Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tubby kemur til ERLEIVDAR RÆKLR Spennusaga HAMINGJUHRÓLFUR „LUCKY MAN“ eftir Tony Dunbar. Dell Mystery 1999. 227 síður. TONY Dunbar heitir skemmtileg- ur bandarískur gamankrimmahöf- undur sem skrifar um lögmanninn knáa Tubby Dubonnet í New Orl- eans. Dunbar er sjálfur lögfræðing- ur en það fer svo sem ekkert fyrir því í sögunum hans og eru þær að því leyti ólíkar sögum t.d. John Gris- hams og fjölda annarra lögfræðinga vestanhafs, sem snúið hafa sér að spennusagnaskrifum. Lögfræðin er alls ekkert aðalatriði hjá Dunbar heldur miklu fremur lit- ríkar persónurnar og hið safaríka umhverfí New Orleans. Eini gallinn er kannski sá að plottið er ekki sér- lega fyrirferðarmikið í bókum hans. Rétt nægir í sjónvarpsþátt. En hann fyllir upp í það með öðrum kræsing- um. Dunbar hefur skrifað einar sex bækur um Tubby Dubonnet og heitir sú nýjasta Hamingjuhrólfur eða „Lueky man“ og kom hún fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Dell - út- gáfunni. Dunbar sver sig helst í ætt við gamankrimmahöfunda á borð við Elmore Leonard eða Carl Hiaasen þótt ekki sé hann eins villtur og þeir (Hiaasen slær þá náttúrulega alla út) og líkt og hjá þeim skipar sögusviðið stóran sess í bókum hans. New Orl- eans er krefjandi og hitinn kæfandi; „ef til var fegurð í syfjulegri borginni hlaut hún að gufa upp í þessum ægi- legu hitum.“ New Orleans er borg Dunbars á líkan hátt og Miami er borg Hiaasens eða New York er borg Ed McBains; hann býr í borg- inni og þekkir þar vel til og staðurinn auðgar bækur hans verulega. Aðalpersónan, Tubby, er maður á miðjum aldri, fráskilinn, faðir þriggja uppkominna dætra. Hann býr einn nema þegar vinur hans, Ra- isin sem eitt sinn barðist í Víetnam og óvíst er að hafi komið þaðan alveg Myndabókin sem listform og menningarmiðill FRÆÐSLUERINDI um mynda- bækur og stöðu og þróun mynda- bóka í Noregi verður haldið á vegum Símenntunarstofnunar Kennarahá- skóla ísland, þriðjudaginn 2. maí kl.l5:30 í stofu M-202 í Kennarahá- skólanum við Stakkahlíð. Kennarar verða Tone Birkeland og Anne Paulsen frá Kennaraháskólanum í Bergen. Tone Birkeland er höfundur bókarinnar „Norsk bamelitteratur- historie" og fyrir þá bók hlaut hún viðurkenningu IRSCL (Intemation- al Researh Society for Childrens Literature) í Kanada síðastliðið sumar. Á fræðslufundin- um verður m.a. fjallað um stöðu norsku myndabókarinnar og þróun í gegnum tíðina, um norrænar myndabækur og sammenningarleg- an bakgrann þeirra og um alþjóðlega fjöldaframleiðslu á myndabókum. hjálpar óskaddaður, treður sér inn á hann. Báðir era í kvenmannsleit þótt þeir séu misjafnlega ákafir og Tubby, drykkjumaður nokkur, er hættur að smakka það. Hefur gengið vel í fimm og hálfa viku þegar við komum til sögu. Brennivínsleysið gerir hann þunglyndan. Stundum sér hann ekk- ert annað en raslið á götunum. Spillingaröfl Og stundum morð. Þannig er að gamall vinur Tubbys, dómari nokk- ur, býst við ákæra frá einstaklega of- sóknarbrjáluðum ríkissaksóknara. Dómarinn á að hafa verið að káfa á ungri konu á skrifstofunni sinni, sem er eiginlega satt, en þegar Tubby fer á stúfana kemst hann að því að það er meira í málinu en kynferðisleg áreitni. Inn í rannsóknina flækjast fylgd- arkonur, söluóður bílasali, ríkis- bubbar og spillingaröfl hverskonar sem Tubby í þurrki sínum verður að eiga við á milli þess sem hann eltist við unga konu, sem starfar á afvötn- unarhæli fyrir unglinga. Sagan er ekki löng og frásögnin er hröð og hressileg og húmorinn góð- ur. Mannlýsingar era einfaldar en skila sér vel og samtölin skemmti- lega kaldhæðnisleg. Þetta er fólk sem er greypt inn í umhverfi sitt rétt eins og Tubby sjálfur. Alstaðar ann- ars staðar væri það eins og þorskar á þurra landi. „Það er ekki skrýtna fólkið sem gerir lífið bærilegt hérna í New Orleans," segir Raisin við vin sinn. „Heldur það að þetta skrýtna fólk umber þig eins skrýtinn og þú ert sjálfur. Þú ert einangraður frá umheiminum í þessari borg og þú getur hvergi annars staðar átt heima.“ Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Kristinn Pavel Novotný og Ludmila Kojanová Ieika fjórhent á píanó í Salnum í kvöld. Myndin er tekin á æfingu. Samhent hjón við flygilinn HJÓNIN Ludmila Kojanová og Pavel Novotný frá Austur-Slóvakíu leika fjórhent á píanó á síðustu Tí- brártónleikunum á vorönn 2000 í Salnum í Kópavogi í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Karel Husa, Jan Nov- ák, Antonín Dvorák, Georges Bizet og Franz Schubert. Ludmila Kojanová og Pavel Nov- otný hófu að leika fjórhent þegar þau voru við nám í Háskólanum í Brno í Tékklandi, sem kenndur er við Janácek, og hafa starfað sem píanókennarar við Kosice-kon- servatoríið í Austur-Slóvakíu í meira en 35 ár, en þau hófu bæði nýlega störf sem prófessorar við Háskólann í Presov. Á þessu tíma- bili hafa þau frumflutt fjölmörg verk eftir bæði tékknesk og slóvak- ísk samtímatónskáld, þar á meðal L. Holoubek, I. Hrusovský, J. Podesva og J. Kowalski, og hafa mörg verkanna verið sérstaklega tileinkuð þeim hjónum. Auk þess senda fjölmörg erlend tónskáld þeim verk sín og biðja þau að spila. Þau hafa nokkrum sinnum leikið með Fílharmóníuhljómsveitum Slóvakíu og Moravíu og Ungversku ríkishljómsveitinni við frábærar undirtektir, bæði sem einleikarar hvort í sínu lagi, fjórhent eða verk fyrir tvö píanó. Verk sprottin úr tékkneskri sönglaga- og dansahefð Morgunblaðið átti samtal við þau hjónin á heimili Peters Máté píanó- leikara, en hann var einmitt nem- andi Ludmilu „fyrir allmörgum ár- um“ eins og hann orðar það sjálfur. Þar sem blaðamaður er ekki vel að sér í tékkneskri tungu túlkar Peter viðtalið. „Við hefjum tónleikana með verkum eftir tékknesk tónskáld. Karel Husa og Jan Novák era nú- tímatónskáld, sá fyrrnefndi býr í Bandaríkjunum en sá síðarnefndi lést árið 1984. Báðir hafa þeir stór- an hluta ævinnar búið og starfað ut- an heimalandsins, í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Dvorák þarf vart að kynna en eftir hann leikum við Slavneska dansa op. 46, nr. 2, 6 og 7. Þessi verk eiga það sameiginlegt að vera sprottin úr tékkneskri sönglaga- og dansahefð og eru á þjóðlegum nótum. Eftir hlé er kom- ið að barnalögum úr Jeux d’Enfants op. 22 eftir Bizet. Hann er þekkt- astur fyrir óperana Carmen en fjöl- mörg verk hans era mjög skemmti- leg en fremur lítið þekkt. Þessi stuttu barnalög eru samin fyrir full- orðna píanóleikara og eru mjög skemmtileg og gefandi. Lokaverkið á tónleikunum er Fantasía í f-moll op. 103 eftir Schubert. Stærstur hluti píanótónlistar Schuberts era fjórhent píanóverk. Þessa fantasíu skrifaði hann árið sem hann lést, 1828, og tileinkaði það greifynjunni Karolinu Esterhazy, sem hann kenndi í Slóvakíu, þar sem hann starfaði um tíma. Ef grannt er hlustað má greina í því slóvakísk áhrif,“ segir Pavel. Stundum er slagur um pedalana Auk þess að kenna á píanó hafa þau hjón skrifað kennslubækur um það að leika fjórhent á píanó og tek- ið saman skrá yfir öll slík verk sem skrifuð hafa verið. Þá sitja þau í dómnefndum í fjölmörgum keppn- um hljóðfæraleikara, bæði í heima- landinu og erlendis. Eins og áður sagði koma þau einnig reglulega fram á tónleikum sem einleikarar og í kammerhópum, spila fjórhent eða verk fyrir tvö píanó. Oftast era þau beðin um að spila fjórhent eða á tvö píanó, þar sem slíkir píanóleik- arar eru ekki á hverju strái. Þau héldu upp á 40 ára samstarfsafmæli sitt í mars sl. Þau hljóta að vera samhent hjón eftir svo nána samvinnu í tónlistinni í áratugi? Pavel segir túlkun þeirra auðvitað alltaf vera málamiðlun milli skilnings tveggja einstaklinga á verkunum. „En vissulega er stundum slagur um pedalana, þeg- ar það er bara eitt píanó en tveir píanóleikarar. Þá getum við átt það til að sparka svolítið hvort í annað,“ segir kona hans glettin á svip. Þorpið eftir Jón úr Vör í Lista- klúbbnum Á DAGSKRÁ Listaklúbss Leikhús- kjallarans mánudagskvöldið 1. maí kl. 20.30 verður Þorpið eftir Jón úr Vör flutt af leik- urum Þjóðleik- hússins í minn- ingu skáldsins sem lést fyrir skömmu. Þorpið kom út árið 1946 og er fyrsta safn óbundinna ljóða, Jdn úr Vör sem á sínum tíma vora kölluð „at- ómljóð“ og ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Jón úr Vör er því frum- herji þess ljóðstíls, sem er orðinn ríkjandi í íslenskum ljóðskáldskap. Ljóðin fjalla um uppvaxtarár skálds- ins og æsku, lífið og lífsbaráttuna í þorpinu. Einnig mun kór fimmtíu ís- lenskra og grænlenskra kvenna Vox feminae og Nordisk kvinnekor, flytja söngdagskrá, meðal þess sem kórinn syngur er Konumar eftir Jón úr Vör við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Stjómandi kóranna er Sibyl Urb- ancic. N Y I R T I M í BORGARBÓKASAFNI frá 2. maí 2000 m Afgreiðslutími Borgarbókasafns verður þannig í sumar: BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Aðalsafn, Bókasafnið í Gerðubergi, Bústaðasafn og Foldasafn Mánudaga til fimmtudaga 10-20 föstudaga 11-19 S ó l h e i m a s a f n Setjasafn Mánudaga til fimmtudaga 10-19 föstudaga 11-19 Mánudaga 11-19 þriðjudaga til föstudaga 11-17 Viðkomustaðir bókabílanna eru yfir fjörutíu víðsvegar um borgina Upplýsingaþjónustan á Netinu WWW.borgarbokasafn.is eropin alla daga, allan sólarhringinn Velkomin a Borgarbókasafnið Bækur, blöð, tímarit, tónlist, margmiðlunarefni, Netið og margt fleira Opið um helgar frá 1. september Skírteini í Borgarbókasafni gilda einnig í Bókasafni Mosfellsbæjar og Bókasafni Seltjarnarness Bókasafn Mosfellsbæjar Mánudaga til fimmtudaga 13-20 föstudaga 13-18 Bókasafn Seltjarnarness Mánudaga 14-22 þriðjudaga til föstudaga 14-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.