Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 18. APRÍL 2000 61
ÍDAG
BRIDS
Umsjón Ouðm.
I’áll Arnarsson
SJÓNARHORNIN í vörn-
inni eru tvö og því gerist það
oft að rétta vörnin blasir við
öðrum vamarspilaranum en
er hinum gjörsamlega hulin.
I slíkum tilfellum er það
meginverkefni „sjáandans"
að vísa makker veginn.
Norður gefur; allir á
hættu. Nopður A AKG8 v K7 ♦ 109753 + D3
Vestur Austur
♦ 1076 +D93
*65 vÁDGlO
♦ K642 ♦ D
+G105 +98764
Suður +42 v98432 ♦ ÁG8 +ÁK2
Vestur Norður Austur Suður
- ltígull Pass lhjarta
Pass 1 spaði Pass 3grönd
Pass Pass Pass
Útspil: Laufgosi.
Sagnhafi tekur íyrsta
slaginn í borði og spilar tígli.
Hann tekur drottningu aust-
urs með ás og spilar gosan-
um. Vestur dúkkar. Austur
sér auðvitað að hægt er að
hnekkja geiminu ef makker
skiptir yfir í hjarta þegar
hann tekur á tígulkónginn,
sem hann virðist eiga. En sú
vörn blasir ekki við frá bæj-
ardyrum vesturs. Því er að
skylda austurs að hjálpa
makker.
I fyrsta slag vísar austur
laufinu frá. Annað getur
hann ekki gert. Og í tígulgos-
ann ætti hann að henda sínu
lægsta laufi, ef það mætti
vera til að benda á styrk í
hjarta frekar en spaða. Það
er hins vegar hæpið að vest-
ur fari að leggja of mikla
merkingu í það afkast, en
þegar sagnhafi spilar tígli í
þriðja sinn og vestur drepur,
þá kemur kallið mikla -
spaðadrottning!
Ef það afkast dugir ekki til
að fá hjarta í gegnum kóng-
inn er eina ráðið að skipta
um makker.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavfk
ní\ ÁRA afmæli. í dag, þriðjudaginn 18. apríl, verður
I V/ sjötug Emelía Baldursdóttir, Hamraborg 36, Kópa-
vogi. Eiginmaður hennar, Sæmundur Þorsteinsson, verður
80 ára í september og ennfremur eiga þau 50 ára hjúskapar-
afmæli í september nk. I tilefni tímamótanna taka þau á móti
ættingjum og vinum á skírdag, 20. apríl, kl. 15-18 í Ásgarði,
Glæsibæ, Álflieimum 74.
r O ÁRA afmæli. í dag,
OU þriðjudaginn 18.
apríl, verður fimmtug Ingi-
björg Friðriksdóttir,
sjúkraliði, Seljabraut 32,
Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Helgi Bjarnason,
blaðamaður.
Ljósmyndast Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 1. aprfl sl. í Hafnar-
fjarðarkirkju af sr. Þórhalli
Heimissyni Sigríður Ósk
Jónsdóttir og Róbert Magn-
ússon. Heimili þeirra er á
Suðurbraut 2a.
Með morgunkaffinu
Hvað meinarðu með þvf að
óg komi seint heim?
Ég fann ekki grímuna
mina.
UOÐABROT
BARMAHLIÐ
Hlíðin mín fríða!
Hjalla meður græna,
blágresið blíða,
berjalautu væna.
Á þér ástar augu
ungur réð eg festa,
blómmóðir bezta!
Sá eg sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla;
skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta!
beztujarðargæða
gafþérfjöld flesta
faðir mildur hæða;
hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
afþérsvoaðkali,
vetur vindsvali.
Jón Thoroddsen
STJ ÖRJVUSPA
eftlr Frances Urake
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins:
Pú ert fullhugi en stundum
of fljótur á þér svo þú þarft
að venja þig á að fara þér
hægar.
Hrútur
(21. mars - 19. aprfl)
Það getur oft verið gaman
að deila sköpunarþrá sinni
með öðrum sem hafa lík
áhugamál því alltaf er það
nú svo að maður er manns
gaman.
NdUt
(20. aprfl - 20. maí) f**
Menn þurfa að kunna að
nýta sér þær breytingar sem
verða á aðstæðum en þó er
skynsamlegast að fara að
öllu með gát og gera ekkert
vanhugsað.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) nfl
Það er margt talað í kring-
um þig en þér finnst vanta
að öllum þessum orðum fylgi
einhverjar athafnir. Brjóttu
þér þá leið til framkvæmda.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fjölskyldan er þér mikils
virði og þú leggur mikið upp
úr uppruna þínum. Það gef-
ur þér öryggi og dug til að
takast á við framtíðina.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að hlusta oftar á
þinn innri mann því þú ert
sjálfur oft betur tii þess fall-
inn að leysa málin en aðrir
sem þú svo gjarnan leitar til.
Meyjd
(23. ágúst - 22. sept.) <SÍL
Þótt úti sé svalt má vel hafa
sumar í sinni og njóta þess
inni. Fátt jafnast á við lestur
góðrar bókar þegar hvfldar
skal njóta.
Vo£ VDk'
(23. sept. - 22. okt.)
Þér hefur vegnað vel og
mátt því svo sannarlega
gleðjast yfir árangrinum
með þínum nánustu vinum.
Njóttu því dagsins á allan
hátt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú þarft að hafa það á
hreinu að enginn misskilji
skilaboð þín því þá gætu af-
leiðingarnar orðið skelfileg-
ar. Talaðu því skýrt og um-
búðalaust.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) XTí
Ef þú ekki leysir málin strax
er hættan sú að þessir litlu
hlutir safnist saman og þá
fáir þú ekki við neitt ráðið.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) ac
Það er á hreinu að þú verður
að taka á málum af fullri al-
vöru. Farðu samt varlega og
reyndu að særa engan í leið-
inni.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.)
Einhver ótti steðjar að þér í
sambandi við það að þú náir
ekki takmarki þínu. Hann er
þó ástæðulaus því þú hefur
alla burði til þess að leysa
málin.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) >%■»
Þú þarft ekki að hafa eitt
samviskubit þótt þú látir það
eftir þér að dingla þér einn
dagpart, lesa blöðin og
slappa af.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Granvillé
ÁRVÍK
_____. «(..!
LÍMKÍTTI
EVOSTIK
EN ÖRUGG
30 ARA
ENDING
ÁRVÍK
ÁRMÚLA1 • SfMI 568 7222 • FAX 568 7295
Á
Léttu
hjartanu
lífið!
Hjartað púlar fyrir þig allan
sólarhringinn, allt þitt líf.
Þú gctur styrkt hjartað
og auðveldað því puðið:
Taktu til fótanna. Rösk ganga í samtals 30 mínútur á dag dregur úr
blóðfitumyndun, lækkar blóðþrýsting og styrkir hjartað og æðakerfið.
Hreyfðu þig reglulega og taktu fjölskylduna með.
Borðaðu góðan og hollan mat; litríka ávexti, ferskt grænmeti, fitulítið
kjöt, ferskan fisk, léttar mjókurvörur og pasta. Njóttu matarinns í
næði.
Mundu að reykingar orsaka hjartasjúkdóma. Reykingamaður er í
tvöfalt meiri hættu á að fá kransæðastíflu.
Er blóðþrýstingur þinn í lagi? Eftir fimmtugt ætti að mæla hann
annað hvert ár.
Léttu hjartanu lífið og líf þitt verður betra.
Landlæknisembættið
Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is
FræSsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is