Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 31
Málþing Alþingis og Háskólans á Akureyri um verkið Kristni á Islandi
Að þjóðin fái þekkt
sig betur við aldaskil
Ritið Kristni á íslandi kom út fyrir fáeinum
------------------------------------7------
dögum en það spannar kristnisögu Islands
allt frá upphafi til okkar daga. Birna Anna
Björnsdóttir sat málþing Alþingis og Há-
skólans á Akureyri og hlýddi meðal annars
á fyrstu viðbrögð fræðimanna við verkinu.
FYRSTU viðbrögð fræðimanna við
verkinu „Kristni á íslandi", sem ný-
lega kom út, komu fram á málþingi
sem Alþingi og Háskólinn á Akur-
eyri héldu á laugardag. Þar fluttu sr.
Dalla Þórðardóttir og Bragi Guð-
mundsson, sagnfræðingur, erindi
þar sem þau skoðuðu verkið, hvort
út frá sinni fræðigrein. Gunnar F.
Guðmundsson og Þóra Kristjáns-
dóttir, tveir höfunda, fluttu einnig
erindi; Gunnar fjallaði um kristni á
Islandi á miðöldum og Þóra fjallaði
um myndheim íslenskrar kristni.
Halldór Blöndal forseti Alþingis,
Karl Sigurbjömsson biskup Islands
og Hjalti Hugason ritstjóri verksins
ávörpuðu einnig málþingið, en mál-
þingsstjórar voru sr. Sigurjón Ein-
arsson formaður ritstjórnar og Þor-
steinn Gunnarsson rektor Háskól-
ans á Akureyri. Erlingur Sigurð-
arson flutti auk þess íslensk ljóð með
trúarlegu inntaki og tvöfaldur karla-
kvartett söng íslensk lög við trúar-
lega texta.
I erindi sínu fjallaði Gunnar F.
Guðmundsson meðal annars um það
hvernig kirkjan og kristnin mótuðu
íslenskt þjóðh'f á miðöldum og nefndi
hann sérstaklega áhrif kristninnar á
löggjöf og réttarfar. Þá hefði æðsta
úrskurðarvald færst til erlendra
valdhafa sem hefði gjarnan verið
álitið tákn um hnignun þjóðveldis-
ins. Þetta hefði verið fyrsti vísirinn
að því viðhorfi að það þyrfti ekki að
stríða gegn sjálfstæðisvitund þjóðar
að leita út fyrir landsteinana eftir
úrskurði í málefnum sínum. I dag
þætti þetta viðhorf sjálfsagt, til
dæmis þegar leitað væri til alþjóða-
dómstóla vegna mála sem varða
mannréttindi.
I erindi sínu um myndheim ís-
lenskrar kristni benti Þóra Krist-
jánsdóttir á að í níuhundruð ár hefðu
íslenskar kirkjur hýst listaverk og
verið eini opinberi staðurinn þar
sem fólk gat séð og notið listar. List-
sköpun og þá sérstaklega myndlist
hefði verið samofin kirkjunni allan
þennan tíma. Hún sagði íslendinga
ef til vill ekki alltaf meðvitaða um
þann mikla arf listaverka sem varð-
veist hefur í kirkjum landsins í gegn-
um aldirnar, en í ritinu væri gerð til-
raun til að varpa á hann ljósi.
Á erindi nú þegar við höfum
sama sið en erum margskipt
Sr. Dalla Þórðardóttir sagði í er-
indi sínu að ýmislegt við lestur rits-
ins hefði vakið hana til umhugsunar
um stöðu kirkjunnar í dag. Sér hefði
fundist umfjöllun þess um kristni-
tökuna sérstaklega athyglisverð og
sagði hún hin merku orð kristnitöku-
ræðunnar: „Heill og hamingja, ör-
yggi og hagsæld, ef allir íbúar búk í
sama samfélagi við einn sið,“ enn
vera í fullu gildi. Hún vitnaði í kafla í
ritinu þar sem sagt er að tilgangur
kristnitökusögunnar sé ekki aðeins
að fræða um löngu liðna atburði.
„Mér þótti þetta eiga erindi til
okkar sem búum í samfélagi sem að
sönnu býr við sama sið, eina þjóð-
kirkju, en siglir hratt í þá átt að
verða tví- eða margskipt samfélag,"
sagði Dalla. Hún nefndi til dæmis
skiptingu milli landsbyggðar og
borgar, fólks sem er velmegandi og
miður megandi, innfæddra Islend-
inga og nýbúa. Samfélagið væri að
breytast þannig að fólk byggi ekki
við sama hag, hamingja eins væri
ekki tengd hag annars, um sameig-
inlega framtíð í friði og sátt væri
ekki endilega að ræða og velti hún
upp þeirri spurningu hvert hlutverk
kirkjunnar væri í þessum efnum.
íslenska átakalausa leiðin
Hún nefndi einnig hve athyglis-
vert það væri að bæði kristnitakan
og siðbótin hefðu orðið hér án telj-
andi átaka. Við lestur ritsins hefði
orðasambandið „án átaka“ vakið sí-
fellt meiri athygli sína, því oftar sem
það kom fyrir, og vakið hana til um-
hugsunar um hve margt í sögu okkar
hefði gengið fyrir sig án átaka,
margt sem hjá öðrum þjóðum hefði
kallað á upplausn og blóðsúthelling-
ar. Vildi hún kalla þetta „íslensku
leiðina", það að forðast opinber átök
og finna samhljóm og jafnvægi í ró-
legheitum, og benti á að þessi leið
væri enn við lýði. Hún velti því upp
hvort kirkjan í dag væri ef til vill
komin fulllangt í íslensku leiðinni, í
því að samræma trúna því sem við
þekkjum í samtímanum til þess að
viðhalda samræmi og friði.
Dalla sagði að sér fyndist verkið í
heild afar glæsilegt og vel unnið og
myndirnar gæfu því mikið vægi.
Gaman væri að skoða þann auðuga
garð kirkjulistaverka sem til eru, en
merkilegastar þættu sér myndirnar
sem sýna líf almennings.
Fremur kristnisaga en kirkju-
saga í hefðbundnum skilningi
I umfjöllun sinni um ritið lýsti
Bragi Guðmundsson fyrst þein-i rit-
stjórnarstefnu sem lagt var upp með
og fjallaði svo um einstaka hluta
verksins, en bindin fjögur eru skrif-
uð hvert af sínum höfundi auk þess
sem fjölmargir aðrir höfundar
leggja til efni í öll bindi.
Hjalti Hugason gerir grein fyrir
ritstjórnarstefnunni í formála og
sagði Bragi formálann ómissandi
inngang að lestri ritsins og hvatti
lesendur eindregið til að kynna sér
efni hans áður en þeir gengju til lest-
urs sjálfs efnisins. í formála kæmi
fram hve mörg og ólík markmið
væru með ritun verksins og að höf-
undum hefði borið að gera grein fyr-
ir sambúð kirkju og þjóðar hér á
landi út frá menningarlegu, félags-
legu, pólitísku og efnahagslegu sjón-
arhorni. Stefnt hefði verið að því að
gera þessu sem ítarlegust skil og
benti Bragi sérstaklega á þau orð
Hjalta að „Kristni á Islandi" væri
fremur ætlað að vera kristnisaga en
kirkjusaga í hefbundnum skilningi.
Höfundum hefði verið ætlað að
skoða gagnvirka mótun þjóðar og
kirkju með því að spyrja í senn
hvernig þjóðin hafi mótað kirkjuna
og kirkjan þjóðina.
Höfundarnir nálgast
efnið ólíkt
Þá fjallaði Bragi um fjögur ein-
stök bindi bókarinnar og sagði hann
mikinn mun á efnistökum höfund-
anna fjögurra. Þeir nálguðust efnið á
ólíkan hátt, sumir notuðu persónur
og atburði meira en aðrir og þá yfir-
leitt eins og efni stæðu til. Hjalti
Hugason, aðalhöfundur fyrsta bind-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Málþing Alþingis og Háskólans á Akureyri um ritið Kristni á Islandi var
haldið í Oddfellow-húsinu á Akureyri.
isins sem er fjærst okkur í tíma, not-
aði til dæmis persónur og leikendur
mikið og spynni söguþráð um efni
sitt, sem gerði bindið sérlega
skemmtilegt aflestrar. Gunnar F.
Guðmundsson aðalhöfundur annars
bindis notaði einnig gjarnan þá að-
ferð að segja sögu og vísaði þar að
auki talsvert til sagna, sem heppnað-
ist prýðilega.
Þriðja bindið, sem Loftur Gutt-
ormsson er aðalhöfundur að, sagði
Bragi ekki eins auðvelt aflestrar og
erfiðara væri að fylgja þræði þar en í
tveimur þeim fyrstu. Hann tók fram
að þetta væri alls ekki sagt innihald-
inu til hnjóðs því í þriðja bindinu
kæmu líklega fram fleiri nýmæli
hvað efni varðar en í nokkru hinna
bindanna. Aðalhöfundar fjórða bind-
isins eru þau Þórunn Valdimarsdótt-
ir sem fjallar um nítjándu öldina og
Pétur Pétursson sem fjallar um þá
tuttugustu. Bragi sagði að í upphafi
hluta Þórunnar væri efnis- og kafla-
röð helst til ruglingsleg en betur
tækist til þegar á liði og sagði hann
kafla hennar um trúarlíf og trúhætti
sérstaklega áhugaverðan og
skemmtilegan. Hann sagði hluta
Péturs Péturssonar skýran og góð-
an en hann hefði gjarnan viljað sjá
snarpar tekið á ýmsum málum sem
komið hafa upp á öldinni, en þar
hefði nálægð við persónur og atburði
líklega haft sitt að segja.
I heildina sagði Bragi verkið hið
margslungnasta og að það væri gott
og mikilvægt framlag Alþingis til að
þjóðin fengi þekkt sig betur við alda-
skil, framlag sem við ættum eftir að
meta, skilja og skynja til fulls.
Norska dagblaðið
Dag og tid
Sérblað
um ís-
lenska
menningu
NORSKA dagblaðið Dag og
tid gaf út veglegt sérblað um
íslenskt menningarlíf 13. apríl
síðastliðinn. I blaðinu voru
birt viðtöl við íslenska lista-
menn og greinar um menn-
ingarástand. Einnig var birt-
ur skáldskapur eftir tvö
skáld, Einar Má Guðmunds-
son og Matthías Johannessen.
Viðtöl eru birt við Einar
Má, Sjón og Kiástínu Omars-
dóttur og talað við Halldór
Guðmundsson um íslenska
bókaútgáfu og Þórunni Sig-
urðardóttur um menningar-
borgarárið. Einnig er spjallað
við Friðrik Þór Friðriksson
um „Engla alheimsins" og
Guðnýju Halldórsdóttur um
„Ungfrúin góða og húsið“.
Þorgerður Ingólfsdóttir segir
frá kórastarfi og rætt er við
meðlimi Gjörningaklúbbsins
og Jón Steinar Ragnarsson og
Gísla Snæ Erlingsson um
gerð kvikmyndarinnar „Ik-
ingut“. Einnig er rætt við
Gunnar Marel Eggertsson
sem ætlar að sigla í kjölfar
Leifs Eiríkssonar til Ameríku.
Ottar Fyllingsnes skrifar
grein um menningarástand á
Islandi í dag, þar sem víða er
komið við, en þó einkum dval-
ið við dægurmenningu kaffi-
baranna.. Cecilie N. Seiness
skrifar svo grein um Heklu og
skrif erlendra manna um Is-
land á fyrri öldum og einnig
um Þingvelli og þúsund ára
kristni.
„Brot frá liðinni öld“
LIST OG
HÖIVIVUN
íslensk grafík
Hafnarhúsi n u,
h a f n a r m e g i n
LJÓSMYNDIR
KRISTÍN HAUKSDÓTTIR
Opið flmmtudaga til sunnudaga frá
14-18. Til 7 maí. Aðgangur
ókeypis.
HINN litli salur félagsins íslensk
Grafik í Hafnarhúsinu hefur verið
undirlagður ljósmyndum Kristínar
Loftsdóttur, sem eftir öllu að dæma
hefur gert víðreist um Bandaríkin.
Svo mikið liggur hinni ungu lista-
konu á hjarta, að salurinn hefur verið
hólfaður í tvennt til að koma fleiri
myndum að, en alls eru nær 60
myndir á sýningunni sem verður að
teljast mjög gott í ekki stærra hús-
næði. En þótt þröng sé á þingi má vel
nálgast myndirnar, því þær eru flest-
ar litlar og svo er þeim ágætlega
komið fyrir. Þó er sú brotalöm að
númerin eru ekki skilmerkilega
skorðuð undir eða til hliðar við hverja
mynd svo skoðandinn verður fljótt
nokkuð áttavilltur, einkum í innri
salnum. Er það til baga því hér er um
tækifærismyndir úr hvunndeginum
að ræða. Hvunndeginum víðs vegar
um Bandaríkin og ísland, sem og í
heimsborgunum New York og
Reylq'avík, jafnt í Austurgerði sem
Midtown, Manhattan.
En alveg rétt, hvunndagurinn er
hátíska dagsins i listum ungra
beggja vegna Atlantsála og hér kem-
ur það afar vel fram, ekki sá
hvunndagur sem listamenn módern-
ismans gæddu háleitu inntaki, heldur
Ein mynda Kristínar Hauksdóttur á sýningunni Brot frá Iiðinni öld.
réttur, sléttur, ófegraður. Og eins og
gerist um slíka myndatöku verður
útkoman afar misjöfn, jafnvel þótt
um lærða ljósmyndara sé að ræða, á
stundum líkust almennum frétta-
skotum úr daglega lífinu sem fá oftar
en ekki vægi af persónulegri nálgun,
en verða framandi fyrir ókunnuga.
Það er einmitt tilfellið með þetta úr-
tak og því leitar maður uppi eitthvað
alveg sérstakt sem sækir á fyrir
myndræn gæði og velheppnað skot
og hér hanga tvær andstæður hlið við
hlið í fremri sal. „Napa Valley, Kali-
fornía" (25), 1999. Myndefnið úr am-
erískri sveit og með fjölþættri nátt-
úruskírskotun, myndbyggingin sterk
og hrifmikil. Hin, „Ingibjörg í Soho“,
1994, hefur sér helst til ágætis sterka
óþvingaða útgeislan núsins sem aug-
að nemur við. En listrænustu skot
sýningarinnar tel ég myndirnar „Án
titils“ (29), 1994-9, sem er af vatni og
fjalli og myndina við hlið hennar svo
og af fuglinum á móti, en undir þeim
fann ég engin númer. Allar eru þær
vel unnar og byggðar upp og svai't/
hvítu andstæðumar fínar og lifandi.
A einblöðungi sem frammi liggur
til handargagns saknaði ég mjög al-
mennra upplýsinga um listakonuna,
nám hennar og sýningarferil.
Bragi Asgeirsson