Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Eimskip undirbýr kaup eða leiguá nýju skipi EIMSKIP vinnur nú að kaupum eða þurrleigu á gámaskipi til áætlanasiglinga. Gert er ráð fyr- ir að skipið verði í siglingum á suðurleið, þ.e. á milli Islands og hafna á Bretlandi og meginlandi Evrópu. Burðargeta skipsins er um 700 gámaeiningar og kæmi skipið í stað leigusldps með er- lendri áhöfn sem félagið hefur verið með í rekstri um nokkurt skeið. Pórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, segir að þetta sé liður í áframhaldandi endumýjun á skipastóli félagsins sem stóð yftr af krafti á síðasta ári, en á liðn- um tólf mánuðum hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á skipastóli Eimskips. Félagið tók skipin Selfoss og Mánafoss á þurrleigu með kauprétti, og voru þrjú af eldri skipum félags- ins, Reykjafoss, Skógafoss og Dettifoss, seld. Samtals er félagið með 9 skip í föstum áætlunarsiglingum, þar af eru 6 þeirra með íslenskri áhöfn, en 3 eru leiguskip með er- lendri áhöfn. Þórður segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða skip verði fyrir valinu en ætlunin sé að það verði gert á næstunni. Alls eru starfandi um 140 ís- lenskir sjómenn hjá félaginu. Burðargeta þessara skipa og ekjuskipsins Lyru, sem er í leiguverkefnum erlendis, er samtals 6.400 gámaeiningar eða að meðaltali 640 gámar á skip. Skipin hafa verið að stækka og er það liður í því að auka hag- kvæmni í sjóflutningastarfsemi félagsins. Breytingar gerðar á sigl- ingakerfí Eimskips í byijun ársins í framhaldi af gerð flutninga- samnings við Norðurál hf. voru gerðar nokkrar breytingar á siglingakerfi Eimskips í byijun þessa árs. Tvö skip sigla nú til Bretlands og meginlands Evrópu, tvö skip til Hamborgar og Skandinavíuhafna og tvö skip sigla á Eskifjörð og þaðan til Færeyja og hafna á Bretlandi og meginlandi Evrópu. Auk þess er félagið með tvö skip í Ameríkusiglingum og eitt í strandsiglingum. Þótt landflutn- ingar hafi aukist verulega á síð- ustu árum telur félagið að mikil- vægt sé að reka strandferðaskip bæði út frá hagkvæmnissjónar- miðum og vegna þjónustuþarfa viðskiptavina víða um land. MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Heimsferðum, „Sumarsprengja Heimsferða til Barcelona". Fiskverð hefur farið snarhækkandi á mörkuðunum sfðustu vikurnar. Morgunblaðið/Jim Smart Heiðar fyrstur til að skora gegn Man. Utd. HEIÐAR Helguson, sem leik- ur með enska úrvalsdeildarlið- inu Watford í knattspyrnu, skoraði mark í leik liðsins gegn Manchester United í gærmorg- un. Heiðar er þar með fyrsti Is- lendingurinn til að skora mark í deildarleik gegn þessu heims- þekkta knattspyrnuliði. Fyrr á leiktíðinni hafði Heið- ar fyrstur íslendinga skorað mörk gegn hinum stórveldun- um tveimur í ensku knatt- spyrnunni, Arsenal og Liver- pool. Markið gegn Man. Utd. skoraði Heiðar á 33. mínútu með skalia eftir aukaspyrnu. Leiknum lauk með 3:2-sigri Manchester United. V erð á ýsu á fiskmörkuð- um hefur þrefaldast HÁTT verð á ýsu á fiskmörkuðum getur valdið skaða á mörkuðum erlendis sem erfitt er að laga. Lítið framboð af ýsu og skuldbindingar kaup- enda á erlendum mörkuðum hafa leitt til þess að verð á fiskmörkuðum hefur þrefaldast. Kílóið af ýsu seldist á allt að 555 krónur á fisk- mörkuðum á fimmtudag vegna mikillar eftir- spurnar í ferskfisksútflutningi. Miðað við að greiddar hafi verið 520 krónur fyrir kílóið af óslægðri ýsu á fiskmörkuðum hér má áætla að verð á kílói af ýsuflaki hafi kostað 1.800 krónur komið vestur um haf. Kílóið af slægðri ýsu seldist á fiskmörkuðum í fyrradag á 390 til 412 krónur. Ingvar Eyfjörð, sölustjóri hjá ferskfisksútflutningsfyrirtækinu Trosi ehf. í Sandgerði, segir algengt að framboð á fiski detti niður á ferskfiskmarkaði og verð hækki. Hinsvegar sé óvenjulegt að fiskverð hækki svo mikið eftir páska. Hann segir kaup- endur á erlendum mörkuðum hafa reiknað með miklu framboði af fiski eftir hrygningarstoppið og stórmarkaðir í Bandaríkjunum hafi, ásamt þarlendum dreifingaraðilum, farið í kynningar- herferðir til að auka sölu. Tilbúnir að borga hvað sem er „Það kom hinsvegar mjög lítið af ýsu inn á markaðina en þessir aðilar hafa skuldbundið sig til að eiga hana til. Því eru þeir tilbúnir til að borga nánast hvað sem er fyrir fiskinn. Hættan er hinsvegar sú að þegar framboð á fiski verður svona lítið, skapist svigrúm fyrir aðrar vörur í staðinn og það getur tekið langan tíma að vinna það til baka.“ Meðalverð á ýsu á fiskmörkuðum á íyrstu þremur mánuðum ársins var um 180 til 190 krónur að sögn Ingvars. „Þetta er því gríðarleg verðhækkun og hún er slæm í alla staði. Þegar verðið er svona hátt er áhættan orðin mikil. Óll mistök í ferlinu, til dæmis í framleiðslunni, verða mjög dýr.“ Ingvar segir framleiðendur hérlendis og dreif- ingaraðila erlendis taka þessar verðhækkanir á sig. Ferskfisksútflytjendur séu hins vegar ekki að borga með ýsunni þegar verðið sé svo hátt. Breyttar akstursleiðir á Reykjanesbraut ^\\ milli Nýbýlavegs og Fífuhvammsvegar í Kópavogi ; / % vegna gerðar undirganga undir eldri hluta hennar >Dl undirgöng Smára torg ðABPAí BÆJARLIND BREIÐ- HOLTS- BRAUT Ein akrein 1 hvora att um tíma á þessum Reykjanesbrautar nu hiuta REYKJAVIK ■'l kópavogupíID GARÐABÆR Borgarstjóri í Seattle BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, heim- sækir Seattle í Bandaríkjunum dag- ana 29. apríl til 3. maí. Borgarstjóri fer fyrir sendinefnd skipaðri fulltrú- um frá Reykjavíkurborg, Landa- fundanefnd, Reykjavík - Menning- arborg 2000 og íslenskum fyrirtækjum á sviði sjávarútvegs, hátækni, fjarskipta og samgangna. Seattle er ein af vinaborgum Reykjavíkur. Borgirnar gerðu með sér samkomulag 1986 sem kveður á um samstarf á ýmsum sviðum. M.a. að leitast skuli við að efla viðskipti og samstarf borganna á sviði menning- ar og menntunar. Löng hefð er fyrir því að íslendingar leiti til framhalds- náms í Seattle, ekki síst á sviði verk- fræði og í tæknigreinum. Hluta Reykja- nesbrautar lokað vegna framkvæmda Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN verður hluta Reykjanesbrautar lokað vegna framkvæmda milli Breið- holtsbrautar og Fífuhvammsvegar og verður umferð beint á eina akrein eftir nýrri akbraut fyrir sunnan Nýbýlaveg. Rjúfa á veginn og byggja göng í gegnum hann og 23. júní er stefnt að því að framkvæmdum verði að mestu lokið. Þá verður vegurinn með fjúrum akreinum, tvennum göngum og mislægum gatnamútum við Fífuhvammsveg. Ollum frágangi á svo að vera lok- ið 1. júlí. Utanríkisráðherrar íslands og Bandarrkjanna á fundi Ræða tvfliliða sam- skipti ríkjanna HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra á fund á morgun með Mad- eleine Albrigt, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Verður fundarefni þeirra tvíhliða samskipti ríkjanna og framvinda mála á alþjóðavettvangi. Fundurinn fer fram í Washington. Ráðgert er að utanríkisráðherra hitti einnig staðgengil Slocombe að- stoðarvarnamálaráðherra, Richard Danzig, flotamálaráðherra Banda- ríkjanna. Þá mun Halldór sitja ásamt konu sinni, Sigurjónu Sigurð- ardóttur, kvöldverðarboð hjá Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Halldór Ásgrímsson hefur síðustu daga dvalist í Norfolk og tekið þátt í svonefndri Azalea-hátíð, þar sem ís- land er í heiðurssæti, ásamt konu sinni. Þá hefur ráðherrann og átt fund með yfirmanni Atlantshafsher- stjórnar Atlantshafsbandalagsins. Á Azalea-hátíðinni í gær og fyrra- dag voru ýmis íslensk dagskrár- atriði, m.a. söngur kórs Snælands- skóla og Valgeirs Guðjónssonar og Magnús Ver Magnússon átti að taka þátt í kraftakeppni. Þá var íslenskur fiskur á boðstólum sem Hilmar B. Jónsson matreiddi. Sendiherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, krýndi írisi Huld Halldórsdóttur sem Azalea-drottn- ingu og flutti ávarp. í gærkvöldi átti dagskrá að ljúka með 600-700 manna hátíðarkvöldverði þar sem Azalea-drottningin og fylgdarlið hennar voru í aðalhlutverki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.