Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐÍÐ
Hilda Jana Gísladóttir leiddist út í áfengis- og fíkniefnaneyslu
Morgunblaðið/Kristján
Hilda Jana Gísladóttir fór ung að neyta áfengis og leiddist út í neyslu fíkniefna. Hún var svo lánsmöm að snúa
við blaðinu í tæka tíð og stundar nú nám við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Ekkert okkar
ætlaði að verða
dópisti þegar við
yrðum stór
Hilda Jana Gísladóttir, 23 ára háskólanemi
á Akureyri, á þrátt fyrir ungan aldur að
baki sögu sem fæstir myndu vilja eiga.
Hún neytti áfengis og fíkniefna í óhófí og
áður en yfír lauk hafði hún misst trúna á
öllu, líka lífínu sjálfu. Hún gerði ítrekað
tilraunir til að svipta sig lífinu áður en hún
náði að fóta sig á nýjan leik í heimi án vímu-
efna. Margrét Þóra Þórsdóttir hlustaði
á sögu Hildu Jönu.
HILDA Jana Gísladóttir
er fædd og uppalin í
Reykjavík en fiutti til
Akureyrar haustið
1996 eftir að foreldrar
hennar höfðu flutt norður og þar hef-
ur hún átt heima síðan. „Eg kann
mjög vel við mig hér og er ekkert á
leiðinni burtu, hér er rólegt og gott
að vera,“ segir hún.
Æskuárin í Reykjavík gengu
áfallalaust fyrir sig og Hildu Jönu
gekk allt í haginn. Hún æfði um ára-
bil handknattleik með KR og varð
m.a. Islandsmeistari með félaginu í
3. flokki. Þá æfði hún einnig um tíma
fimleika og fótbolta. „En handbolt-
inn var líf mitt og yndi framan af og
ég hugsaði varla um annað þar til um
14 ára aldurinn," segir hún. Skóla-
gangan hófst í Laugarnesskóla, þá
Melaskóla og svo tók Hagaskóli við á
unglingsárunum. Hildu Jönu gekk
vel í skólanum og fékk góðar eink-
unnir, þótt hún segi að oft hafi verið
líf og fjör í kringum sig og hún haft
gaman af því að vera með svolítinn
kjaft og reyna á stundum að stinga
upp í kennara sína.
Byrjaði að drekka af því
allir aðrir gerðu það
Lífið í Hagaskóla einkenndist af
gamni og gleði og þar kynntist hún
mörgum góðum krökkum. í skólan-
um fór að bera á því að krakkarnir
byrjuðu að reykja og bragða áfengi
og hún var þar ekki undantekning,
segist hafa smakkað áfengi í litlum
mæli eins og hinir. „Eg byrjaði að
drekka af því allir hinir gerðu það,
líka allir sætu strákarnir, þetta var
spennandi og mig langaði að prófa
líka. Ég hélt því svo áfram af því mér
fannst það mjög gott og gaman. Ná-
kvæmlega sama ástæða er fyrir því
að ég byrjaði að dópa,“ segir hún um
fyrstu skref sín á þeirri braut sem
hún átti síðar eftir að feta og ná nið-
ur á botn áður en yfir lauk.
Hún minnist þess að þó hún hafi
byrjað að bragða áfengi eftir 7. bekk
hafi hún á þeim tíma og lengi á eftir
verið fráhverf vímuefnum af öðru
tagi.
Stundum í frímínútum í Hagaskól-
anum var farið heim til einhvers og
þar tekið upp hass sem krakkarnir
reyktu. „Mig langaði alveg að prófa,
ég bara þorði það ekki, ég var hrædd
við dópið,“ segir hún. Eftir 9.bekk
rifjar hún upp að hún og vinkonur
hennar hafi löngum stundum hangið
í leiktækjasal í miðbæ Reykjavíkur.
Þar var hópur ungmenna á svipuðu
reki og fátt var jafn gaman og að
dvelja löngum stundum við ýmsa
leiki í spilasalnum og spjalla við fé-
lagana. Þegar fé skorti var gripið til
þess að falsa ávísanir og sumir fóru
að fikta við fíkniefni. „Þetta var bara
kúltúrinn í þessum hóp og okkur
fannst þetta mjög spennandi og
gaman,“ segir Hilda Jana.
Hilda Jana útskrifaðist úr grunn-
skóla með fínar einkunnir og henni
stóðu allir vegir færir. Hún skráði
sig í Kvennaskólann og hóf þar nám
um haustið. En sumarið þar á milli
markaði upphafið að þeirri ógæfu-
braut sem hún leiddist út á. „Það var
mikið djammsumar,“ segir hún
Á stuttum pilsum inni á
vínveitingahúsum
Um haustið hóf hún nám við
Kvennaskólann „og ég man að okkur
vinkonunum þótti við vera orðnar
stórar stelpur og við vorum til í allt.“
Hún segir að þarna strax á fyrsta ári
í framhaldsskóla hafi ekld verið
vandkvæðum bundið að komast inn á
sum vínveitingahús borgarinnar og
sumar stúlknanna hafi meira að
segja verið með svonefnd VlP-kort í
veskinu sínu sem giltu inn á ákveðin
veitingahús. „Það virtist vera nóg að
daðra svolítið við dyraverðina og
ganga í nógu stuttum þilsum. Þeir
féllu fyrir því margir og hleyptu okk-
ur inn. Og ef maður komst inn á
þessa staði var ekkert mál að fá af-
greiðslu á barnum," segir hún um
fyrstu reynslu sína af vínveitinga-
húsunum. „Okkur fannst við vera
fullorðnar og höfðum gaman af því
að fara út að skemmta okkur á þessa
staði.“ Stelpurnar í stuttu pilsunum
voru jafnan með í farteskinu hlý föt í
poka og rétt fyrir lokun skiptu þær
um, því ómögulegt var að koma sér
heim í tíu stiga gaddi svo fáklæddar.
Hilda Jana segir að hún og vinkon-
ur hennar hafi farið út að skemmta
sér um hverja helgi og jafnvel oftar
og þegar á leið veturinn hafi hún far-
ið að missa niður í skólanum. Ef hún
hins vegar stæði sig þokkalega þar
sagði hún að foreldrarnir væru ekki
eins harðir vegna skemmtananna.
„Ég held að mamma hafi samt fljótt
séð hvert stefndi, en pabbi vildi ekki
sjá hvert ástandið var. Konur eru oft
raunsærri en karlar. Það er eins og
þeir vilji síður trúa því að ekki sé allt
í lagi.“ Hún nefnir dæmi um feður
sem sækja dætur sínar hingað og
þangað eftir fyllerí, sjúskaðar í rifn-
um nælonsokkabuxum, en taki sögur
um að vinkonurnar hafi nú lent í
ýmsu misjöfnu kvöldið áður góðar og
gildar og sjálf hafí hún slíka reynslu.
Verst að láta ekki vita af sér
„Það versta sem ég gerði foreldr-
um mínum var að láta ekki vita af
mér, kannski sólarhringum saman.
Ég hafði engan áhuga á að hlusta á
eitthvert nöldur um að ég ætti að
koma heim og hætta þessu rugli
þannig að ég var ekkert að hafa sam-
band fyrr en ég var tilbúin að hætta
og skilaði mér heim.
Eftir á sé ég auðvitað að betra
hefði verið að hringja, segja bara að
ég væri lifandi og skella svo á. Maður
gerði sér enga grein fyrir þeim
úhyggjum sem foreldrarnir höfðu,"
segir Hilda Jana.
Hægt og sígandi seig á ógæfuhlið-
ina þetta fyrsta ár í Kvennaskólan-
um, hún hætti í handboltanum og fór
að sinna skólanum með hangandi
hendi eftir þvi sem á leið veturinn og
segir að þetta ástand hafi verið mikið
áfall fyrir fjölskylduna. „Ég gerði
mér enga grein fyrir hvaða áhrif
neysla mín hefði á fjölskylduna og
hugsaði bara ekkert út í það. Seinna
sagði mamma mér að hún hefði kom-
ið að bróður mínum, sem þá var sjö
ára, grátandi í rúmi sínu og hann
spurði af hverju ég vildi ekki vera
lengur hjá þeim, hvað hann hefði
gert til þess að reka mig í burtu.
Vímuefnaneysla eins úr fjölskyld-
unni hefur áhrif á alla, en fólk sem er
á kafi í neyslu horfir fram hjá þvt“
Hilda Jana rétt skreið upp úr
fyrsta bekknum í Kvennaskólanum
og sumarið þar á eftir fluttist hún að
heiman, tók á leigu íbúð með tveimur
vinkonum sínum. „Ég hélt að mér
hefði tekist að sannfæra foreldra
mína um að nú ætluðum við að taka
ábyrgð í lífinu, læra að borga reikn-
inga og svoleiðis, seinna vissi ég að
þau voru ekki alveg blind, þeim
fannst ég bara þurfa að reka mig á
sjálf. Við fluttum í pínulitla íbúð og
það leið ekki langur tími þar til fjöldi
manns var nánast fluttur inn á heim-
ilið og maður vissi ekkert hverjir
þetta voru. Þegar við vöknuðum
vissum við ekkert hvaða fólk var í
íbúðinni. Allir sem þarna dvöldu
voru á kafi í rugli og við vorum í
stanslausri neyslu allt sumarið." Á
þessum tíma sagði Hilda Jana að
hún hefði byrjað að neyta fíkniefna.
Hún starfaði í fyrirtæki föður síns,
mætti seint og illa og var illa fyrir-
kölluð þar sem neyslan var mikil
hvern dag.
Sleppti bremsunni
„Þetta sumar fór alveg með mig,
allt árið á undan hafði verið erfitt, en
þama sleppti ég alveg bremsunni og
hellti mér út í neysluna," sagði hún.
„Eg áttaði mig engan veginn á því
sem var að gerast.“
Hún segir að mikil stéttaskipting
sé í neyslunni, eftir því sem hún
verði meiri hrapi fíklarnir neðar, í
sumum hópum reykja menn hass
öðru hvoru, en um leið og menn fari
út í eitthvað meira eða önnur efni sé
mönnum hent út úr hópnum og þá er
leitað í aðra hópa þar sem ekki sé
amast við meiri og fjölbreyttari
neyslu. Þá leið hafi hún farið, sífellt
sokkið neðar og neðar í virðingar-
stiga fíkniefnaneytendanna, eða ofar
og ofar eins og sumir vilja horfa á
það. „Þessi tími einkenndist af brjál-
æðislegu stjórnleysi og ég man að
eitt sinn réðst ég á strák í einhverju
partýinu og lamdi hann, hann stopp-
aði mig ekki, þótt hann gæti. Það
varð sem betur fer ekki meira úr því
en einhvern veginn í þokunni upp-
götvaði ég samt að ég var á hættu-
legri braut. Þetta varð samt ekki til
að stoppa mig þá, ég sökk niður í sí-
fellt meiri neyslu."
Þorði ekki að láta renna af mér
Hilda Jana segir að eftir að hún
fór að neyta fikniefna hafi hún hellt
sér út í neyslu af miklum hraða.
Sumir byrji snemma og fari hægt í
sakimar og byggi sig smám saman
upp og þoli þannig meiri neyslu með
tímanum, en hennar leið var önnur.
„Ég kunni ekkert á þetta, hvaða efni
menn nota saman og hvernig átti að
takast á við niðurtúrana, þannig að
ég lenti fljótt í vítahring. Ég þorði
ekki að láta renna af mér og var
meira og minna undir áhrifum í fjóra
mánuði," segir hún en á þeim tíma
leið henni oft illa og var gjörsamlega
búin tilfinningalega. „Ég hafði reynt
ýmislegt misjafnt og siðferðisþrekið
var í molum. Ég hafði einhvern veg-
inn alltaf verið svolítið á bremsunni,
en þarna sleppti ég henni bara si
svona allt í einu og þá var ekki að
sökum að spyrja. Ég gerði margt
sem ég sá eftir síðar.“
Eftir að Hilda Jana hellti sér út í
botnlausa neyslu fíkniefna hætti hún
í skólanum, en segir að þar hafi hún
samt fengið góðan stuðning og allir
verið að vilja gerðir að vísa henni inn
á rétta braut að nýju. Það dugði ekki
til.
Tvær kunningjakonur hennar
höfðu farið í meðferð, önnur þeirra
hafði búið með henni í íbúðinni sum-
arið áður og eitt sinn þegar hún hitti
þær bentu þær henni á hvar hún
gæti leitað sér aðstoðar. Hún lét
verða af því og um haustið fór hún í
sína fyrstu meðferð. „Ég sagði for-
eldrum mínum frá því að ég væri að
fara í meðferð og mömmu fannst það
eðlilegasti hlutur í heimi, en pabbi
horfði á mig eins og þetta kæmi hon-
um á óvart.“
Mesti fíkillinn þótti flottastur
Hún segist hafa verið afar kvíðin
áður en hún fór inn í meðferðina, hún
ætlaði sér að fara edrú inn á Vog og
leið illa kvöldið áður en að því kom.
Á þessum tíma var hún nýlega
orðin 18 ára. „Ég setti strax upp
grímu í meðferðinni og lét eiginlega
bara eins og ég væri í einhverju part-
ýi, leið um á náttsloppnum og daðr-
aði við strákana. Ég leit alls ekki svo
á að ég ætti við áfengis- eða fíkni-
efnavanda að stríða. Fannst þetta
frekar geta ílokkast sem unglinga-
vandamál, uppreisnargirni eða þörf
fyrir útrás. Mér fannst þetta lífemi
sem ég hafði tileinkað mér ennþá
vera flott og einhvern veginn var við-
horfið það að sá sem mest hafði
reynt og verið í mestri neyslu var
flottastur, alvöru fíklamir. Maður
skildi ekki hvað þær vom að gera
þarna, konurnar sem slepptu ekki
sérríglasinu sínu, það þótti h'tið til
þeirra koma í samanburði við þessa
alvöm fíkla.“
Hilda Jana segir að þrátt fyrir
þetta viðhorf sitt meðan á meðferð-
inni stóð hafi eitthvað kveikt í sér,
það var eitthvað sem passaði. í með-
ferðinni kynntist hún strák, Hrafni
Tryggvasyni, Kmmma, sem hún býr
nú með og eiga þau þriggja ára
gamla dóttur, Hrafnhildi Lám.
Fyrst á eftir dvaldi hún á áfanga-
heimili fyrir konur, Dyngjunni, þar
sem fyrir voru 18 konur, á öllum
aldri. „Ég vildi frekar fara þangað en
heim,ég var einhvern veginn ekki til-
búin að takast á við lífið þar, raun-
veraleikann," segir hún en hún varð
reynslunni ríkari af dvölinni á
Dyngjunni.
„Það giltu reglur um að strákar
mættu ekki koma inn á heimilið. Mér
fannst allir vera svolítið eins og á
nálum þarna og ekki óalgengt að
stólar væm á flugi í herbergjum.“
Ekki liðu nema tveir til þrír mán-
uðir eftir meðferðina þar til neysla
hófst að nýju „og sama raglið byrjaði