Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 16

Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 16
16 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ M-2000 Sunnudagur 30. apríl Fuglaskoðun og fræðslu- stígur í Heiömörk. Fuglaskoðun og vígsla nýs fræðslustígs í Heiðmörk. Með í för verða fuglafræðingar en mælt er með að gestir hafi með- ferðis sjónauka og fuglahand- bók. Boðið verður upp á ferð frá Mjódd kl.13.00 en gangan sjálf hefst kl 13.30 frá áningar- staðnum við Helluvatn og mun taka tvær tU þrjár klukku- stundir. Sett verður upp fána- borg við Suðurlandsveginn þar sem aka á inn í Heiðmörk og einnig við áningarstaðinn. Lífið við sjóinn Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Þrjár af menningarborgum Evrópu, Reykjavík, Bergen og Santiago de Compostela, eru staðsettar við Atlantshafið. Asamt eyjunni Tatihou, út af ströndum Normandí, munu þessar borgir sameiginlega standa að sýningu um fiskveið- ar og siglingar á 20. öldinni og mikilvægi þeirra fyrir efnahag og afkomu hverrar borgar. Sýningin hefst kl. 14 og er í um- sjá Arbæjarsafns. Sýningin stendur til 30. júní. Norrænt kvennakóramót - lokatónleikar í Valsheimili Lokatónleikar hins norræna kvennakóramóts þar sem ríf- lega níu hundruð konur munu hefja upp raust sína og m.a. flytja mótslagið. Tónleikamir hefjast kl. 17:00. Mánudagur 1. maí. Opinn Háskóli. Frá 1. maí til loka júní verður starfræktur opinn háskóli og gefst þá fólki á öllum aldri kost- ur á að sækja fjölbreytt nám- skeið og fyrirlestra sér að kostnaðarlausu, en væntanlegir þáttakendur þurfa að skrá sig hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans. www.hi.is Ljóðahátíð. Vesturbæjarskóli. Fimmtánda mars rann út skilafrestur í ljóðasamkeppni sem íbúasamtök Vesturbæjar stóðu að. Yrkisefnin voru „Kirkjugarðurinn“, „Höfnin" og „Gatan mín“. Blásið verður til ljóðauppákomu í Vestur- bænum þar sem vinningshafar munu lesa ljóð sín. Dagskráin er liður í menn- ingarborgarárinu. www.reykjavik2000.is / wap.- olis.is Sýningin „Lífíð við sjóinn“ opnuð í Hafnarhúsinu í dag Varpar ljósi á sameiginlega sjávararfleifð fjögurra landa SYNINGIN „Lífíð við sjóinn“ sem verður opnuð í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi í dag kl. 14, er eitt stærsta verkefni Reykjavíkur-Menn- ingarborgar 2000. Jafnframt er hún helsta samstarfsverkefni menningar- borganna Reykjavíkur, Bergen í Nor- egi, Santiago de Compostela á Spáni, auk eyjarinnar Tatihou í Normandí í Frakklandi. Sýningin, sem er farand- sýning og hefst hér í Reykjavík, mun síðan verða sett upp í öllum þessum borgum, en henni er er ætlað að varpa Ijósi á sameiginlega sjávar- arfleifð þessara staða eins og segir í kynningu Arbæjarsafns-Minjasafns Reykjavíkur af þessu tilefni. Brugðið er upp svipmyndum af þessum ólíku samfélögum sem öll hafa byggt af- komu sína á sjávarútvegi, en afkoma þeirra byggðarlaga sem eiga strend- ur að Atlantshafi hefur að stórum hluta byggst á sjósókn og nýtingu þeirra auðæva sem í hafinu búa. Þverfagleg sýning Árbæjarsafnið hefur haft veg og vanda af þessari sýningu á íslandi en fulltrúar frá söfnum í samstarfsborg- unum hafa verið hér á landi til að setja sýninguna upp og segja frá sérkennum hvers staðar. Hönnuður sýningarinnar er Björn G. Bjömsson, en Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður er í forsvari fyrir sýning- arnefndina í Reykjavík. Að sögn Margrétar er þetta í raun og veru þverfaglegt verkefni, en að því koma margir, fagfólk á sviði sagn- fræði, þjóðháttafræði og líffræði. Faglegir samstarfsaðilar að sýning- unni fyrir utan Arbæjarsafn, eru Morgunblaðið/Golli Hluti íslenska sýningarsvæðisins, í forgrunni er áhald sem notað var til hákarlaveiða. Þjóðminjasafn íslands, Hafrann- sóknastofnun og Listasafn Reykja- víkur en Landssamband íslenskra út- vegsmanna er bakhjarl hennar. Söguleg tengsl þessara landa eru athyglisverð Það sem á sýningunni er miðast við þróun sjávarútvegs í þessum fjómm löndum síðustu hundrað ár og hefur undirbúningur staðið í nokkur ár. Söguleg tengsl þessara landa em at- hyglisverð og má þar nefna t.d. ferðir víkinga fyrr á öldum, pflagrímsferðir og verslun auk fiskveiðanna. Jafri- framt er menning þessara landa mjög ólík, því menn hafa þróað með sér ólíkar aðferðir og era jafnvel ekki að sækjast eftir sama hráefni úr sjónum. Mikið af munum er á sýningunni, allt frá litlum verkfæram, áhöldum og öðram smámunum úr daglegu lífi fólks, til heilu bátanna og veiðarfæra af ýmsu tagi. Vel unnin veggklæði, með myndum og sagnfræðilegum upplýsingum mynda umgjörð um sýninguna og era mikilvægur þáttur hennar, sýningargestum til glöggvun- ar og fróðleiks. Franski hluti sýningarinnar bygg- ist að mestu leyti á sérstæðum að- stæðum landsvæðis í Normandí sem byggði afkomu sína á ostraveiðum. Er ostraveiðin brást hófu fiskimenn tilraunir til að rækta ostrur með ágætum árangri. Hlutur Spánar hverfist um sardínuveiðar og fyrir sýninguna var m.a. búið til lítið líkan af gamalli verksmiðju er framleiddi sardínudósir. Norðmenn rekja sögu fiskveiða í Noregi sem á sér ákveðnar hliðstæður hér á landi, t.d. í uppgangi sfldaráranna. Ákaflega fallegur bátur prýðir þeirra sýningarsvæði, en hann er byggður samkvæmt aldagamalli hefð er rakin er til bátasmíða víkinga- tímans. Aðalbjörg RE 5 stendur á miðbakkanum Margrét Jónasdóttir, sem hefur haft umsjón með útfærslu íslenska sýningarsvæðisins, segir að ákveðið hafi verið að segja sögu fyrsta hluta aldarinnar í gegnum tvo einstaklinga, verbúðannann og fiskverkakonu. Þeirra hlutverk í sýningunni varpar ákaflega áhugaverðu ijósi á líf al- mennings á Islandi á þessum tíma. Landhelgisstríðinu era gerð nokkur skil og eru m.a. hinar sögufrægu klippurþorskastríðsins til sýnis. Þór Asgeirsson hjá Hafrannsókna- stofnun hefur annast síðasta hluta sýningarinnar en hann er í raun heild- aryfirlit yfir auðlindir sjávarins. Þar er að finna ýmsan fróðleik um haf- strauma, vistfræði, fæðukeðju hafsins og fiskistofna, en ekki síður um þær hættur sem ógna hafinu svo sem vegna mengunar. Til að minna borgarbúa á sýning- una sem stendur til 25. júní mun hið sögufræga aflaskip Aðalbjörg RE 5 standa á miðbakka hafnarinnar með- an á sýningunni stendur. Það er í eigu Árbæjarsafns og hefur verið gert upp af þessu tilefni. Söngsveit Hveragerðis á vortónleikum SÖNGSVEIT Hveragerðis heldur vortónleika sína í Hveragerðis- kirkju á morgun kl. 20.30. A tón- leikunum syngur einnig Unglinga- kór grunnskólans í Hveragerði. Söngstjóri kóranna er Margrét Stefánsdóttir, en hún syngur einnig einsöng. Aðrir söngvarar eru Sæ- mundur Ingibjartsson og Halldór Ólafsson, en þeir syngja jafnframt dúetta. Undirleikari er Þórlaug Bjarnadóttir. Hinn fullkomni jafningi í London STYRKUR TIL T ÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk tilJramhaldsnáms erlendis á mesta skólaári 2000-2001. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og íramtíðaráfrom sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3562 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frum- saminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæíhi umsækjanda. London. Morgunblaðið. FELIX Bergsson sýnir nú leikrit sitt, Hinn fullkomni jafningi, í Drill leikhúsinu í London og eru ákveðnar fimm sýningar. Fyrsta sýningin var á miðviku- dagskvöld og sagði Felix í samtali við Morgunblaðið eftir sýninguna, að húsfyllir, skemmtileg viðbrögð og góðar viðtökur áhorfenda hefðu komið honum þægilega á óvart. Hann sagði að áherzla hefði verið Iögð á það við þýðingu leikritisins á ensku, að halda efninu sem íslenzk- ustu, enda væri það fslenzk sér- staða verksins, sem útlendingum þætti forvitnileg. Þessar sýningar eiga sér árs að- draganda, en þá sáu menn frá The Drill Hall sýningu á Hinum full- komna jafningja í Reykjavik og buðu Felix að sýna leikritið í Lon- don. Er það nú fyrsta atriðið í sér- stakri dagskrá; Introductions 2000, en til hennar hafa verið valin þau verk, sem bezt þykja taka á málefn- um samkynhneigðra. f greinum í Time Out og Evening Standard er fjallað um Felix og leikrit hans. Fyrirsögnin á umsögn Hettie Judah í Evening Standard er: Bezti staðurinn fyrir sam- kynhneigða en líka sá versti, og er það tilvísun til þess að á íslandi sé heimsins bezta löggjöf fyrir sam- kynhneigða, sem hins vegar endur- speglist ekki í umburðarlyndi al- mennings. Hettie Judah hælir Felix fyrir góðan og fjölbreyttan leik og segir texta leikritsins hnitmiðaðan og vel kryddaðan ki'mni. Einn af kostum leikritsins sé að það fjalli jafnt um fordóma í hópi sam- kynhneigðra sem utan hans. Þá segir Judah leiksljórn Kolbrúnar Felix Bergsson í leikriti sínu; Hinn fullkomni jafningi. Halldórsdóttur snjalla og ferska. Felix Bergsson sagði, að hann myndi sýna leikritið aftur í íslensku óperunni í maí nk., a.m.k. 6-7 sýn- ingar. Leikið til heiðurs Guð- mundi Stein- grímssyni TÓNLEIKAR til heiðurs Guðmundi Steingrímssyni hljómlistarmanni verða í Hafnarborg í kvöld kl. 21. Nokkrir af samferðarmönnum hans í gegnum árin koma hér saman og leika honum til heiðurs, en hann varð sjötugur á síðasta ári. Þeir sem fram koma era Gunnar Gunnarsson flautuleikari ásamt tríói Carls Möll- ers, Jakobson & Möller djasskvint- ettinn skipaður þeim Carli Möller píanó, Stefáni Ómari básúnu, Þor- leifi Gíslasyni tenor sax, Árna Schev- ing bassa og Alfreð Alfreðssyni trommur, hljómsveitin Furstamir með Geir Olafsson söngvara í farar- broddi, og Ragnar Bjarnason söngv- ari ásamt KK sextett skipuðum þeim Ólafi Gauk Þórhallssyni, Jóni Sig- urðssyni, Kristjáni Magnússyni, Ár- na Scheving, Guðmundi Steingríms- syni og Þorleifi Gíslasyni sem blæs í saxófóninn. Burtfarar- prófstónleikar á básúnu SAMÚEL Jón Samúelsson básúnu- leikari heldur burtfararprófstón- leika frá djass- og rokkbraut tónlist- arskóla FIH á morgun, mánudag, kl. 20, í Leikhúsinu, Ægisgötu 7. Á tónleikunum leikur hann funk- og djasstónlist. Tónlistin er öll eftir Samúel, sem hann hefur útsett fyrir 17 manna hljómsveit. Nýr leikari í Stjörnum á morgunhimni BRYNDÍS Petra Bragadóttir leikur hlutverk Klöra á móti Jóhönnu Vig- dísi Amardóttur í Stjörnum á morg- unhimni sem sýnt er í Iðnó. Næsta sýning er í dag kl. 20. Djass á Múlanum EYÞÓR Gunnarsson píanóleikari og félagar leika nokkra standarda í hefðbundnum útsetningum á Múlan- um, Sóloni Islandus, í kvöld kl. 21. Meðleikarar Eyþórs era Þórður Högnason kontrabassaleikari, Matt- hías Hemstock trommuleikari og Jó- el Pálsson saxófónleikari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.