Morgunblaðið - 18.04.2000, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBOND
-••Margþætt
saga
Sjötta skilningarvitið
(The Sixth Sense)
II r o I I v e k j a
★★★
Leikstjórn og handrit: M. Night
Shyamalan. Aðalhlutverk: Bruce
Willis, Haley Joel Osment og Toni
Collette. (102 mín.) Bandaríkin,
1999. Myndform. Bönnuð innan 16
ára.
SJÖTTA skilningarvitið mun vera
ein vinsælasta hryllingsmynd sem
gerð hefur verið.
Sérstaða hennar
liggur í óvenjulegri
úrvinnslu á hryll-
ingsmyndaform-
inu, en þar er hefð-
bundinni drauga-
sögu fléttað saman
við sálfræðilega
leynilögreglusögu
og tilflnninga-
hlaðna þroskasögu. Segir þar frá
ngum dreng sem gæddur er þeim
æfileika að sjá látið fólk en þar sem
hann lætur það ekki uppi hefur móð-
ir hans áhyggjur af geðheilsu hans.
Barnasálfræðingurinn Malcolm
kemur þá til sögunnar en hann sér í
drengnum tækifæri til að bæta fyrir
mistök í starfi.
Kostur þessarar kvikmyndar er
fyrst og fremst sá að handritið er vel
upp byggt og nostursamlega unnið.
Kemur þar margt til sem ekki skýr-
ist fyrr en á lokaspretti myndarinn-
ar. Leikur hins ellefu ára gamla
iHaley Joel Osment vegur einnig
þungt en vart minnist ég þess að
hafa fyrr séð barn leika svo vel í
kvikmynd. Þá stendur Bruce Willis
sig prýðilega í hlutverki sálfræðings-
ins, ekki síst í samleiknum við Os-
ment. Hryllingsþráðurinn virkar
mjög vel en er þó aðeins einn af
mörgum í mynd sem gefur sér góðan
tíma til að segja margþætta sögu.
Heiða Jóhannsdóttir
Of gamlir í
bröltið
'ÚTHVERFABANDIÐ
(The Suburbans)
(ÍAMAJVMYNH
★%
Leikstjóri: Donald Lardner Ward.
Handrit: D. L. Ward og Tony Guma.
Aðalhlutverk: Jennifer Love
Hewitt, Craig Bierko, Amy Brenn-
eman. (93 mín.)_ Bandaríkin, 1999.
Skífan. Öllum leyfð.
MEÐLIMIR Úthverfabandsins
koma saman eftir langt hlé í tilefni af
brúðkaupi eins
þeirra. Hljómsveit-
in hafði aldrei náð
verulegum vin-
sældum en einn
smell átti hún þó og
ung umboðskona,
sem Jennifer Love
Hewitt leikur, telur
sig geta skotið
þeim upp á stjörnu-
himininn í krafti afturhvarfsbylgju
til níunda ái'atugarins sem er að gera
vart við sig í tónlistarbransanum.
Strákarnir eru nú orðnir fullorðnir
menn og kímni myndarinngar geng-
ur að mestu leyti út á að sýna að þeir
ipru orðnir of gamlir fyrir hljómsveit-
'arbröltið. Þetta er meinlaus mynd
sem á sína spretti en stenst ekki
samanburð við svipaðar myndir sem
dúkkað hafa upp að undanfömu, s.s.
„Stir Crazy“ og „That Thing You
Do“. Líklega verður þessi mynd vin-
sælust í röðum karlkyns aðdáenda
Jennifer Love Hewitt.
Heiða Jóhannsdóttir
Kramer með Hardy Kruger á Italíu við gerð
myndarinnar The Secret Of Santa Vittoria.
Guess Whós Comig to Dinner er einungis minnisstæð sakir þess að þess-
ir ógleymanlegu stórleikarar og frægasta par kvikmyndasögunnar,
Spencer Tracy og Katherine Hepburn, léku þar saman í hinsta sinn.
Skömmu eftir frumsýningu var Tracy allur.
Nú var Kramer orðinn skólaður
í leikstjórastólnum og röðin kom-
in að Inherit the Wind (60), firna
góðri mynd um „aparéttarhöldin"
frægu, þar sem kunnir lögmenn
þráttuðu um þróunarkenningu
Darwins niður í Suðurríkjunum
árið 1925. Þar tókust á forpokuð
fhaldssemin (Frederic March sem
William Jennings Bryant) og upp-
lýstur nútíminn (Spencer Tracy
sem Clarence Darrow). I kjölfarið
kom engu síðra réttardrama -
Réttarhöldin í Nurnberg (61).
Þessum tveim stórvirkjum fylgdi
tvenn mistök; auladramað Ship of
Fools (65), sem hét því hljóm-
fagra nafni Fíflaskútan á því al-
hýra, og R.P.M., þar sem Kramer,
þá kominn á sjötugsaldur, reyndi
að halda í við samtímann. Hann
var kcnndur við hippa og í ljós-
árafjarlægð frá leikstjóranum,
það sýnir sig í vondri mynd um
blómabörn og uppreisnargjarna
æsku.
Guess Whós Coming To Dinner
(67), átti að taka á enn einum
þjóðfélagsvandanum - kynþátta-
fordómum, en þvílík plastmynd.
Minnisstæð þó fyrir leik Spencer
Tracy í sínu síðasta hlutverki, og
engin önnur en félagi hans úr
mörgum snilldarverkum, Kathar-
ine Hepburn, sem lék hér á móti
honum. Hepburn fékk Óskarinn
og Tracy tilnefningu. Poitier var
bara sætur og hvíta kærastan
hans líka í litlausum meðförum
leikkonu sem státaði af því einu
að vera frænka Hepburn.
Síðasta stórvirki leikstjórans
var Its a Mad. Mad, Mad, Mad
World (63), kannski er hún ekki
eins góð og minningin. A áttunda
áratugnum komu misjafnar
myndir, flestar slakar. Bless the
Beach and Children (71), (um
dráp á vísundahjörðum á frið-
lendum í Bandarikjunum); Okla-
homa Crude (71), með George C.
Scott og Faye Dunaway, þau
dugðu ekki til að bjarga olíu-
drama sem stóðst ekki saman-
burð við meðal vikuskammt af
Dallas. The Domino Principle
(77), var byggð á hörkugóðri
spennusögu, en jafnvel Gene
Hackman dugði ekki til; hvað þá
heldur Dick Van Dyke í einhverju
sem nefndist The Runner Stuni-
bles (79). Að henni lokinni komst
gamla kcmpan að því að hennar
tími var löngu liðinn í kvik-
myndahorginni og tók saman
föggur sínar.
Tony Curtis og Sidney Poitier í The Defiant Ones, magnaðri ádeilu á
kynþáttahatur og -misrétti.
STANLEY
KRAMER
ÞESSU sinni er tekinn fyrir gam-
all kunningi sem setti mark sitt á
kvikmyndaheiminn um og eftir
miðja öldina, með ófáum gæða-
myndum. Orðið sem eflaust lýsir
honum best er einlægni, án henn-
ar hefði hann ekki fengið Irving
Thalberg verðlaunin (sem féllu
Warren Beatty í skaut í áij, fyrir
,jöfn og stöðug hágæði í verkum
sínum“, árið 1961. Er hann stóð
(skammvinnt) á frægðartindi sem
Ieikstjóri, en þegar ferillinn er
skoðaður í heild er Kramer tví-
mælalaust merkilegri sem fram-
leiðandi.
Kramer er að nálgast nírætt,
fæddur 1913 í New York. Hóf
störf í kvikmyndageiranum sem
klippari, handritshöfundur og
framleiðandi um miðjan fjórða
áratuginn. Kramer gat sér gott
orð sem höfundur og framleið-
andi, var einn af þeim fyrstu sem
geta talist óháðir í þeirri grein.
Hét frumherjafyrirtæki hans
Screen Plays Inc., og stóð að baki
merkismynda einsog Tunglið og
tíeyringurinn - The Moon and
Sixpence (42); Champion (50) -
cinnar bcstu hnefaleikamyndar
sögunnar; The Men (50), fyrstu
myndar Brandos. Kvikmyndagerð
Sölumaður deyr Death of a
Salesman, var frumsýnd 1951 og
stórvestrinn High Noon, ári síðar.
Næstu árin færði hann sig yfir til
Columbia þar sem gengið var öllu
daprara. Tvær gæðamyndir kom-
ust þó á koppinn árið 1954; The
Caine Mutiny og The Wild One,
sem var ein fyrsta mótorhjóla-
myndin og státaði af tveim stór-
stjörnum - Brando og Lee Marv-
in, sem þá var reyndar að festa
sig í sessi.
Er Columbiasamningurinn rann
út, hófst góður kafli Kramers hjá
United Artists,, sem framleið-
andi/leikstjóri. Eftir nokkur byrj-
endamistök á borð við Not as a
Stranger (55), með Robert
Mitchum, Frank Sinatra og Oliviu
De Havilland; The Pride and the
Passion tveim árum síðar með
undarlega samvöldum Ieikurum;
Cary Grant, Sophiu Loren og
Frank Sinatra, skipti hann um gír
og drif og The Defiant Ones (58),
fyrsta mynd hans af mörgum sem
geta flokkast undir þjóðfé-
lagsádeilu, kom fram í dagsljósið
- og sló eftirminnilega í gegn hjá
áhorfendum sem gagnrýnendum.
Ari síðar fékkst hann við heim-
sendi, hvorki meira né ininna.
Gerði Á ströndinni - On the
Beach, eftir ádeilu og metsölubók
Nevile Shute. Kvikmyndagerðin
var stjörnum prýdd og hentu
samtíðarmenn gaman að því að
líklega kæmust frægir frekar af
úr kjarnorkustyrjöld en almenn
sauðahjörðin
NÚRNBERG-RÉTTARHÖLDIN
(JUDGEMENT AT NUREMBEG) 1961
★★★★
Vel gerð, skrifuð og leikin mynd um frægustu
réttarhöld 20. aldarinnar er réttað var yfir böðl-
um nasista í Niirnberg árið 1948. Því miður hafð-
ist ekki uppi á þeim öllum; margir ýmist sluppu
úr landi eða féllu fyrir eigin hendi. Málaferlin
vou engu síður söguleg og það var gífurleg
ábyrgð sem hvíldi á sækjendunum, ekki síst yfir-
dómaranum sem Spencer Tracy leikur af kunnri
snilld. Tvímælalaust eitt magnaðasta réttar-
haldadrama kvikmyndasögunnar og átökin við
ára Þriðja ríkisins eru sannarlega eftirminnileg,
enda valinn maður í hverju rúmi, þ.á m. Maxim-
illian Schell, sem fer á kostum í vel skrifuðu hlut-
verki þýsks verjanda stríðsglæpamannanna. A
köflum er myndin sannkölluð snilld, einkum í
rafmögnuðum atriðum dómsalarins sem er að
springa af innibyrgðum tilfinningum, og Kram-
er kemur öllu vel til skila. Þetta er sú mynd sem
fyrst og fremst mun halda nafni hans á lofti.
SIGILD MYNDBOND
íHLEKKJUM
(THE DEFIANT ONES) 1958
★ ★★ !4
Mögnuð þjóðfélagsádeila og sannkölluð tíma-
mótamynd sem vakti heimsathygli á misrétti og
kynþáttafordómum. Tveir fangar - annar hvítur
(Tony Curtis), hinn svartur (Sidney Poitier),
neyðast til að flýja í slagtogi úr þrælkunarvinnu-
gengi - þeir eru hlekkjaðir saman.
Sögusviðið er langt í suðri, í vöggu fordóm-
anna og hatursins á milli hvítra og litaðra og
þaðan eru tvímenningarnir báðir. Gagnkvæm
andúðin sem þeir hafa hvor á öðrum dvínar
smám saman og á þrautagöngu sinni undan
„réttvísinni" komast þeir að þeim stóra sannleik
að öll erum við manneskjur á bak við hörundslit-
inn. Myndin er vel leikin af stjörnunum tveimur,
leikstjórn er góð og myndin vönduð að allri gerð.
Hún gekk með ólíkindum hér sem annarsstaðar og
var tilnefnd til allra helstu Oskarsverðlaunanna.
IT’S A MAD, MAD, MAD,
MAD WORLD 1963
★ ★★ Í4
Einstök skemmtun í minningunni, jafnvel svo að
maður kinokar sér við að sjá hana aftur!
Hún sló gjörsamlega í gegn á sínum tíma, enda
koma við sögu fjölmargir af bestu gamanleikurum
kvikmyndanna. Örstutt byrjunaratriðið með Jerry
Lewis kom gestum strax í hátíðarskapið sem hélst
út sýninguna. Sagan var einhver endaleysa um
græðgi og eltingarleik við stolið fé, illur fengur illa
forgengur, - að hætti Marx-bræðra. Leikhópurinn
og efnismeðferðin var það sem skipti öllu máli. Hér
er Spencer Tracy, Sid Caesar, Milton Berle,
Jimmy Durante, Ethel Berman, Carl Reiner o.fl.
o.fl. góðir menn. Vonandi er hún jafn hressileg í
dag og þegar þakið ætlaði að rifna af Tónabíói á
sjöunda áratugnum, en ég efast um það.
Sæbjörn Valdimarsson