Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 41 MENNTUN Morgunblaðið/Jim Smart Mathias Antonsson og Sandra Medina ásamt Sigrúnu Helgadóttur Hall- beck sænskukennara, sem ásamt Ingegerd Narby sænskukennara hefur haft veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd nemendaskiptanna hér á landi. um í Reykjavík. Þannig taka því um 10 framhaldsskólar þátt í þessum nemendaskiptum við Svíþjóð. Þéttskipuð dagskrá Agnebergsgymnasiet er tæplega 2.000 manna framhaldsskóli í Udde- valla, skammt fyrir norðan Gauta- borg. Níu nemendur þaðan, ásamt þremur kennurum, tóku þátt í Islan- dsheimsókninni að þessu sinni og létu afar vel af ferðinni. Mathias, sem reyndar hefur komið áður tál Islands, sagði að kostirnir við nemendaskipti sem þessi væru ótvíræð. „Menn geta auðvitað lesið sér til um lönd og álfur, en það jafnast ekkert á við að kynnast landi og þjóð af eigin raun,“ sagði hann. Aðspurð um helstu kosti og galla við ísland og Islendinga sögðu þau Sandra og Mathias að það besta í fari íslendinga væri hversu vingjar- nlegir þeir væru. Helsti ókosturinn við landið væri hins vegar veðrið. „Á einum degi getur maður upplifað hér allar tegundir veðurfars," sagði Sandra og fannst það augljóslega ekki þægilegt. Sænsku nemendurnir vora með skipulagða dagskiá fyrir tímann sem þeir vora hér: Þeir fylgdu gestgjöfum sínum í skólann, fóra í heimsókn í ýmsa skóla hér sem tengjast þeirra eigin námsbraut, svo sem Listdans- skóla íslands, Söngskólann, Leiklist- arskólann, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann við Hamrahlíð. Flestir nemendanna að þessu sinni eru á listabraut, en nokkr- ir á samfélagsbraut, en Agnebergs- gymnasiet býður upp á fjölbreytt úr- val af brautum til stúdentsprófs. Þá vora sænsku nemendurnir með í far- teskinu skemmtilega og fróðlega dag- skrá um heimslóðir sínar og annað efni, sem þeir kynntu íslensku sænskunemunum í sænskutímum. Þá skoðuðu þau listasöfn, handrita- safnið, farið í Alþingið, tekið viðtal við ýmsa aðila og safnað upplýsingum. Islensku framhaldsskólamir taka þátt í að kosta skoðunarferðir ferðir til Gullfoss og Geysis og í Bláa lónið. Einnig hafa íslensku gestgjafarnir og aðrir sænskunemar verið ötulir að sýna sænsku jafnöldram sínum hvernig íslenskir unglingar eyða frí- tímum sínum, farið með þau í keilu, út að borða og sitthvað fleira. Islenska kennd í Uddevalla Einn kennaranna, sem var með hópnum, Lennart Áberg, var sænsk- ur sendikennari við Háskóla Islands í byrjun 9. áratugarins. Hann átti frumkvæðið að því að nemendaskipt- in komust á milli landanna. Það var áhuga hans á Islandi að þakka, með dyggum stuðningi samkennara hans, Jan Brunnström og Rolf Brodin, sem '! einnig vora með í heimsókninni, að nú er boðið upp á áfanga í Agnebergs- gymnasiet þar sem fjallað er um ís- lenska tungu, landafræði, samfélag og menningu. Krakkamir horfa með- al annars á íslenskar kvikmyndir og vakti „Cold Fever“ til dæmis mikla lukku hjá þeim. Nemendaskipti þessi hafa að allra dómi heppnast mjög vel. Þau hafa skilað sér á margvíslegan hátt, bæði í auknum skilningi og kunnáttu nem- endanna og skólafélaga þeirra um lönd, þjóð og menningu hinna, að ógleymdum hinum persónulegu' tengslum sem myndast hjá ungling- unum. Nemendur skrifuðust á og kynntust þannig áður en þeir hittust. Islandsförina munu sænsku nem- endurnir svo kynna i samantekinni dagskrá í skólanum sínum þegar heim kemur. Nýjar leiðir í mótun námsumhverfís Húsnæðið mótist af skólastarfínu Á málþmgi um nýjar leiðir 1 mótun námsum- hverfís, sem haldið var á Hótel Loftleiðum nýver- ið, kynntu Bruce Jilk arkitekt og Dan Bodette skólastjóri þá leið sem farin er í Minneapolis við hönnun og undirbún- ing skólabygginga. HVERNIG verður skólahúsnæði framtíðarinnar? Munu nemendur hafa eigin skrifstofu eins og á hverjum öðrum vinnustað? Upp- lýsingasamfélagið kallar á breytt skipulag í skólabyggingum fram- tíðarinnar. Ef skipulag skólahús- næðis á að fylgja þróun skóla- starfs er ljóst að það þarf að breytast nokkuð frá því sem nú er. Nýjar skólabyggingar þarf að skipuleggja út frá þörfum skóla- starfsins. Eldri byggingar má jafnframt laga að breyttum að- stæðum. . Þetta var viðfangsefni málþings sem haldið var fyrir alla þá sem koma að mótun skólahúsnæðis á Hótel Loftleiðum þann 7. apríl síðastliðinn. Málþingið var haldið á vegum Arkitektafélags íslands, Byggingadeildar borgarverkfræð- ings, Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur og Verkfræðinga-félags Is- lands. Málþingið var opið öllum þeim sem koma að mótun skóla- húsnæðis, arkitektum og öðrum hönnuðum, skólafólki, foreldrum, fulltrúum skólanefnda og borgar- og bæjarstjóma. Hugmyndir mótaðar fyrirfram Á málþinginu kynntu banda- ríski arkitektinn Bruce Jilk og Dan Bodette skólastjóri leið sem farin er í Minneapolis við hönnun og undirbúning skólabygginga. Hugmyndir um skólastarfið eru mótaðar áður en hönnun bygging- arinnar hefst. Arkitektar, skóla- fólk og foreldrar vinna saman á fyrsta stigi hönnunarinnar að því að skilgreina skólastarfið og þarf- ir samfélagsins. Skólabyggingin er síðan hönnuð út frá þeim skil- greiningum. Bruce Jilk er starfandi arkitekt í Minneapolis og hefur unnið við hönnun skólabygginga í yfir 30 ár. Dan Bodette er skólastjóri í fram- Horft yfir miðju Egan-skólans í Minneapolis, sem hýsir skólasafnið. Stofur á fyrstu hæð eru opnar inn í safnið. Myndin er tekin af svölum á efri hæð. haldsskóla í Minneapolis, Zoo School, en hann er fyrsti skólinn sem hannaður var eftir þessu ferli. I Minneapolis og víðar er innra starf skilgreint áður en bygging er hönnuð. Húsnæðið mótast af skólastarfinu en ekki öfugt eins og áður hefur verið. Undirbúningur fyrir breyttan heim í erindi þeirra Bruce Jilk og Dan Bodette kom meðal annars fram að nauðsynlegt sé að undir- búa nemendur í grunn- og menntaskóla (high school) fyrir nýjan og breyttan heim. Sam- kvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Minneapolis eru vandamál skóla áður en komið er á háskólastig aðallega á þremur sviðum: I fyrsta lagi eru flestir nemend- ur úr tengslum við það sem er að gerast í fjölskyldum þeirra, á vinnumarkaði og í samfélaginu. Margir unglingar bregðast við á þann hátt að þeir fjarlægjast námið og missa áhugann. í upplýsingaþjóðfélagi nútím- ans eru nemendur flokkaðir fyrir- fram og þeim beint í einhvern ákveðinn farveg sem er ósann- gjarnt fyrir framtíðarmenntun þeirra. Allir nemendur þurfa að átta sig á því að símenntun er það sem gildir. í þriðja lagi vantar augljóslega í menntakerfið, samkvæmt rann- sókninni, það að setja markmið sem fylgt yrði eftir í menntakerf- inu. Niðurstaða rannsóknarinnar Tæknivætt umhverfí í skóla framtíðarinnar er leiðarljós í hönnun skóianna. Nemendur og starfsfólk þarfnast fjölbreytts umhverfis og opinna svæða og gert er ráð fyrir litlum básum fyrir fimm til tíu manns í teymi. Auk þess er gert ráð fyrir stærra vinnuplássi og vinn- usvæði fyrir einstaklinga. sem hönnunarhópurinn gerði var í stuttu máli á þá leið að skólarnir ættu í framtíðinni að leggja ríkari áherslu á hópvinnu, einkasamtöl, teymisvinnu, lausn á vandamálum, gagm-ýna hugsun og grunnþekk- ingu á upplýsingatækni, þar sem nemendur eru ólíkir að persónu- leika og bakgrunni. Þeir hafa ólík markmið, ólíkar venjur við að til- einka sér fróðleik. Kennsluaðferð- ir verði því að vera sveigjanlegar. I Máli þeirra Bruce Jilk og Dan Bodette á málþinginu kom enn- fremur fram að til þess að skóla- starf nái tilgangi sínum þurfa að minnsta kosti fimm atriði að falla saman, það er að segja nemendur, umgjörð, aðferð, tími og starfsfólk skólanna. Það ásamt dagskrá með kröftugu innihaldi eru lykillinn að árangursríkri endurskipulagningu á skólunum framtíðarinnar. Fram kom að best væri að skipta nemendum í litla hópa í starfsumhverfinu, skipt eftir áhugasviði. Umgjörðin ætti að innihalda allt sem samfélagið hef- ur upp á að bjóða í menntaum- hverfinu. Námsferlið og aðferðin ætti að vera ein og styðja hvert annað. Kennslustundir ættu að vera sveigjanlegar en skipulagðar mið- að við eftirfarandi atriði: a. Tími í kennslustofu. b. Lærdómur í samfélaginu. c. Tími kennara til þess að und irbúa með samstarfskennurum. Ennfremur þarf starfsfólk skól- anna að vera hæft og starfa sam- an. Annars konar skipulagning á húsnæði kallar á annars konar starfsfólk en nú er. Breyttur skóli, ný námstækni Þá kom ennfremur fram í máli þeirra Jilk og Bodette það álit þeirra að breyttur skóli kallaði á nýja námstækni. Breyta þarf mynstri sem felur í sér hvernig kennarinn kennir og nemandinn lærir. I framtíðinni mun stefnt að því að upplýsa nemandann um það hvert hann geti sótt sér upp- lýsingar þannig að hann geti stundað námið hvaðan sem er. Ein niðurstaða þessa er að fatlað- ir nemendur geta fylgt öðram nemendum eftir með aðstoð tækn- innar. Helstu kostir tækninnar eru þeir að hún felur í sér möguleika á öðruvísi samskiptum, samvinnu og hvernig fólk deilir upplýsing- um á milli sín. Með tilkomu tækn- innar eykst notagildi skólahús- næðisins fyrir alls kyns samkomur í bæjar- eða sveitarfé- i laginu. Ef nemendur eiga að vera reiðubúnir til þess að taka þátt í flóknum og breyttum heimi verða þeir að kunna að nota þau tæki sem fullorðnir nýta sér á vinnu- stað, heima og í samfélaginu, að mat þeirra Brace Jilk arkitekts og Dan Bodette skólastjóra frá Minneapolis. skólar/námskeið nudd www.nudd.is ýmislegt ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★)< rii.. j.:i „a ■_i;<: u. j* Fáðu tækin til að breyta lífi þínu á lýðháskóla þar sem þú lærir aðferðir til að takast á við lífið og finna gleði, ást og sjálfsvirðingu! Skólinn er fyrir alla sem vilja þroska sjálfa sig! 16 og 20 vikna námskeið, auk 2 vikna námskeiða, sem þú getur raðað saman eins og best hentar þínum tima. Kennslan fer fram á léttri dönsku. ★ ★ Nemendur eru á öllum aldri, 18-80 ára, en meðalaldur er 42 ár. ★ ★ Verð (lengri námskeið): 650,- dkr. á viku. " ^ ★ Verð (styttri námskeið): 760,- dkr. á viku. Innifalið I verði er kennsla, fæði, húsnæði og kennsluefni. Hægt er að sækja um styrk hjá Norðurlandafélaginu (Foreningen Norden). , Pú getur lesið meira um skólann á www.vhd.dk! f) Kærar kveðjur frá (j% VÆKSTH0JSKOLEN DJURSLAND f Sunddalvej 1 - Ginnerup - 8500 Grená - Danmörku 1 Sími: 0045 8633 9188. Fax: 0045 8633 9167. ★ ¥ ¥ ★ ★ ★ ¥ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN 6eHS0bðmpPMiME»^R. fíl®SRU0'fiy%áfiiS90IWfrRMce.is/f-f t^BSlMÍÍMtOTOriPáSÍaTOiriFáskanám- jááfWSBftSftk™, JLAR: STÆ, ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★* háskóla- nSmiíSmmrm. SjTiqsfMNMfetoðFTl/l^MEjgífeA/^ HSS-AbtDIfírjÁfoiBinnip^ vi^a Ú^'jfení (^UÁfiist^fcvoWPÁ vÁÁr x"»í/ íiíyrólí <I8:!iÁJai9:!S(lfW14i|>þTikur x Pri/ SjyflÖLVItSSRÚSFáMS Naíflskcið: 25. 2BdL21#b. KR>4:1.8&0.-Vlkur x Pri/fim: SttráúiéV *MkW<tl55. Skráning í síma SS7 1ISS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.