekki aðeins auðug af olíu, heldur eiga að nágrönnum Rússland, Kína, Tyrkland, íran og Afganistan. Ástandið i Mið-Asíu- ríkjunum hefur auk þess einnig áhrif í Pakistan og Indlandi og í Kákasuslöndunum. Albright sagði, að Bandaríkja- stjórn vildi aðstoða ríkin við að stemma stigu við hryðjuverkum, eiturlyfjaverslun og vopnasmygli og tilkynnti, að þeim yrði veittur fjár- stuðningur til að herða landamæra- vörsluna, um 220 millj. isl. kr. hverju. Minnti hún á, að vopnuð átök hefðu farið vaxandi í ríkjunum, til dæmis í Úsbekístan þar sem upp hefði risið hreyfing múslímskra öfgamanna, sem líktist hreyfingu Talibana í Afganistan. Hún varaði hins vegar stjórnvöld við að kasta almennum mannréttindum fyrir róða í baráttu sinni gegn þessum öflum. Aukinn netaðgangur almennings í heimsókn sinni í Kasakstan und- irrituðu Albright og Nursultan Nazarbajev, forseti landsins, ýmsa samninga en auk þess tilkynnti Al- bright, að Bandaríkjastjórn hygðist styðja mannréttindi og lýðræði í landinu með ýmsum hætti, til dæmis með þvi að þjálfa landsmenn og auka aðgang þeirra að Netinu; með því að styðja frjálsa fjölmiðla, frjáls almannasamtök og aukna menntun. í Kírgístan ræddi Albright við Askar Akajev, forseta landsins, en hann hefur verið gagnrýndur harka- lega fyrir ólýðræðislega stjómar- hætti. Meðal annars þóttu kosning- amar þar í síðasta mánuði helber skrípaleikur. Hét Akajev að taka til- lit til gagnrýninnar, en hann eins og aðrir ráðamenn í ríkjunum afsakar sig gjarnan með vaxandi ókyrrð og uppgangi múslímskra öfgahópa. Einna verst er þó líklega stjórn- arfarið í Úsbekístan undir stjórn ís- lams Karímovs forseta en óttast er, að með kúgun sinni muni hann fremur kynda undir óöldinni í land- inu en kveða hana niður. Rauðu khmer- arnir fari fyrir rétt ALDARFJÓRÐUNGI eftir að Rauðu khmeramir í Kambódíu rændu völdum og rúmum tveim áratugum eftir að þeim var steypt grúfir skuggi þeirra enn yfir landinu, að sögn Sams Ra- insy, sem er leiðtogi stjómar- andstæðinga í landinu. „Eina leiðin til að særa burt draug Pols Pots og gera Kambódíu kleift að þróast á nýjum og heilbrigðum grandvelli er að stofna alþjóð- legan, sjálfstæðan dómstól til að höfða mál á hendur leiðtogum Rauðu khmeranna og leiða sannleikann í ljós,“ sagði Ra- insy. Talið er að Rauðu khmer- amii' hafi myrt allt að 1,7 millj- ónir manna, á valdaferli sínum. Leyniskjöl á glámbekk? FARTÖLVA með afar leynileg- um upplýsingum hefur horfið í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu og inniheldur hún meðal annars mikilvæga lykla að dul- kóðun, að sögn The Washington Post. Heimildarmaður blaðsins taldi líklegt að tölvunni hefði verið stolið. í fyrra gekk óþekkt- ur maður inn í skrifstofu sem er rétt hjá vinnuherbergi Madel- eine Albright utanríkisráðherra, tók traustataki ýmis leyniskjöl og hafði sig á brott. Ekki hefur tekist að hafa uppi á manninum eða skjölunum. Embættismenn í ráðuneytinu segja að láðst hafi að íramfylgja öryggisreglum. Boðar nýjan risa á Rhódos BORGARSTJÓRINN í Rhódos á samnefndri eyju í Grikklandi vill að reist verði líkneski er minni á Risann á Rhodos er hrandi í jarðskjálfta árið 227 fyrir Krist. Gamli risinn var reistur um 300 fyrir Kr„ hann stóð við höfn eyjarinnar, var úr bronsi og talinn eitt af sjö undr- um veraldar til foma. Að sögn borgarstjórans, Georges Giann- opoulos, mun nýja minnismerk- ið kosta um 30 milljónir dollara eða rúma tvo milljarða ki'óna og vill hann að eyjarskeggjar og gefendur víða um heim leggi fram féð. Listaverkið vill hann að rísi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Berlusconi vill kosningar SILVIO Berlusconi, helsti leið- togi stjómarandstöðu hægri- manna á Italíu, hvatti í gær til þess að boðað yrði til kosninga þar sem ríkisstjómin þyrfti að fá nýtt umboð í kjölfar mikils ósig- urs í sveitarstjómarkosningum á sunnudag. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarbandalagsins, er áður kenndi sig við ný-fasisma, og Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, hafa einn- ig hvatt til kosninga. Þingkosn- ingar eiga að fara fram ekki síð- ar en næsta ár skv. lögum. SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.