Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 18.04.2000, Síða 72
SHffgtniHiifeife ATLANTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI ( FLUTNINGUM - Leitió upptýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. staðfestur Starfsmenn íslenskrar erfðagreiningar setja sér siðareglur Tvöfaldaði verð- launaféð RÝRT verðlaunafé á skákmótum varð að umtalsefni á uppskeruhátíð skákfélagsins Hellis um síðustu helgi, en í ræðu Helga Ólafssonar stórmeistara á hátíðinni kom fram að fyrstu verðlaun á Reykjavíkur- skákmótinu hefðu skroppið veru- lega saman á fjórtán árum, eða úr 12 þúsund dollurum árið 1986 í 5 þúsund dollara í ár. Síðar í ræðu sinni upplýsti Helgi viðstadda um að Sigurður Helga- son, prófessor í stærðfræði við MIT- háskólann í Bandaríkjunum, hefði upp á sitt eindæmi ákveðið að bæta 5 þúsund dollurum við verðlaunaféð í ár. Helgi sagði að Sigurður hefði fylgst með skákmótinu á Netinu og verið afar ánægður með þá þjónustu en fundist uppskera vinningshaf- ans, Hannesar Hlífars Stefánssonar, fremur rýr og því ákveðið að tvö- falda verðlaunaupphæðina. Hannes Hlífar fær því 10 þúsund dollara í verðlaun fyrir sigurinn á mótinu. ■ Helgi/45 --------------- Jarðskjálfta- kippir norðan við landið TUGIR jarðskjálftakippa komu fram á mælum Veðurstofu Islands í gærmorgun. Skjálftarnir áttu upp- tök sín á Kolbeinseyjarhrygg um 500 km norðan við landið og voru fjórir stærstu skjálftarnir um 4 á Richters- kvarða. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar urðu skjálftarnir vegna umbrota undir Kolbeinseyjar- hryggnum, sem er hluti Mið-Atlants- hafshryggjarins norðan við landið. A sunnudag mældist einnig um tugur smáskjálfta norðan við Grímsey. fslenskir tóbaksneytendur fliuga málaferli gegn bandaríska tóbaksiðnaðinum Kanna bótarétt á hendur tóbaksframleiðendum JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur og Gunnar G. Schram lagaprófessor hafa tekið að sér milligöngu um að koma hópi Is- lendinga, sem hafa orðið fyrir heilsutjóni í kjöl- far reykinga, í samband við bandarískt lög- fræðifirma í því skyni að kanna hugsanlegan bótarétt þeirra á hendur bandarískum tóbaks- framleiðendum. Jón Steinar Gunnlaugsson staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær en sagði að mál- ið væri enn á athugunarstigi. Hann sagði að þarna væri um Islendinga að ræða sem hefðu orðið fyrir heilsutjóni vegna 1 ^'ffibaksreykinga, að þvi er talið er, og vildu kanna hvort þeir kynnu að eiga bótarétt á hendur tóbaksframleiðendum í Bandaríkjunum. „Við höfum séð það í fréttum að neytendur í Bandaríkjunum hafa fengið viðurkenndan skaðabótarétt vegna samskonar heilsutjóns, sem hefur byggst á því að fyrirtækin hafi ekki látið uppi vitneskju sem þau hafa haft um skað- semi tóbaksins og jafnvel bætt efnum í tóbakið til þess að auka á hin vanabindandi áhrif,“ sagði Jón Steinar. Jón Steinar og Gunnar G. Schram eru í sam- bandi við tiltekið lögfræðifyrirtæki í Banda- ríkjunum vegna þessa máls. „Ég geri ráð fyrir að málið muni ganga fram og einhverjir íslenskir tjónþolar gera samninga, þar sem réttarstaða þeirra yrði könnuð og eftir atvikum yrðu gerðar kröfur á hendur þessum framleiðendum,“ sagði hann. Ekki ljóst hversu stór hópurinn er Að sögn Jóns Steinars liggur ekki endanlega fyrir um hversu stóran hóp íslendinga er að ræða, sem stæði að hugsanlegri kröfugerð á hendur tóbaksframleiðendum. „Það er alveg greinilegt að í bandarískum rétti er talið að fólk eigi svona rétt. Það er ekk- ert sjálfsagðara en að menn sæki hann ef hann er fyrir hendi,“ sagði hann. Léttklædd við leiki sína BJARTVIÐRI hefur verið víða á 4i^fcndinu undanfarna daga þótt ekki hafi verið tiltakanlcga hlýtt í veðri að sama skapi. Engu að síður líta margir til sólar, ungir sem aldnir, og fagna henni sem aldrei fyrr eftir þungan vetur. Oddur Björn Jónsson og Védís Alma Jónsdóttir, sem nutu bh'ðunnar við nýja tónlistarhúsið í Hafnarfirði, voru léttklædd við leiki sína í gær, en sýndu um leið þá fyrirhyggju að setja upp snoturt höfuðfat. Sjávarútveg’s- samningur við Rússa Morgunblaðið/Kristinn - ; W; f If'rrr íflltÉÍIfÍÍKffffí* iWðáídllBBfHf HÍfflSfWIPfflfllfl' ., V’>af|Sj Engar rannsóknir á fólki eða lífsýnum án upplýsts samþykkis RÍKISSTJÓRNIN staðfesti 1 gær- morgun sjávarútvegssamning Rússa og íslendinga, sem undirrit- aður var af sjávarútvegsráðherrum landanna, þeim Yu. P. Sinelnik og Árna M. Mathiesen, hinn 3. apríl sl. Um er að ræða rammasamning, en samkvæmt honum skuldbinda ríkin sig m.a. til að greiða fyrir samstarfi einkaaðila frá báðum ríkjum varðandi veiðar, vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða. Þá verður á grundvelli samningsins stofnuð íslensk-rússnesk fiskveiði- •’^iefnd sem mun koma reglulega saman til að fjalla um sameiginleg málefni í sjávarútvegi. Einnig er gert ráð fyrir samvinnu ríkjanna á sviði hafrannsókna. STARFSMENN íslenskrar erfða- greiningar hafa sett sér siðareglur og gefið þær út á íslensku og ensku í litlu kveri. Siðareglurnar voru samdar af sérstökum vinnuhópi í samstarfi við Siðfræðistofnun Háskóla íslands. í siðareglum IE segir m.a. að virða skuli sjálfsákvörðunarrétt og mann- helgi þátttakenda í rannsóknum. „Engar rannsóknir eru gerðar á fólki eða á lífsýnum úr fólki nema með upp- lýstu samþykki þess. Sé maður ófær um að veita slíkt samþykki skal í stað- inn leita eftir upplýstu samþykki for- ráðamanns,“ segir í einni af siðaregl- um fyrirtækisins. í samræmi við viðurkenndar alþjóðareglur og hefðir í siðareglum IE er m.a. kveðið á um siðferði í rannsóknum, meðferð upplýsinga og lífsýna, samskipti við almenning, sjúklingasamtök og heil- brigðisstéttir, samskipti starfsmanna og umhverfis- og náttúruvemd. Markmið siðareglnanna á að vera að tryggja sem best hagsmuni ein- staklinga, jafnt sjúkra sem heil- brigðra, í samræmi við kröfur stjóm- valda, viðurkenndar alþjóðareglur og hefðir um vísindarannsóknir. Sett em fram markmið fyrirtækis- ins m.a. um að vinna að rannsóknum í mannerfðafræði til þess að auka þekkingu og skilning á orsökum sjúk- dóma, nota þessa þekkingu til að bæta greiningu og meðferð sjúkdóma og nýta sérstöðu íslensku þjóðarinnar í þágu erfðavísinda. í kafla um rannsóknir fyrirtækis- ins segir m.a. að í þeim muni starfs- menn ÍE virða þá meginreglu að ganga úr skugga um að þátttakendur séu vel upplýstir um rannsóknina og hafi skilning á henni. Þar segir og um meðferð upplýsinga og lífsýna að auk- in geta til að setja á fót gagnabanka og samtengja þá hafi skapað ný tæki- færi til rannsókna en jafnframt kallað á ömggari persónuvernd. „ÍE vinnur með upplýsingar um heilsufar, erfðir og ættfræði. Persónuvemd er því mikilvægur þáttur starfseminnar. Nauðsynlegt er að starfsmenn fylgi í hvívetna þeim reglum sem IE setur um meðferð slíkra upplýsinga, en þær reglur ganga eigi skemur en íslensk lög, reglugerðir og alþjóðlegar sam- þykktir sem ísland er aðili að,“ segir í reglunum. Fimm manna siðaráð Þar segir ennfremur að við rann- sóknir á vegum ÍE sé persónuvemd tryggð með þeim aðferðum sem best- ar teljist hverju sinni og þess sé gætt að aðgangur að gögnum takmarkist við þá sem þurfi á honum að halda. „IE gerir skriflegan samning við alla sem láta fyrirtækinu í té heilsu- farsupplýsingar um að þeir fylgi pers- ónuverndaraðferðum þess að fullu. ÍE kynnir þeim þessar siðareglur og gildandi nafnleyndarkerfi. Notkun lífsýna og rannsóknamið- urstaðna er í samræmi við upplýst samþykki þátttakenda, skilyrði lífsýnabanka og reglur stjómvalda. Samþykki þátttakenda í rannsóknum skal vera starfsmönnum ÍE aðgengi- legt með dulkóðuðum nöfnum svo Ijóst sé hvemig nota megi erfðaupp- lýsingar um þátttakendurna. Leitast er við að gera skráningu og varðveislu lífsýna og rannsóknamiðurstaðna sem ömggasta. Tryggja skal nýtingu lífsýna og áreiðanleika rannsóknar- niðurstaðna með endurbótum á rann- sóknaraðferðum og tölfræðilegri úr- vinnslu," segir m.a. í siðareglunum. Stofnað hefur verið fimm manna siðaráð, sem mun starfa innan fyrir- tækisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.