Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ T SKAK Hellisheimilið SKÁKMENN HELLIS 1999 14. aprfl 2000 STÓRMEISTARINN Helgi Áss Grétarsson var valinn skákmaður Hellis 1999 á uppskeruhátíð félags- ins sem haldin var um helgina. Einnig var valin skákkona félagsins og efnilegasti skákmaður. Skákkona Hellis var einróma valin Anna Lilja Gísladóttir. Valið á efnilegasta skák- manni Hellis var hins vegar mjög tvísýnt eins og á síðasta ári, en að lokum var það Davíð Kjartansson sem stóð uppi sem sigurvegari. Baráttan um titilinn skákmaður Hellis 1999 stóð á milli þeirra Hann- esar Hlífars Stefánssonar og Helga Ass Grétarssonar. Hannes hlaut tit- ilinn 1998. Báðir náðu þessir stór- meistarar góðum árangri 1999. Þeg- ar upp var staðið skildi eitt atkvæði meistarana að og að þessu sinni var það Helgi Áss sem hreppti hnossið. Hann var mjög virkur á síðasta ári og hóf skákárið með þátttöku í Ril- ton Cup í Svíþjóð í janúar. í febrúar tefldi hann á alþjóðlegu skákmóti á Bermúda þar sem hann hlaut 8’A v. og hreppti 2. sæti. Frammistaða ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 45 ------------------------- Helgi Áss skákmað- ur Hellis 1999 hans á mótinu svaraði til 2.637 skákstiga. Síðar í febrúar tefldi hann í mjög sterku skákmóti í Capelle la Grande þar sem hann hlaut 7 v. af 9 og lenti í 4.- 10. sæti. Frammistaðan var enn betri en á Bermúda og var upp á 2.715 stig. Hann lauk síðan febrúarmánuði með því að sigra á íslands- mótinu í atskák og varð þar með Islandsmeistari í at- skák 1999. í mars tefldi Helgi í A-liði Hellis sem náði að sigra í Deilda- keppni Skáksambands ís- lands í fyrsta sinn. Helgi Áss tefldi á 4. borði og fékk 6 v. af 7. Hann tefldi einnig í sænsku deildakeppninni og náði efsta sæti í suður- deildinni með LASK-skák- félaginu. I maí tefldi Helgi á atskákmóti í Bamberg í Helgi Áss Grétarsson, skákmaður Hellis 1999. Þýskalandi þar sem hann hlaut 8 v. af 11 og lenti í 3.-5. sæti. í sama mánuði sigraði hann á 15 mínútna móti í Prag í Tékklandi, hlaut 12 v. af 13. í júlí komu út ný skákstig hjá alþjóðasamtökum skákmanna, FIDE. Helgi Áss var þá kominn með 2.521 stig og hafði bætt við sig 62 stigum frá áramótum, sem er óvenjulega mikil hækkun. Þar með var hann orðinn fimmti stigahæsti Islendingurinn. Það sýnir best hve virkur Helgi var á þessu tímabili, að hann hafði teflt 47 kappskákir sem reiknuðust til stiga. Helgi hélt áfram taflmennskunni og í júlí tók hann þátt í alþjóðlegu skákmóti í Andorra, þar sem hann lenti í 4.-12. sæti, og síðan teíldi hann í hinu gríð- arlega sterka tékkneska meistara- móti þar sem hann lenti í 8.-21. sæti. I ágúst lenti Helgi í 4.-5. sæti í hinu glæsilega lokamóti VISA-stórbikar- keppninnar, Norðurlandamótinu í skák. í september deildi hann efsta sætinu á íslandsmótinu í skák með félaga sínum Hannesi Hlífari Stef- ánssyni. Þeir háðu síðan einvígi um Islandsmeistaratitilinn, þar sem Hannes sigraði 2V4-1V4. I október var Helgi kominn á 2. borð í A-sveit Taflfélagsins Hellis í Deildakeppni SI. Hann tefldi allar fjórar skákirn- ar í fyrri hluta keppninnar og hlau’JT' þrjá vinninga. í nóvember varð hann síðan í fyrsta sæti á atskák- móti sem haldið var í Príbram í Tékklandi. í lok ársins hafði Helgi hækkað aftur á stigum og var nú kominn með 2.543 stig. Ný og glæsileg skáksíða Ný og glæsileg skáksíða var opn- uð á Netinu fyrir nokkru. Síðan er á strik.is, en einfaldast er að nálgast hana með því að nota slóðina skak.is. Þarna eru birtar daglegar fréttir af skákmótum, auk þess sem vikulega ^ verður birtur pistill, ,,Þankastrikið“t' um málefni sem tengjast skák. Áskorenda- og opinn flokkur hafínn Áskorenda- og opinn flokkur hófst í húsnæði Taflfélags Reykja- víkur á laugardaginn. Þremur um- ferðum er lokið (atskákir) og er staðan á mótinu þessi: 1.-3. Davíð Kjartansson, Tómas Björnsson, Arnar E. Gunnarsson 3 v. NNLJ AU p ■ ■ . nfgii GARÐABÆR Flataskóli - Kennarar Garðabær auglýsir lausar til umsóknar stöður grunnskólakennara við Flataskóla skólaárið 2000-2001. • Kennara í almenna bekkjarkennslu. • Hálf staða í hönnun og smfði. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf þurfa að berast Sigrúnu Gísladóttur, skólastjóra, sem veitir nánari upplýsingar um störfin í síma 565-8484. Umsóknarfrestur er til 16. maí nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Islands. Bæjarstjóm Garðabæjar hefur samþykkt að greiða 7,5 stundir vegna næðis- og nestisstunda til umsjónarkennara í 1 .-6. bekk. Grunnskólafulltrúi ... ..... Fræðslu- og menningarsvið AUSTURLEIÐ SBS ... aééfca^ á Bílstjórar AUSTURLEIÐ SBS óskar eftir að ráða til starfa nokkra bílstjóra með réttindi til að aka hóp- ferðabifreiðum með starfsstöð á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Selfossi, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfti í Homafirði. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins á Vatnsmýrarvegi 10, Reykjavík (BSÍ), Eyrar- vegi 33, Selfossi, og hjá Garðari Óskarssyni, Heiðabraut 3, Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar gefur Ómar Óskarsson á skrifstofu félagsins á Vatnsmýrarvegi 10, (BSÍ) Reykjavík, eða í síma 545 1717. AUSTURLEIÐ SBS er ferðaþjónustufyrirtæki sem er með áætlunar- ferðir um hálft ísland, eða frá Reykjavík og allt austur til Egilsstaða, ásamt til helstu ferðamannastaða á Suður- og Suðausturlandi. Félagið er einnig með um 20 bíla í hópferðum um landið. AUSTURLEIÐ SBS, Vatnsmýrarvegi 10,101 Reykjavík. Sími 545 1717 - Fax 545 1718. Netfang: austurleid@austurleid.is — Heimasíða: austurleid.is. HRAFNISTA DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANIMA Hvaða vinnutími hentar þér? Hrafnista Reykjavík Borðsalir Starfsfólk óskast í borðsal til framtíðar- starfa. Mismunandi starfshlutfall í boði. Magnús eða Guðrún Árnadóttir taka vel á móti ykkur á staðnum eða í símum 568 9323/568 9500. Komið og skoðið vinnustað með góðri vinnuaðstöðu í fallegu umhverfi, þar sem ríkir heimilislegt andrúmsloft. Á Hrafnistuheimilunum búa í dag 545 heimilismenn. Stefna Hrafnistu er að bjóða starfsfólki upp á öruggt og skapandi vinnuumhverfi, þar sem hæfileikar hvers og eins fái notið sín og veita heimilisfólki bestu umönnun og hjúkrun sem völ er á. Á báðum Hrafnistuheimilunum er rekin endurhæfingardeild með sundlaug, tækjasal og hreyfisal, sem starfsmenn hafa aðgang að. Mötuneyti á staðnum. Utgáfu- og kynn- ingarþjónusta Við leitum að duglegu og metnaðarfullu fólki til sölustarfa. Reynsla af sölu- og markaðsmálum æskileg en þó ekki skil- yrði. Tekjumöguleikar eru mjög góðir fyrir hæfa einstaklinga. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „ÚK — 2002", fyrir 1. maí nk. Útkeyrslubílstjóri Óskum að ráða útkeyrslubílstjóra. Vinnutími frá kl. 8-17. Umsóknirsendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „FK - 9549", fyrir 25. apríl. Ungmennafélagið Ármann á Kirkjubæjarklaustri óskareftir áhugasamri/ sömum til að þjálfa fótbolta og frjálsar íþróttir íjúní, júlíog ágúst. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sigurðardóttir í síma 487 4675. U.M.F. Ármann, Kirkjubæjarklaustri. „Au pair" London „Au pair" óskast til London frá 1. maí í ca tvo mánuði. Þarf að vera 18 ára eða eldri og reyk- laus. Upplýsingar veitir Jóna í síma 554 0141. ATVIIMMA OSKAST Vinna óskast! 23 ára kk. óskar eftir vinnu. Er með verslunar- próf og reynslu í afgreiðslu- og lagerstörfum. Margt kemur til greina. Er með góð meðmæli og er reyklaus! Get byrjað strax! Upplýsingar í síma 867 8245.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.