Morgunblaðið - 18.04.2000, Side 51

Morgunblaðið - 18.04.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR18. APRÍL 2000 51 UMRÆÐAN Náttúran njóti vafans ISA faraldurinn er talinn hafa komið upp í Noregi árið 1984 þótt tæki til að greina veir- una hafi ekki verið til- tæk fyrr en 1993. Sjúkdómurinn barst í fiskeldisstöðvar í Skotlandi snemma árs 1998 og fyrstu 18 mánuðina olli hann tjóni sem nam 37 mil- ljónum sterlings- punda. í ríkjum beggja vegna Atlants- hafsins hefur veiran nú lagst á eldislax með þeim afleiðingum að slátra verður fiski til þess að hindra útbreiðslu sjúkdómsins. Verðmætatapið er gríðarlegt. Yfirvöld í Skotlandi töldu í upp- hafi að hættan væri léttvæg og lítil ástæða til að óttast útbreiðslu. Sjúkdómurinn breiddist þó hratt út um eldiskvíar víða um Skotland og nú hefur veiran einnig fundist í villtum laxastofnum, urriða og áli í ám og vötnum víða í Skotlandi, m.a. í Tweed, Conon, Snizort á Skye og Laxo Voc á Hjaltlandi. Nýlega upplýstu vís- indamenn í Kanada að hún hefði fundist í villtum fiski í tveimur laxveiðiám sem renna í Fundy-flóa (Bay of Fundy). Nú eru villtir laxa- stofnar flestir í sögu- legu lágmarki og margir í bráðri útrým- ingarhættu. Ekki er vitað hvernig ISA veiran komst í villta laxinn en hún hefur fundist í nálægð við fiskeldi. Erfitt er hins vegar að finna sjúka villta fiska því þegar sjúkdómsstigi er náð drepast þeir á mjög skömm- um tíma. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig ISA veiran hefur borist milli eldis- stöðva við Atlantshaf. NASF hefur hins vegar bent á sjókjölfestu sem helsta möguleikann en með lestun og losun sjókjölfestu skipa er al- gengt að sjávarlífverur og þá jafn- framt þær sem eru smitberar ber- ist milli fjarlægra hafsvæða. Alþjóða siglingamálastofnunin Sjúkdómur Það er til lítils að bíða þar til skaðinn er skeður og ætla þá að bregðast við honum, segir Orri Vigfússon. Slíkt er fífldirfska. (IMO) hefur bent á nauðsyn þess að ríki setji strangari reglur um sjókjölfestu. IMO hefur í þessu sambandi gefið út leiðbeiningar um hvernig fara eigi með sjókjölfestu til að minnka hættuna á því að skaðlegar sjávariífverur berist milli hafsvæða (sjá Resolution A.868(20)). NASF óttast hins vegar að reglur um vandamál af þessu tagi séu ekki nógu víðtækar og af- dráttarlausar og að óvissa og hik geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar. ISA sjúkdómurinn hefur nú skotið upp kollinum í Færeyjum og Orri Vigfússon valdið umfangsmiklu tjóni þar. ís- land virðist í yfirvofandi hættu á að verða næsti viðkomustaður veir- unnar. Skoskir landeigendur og kaupendur veiðileyfa óttast þessa veiru meira en nokkuð annað um þessar mundir. Þessi ótti hefur bein áhrif á eftirspurn laxveiðileyfa sem hefur lækkað til muna í Skotl- andi. Tíu prósentasamdráttur í sölu laxveiðileyfa á íslandi hefði í för með sér tekjumissi upp á 200 milljónir króna. Slíka áhættu get- um við ekki tekið. Hættuástand ríkir þannig ávallt á meðan ISA veiran finnst í nám- unda við villtan fisk. Önnur og meiri vá fylgir því hins vegar en tímabundinn tekjumissir vegna minnkandi sölu laxveiðileyfa. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, bendir réttilega á í grein sinni í Morgunblaðinu, 12. apríl síðastlið- inn, að ISA sjúkdómurinn sé „háal- varlegur“ og „sá eini sem raðast hefur í alvarlegasta þrep tilkynn- ingaskyldra fisksjúkdóma í Evrópu“. Þegar slíkur vágestur skýtur upp kollinum í jafn mikil- vægri náttúruauðlind og villtir lax- astofnar eru, jafnvel þótt ekki hafi vísindalega sannast að sjúkdómur- inn geti þar náð lokastigi, hljóta rétt viðbrögð að markast af ýtr- ustu varkárni. Lax er ekki eina fisktegundin sem er í hættu. Búið er að nefna urriða og ál sem smitaðar tegundir og ekkert virðist því til fyrirstöðu að ISA geti borist í aðra fiska. Það er óskemmtileg tilhugsun að ISA veiran muni í nánustu framtíð berl ast með smituðum sleppilöxum úr eldiskvíum eða á annan hátt um helstu hrygningarstöðvar íslands- miða við Reykjaneshrygg þar sem þéttleiki þorsks, ýsu, ufsa og ann- arra nytjastofna er hve mestur. Norskir vísindamenn, sem rann- sakað hafa ISA veiruna, segja að hún geti dreifst með síld og nú er síldin einmitt á leið vestur um haf, vonandi inn í íslenska fiskilögsögu. Sömu sérfræðingar segja einnig að veiran geti borist með fóðri, eink- anlega blautfóðri. Það er til lítils að bíða þar til skaðinn er skeður og ætla þá að bregðast við honum. Slíkt er fífld- irfska. Nær væri að sanna að ISA geti EKKI skaðað villtan fisk áður en lagt er í aðgerðir sem auka hættuna á útbreiðslu veirunnar. Náttúran verður að njóta vafans. Að öðrum kosti eigum við á hættu að missa gríðarlegar náttúruauð- lindir og tekjurnar af þeim fyrir fullt og allt. Hötundur er formaður NASF, Vcmdarsjóðs villtra laxastofna. OPIÐ LAUGARDAG 10-16 Vorum að fá nýja sendingu af góðum bílum frá umboSsmönnum okkar. SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR! EKKI MISSA AF TÆKIFÆRINU! TRYGGÐU ÞÉR NOTAÐAN BÍL Á ÓTRÚLEGU VERÐI. Grjóthálsi 1, S: 575 1230.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.