Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 47
---------------------------<■.
Verðþróun á íslensku
grænmeti - Bakarinn
og smiðurinn
í Morgunblaðinu
hinn 12. apríl s.l. birtist
viðtal við Guðmund Ól-
afsson hagfræðing þar
sem fjallað var um þró-
un matvöruverðs hér á
landi sl. 20 ár. Enn-
fremur var viðtalið efni
í leiðara Morgunblaðs-
ins þann 13. apríl sl.
Samband garðyrkju-
bænda vill koma á
framfæri leiðréttingum
og ábendingum varð-
andi ofangreind skrif.
Búseta grænmetis-
framleiðenda
í viðtalinu kemur
eftirfarandi fram varðandi fjölda
ársverka í grænmetisframleiðslu,
sem sögð eru vera 400: „Verndar-
stefna í landbúnaði eða byggða-
stefna á því ekkert við þarna enda
býr stór hluti þessa ágæta fólks í
þéttbýli." Það er sem sagt mat Guð-
mundar að lítið vandamál sé að fá
grænmetisframleiðendur til að
hætta sínum atvinnurekstri, enda
búi þeir flestir í þéttbýli, m.ö.o. ef þú
ert garðyrkjubóndi í þéttbýli þá get-
ur þú bara hætt og farið að gera eitt-
hvað annað. Til samanburðar er gert
ráð fyrir að 360 þús. tonna álver á
Reyðarfirði skapi um 570 ársverk í
framleiðslunni fyi-ir utan margfeldis-
áhrif.
íslensk grænmetisframleiðsla fer
að mestu leyti fram á Suðuriandi og í
Borgarfirði. Flúðir, Laugarás og
Reykholt eru þéttbýliskjarnar í upp-
sveitum Ámessýslu með um 500
íbúa. Þessir kjamar hafa myndast
m.a. vegna þess að garðyrkjan er þar
til staðar. Með því að leggja fram-
leiðsluna niður á þessum stöðum er
verið að gefa þeim samfélögum ekki
tvöfalt kjaftshögg heldur rothögg og
því fólki sem við greinina starfar. A
þessum svæðum er ekki unnt að
hverfa að öðmm atvinnurekstri líkt
og víða annars staðar á landinu og
því úr vöndu að ráða.
Verðþróun á grænmeti
Verð á grænmeti hefur vissulega
hækkað undanfarin ár, en til þess að
ræða það hverjir era að hagnast og
hverjir ekki á slíkri þróun þá er
grandvallaratriði að hafa forsend-
urnar á hreinu. Það er nefnilega hér
sem henging bakarans í stað smiðs-
ins fer fram.
Það sem skín í gegnum viðtalið er
að grænmetisframleiðendur séu í
skjóli verndartolla að taka meira og
meira til sín með hækkandi vöru-
verði. Þetta er ekki rétt.
Á myndinni, sem sýnir þróun
verðs á tómötum á árunum 1995-
1999, á þeim tíma þegar íslensk
framleiðsla er á markaði, kemur í
ljós að hlutdeild framleiðenda hefur
nánast staðið í stað á sama tíma og
smásöluverslunin hefur aukið sinn
hlut. Hlutur tómataframleiðandans
(dökkbláa svæðið) hefur til dæmis
farið úr 170 kr. árið 1995 í 172 kr. ár-
ið 1999.
Heimild: Samband garðyrkju-
bænda. Á verðlagi ársins 1999.
Hlutdeild smásöluaðila (ljósbláa
svæðið) hefur hins vegar vaxið á
sama tíma, farið úr 68 kr. árið 1995 í
113 kr. árið 1999. Það er því ljóst að
hlutdeild garðyrkjubænda í vöru-
verði hefur nánast verið óbreytt
undanfarin ár meðan smásalan hefur
aukið sinn hlut.
Það sem hagfræðingar og neyt-
endafrömuðir ættu e.t.v. að skoða er
sú krónutala sem verslunin er að
taka fyrir hverja afurð. Erlendir tó-
matar era e.t.v. ódýrari en innlendir,
en það þýðir líka að verslunin tekur
fleiri ki'ónur til sín af þeirri íslensku
þar sem um hlutfallstölu er að ræða.
Fyrirhöfnin er engu að
síður sú sama, þ.e. að
afhenda vörana yfir
borðið.
Hvers vegna íslensk
garðyrkja?
Ef við sem sjálfstæð
þjóð viljum skoða hvort
betra sé að hafa inn-
lenda framleiðslu í
bland við innflutning
eða eingöngu innflutn-
ing verðum við að
skoða forsendur máls-
ins.
Unnsteinn 1. íslensk garðyrkja
Eggertsson skapar, beint og óbeint
um 1.500 störf í land-
inu. Þessi störf eru flest hver unnin í
sveitum landsins sem teljast verður
jákvætt í umræðunni um byggðamál.
2. íslensk garðyrkja er ein þeiira
búgreina á íslandi og reyndar í
Evrópu allri sem ekki njóta fjárfest-
ingastyrkja og/eða niðurgreiðslna á
vöraverði, heldur hafa allar sínar
tekjur frá markaðinum. Til saman-
burðar má geta þess að íslenskir
skattgreiðendur þurfa að greiða
mjólkur- og sauðfjárframleiðendum
framlög á ári hverju. Þess má einnig
geta að styrkir ESB til landbúnaðar-
mála á þessu ári nema um 50% af
heildarútgjöldum þess eða samtals
3200 milljörðum króna! Það hlýtur
því að vekja spumingar hvers vegna
Grænmeti
Samvinna með stjórn-
völdum, afurðasölufyrir-
tækjum og versluninni
er mikilvæg til þess,
segir Unnsteinn
Eggertsson, að koma á
sambærilegum rekstr-
arskilyrðum.
Skipting neylendaverðs mllll framleHSenda, heildsala, smásala og riklsins i tómötum mai sept
1995 -1999
i«is nae t«>? tasa isso
ráðist er ítrekað á íslenska garð-
yrkju, nema ef vera skyldi vegna
þess að hún er markaðstengd og
óniðurgreidd og þar með sýnilegri
almennri umræðu.
3. íslenskir garðyrkubændur, eins
og margir aðrir, telja sjálfstæði
hverrar þjóðar m.a. felast í því að
framleiða sínar eigin matvörur með
eigin auðlindum. Islenskt grænmeti
er 85-90% íslenskt að upprana, þ.e.
nær allir framleiðsluþættir þess era
íslenskar auðlindir; jarðhiti, ferskt
vatn, raforka o.fl.
4. í ylrækt era eingöngu notaðar
lífrænar varnir í stað vamarefna.
5. Mengun frá íslenskum garð-
yrkjustöðvum er afar lítil m.a. vegna
notkunar á heitu vatni til upphitunar
gróðurhúsa og garða í stað kola, gass
eða olíukyndingar, líkt og í Evrópu,
sem er koltvísýringsmengandi.
6. Ferskt hreint vatn til vökvunar
á plöntum í stað margnotaðs hreins-
aðs vatns.
7. Fallvötn til framleiðslu raforku
til raflýsingar. Víða í Evrópu era
notast við olíu, gas, kol eða kjarn-
orku til framleiðslu á raforku með
tilheyrandi mengun og hættu á al-
varlegum umhverfisslysum.
8. Neysla á grænmeti á sér ekki
jafn ríka hefð á íslandi og í nágr-
annalöndum okkar auk þess sem
veðurfar hefur áhrif. Þetta hefur
áhrif á samanburð. Neysla á græn-
meti hefur þó farið vaxandi hér og
slík þróun er væntanlega gleðiefni
fyrir hollustustefnu stjórnvalda.
Neysla á íslenskum gúrkum hefur
t.d. farið úr rúmum 500 tonnum árið
1995 í tæp 1.000 tonn árið 1999.
Eins og lesa má hér að framan þá
nýtur íslensk garðyrkja mikillar sér-
stöðu vegna þeirra framleiðsluþátta
sem hér era til staðar.
Ef ræða á um lækkað neytenda-
verð á grænmeti verðum við að gera
upp við okkur hvort sé betra: a) að
ganga sama veg og í Evrópulöndun-
um með því að niðurgreiða vöruverð
á grænmeti í formi stuðnings til at-
vinnugreinarinnar líkt og nú er gert í
mjólkur- og sauðfjárrækt hérlendis
og leggja þar með af innflutnings-
tolla. Eða b) að halda áfram þeirri
stefnu sem verið hefur með GATT-
tollunum og nota þá leið til að jafna
samkeppnisskilyrðin. Samvinna me^
stjórnvöldum, afurðasölufyrirtælq- '
um og versluninni er mikilvæg til
þess að koma á sambærilegum
rekstrarskilyrðum.
Eitt er víst að hvor leiðin sem er
valin, a eða b, þá era þær báðar til
þess fallnar að hafa skilyrðin sam-
bærileg. Öll umræða verður að taka
mið af þessu ellegar verður hún bæði
ómálefnaleg og ómarkviss.
Höfundur er framkvæmdastjðri
Sambands garðyrkjubænda.