Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 23/4 - 29/4 ► ÁVÖXTUNARKRAFA (markaðsVextir) húsbréfa hefur hækkað mikið að undanförnu og eru afföll þeirra nú um 7 til 9%, en voru á yfirverði fyrir um ári. Ástæðan mun vera minni eftirspurn eftirþeim, en eftirspurn fjárfesta eftir hlutabréfum hefur hins vegar aukist. ► KR-INGAR urðu íslands- meistarar í körfuknattleik karla. Haukar urðu ís- landsmeistarar í hand- knattleik karla, en 57 ár eru síðan þeir urðu það síð- ast. ► KRISTINN Sigmunds- son bassasöngvari þreytti frumraun sína á sviði Metr- opolitan-óperunnar í New York. Söng hann hlutverk Hundings í Valkyrjunum eftir Wagner við ljómandi undirtektir. ► STERKAR vísbendingar eru uppi um að ástand eldri þorskárganga sé lakara en ætlað hafði verið og veiði- þol þar með minna. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við nýjustu ár- ganga þorsksins. ► GERÐUR hefur verið þjónustusamningur milli Landspítala-háskólasjúkra- húss, Barnaverndarstofu og sjúkrastofnana SÁÁ um samstarf. Markmiðið er að tryggja börnum og ungl- ingum sem eiga við geðra- skanir eða vímueftiavanda að stríða, eins góða og skjóta þjónustu og hægt er. ► HJARTAVERND hefur eignast hlutafé í deCODE að markaðsvirði 560 til 620 milljónir króna. Vfldngasýning opnuð í Smithsonian-safninu VÍKINGAR; Saga Norður-Atlants- hafsins, sýning í tilefni þúsund ára af- mælis landafunda norrænna manna í Ameríku, var opnuð í Smithsonian- safninu í Washington í vikunni. Þjóð- höfðingjar allra Norðurlanda voru við- staddir opnun sýningarinnar sem áætl- að er að 15 til 20 milljónir manna muni skoða. Fyrirtækin Genís og Kítín sameinast LÍFTÆKNIFYRITÆKIN Genís og Kítín hafa sameinast undir nafninu Genís ehf. Hlutafé Genís ehf. verður aukið um 400 milljónir við sameining- una. Aðaleigendur þess eru Þormóður rammi-Sæberg hf., Pharmaco hf., Sam- herji hf. og kanadíska fyrirtækið Ocean Nutrition, sem hvert um sig mun eiga 20% hlut. Opinn háskdli DYRUM Háskóla íslands verður lokið upp fyrir almenningi 1. maí næstkom- andi og verður fólki boðið að sækja fjöl- breytt námskeið sér að kostnaðarlausu. 17 af 31 námskeiði sem í boði verða eru sérstaklega ætluð bömum og ungling- um. Fundir um varnar- samstarfíð við BNA SENDINEFND íslenskra embættis- manna hefur undanfama daga átt fundi með bandarískum embættismönnum í Washington þar sem fjallað hefur verið um vamarsamstarf þjóðanna. Halldór Ásgrímsson segir að leitast sé við að eyða þeim misskilningi bandarískra stjómvalda að frumvarp sem liggi fyrir Alþingi geti haft áhrif á framkvæmd vamarsamningsins írá 1951. Ráðgert að flytja hvfta menn frá Zimbabwe AÐILDARRÍKI Evrópusambandsins hafa lagt á ráðin um að flytja alla hvíta menn frá Zimbabwe ef óöldin í landinu versnar, að sögn þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung á fimmtudag. Að minnsta kosti fjórtán manns hafa verið myrtir í landinu á síðustu tveim mánuðum, eða frá því stuðningsmenn Roberts Mugabes for- seta hófu árásir á búgarða hvítra bænda og lögðu jarðimar undir sig. Lögreglan í Zimbabwe kvaðst á fimmtudag ætla að beita sérstakri lagaheimild sinni til að skerða ferða- og fundafrelsi félaga í stjómmála- flokkum til að binda enda á drápin. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi málið við ráðherra í stjóm Mugabes á fimmtudag. Hann bauðst til að veita stjóminni fjárhags- aðstoð til að gera henni kleift að kaupa búgarða hvítra bænda og úthluta fá- tækum blökkumönnum jörðunum gegn því skilyrði endi yrði bundinn á aðgerðir landtökumannanna. Cook sagði að viðræðunum yrði ekki haldið áfram fyrr en stjórn Mugabes féllist á þetta skilyrði en hún krafðist þess að fá aðstoðina strax. • • Oldungadeildin hyggst yfírheyra Janet Reno ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings hyggst efna til yfirheyrslna vegna valdbeitingar yfirvalda þegar kúbverski flóttadrengurinn Elian Gonzalez var tekinn frá ættingjum sín- um í Miami og færður föður sínum fyr- ir viku. Kannanir sýndu þó að meiri- hluti Bandaríkjamanna er hlynntur þeirri ákvörðun Janet Reno dómsmál- aráðherra að senda vopnað lið að sækja Elian. Þúsundir kúbverskra innflytjenda í Miami mættu ekki til vinnu á þriðjudag til að mótmæla vald- beitingunni. ► BRESKA stjórnin hafði 22,5 milljarða punda, jafn- virði 2.600 milljarða króna, út úr uppboði á leyfi til að reka nýja tegund af fars- ímarásum í Bretlandi. Uppboðinu lauk á fimmtu- dag eftir 150 lotur. ► UPPREISNARMENN úr röðum múslima á Filipp- seyjum rændu 21 manni frá sjö löndum í Malasíu á sunnudag og héldu þeim í gíslingu á Jolo-eyju á Suð- ur-Filippseyjum. Gíslarnir voru heilir á húfí en talið var að samningaviðræður um lausn þeirra yrðu erfið- ar. ► ZIKA Petrovic, forstjóri hins ríkisrekna flugfélags Júgóslavíu og einn helsti samstarfsmaður Slobodans Milosevic forseta, var myrtur á þriðjudag. Ekki var vitað hverjir stóðu á bak við tilræðið. ► HARÐLÍNUMENN í ír- an juku enn þrýstinginn á Mohammad Khatami, um- bótasinnaðan forseta landsins, með því að ógilda kosningu umbótasinnans Mohammads Farrokhis á þing áþriðjudag. Daginn áður bönnuðu þeir einnig útgáfu þrettán lýðræðis- sinnaðra dagblaða og tíma- rita. Fjöldi námsmanna mótmælti þessum aðgerð- um á þriðjudag. ► NY rfkisstjórn Giulian- os Amatos sór embættiseið sinn á miðvikudag og er hún sú 58. á Ítalíu eftir síð- ari heimsstyijöldina. Standa að henni sömu flokkar og stóðu að fyrri stjóm, mið- og vinstrif- lokkar. FRÉTTIR Björn Bjarnason opnar málþing um vikingaferðirnar Sýningin mun opna augu B andaríkj amanna Washington. Morgunblaðið. SONJA Noregsdrottning og Björn Bjarnason menntamálaráðherra settu á föstudag málþing vísindamanna í tengslum við opnun Víkingasýning- arinnar í Smithsonian- safninu í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna. Málþingið tek- ur til margra þeirra fræðimanna sem komið hafa að undirbúningi vík- ingasýningarinnar og gefst nú tækifæri til að skýra nánar þátt víking- anna í sögu N-Ameríku og vesturheimsferða. Víkingasýningin var opnuð almenningi í gær, laugardag, og stendur fram á haust í Smithson- ian-safninu í Washington en mun þaðan fara um Bandaríkin og Kanada næstu tvö árin. „Ég hef löngum sagt að þessi sýning muni opna augu þeirra Banda- ríkjamanna sem sjá hana fyrir þeim þætti sögunn- ar sem þar kemur fram,“ sagði Björn Bjarnason, menntamálaráðherra í samtali við Morgunblað- ið. Björn sagði að þessi þáttur, bæði hvað varðaði sýninguna og bókina sem gefin er út í tengslum við hana, sýndu með mun skýrari hætti en hann hefði áður gert sér í hug- Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, við setningu málþings vísindamanna í tengslum við opnun Víkinga- sýningarinnar í Smithsonian-safninu í Washington. arlund þann stóra þátt sem Leifur Eiríksson og Vínlandsferðirnar ættu nú í sögu Bandaríkjanna. Vilja koma nýrri sýn á framfæri „Það er alveg Ijóst að Bandaríkjamenn keppast við að koma þessari nýju sýn á sögu Banda- ríkjanna á framfæri svo þeir geti skýrt betur tengsl við Evrópu að fornu og nýju,“ sagði menntamálaráðherra. Málþingið stendur um helgina í Smithsonian- safninu, en þá um leið er búist við fjölmenni bandarísks almennings á sýninguna. Meðal þess sem gestum Smithsonian- safnsins er boðið upp á í tengslum við sýninguna er uppfærsla Brúðuleik- hússins 10 fingra á brúðuleikriti um Leif heppna eftir Helgu Arn- alds. Leikstjóri sýningar- innar er Þórhallur Sig- urðsson og Helga hefur sjálf fært sýninguna í bandarískan búning og er ætlunin að kynna sýn- inguna um Bandaríkin í tengslum við víkinga- sýninguna. Þá verður ný heimildarmynd um Leif heppna Eiríksson, eftir Valgeir Guðjónsson tón- listarmann kynnt á sýn- ingunni. Ný kennslubók í íslensku fyrir erlenda námsmenn Byggt á fréttum úr daglega lífínu NY kennslubók í íslensku, „Svona er Island í dag“, fyrir erlenda náms- menn og aðra sem áhuga hafa á að kynna sér íslensku er komin út. Bók- in byggist á stuttum fréttum, grein- um og aðsendu efni úr daglega lífinu ásamt myndum, sem birst hafa í Morgunblaðinu síðustu þijú ár. Um útgáfu bókarinnar sáu þær Margaret Elizabeth Kentta, sem rit- stýrði verkinu, og Gabriele Stautner sem sá um útlit og hönnun bókarinn- ar. Þær hafa báðar lesið íslensku fyr- ir erlenda námsmenn við Háskóla ís- lands og má segja að orðatiltækið glöggt er gests augað eigi vel við um efnisval. En hvað varð til þess að þær ákváðu að ráðast í þetta verkefni sem tekið hefurþijúár? „Móðir mín var íslensk og hélt allt- af sambandi við ísland,“ sagði Marg- aret. „Eg kom hingað fyrir fimm ár- um og sótti tíma í íslensku við Háskóla Islands fyrir erlenda stúd- enta. Islenska málfræðin er mjög erf- ið en dag einn gat ég mér til mikillar gleði lesið stutta grein í Morgunblað- inu án þess að grípa til orðabókar. Margaret Elizabeth Kentta og Gabriele Stautner. Greinin var í Velvakanda og fjallaði um hvítan páfagauk, sem fannst í Kópavogi og líklega hefði komið úr Garðabæ. Eg varð mjög ánægð og vongóð og fór að safna stuttum grein- um úr blaðinu, myndum og mynda- textum og sá fljótlega að ég var kom- in með innsýn í daglegt líf Islendinga. Þar birtist allt önnur mynd heldur en ég var vön að fá af mannh'finu í dagblöðum í minni heimaborg, sem er Boston. Greinarnar veittu pers- ónulegri og fallegri innsýn á land og íbúa, sem maður ekki fær sem ferða- langur eða í bókum. Orðaforðinn er líka dásamlegur og að sumu leyti annar en í íslensku kennslubókunum fyrir útlendinga. Þetta er daglegt mál sem við viljum að útlendingar kynnist, læri og skilji.“ Gabriele kom síðan að verkinu sem grafiskur hönnuður og sá um hönnun bókarinnar, en þær höfðu kynnst við íslenskunám í Háskólanum. Þær stöllur áttu góða samvinnu við gerð bókarinnar og hjálpuðust til að mynda við að hafa samband við alla greinarhöfunda og Ijósmyndara sem eiga efni í bókinni. Að þeirra sögn áttu þær afar ánægjulegt samstarf við höfundana og eru sérlega ánægð- ar með myndefnið og greinarnar. Sigurður A. Magnússon rithöfun- dur þýddi bókina yfir á ensku, en að sögn Margaret var ákveðið að leita til hans til þess að freista þess að sérís- lenskur blær orðanna héldist í þýð- ingunni. Bókin er einnig væntanleg í þýskri þýðingu. Sálmalög á saxófón og orgel Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson fluttu lögin áður á annáluðum tónleikum: „Tónleikarnir heitluóu áhorfendur gersamiega." Silja Aðalsteinsdóttir, DV „Margir tónleikagesta voru greinilega mjög hrærðir og höfðu orðið fyrir mikitli upplifun sem þeir létu óspart í Ijósi að tónleikunum loknum." Lana Kolbrún Eddudóttir, Rðs 1 Laugavegl 18 • Slml S1S 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.