Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 35
með ljúfum hreim“
TOIVLIST
Grensáskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Senjórftukórinn undir sljórn Rutar
Magnússon og Söngsveit Hvera-
gerðis undir stjórn Margrétar S.
Stefánsdóttur sungu. Píanóleikarar
Ástríður Haraldsdóttir og Þórlaug
Bjarnadóttir. Einsöngvarar: Mar-
grét S. Stefánsdóttir, Sæmundur
Ingibjartsson og Halldór Ólafsson.
Laugardag kl. 14.00.
ÞAÐ er ekkert lát á vinsældum
þess að syngja í kór. Þegar stofna
skyldi Kvennakór Reykjavíkur á sín-
um tíma var aðsóknin þvílík að þar
var komið efni í marga kóra. I dag eru
starfandi nokkrir sjálfstæðir kvenna-
kórar runnir undan rifjum Kvenna-
kórs Reykjavíkur. Senjóríturnar er
einn þeirra; skipaður eldri konum
sem eiga sumar að baki langa reynslu
af söng með öðrum kórum. Kórstjóri
Senjórítanna er Rut Magnússon,
söngkona, söngkennari og kórstjóri
og frábær músíkant. Það kom sterk-
lega í ljós á tónleikunum að Senjórít-
umar taka sig fullkomlega alvarlega
og sinna sönglistinni af heilindum og
einlægni. Nú kunna margir að segja
að þegar komið er um og yfir sextugt
hafi mannsröddin tapað svo mikiu af
fyrri gæðum að erfitt geti verið fyrir
fólk á þeim aldri að syngja í kór; - sér-
staklega kvenfólk, þar sem raddir
þeirra eru bjartari og viðkvæmari
fyrir líkamlegum breytingum. Vissu-
lega má heyra meðal Senjórítanna að
inn á milli eru raddir sem hafa ein-
hvern tfrna verið betri. En það er ekki
málið hér. Söngur Senjórítanna snýst
um tónlist, og það að túlka hana eins
vel og fallega og músíkalskt og unnt
er. Og það er líka sterka hlið þessa
ágæta kórs. Það var unun að heyra
þær syngja t.d. Agnus Dei eftir Goun-
od og Dona nobis pacem. Sópraninn
var skínandi hreinn og bjartur og
þegar við bættist afar músíkölsk út-
færsla á dýnamík var þetta virkilega
fallegt. Myndin hennar Lísu eftir
Olgu Guðrúnu Ámadóttur er frábært
lag við einstaklega góðan texta. Senj-
órítumar sungu þetta einlægt og blíð-
lega; veiku tónarnir nutu sín sérstak-
lega fallega og sterkar myndir
textans vom fallega dregnar fram
með raddblæ og styrk. Hvert einasta
orð var skýrt fram borið, eins og
reyndar í öllum söng kórsins. í ísra-
elska laginu Hevenu shalom sýndu
Senjóríturnar allt aðra hlið á sér og
sungu sterkt og kraftmikið og með
rytmísku fjöri. í seinni hluta dag-
skrárinnar sungu þær fleiri lög. Þar
bar hæst Óla lokbrá eftir Carl Billich,
þar sem enn kom fram hvað Senjórít-
urnar em flinkar að syngja fallegt á
veikum tónum; - og það er meiri
kúnst en ætla mætti. Enska þjóðlagið
um Bobby Shaftoe var líka vel sungið,
með húmor og gleði.
Gestur Senjórítanna á tónleikun-
um var Söngsveit Hveragerðis,
blandaður kór sem Margrét S. Stef-
ánsdóttir stjómar. Það vantaði held-
ur ekki sönggleði í þennan kór, og
virkilega gaman var að heyra í hon-
um. Þar var þó ýmsu ábótavant; -
sérstaklega vantaði meiri þrótt í
sópraninn. Með einum, tveimur
klingjandi björtum röddum til viðbót-
ar, hefði sópraninn komið betur út.
Það vantaði meiri þindarstuðning og
söngnum hætti til að falla eftir að
hæstu tónum var náð. En það sem
Söngsveit Hveragerðis vantaði í
tæknilegri kunnáttu bætti hún sér
upp með músíkölskum söng. Söng-
stjórinn er augljóslega drífandi og fín
músíkmanneskja, og lán fyrir kórinn
að hafa slíkan stjórnanda. Margrét S.
Stefánsdóttir sýndi líka í ofanálag að
hún er afbragðs söngkona, þegar hún
söng Vilju-ljóðið úr Kátu ekkjunni
eftir Lehár með kómum sínum skín-
andi vel. Það sem stóð uppúr í söng
kórsins var Dagný eftir Sigfús Hall-
dórsson, Kmmmavísur og lag Gunn-
ars Þórðarsonar, Þitt fyrsta bros, var
einnig prýðilega flutt. Milli þess sem
kóramir sungu tóku tveir karlar
Söngsveitarinnar lagið og sungu
dúetta eftir Björgvin Þ. Valdimars-
son. Píanóleikarar beggja kóranna
komust vel frá hlutverkum sínum,
þótt þau krefðust ekki mikilla tilþrifa.
Þetta vom miklir indælis tónleikar
og sýndu mikilvægi þess að allir eigi
þess kost að iðka tónlist, burtséð frá
atriðum eins og aldri eða búsetu. En
tónleikamir sýndu ekki síður að þeg-
ar upp er staðið er það sjálf músíkin í
söngnum og einlægnin í flutningnum
sem vega þyngst og ráða því á endan-
um hvort tónlistin snertir mann eða
ekki.
Bergþóra Jónsdóttir
Stefnir á tímamót-
um með undrabassa
í rassvasanum
TONLIST
Árbæjarkirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Karlakórinn Stefiiir söng íslensk
og erlend lög. Einsöngvarar með
kórnum voru Birgir Hólm Ólafs-
son, Stefán Jónsson, Björa Ó.
Björgvinsson og Ásgeir Eiríks-
son. Píanóleikari var Sigurður
Marteinsson og stjórnandi og ein-
leikari á trompet, Atli Guðlaugs-
son. Sunnudag kl. 17.00.
LÁRUS Sveinsson trompetleik-
ari var kórstjóri Karlakórsins
Stefnis um áratugabil. Láms lést í
vetur og er missir kórsins því mik-
ill. Nýr kórstjóri var ráðinn; Atli
Guðlaugsson. Tónleikarnir á
sunnudag voru öðrum þræði minn-
ingartónleikar um Láms, og efnis-
skráin mótuð af lögum sem hann
hafði dálæti á og lögum sem kór-
inn naut að syngja undir hans
stjórn. Lagavalið var hefðbundið;
gömul og góð íslensk karlakóra-
lög, norræn karlakóralög, ópera-
kórar, yngri íslensk karlakóralög,
andleg tónlist, auk tveggja laga
eftir nýja stjórnandann, Atla Guð-
laugsson.
Söngur Stefnis var daufur. Það
var eins og ekki hefði alveg smollið
í gírinn samband nýja kórstjórans
og kórsins. Taktslag Atla Guð-
laugssonar var óömggt og ójafnt
og kórinn átti í vandræðum með að
fylgja honum. Lögunum hætti til
að hægja á sér, vegna þess að
stjórnandinn var fremur að fylgja
kórnum en að stjórna. Innkomur
vom óöraggar og engan mun var
að sjá á slagi þótt breytingar yrðu
á styrk, blæ, eða annarri artikúl-
asjón. Músíkölsk tilþrif í söngnum
vora líka í lágmarki og söngurinn
daufur og litlaus. Það tekur alltaf
tíma að aðlagast breyttum aðstæð-
um og kórinn og kórstjórinn eiga
eftir að læra betur hvor á annan.
Það sem kórinn söng best vora
gömlu íslensku lögin; Ur útsæ rísa
Islands fjöll, í fjarlægð, þar sem
Atli lék afar fallega á trompet með
kórnum og Þú álfu vorrar yngsta
land. Nú sefur jörðin sumargræn
var líka fallega sungið og Fjallið
Skjaldbreiður, en þessi síðustu lög
voru meðal aukalaganna sem kór-
inn söng. Píanóleikari kórsins,
Sigurður Marteinsson, lék prýði-
lega vel, en átti stundum í vand-
ræðum vegna þess hve tempó var
lausbeislað. Bestur var hann í lagi
Mozarts, Dir Seele des Weltalls,
þar sem leikur hans var stórgóður;
hendingar afar músíkalskt mótað-
ar og dýnamík smekklega útfærð.
Það sem best var á þessum tón-
leikum, var hlutur einsöngvar-
anna. Birgir Hólm Ólafsson tenor,
reyndist hinn ágætasti, með fína
rödd sem gæti orðið mjög spenn-
andi að fylgjast með. Sama var að
segja um Asgeir Eiríksson bassa,
sem var virkilega góður, og Björn
Ó. Björgvinsson tenor. Þeir sungu
sín lög allir mjög vel. En sá sem
kom, sá og sigraði var Stefán
Jónsson bassi sem söng Drykkju-
söng Falstaffs úr Kátu konunum í
Windsor eftir Otto Nicolai. Það
var ævintýri líkast að heyra rödd
Stefáns; - þvílík bassarödd! - bas-
so profondo, - djúpur og mjög
hljómmikill bassi, - þétt og voldug
rödd sem bókstaflega fyllti salinn.
Ekki spillti hve vel og músíkalskt
Stefán Jónsson söng. Sir John
Falstaff var þarna ljóslifandi kom-
inn, kátur af slarki og drykkju og
vantaði bara aðeins meira í glasið.
Stefán lék þetta og söng af aðdá-
anlegri innlifun og hefur greini-
lega margt til að bera til að verða
úrvals óperusöngvari. Rödd Stef-
áns minnti talsvert á eftirminni-
legan söng Nicolais Ghiaurovs í
hlutverki Mefistófelesar í Fást eft-
ir Gounod, og getur það varla tal-
ist leiðum að líkjast. Það væri ósk-
andi að svona rödd fengi réttu
tækifærin til að geta náð sem
lengst. Þetta var hápunktur á ann-
ars daufum tónleikum og stund
sem munað verður eftir.
Bergþóra Jónsdóttir
Passíusálmasöng- .
ur á þjóðlagakvöldi
ÞJÓÐLAGAFÉLAGIÐ í Garða-
kirkju á ÁJftanesi efnir til þjóð-
lagakvölds í kvöld, þriðjudags-
kvöld, kl. 20.30.
Smári Ólason tónlistarfræðingur
fjallar um sönghefð Passíusálm-
anna, kynnir gömlu lögin við þá af
hljóðritum og stjórnar almennum
söng gesta. Passíusálmar séra
Hallgríms Péturssonar komu fyrst
út á prenti árið 1666 og hafa þeir
síðan verið gefnir út oftar en nokk-
ur önnur bók íslensk. Allt frá upp-
hafi hafa Passíusálmarnir skipað
sérstakan sess í trúarlífi og bók-
menntum þjóðarinnar.
Fyrr á tíð voru Passíusálmarnir
ævinlega sungnir með sérstökum
gömlum lögum við húslestra á
föstunni. Hélst sá siður á flestum
íslenskum heimilum allt fram á 19.
öld og sums staðar fram á 20. öld.
Sunginn var einn sálmur á hverju
kvöldi, fyrst fyrri hlutinn á undan
hugvekjulestri en síðustu versin á
eftir í lok húslestrar. Eftir að þessi
sönghefð hafði varðveist í munn-
legri geymd og á vörum þjóðarinn-
ar í rúm 200 ár fram á 20. öld hafði
myndast hér á landi sérstakur
söngstíll, stundum kallaður grall-
arasöngur, og hér höfðu orðið til
sérstæð sálmalög sem nefnd hafa
verið íslensk sálmalög, gömul
sálmalög eða einfaldlega gömlu
lögin. Af þeim mynduðust fjölmörg
afbrigði sem gátu verið mismun-
andi eftir landshlutum og byggðar-
lögum, segir í fréttatilkynningu.
Aðgangur að samkomunni er
ókeypis.
biireinisvorur
Karin Herzog
Oxygen face
með Heimsferðum
frá kr. 24.500
alla miðvikudaga í sumar
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til Barcelona í sumar með beinu
flugi alla miðvikudaga í sumar. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug
og bíl eða flug og hótel, en við bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta
Barcelona á frábæru verði. Tryggðu þér
Verð kr.
24.500
lága verðið meðan enn er laust.
Flugsæti, fram og til baka á völdum
brottförum.
Skattar kr. 2.460, ekki innifaldir.
Verð eru frá kr. 24.500 - 27.500
eftir dagsetningum
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Léttur og uieðfærilegur
GSM posi
með iniibyggðiim prentara
ILes allar tegundir greiðslukorta
sem notuð eru á íslandi.
Er með lesara fyrir
^■■^■■■■■■■■■■■■■■■■1
snjallkort og segulrandarkort.
Hraðvirkur hljóðlátur prentari.