Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
»
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Hundrað
ára einsemd
Fyrir utan farsíma sem gekk fyrir
rafhlöðum ogstöku heimsókn varstúlk-
an ein í skóginum, ein á palli, ein
íheiminum. Ogþaðþykja ekki litlar
fréttir á gervihnattaöld.
S
*
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
ÍÐASTA ameríska
kvenhetjan, hefnr hún
verið kölluð, náttúru-
stúlkan Julia Butterfly
HiU, sem um tveggja
ára skeið bjó ein síns liðs í þúsund
ára gömlu tré til þess að mótmæla
skógarhöggi á viðkvæmu svæði ná-
lægt Eureka í Kalifomíu. I tvö ár
og átta daga - án þess að koma
nokkru sinni niður- hafðist Hill
við á rúmlega tveggja fermetra
litlum planka í 30 metra hæð, án
rennandi vatns, hita, rafmagns,
veggja, þaks eða annarra þæginda
eða öryggis. Válynd veður, reyk-
ský frá skógareldum, vosbúð, kuldi
og trekkur stefndu líkamlegri
heilsu hennar enduitekið í voða en
hún harkaði ævinlega af sér. I upp-
hafí var henni fullkunnugt um að
mótmælasetur í trjám höfðu enst
lengst í 90 daga, en af meðfæddri
, staðfestu hélt
VIÐHORF húnútþartil
timburfram-
leiðandinn
Pacifíc Lumb-
ergafstupp
um miðjan þennan vetur og gaf
eftir eignarréttinn á rauðviðar-
skóginum sem styrinn stóð um.
Hill vann stríðið og gömlu tijánum
var borgið.
En skortur á nútímaþægindum
var ekki það eina sem gerði vist
Hill að umtöluðu afreki - þeim sem
með fylgdust þótti ekki síður
merkilegt að hún skyldi eyða ár-
unum tveimur í sögulegri einsemd.
Fyrir utan farsíma sem gekk fyrir
rafhlöðum og stöku heimsókn frá
vinum, blaðamönnum og kvik-
myndastjömum, var stúlkan ein í
skóginum, ein á palli, ein í heimin-
um. Og það þykja ekki litlar fréttir
ágervihnattaöld.
Við Frónverjar eigum um þess-
ar mundir svipað náttúrubam sem
tekst á við krefjandi verkefni án
rennandi vatns, hita, rafmagns,
veggja og þaks. Það er hinn ein-
beitti pólfari Haraldur Öm sem
landsmenn fylgjast opinmynntir
með, undrandi á því að einhver
skuli sjálfviljugur leggja á sig svo
langa útivist án þeirra þæginda og
öryggis sem nútíminn býður upp á.
En það er ekki aðeins fyrir það að
búa við þröngan kost í heim-
skautatjaldi sem drengurinn nýtur
aðdáunar og athygli - eftir að fé-
lagi hans og fóstbróðir þurfti að
hverfa til byggða hefur afrekið
óneitanlega margfaldast: Er virki-
lega hægt að halda andlegri heilsu
einn á ísnum, einn í auðninni, einn í
heiminum?
Við erum sennilega búin að
gleyma því, en fyrstu íbúar þessa
lands voru einsetumenn, ef marka
má heimildir fomar. I samfélagi
þeirra þóttu ekki miklar fréttir ef
menn vom einir með sjálfum sér í
daga, vikur, jafnvel mánuði. Hver
var sjálfum sér nægur og engin
þörf á að leita að samkomum, þétt-
býliskjömum, borgum.
Svo byggðist landið fleira fólki
og úr röðum þess spmttu skógar-
menn, útlagar, smalar og einyrkj-
ar. Aldrei þótti ástæða til þess að
gera slíkt fólk að hetjum, það var
' aldrei ff étt þótt einhver væri
einsamall.
Og áfram má halda að rekja
slóðir einfara. Vitaverðir hafa á
löngum köflum búið einir í tumum
sínum, sjómenn hafa róið einir á
bátum, munkar og nunnur hafa
löngum einangrað sig frá skarkala
heimsins. Færri sögum fer hins
vegar af því hvort einmanaleiki
hafi samtímis verið landlægur
kvilli, enda ekki alltaf vitað hvenær
einveran var val og hvenær ásköp-
uð örlög.
Á þeirri öld sem við lifum nú em
hlutimir talsvert breyttir. Þótt
íbúar á hvem ferkílómetra séu enn
ekki nema tæplega þrír í þessu
landi, em einstaklingamir sem
eyjuna byggja í mun meiri tengsl-
um en áður þekktist. í vitavarða-
bústaðina er sennilega komin
tölvutenging eða þá að vitamir
loga sjálfvirkt og verðimir era
fluttir í bæinn. Sjómennh-nir era
útbúnir farsímum, auk þess sem
þeir róa sjaldnast margar dagleiðir
heldur ræsa vélar og em komnir
heim snemma. Tækniframfaiir
hafa fært fólk nær hvert öðm, ef
ekki líkamlega þá í það minnsta í
gegnum gervihnetti, skjái og síma-
línur. Og dagskipunin er að allir
nýti sér þessar dásamlegu fram-
farir, að allir séu í sambandi alltaf
og alls staðar. Boðskipti em ein-
kennisorð samtímans, fjarskipti og
samskipti einkenna daglegt líf og
em jafnvel talin bera í sér lækn-
ingamátt. Ef einhver heftu' lent í
einhverju misjöfnu er honum ráð-
lagt að tala við einhvern, ræða mál-
ið, mæta á stuðningsfund, hringja í
vinalínu - eða rauðu símatorgin, ef
vandamálið er af þeim toga. I
stuttu máli: Ekki byrgja neitt inni.
Hér skal ekki gert lítið úr mætti
tjáningar og skoðanaskipta, í slíku
getur sjálfshjálp vissulega verið
fólgin og einmanaleikinn getur
sannarlega verið dapur. En það
þarf ekki að þýða að einvera og
þögn beri að varast. Einu sinni
þótti það þvert á móti bera vott um
styrk og visku að íhuga, vera með
sjálfum sér, hugsa í hljóði. Þorgeir
fór ekki undir feldinn til þess að
hitta annað fólk, hans ætlun var að
fá frið til þess að hugsa. Jógameist-
arar og andlegir leiðtogar í ýmsum
trúarbrögðum eyða margir
ómældum tíma í sjálfvalinni ein-
angran og em taldir betri og hei-
lagari fyrir vikið.
Ef fólki líður ekki þeim mun
verr að vera í eigin félagsskap, ætti
það að eiga á því rétt án þess að
vera álitið viðundur eða hetjur.
Það þarf ekki að vera neitt sjúk-
legt og þaðan af síður ofurmann-
legt við að vera einn með sjálfum
sér - að því gefnu, auðvitað, að slík
ákvörðun sé tekin með meðvitund
og fijálsum vilja. En slíkt val þykir
af einhverjum ástæðum eitthvað
skrýtið. Gísli gamli á Uppsölum
þótti til dæmis hafa gleymst í
gömlum tíma þegar uppgötvaðist
að hann hafði ekki hitt fólk í mörg
ár. Hann var í senn hetja og við-
undur því í nútímasamfélagi er ein-
staklingur ekki normal nema hann
sé í sambandi við aðra.
Og jú, maður er vissulega
manns gaman, um það verður ekki
deilt. En getur samt ekki verið að í
þéttbýlinu og áreitinu séum við
smám saman að tapa niður hæfi-
leikanum til þess að vera með okk-
ur sjálfum? Ef svo er fömm við
smám saman að hafa illan bifur á
einveranni og þar með illan bifur á
okkur sjálfur. Og sá sem óttast
sinn eigin félagsskap er tvímæla-
laust verr haldinn en sá sem kann
að vera einn. Úr slíkri klemmu er
erfitt að komast og við það koma
ekki einu sinni gervihnettir að
gagni.
Menntaskólanemar - Níu nemendur og þrír kennarar úr Agne-
bergsgymnasiet í Uddevalla í Svíþjóð voru nýlega í ferð hér á landi,
en heimsóknin er liður í gagnkvæmum nemendaskiptum sænskra
og íslenskra menntaskólanema. Sveinn Guðjónsson hitti ferða-
langana að máli og forvitnaðist nánar um nemendaskiptin.
l mt 1 J §£■ ( I , ' j
.. mm i
! i ■ 1 mgr
1 ; 1 w\ /fÆtxœiXSSM . > Mm í , ! <T' 1 4-L i-jamza 4' r w
Morgunblaðið/Jim Smart
Sænsku menntaskólanemarnir ásamt kennurum á gangi Menntaskólans við Hamrahlíð. Frá vinstri: Mathias
Antonsson, Martin Wallström, Sandra Medina, Ingrid Forsberg, Ingrid Rosborg, Maria Bergquist, Linn Arons-
son, kennararnir Lennard Áberg, Rolf Brodin og Jan Brunnström og Tor Möller.
Gagnkvæm
nemendaskipti
✓
• Kynna Island að för lokinni
s
• Ometanlegt að kynnast
landi og þjóð
MARGT er líkt með okkur
og íslenskum mennta-
skólanemum. Helsti
munurinn er sá að ís-
lensku krakkamir hugsa meira um
fatatískuna en við, þau em meira fyr-
ir „merkjavömna“ og ef til vill dálítið
kaupglaðari en sænskir unglingar,"
sögðu þau Sandra Medina og Mathias
Antonsson, er blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti þau að máli í Mennta-
skólanum við Hamrahh'ð þar sem þau
vom í hópi í skólafélaga úr Agne-
bergs-menntaskólanum í Uddevalla í
Svíþjóð. Heimsóknin er liður í nem-
endaskiptum milh Agnebergsgymna-
siet og sænskunema í íslenskum
framhaldsskólum og hófust nem-
endaskiptin 1996. Er þetta annar
hópurinn sem kemur til Islands. Ráð-
gert er að íslenskir sænskunemar
heimsæki Agnebergsgymnasiet í
haust, en einn hópur fór þangað fyrir
þremur áram. Nemendumir gista á
heimilum íslenskra sænskunema frá
flestum framhaldsskólunum á
Reykjavíkursvæðinu.
Sænskukennslan á Reykjavíkur-
svæðinu fyrir nemendur úr öllum
framhaldsskólunum fer að mestu
leyti fram í Menntaskólanum við
Hamrahlíð en einnig í Menntaskólan-
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
rren
Styrkir til vísindaráðstefna
árið 2000
Evrópusambandið styrkir vís-
indaráðstefnur og vinnufundi. Nán-
ari upplýsingar má finna á:
www.cordis.lu/improving. Þar eru
einnig auglýstar ráðstefnur sem
hafa þegar fengið styrk þar sem
ungum vísindamönnum stendur til
boða styrkir til að sækja ráðstefn-
urnar. Nánari upplýsingar: asta-
sif@rthj.hi.is og hjordis@rannis.is.
Menning 2000 - Culture 2000
Menning 2000 er ný menningar-
áætlun Evrópusambandsins og
tekur við af fyrri áætlunum. Stofn-
anir, félög, samtök og fyrirtæki á
sviði menningararfleifðar, bók-
mennta og lista, geta sótt um
styrki. Áætlunin styrkir ekki ein-
staka listamenn. Skilyrði fyrir um-
sókn er að a.m.k þrjú aðildarríki
áætlunarinnar standi saman að
umsókn. Skilafrestur umsókna er
til 31. maí. Nánari upplýsingar:
netfang: ccp@centmm.is, vefsíða:
www.centram.is/ccp.
CEDEF0P
CEDEFOP
Frestur til að skila umsóknum í
námsferðir CEDEFOP - miðstöð
Evrópusambandsins fyrir þróun
starfsmenntunar - seinni hluta árs-
ins 2000 er til 5. maí nk. Um 4 sæti
er að ræða og er hægt að velja á
milli 34 mismunandi námsferða til
25 landa Evrópu. Ferðirnar eru
styrktar af CEDEFOP og em ætl-
aðar þeim sem vinna að rannsókn-
um, stefnumótun eða þróun starfs-
menntunar. Nánari upplýsingar:
http: www.trainingvillage.gr/etv/
studyvisits/theme/group - 2nd -
2000/index.asp eða í síma 511-2660.
Sumarstörf á EES-svæðinu
EURES
Nýjar auglýsingar em á heima-
síðunni,
www.vinnumala-
stofnun.is, EES-
Vinnumiðlun.
Þetta eru eink-
um störf í Dan-
mörku og Hol-
landi, en fleira á
eftir að bætast
við. Einnig er nokkur fjöldi tæki-
færa í írlandi. Á vettvangi Evrópu-
sambandsins er áframhaldandi
þróun EURES (EURopeanEm-
ployment Services) verkefnisins
um vinnumiðlunarsamstarf milli
allra EES-ríkjanna. Aukin áhersla
er lögð á samþættingu þess í vinn-
umiðlunarkerfum aðildarlandanna.
Nánari upplýsingar: www.vinnu-
malastofnun.is.