Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 i MORGUNBLAÐIÐ lí{iND' HAND: REPAIR liliHÐ = lilEHD Með því að nota 7í?/>\D naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. ^'Þ'VO' ^^kurðurmn 1 ~ 7 teygjanlegri, þéttari huð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA VSá Fást i apótekum og snyrti- k vöruverslunum um land allt. Ath. naglalökk frá Trínd fást í tveimur stærðum Vor naglalökkin eru komin í 6 nýjum bláum litum Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Einstaklingsíbúð í Hfj. Höfum fengið í sölu einstaklega bjarta og fallega 36 fm einstaklings- íbúð að Miðvangi 41, Hafnarfirði. Mjög góð staðsetning, frábært útsýni og öll þjónusta við hendina. Verð: Tilboð. pr_Fasteígnasala, Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 InStrandgötu 25, Hfj. Netfang: stefanbj@centrum.is. BÁmi Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. Frábærar vörur á frábæru verðí Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá byly Laboratorios byly: S.A. Útsðlustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana; Rvík, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Alfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauöárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Finar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi. Þýskar förðunarvörur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábær- an árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. I DAG viiwkwm Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mengun í MORGUNBLAÐINU 13. apríl sl. er fróðleg grein um sjókvíaeldi á laxi eftir Guð- mund Val Stefánsson. Ein setning þótti mér vera nokkuð tvíræð „sem er mengun frá iðnaðarsvæð- um Evrópu" (í Mið-Evrópu Ruhr og víðar?). Ber að skilja hana svo að engin mengun sé frá stóriðju í Noregi, frá til dæmis 750 þúsund tonna álframleiðsla N-Hydro enga sök á hrörn- un lífríkis náttúru og dauða meðal annars laxastofna í Noregi? Myndast ekkert súrt regn í Noregi? Hljóm- ar setningin ekki öllu held- ur sem viðvörun til íslensku þjóðarinnar um að lang- stærsti draumurinn L.S.D. áform LV um virkjanir fyr- ir sjöhundruð og fimmtíu þúsund tonna álframleiðslu á Austurlandi, sem Kára- hnjúkavirkjun yrði aðeins fyrsti áfangi af, megi aldrei komast í framkvæmd. Ef álfestum tekst að gera þá martröð að veruleika og eituráhrif hennar fara að koma í ljós í íslensku lífríki er þá ekki orðið of seint að segja eins og oft er gert þegar upp kemst um prakkarastrik, þeir gerðu það - ekki við. Það er skoð- un undirritaðs að Islend- ingar hafi nú þegar lagt af mörkum sinn skerf af mengunarlausri orku til mengandi stóriðju í heimin- um. Við það er engu að bæta. Vita menn um annað land þar sem þannig stór- iðja er jafnmikil á hvern íbúa? Hafsteinn Hjaltason. Páskaliljur og skreytingar EG fór í Blómaval fimmtu- daginn 13. apríl sl. um klukkan átta til þess að kaupa páskaliljur til gjafar. I blómasölunni fyrir af- skorin blóm voru tvær stúlkur að afgreiða sem verður að teljast ágætlega mannað miðað við að á þessum tíma var ekki margt fólk á staðnum. Þær voru báðar að afgreiða þeg- ar mig bar að en ég var næst. Engu að síður þurfti ég að bíða í 15 mínútur eftir afgreiðslu. Stúlkurnar voru að selja afar þunna vendi en tíminn fór í að skreyta þá. Það voru fleiri gerðir af pappírum settar með kúnstferðugum hætti við vendina þunnu, gylltur borði vafinn og brotinn eft- ir sérstökum skreytiregl- um, öðruvísi böndum bætt við o.s.frv. og þessu ætlaði aldrei að iinna. Mér datt í hug að stúlkurnar væru ekki fyrst og fremst að selja blóm heldur skreyt- ingar og það er e.t.v. dálítið einkennileg stefna í Blóma- vali. Einhver benti mér á að oft væru þarna vendir í fot- um, en mér leist vel á páskaliljurnar í kæliskápn- um á bak við stúlkurnar og svo vildi ég fá þeim pakkað inn án þessara óskaplegu tilfæringa. Væri ekki hægt að hafa sérstakt borð fyrir þá sem vilja láta skreyta vendi, þannig að þeir sem bara ætla að fá sér afskor- inn vönd geti fengið af- greiðslu sem gengur eðli- lega hratt fyrir sig? Helga. Peningar og jarðgöng EFTIR uppákomuna um tvenn jarðgöng til Siglu- fjarðar er auðséð að sam- gönguráðherra verður að koma úr þéttbýlinu. Aðrir þingmenn láta eins og óþrjótandi peningar séu til alls, í jarðgöng, snjóflóða- garða, ný þorp, uppkaup húsa og hvað sem er. Engu skiptir hvað hlutirnir kosta. Næst eru það jarðgöng á milli Dýrafjarðar og Arnar- fjarðar fýrir nokkur hundr- uð manns, því ekki næst til Grímseyjar. Eru þingmenn Reykjavíkur orðnir þreytt- ir, það heyrist lítið frá þeim. Ættu þeir ekki að kaupa upp hús við Miklu- brautina, sem eru orðin heilsuspillandi vegna bíla- umferðar sem enginn gat séð fyrir, ólíkt því sem er um hús í snjóflóðahættu. Það er von að skattarnir séu háir. Skattborgari. Tapaö/fundið Lesgleraugu týndust FIMMTUDAGINN 13. apríl sl. týndust lesgler- augu með gylltum spöngum einhvers staðar á leiðinni frá hái’greiðslustofunni Hólmgarði 34 að Teiga- gerði 16. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553 3647 eða 567 0485. COSPER Konan mín sér um kvenlega þáttinn á skrifstofunni. SKÁK llinsjón llelgi ,Vss Grétarsson í meðfylgjandi stöðu sem kom upp á milli Róberts Harðarsonar (2356) hvítt, og Þjóðverj- ans Andreas Schmied (2158) fann sá fyrrnefndi snjalla leið til að brjótast í gegnum varnir andstæð- ingsins á Reykja- víkurskákmótinu sem lauk í síðustu viku í Ráðhúsi Reykjavíkur. 23.Rxf5! gxf5 24.Hg3 Rd5 25.Hxd5! Dxd5 26.Bb2 og svartur gafst þar sem eftir til að mynda 26...Hec8 27.Hxg7 + Kf8 28.Hg8+! Kxg8 29.Dg3+ verður hann óumflýjanlega mát. Víkverji skrifar... AÐ er árviss vorboði þegar borgarstarfsmenn og verktak- ar byrja að gera við malbiks- skemmdir á götum borgarinnar. Þær eru víða illa farnar eftir vet- urinn. Sömu sögu er að segja um vegi landsins, vegagerðarmenn eru byrjaðir að taka til hendinni, enda virðist Yíkverja ekki vanþörf á. Víða eru vegstikur brotnar og skilti skökk og snúin eftir snjó- ruðninginn. Þegar mokað er með bílum á fullri ferð þeytist snjórinn með miklu aíli undan tönninni og getur eyðilagt það sem fyrir verður. XXX ÍKVERJI hefur verið töluvert á ferðinni að undanförnu. Finnst honum að þjóðvegirnir komi víða illa undan vetri. Vegir sem hafa verið taldir góðir, upp- byggðir með varanlegu slitlagi, eru orðnir ósléttir. Þetta kann þó að vera uppsafnaður vandi fleiri ára. En að minnsta kosti finnst það á hreyfingum bílsins að veg- irnir eru ekki samir og áður. Og sums staðar eru svo miklar skemmdir í vegunum að þeir eru beinlínis hættulegir, enda hafa verið sett upp viðvörunarskilti á einstaka stað. Meðal annars er unnt að benda á nokkra þannig staði á leiðinni úr Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Ekki er Vík- verji sérfróður um vegagerð en honum finnst heldur snemmt ef nú er komið að allsherjar endurnýjun á tiltölulega nýlögðum vegum. XXX EFTIR því sem lengri leiðum vegakerfisins er komið í gott lag með bundnu slitlagi verða þeir malbornu kaflar sem eftir eru meira áberandi. Sérstaklega á til- tölulega fjölförnum vegum. A leið- inni til Ólafsvíkur er Fróðárheiðin slíkur kafli, á leiðinni til Stykkis- hólms er Kerlingarskarðið farar- tálmi allt árið og á leiðinni í Búð- ardal er langur malarkafli yfir Bröttubrekku. Kolgrafarfjörðurinn bætist síðan við Kerlingarskarðið þegar farið er í Grundarfjörð. Vík- verji varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar hann átti leið um þessa vegi á dögunum. Sérstaklega var keyrslan yfir Kerlingarskarðið erfið. Vegurinn var eitt allsherjar þvottabretti auk þess sem vatnið hafði grafið úr honum. Greinilegt var að ekki hafði verið sturtað ofaníburði eða hefill sést í langan tíma. Eftir þessa reynslu skilur Víkverji vel eindregnar kröfur íbúa í Stykkishólmi og Grundar- firði um nýjan veg yfir Vatnaheiði. Byrjað verður á þeim vegi á næst- unni, sem betur fer. Jafnframt er unnið að lagfáeringum á ákveðnum köflum á Fróðárheiði og Bröttu- brekku en óákveðið með frekari framkvæmdir að því er Víkverja skilst, meðal annars hefur ekki verið ákveðið hvort vegurinn verð- ur lagður fyrir Kolgrafarfjörð eða yfir hann eins og Snæfellingar óska eftir. Þá má ekki gleyma hinni gríðarlega fjölförnu ferða- mannaleið, veginum fyrir Snæ- fellsjökul, þar sem fólk hossast megnið af sumrinu í rykmekki. xxx AÐ gleymist stundum í um- ræðunni um vegamál að fjöldi nýlegra bíla er hreinlega ekki gerður fyrir akstur á malarvegum. Það er svo lágt undir bílana. Vík- verji ferðast töluvert um landið og áttaði sig ekki á því fyrr en um seinan að nýr fólksbíll sem hann keypti er í raun aðeins gerður fyr- ir malbik. Þótt ráðist hafi verið í það að hækka bílinn er reynslan af síðasta sumri svo sár að við skipu- lagningu næsta sumarleyfis verður meira tillit tekið til ástands vega- kerfisins en áður. Ekki farið út fyrir malbikið nema brýna nauð- syn beri til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.