Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.04.2000, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Átökin um jarðeignir í Zimbabwe kostuðu þrjú mannslif um helgina Hvítir bændur óttast fleiri ofbeldisverk Ian Hardy, einn fimm hvítra bænda sem sættu barsmiðum af hálfu landtökumanna á laugardag, er hjúkrað á sjúkrahúsi í austurhluta Zimbabwe. Bandaríkin vilja auka áhrif sín í Mið-Asíu Albrig'ht hvatti leiðtoga Mið-Asíuríkj- anna til að hafa lýðræðið að leiðarljósi Tashkent. AP, AFP, Reuters. Margar fjölskyldur hvítra bænda í Zimb- abwe hafa nú flúið heimili sín af ótta við landtöku- menn. Ekkert bendir til þess að fólkið geti snúið heim á ný í bráð. London, Harare. AP, AFP, The Daily Telegraph. UM 80 hvítir bændur og fjölskyldur þeirra hafa flúið búgarða sína í aust- urhluta Zimbabwe og segjast ekki munu halda heim aftur fyrr en stjóm- völd geti tryggt öryggi þeirra. Fólkið flýr af ótta við ofbeldisverk hópa fyrr- verandi hermanna úr frelsisstríði Zimbabwe, sem hafa á undanförnum vikum lagt undir sig búgarða hvítra bænda í austurhluta landsins. Hvítur bóndi var myrtur á laugardag af óald- arflokki og fimm nágrannar hans, sem hugðust koma honum til bjargar, urðu fyrir þungum barsmíðum. Bóndinn sem myrtur var tilheyrði stjómmálaflokki sem er í stjómar- andstöðu og kallast Hreyfing til stuðnings lýðræðislegum breytingum (MDC). Landtökumenn em stuðn- ingsmenn Roberts Mugabes, forseta Zimbabwe, og líta á MDC sem flokk sérhagsmuna hvítrar yfirstéttar. Tveir aðrir meðlimir flokksins vom einnig drepnir á laugardag í árás óaldarflokks á hópferðabifreið. Annar þeirra sem lést í árásinni var einka- ökumaður formanns flokksins. Mugabe sagðist í gær harma mannvígin og hét því að koma á röð og reglu í landinu. Ummæli forsetans komu nokkuð á óvart því hann hefur hingað til varið framferði landtöku- manna og er talið ólíklegt að Mugabe hafi breytt stefnu sinni. Arfur nýlendutúnans Talið er að hópar fyrrverandi her- manna hafi lagt undir sig meira en 1.000 bújarðir í eigu hvítra bænda frá því óöldin hófst í febrúar síðastliðn- um. Með aðgerðum sínum vilja her- mennimir mótmæla því sem þeir álíta óréttláta skiptingu jarðeigna í land- inu. Um 70% af ræktanlegu landi í Zimbabwe er í eigu rúmlega 4.000 bænda sem flestir em afkomendur hvítra landnema. Ríkisstjóm landsins undir forystu Mugabes forseta hefur lengi stefnt að því að jafna skiptingu jarðeigna í landinu milli hvítra og svartra íbúa. Síðan Zimbabwe öðlaðist sjálfstæði árið 1980 hafa Bretar látið stjóm landsins í té 44 milljónir punda til að kaupa land af hvítum landeigendum. En Mugabe hefur verið gagnrýndur fyrir að deila út landi sem keypt hefur verið á þennan hátt til pólitískra sam- herja sinna. A síðustu ámm hefur bágt efna- hagsástand og óstjóm komið í veg fyrir að rfldsstjóm Mugabes gæti keypt jarðeignir í sama mæli og stefnt hefur verið að. Árið 1997 birti Muga- be lista yfir 1.500 búgarða sem hann lýsti yfir að sijómin hygðist festa kaup á en uppkaupunum hefur miðað afar hægt. Mugabe hefur sagt að Bretum beri skylda til að greiða fyrir breytingar á skiptingu jarðeigna í Zimbabwe en Bretar hafa neitað að veita frekari styrki til að standa straum af uppkaupum ríkisins á landi fyrr en tryggt verði að því verði ekld úthlutað til „vina“ forsetans. í febrúar efndi Mugabe til þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjómarskrár- breytingu sem fól í sér að stjómvöld- um yrði heimilt að taka jarðir hvitra eignamámi. Breytingartillagan var felld og síðan hafa óaldarflokkar farið um landsbyggðina og lagt undir sig búgarða í eigu hvítra bænda með of- beldi. Mug-abe varar hvíta bændur við Fórnarlömb ofbeldisverka land- tökumanna segja að lögregla hafi ekki komið þeim til bjargar þrátt fyrir að hæstiréttur Zimbabwe hafi á fimmtu- dag í síðustu viku úrskurðað að lög- regla skuli sjá til þess að búgarðamir komist í hendur fyrri eigenda. Menn- imir fimm sem urðu fyrir barsmíðum á laugardag segjast hafa leitað skjóls inni í lögreglustöð en að múgurinn hafi sótt þá þangað inn án þess að lög- regla hreyfði við mótmælum. Yfir- menn lögreglunnar í Zimbabwe segja hins vegar að lögregla sé of fáliðuð til að stöðva landtökumenn. í siðustu viku hvatti varaforseti Zimbabwe landtökumenn til að yfir- gefa búgarða hvítra friðsamlega en Mugabe var þá staddur erlendis. Þeg- ar forsetinn sneri heim á sunnudag lýsti hann aftur á móti stuðningi við aðgerðir óaldarseggjanna. Hann skellti skuldinni á hvíta bændur og sagðist hafa varað þá við því að hafa í frammi ögranir og grípa til vopna. „Ef þið gerið það,“ sagði Mugabe og beindi orðum sínum til bændanna, „munuð þið verða að taka afleiðingun- um. Við getum ekki varið ykkur ef þið kallið yfir ykkur reiði fyrrverandi frelsishermanna." Átökin í Zimbabwe hafa valdið al- varlegri kreppu í samskiptum ríkis- stjómar landsins við Breta. Sendi- herra Zimbabwe i Bretlandi var á sunnudag boðaður til viðræðna við bresk stjómvöld vegna ástandsins í heimalandi hans. Honum hefur tvisv- ar áður verið stefnt til fundar við breska ráðamenn á þessu ári til að ræða átökin í Zimbabwe. Peter Hain, Afríkuráðherra í bresku stjóminni, sagði í gær að yfirvöld í landinu hefðu gefið óaldarseggjum heimild til að taka lögin í sínar hendur. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á leiðtoga Mið-Asiuríkjanna að hafa í heiðri lýðræðislega stjómar- hætti og sagði, að það myndi hafa al- varlegar afleiðingar fyrir ríkin sjálf og raunar alla heimsbyggðina gerðu þeir það ekki. Albright hefur síðustu daga sótt heim leiðtoga þriggja ríkja í Mið- Asíu, Kasakstans, Kírgístans og Usbekístans, en að undanfömu hef- ur stjómarfarið í þessum fyrrver- andi sovétlýðveldum orðið æ ein- ræðiskenndara. f ræðu, sem Al- bright flutti í gær í háskólanum í Tashkent, höfuðborg Úsbekístans, dró hún enga dul á, að Bandaríkja- menn vildu auka áhrif sín í þessum ríkjum, sem era ekki aðeins auðug af olíu, heldur eiga að nágrönnum Rússland, Kína, Tyrkland, íran og Afganistan. Ástandið i Mið-Asíu- ríkjunum hefur auk þess einnig áhrif í Pakistan og Indlandi og í Kákasuslöndunum. Albright sagði, að Bandaríkja- stjórn vildi aðstoða ríkin við að stemma stigu við hryðjuverkum, eiturlyfjaverslun og vopnasmygli og tilkynnti, að þeim yrði veittur fjár- stuðningur til að herða landamæra- vörsluna, um 220 millj. isl. kr. hverju. Minnti hún á, að vopnuð átök hefðu farið vaxandi í ríkjunum, til dæmis í Úsbekístan þar sem upp hefði risið hreyfing múslímskra öfgamanna, sem líktist hreyfingu Talibana í Afganistan. Hún varaði hins vegar stjórnvöld við að kasta almennum mannréttindum fyrir róða í baráttu sinni gegn þessum öflum. Aukinn netaðgangur almennings í heimsókn sinni í Kasakstan und- irrituðu Albright og Nursultan Nazarbajev, forseti landsins, ýmsa samninga en auk þess tilkynnti Al- bright, að Bandaríkjastjórn hygðist styðja mannréttindi og lýðræði í landinu með ýmsum hætti, til dæmis með þvi að þjálfa landsmenn og auka aðgang þeirra að Netinu; með því að styðja frjálsa fjölmiðla, frjáls almannasamtök og aukna menntun. í Kírgístan ræddi Albright við Askar Akajev, forseta landsins, en hann hefur verið gagnrýndur harka- lega fyrir ólýðræðislega stjómar- hætti. Meðal annars þóttu kosning- amar þar í síðasta mánuði helber skrípaleikur. Hét Akajev að taka til- lit til gagnrýninnar, en hann eins og aðrir ráðamenn í ríkjunum afsakar sig gjarnan með vaxandi ókyrrð og uppgangi múslímskra öfgahópa. Einna verst er þó líklega stjórn- arfarið í Úsbekístan undir stjórn ís- lams Karímovs forseta en óttast er, að með kúgun sinni muni hann fremur kynda undir óöldinni í land- inu en kveða hana niður. Rauðu khmer- arnir fari fyrir rétt ALDARFJÓRÐUNGI eftir að Rauðu khmeramir í Kambódíu rændu völdum og rúmum tveim áratugum eftir að þeim var steypt grúfir skuggi þeirra enn yfir landinu, að sögn Sams Ra- insy, sem er leiðtogi stjómar- andstæðinga í landinu. „Eina leiðin til að særa burt draug Pols Pots og gera Kambódíu kleift að þróast á nýjum og heilbrigðum grandvelli er að stofna alþjóð- legan, sjálfstæðan dómstól til að höfða mál á hendur leiðtogum Rauðu khmeranna og leiða sannleikann í ljós,“ sagði Ra- insy. Talið er að Rauðu khmer- amii' hafi myrt allt að 1,7 millj- ónir manna, á valdaferli sínum. Leyniskjöl á glámbekk? FARTÖLVA með afar leynileg- um upplýsingum hefur horfið í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu og inniheldur hún meðal annars mikilvæga lykla að dul- kóðun, að sögn The Washington Post. Heimildarmaður blaðsins taldi líklegt að tölvunni hefði verið stolið. í fyrra gekk óþekkt- ur maður inn í skrifstofu sem er rétt hjá vinnuherbergi Madel- eine Albright utanríkisráðherra, tók traustataki ýmis leyniskjöl og hafði sig á brott. Ekki hefur tekist að hafa uppi á manninum eða skjölunum. Embættismenn í ráðuneytinu segja að láðst hafi að íramfylgja öryggisreglum. Boðar nýjan risa á Rhódos BORGARSTJÓRINN í Rhódos á samnefndri eyju í Grikklandi vill að reist verði líkneski er minni á Risann á Rhodos er hrandi í jarðskjálfta árið 227 fyrir Krist. Gamli risinn var reistur um 300 fyrir Kr„ hann stóð við höfn eyjarinnar, var úr bronsi og talinn eitt af sjö undr- um veraldar til foma. Að sögn borgarstjórans, Georges Giann- opoulos, mun nýja minnismerk- ið kosta um 30 milljónir dollara eða rúma tvo milljarða ki'óna og vill hann að eyjarskeggjar og gefendur víða um heim leggi fram féð. Listaverkið vill hann að rísi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Berlusconi vill kosningar SILVIO Berlusconi, helsti leið- togi stjómarandstöðu hægri- manna á Italíu, hvatti í gær til þess að boðað yrði til kosninga þar sem ríkisstjómin þyrfti að fá nýtt umboð í kjölfar mikils ósig- urs í sveitarstjómarkosningum á sunnudag. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarbandalagsins, er áður kenndi sig við ný-fasisma, og Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, hafa einn- ig hvatt til kosninga. Þingkosn- ingar eiga að fara fram ekki síð- ar en næsta ár skv. lögum. SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.