Morgunblaðið - 30.04.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.04.2000, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í hinum njrju fínu geymslum Þjóðminjasafnsins. Þjóðminjar van- nýtt auðlind Elja og dugur einkennir fornleifafræðing- inn Margréti Hallgrímsdóttur, sem 25 ára gömul hóf fyrir 11 árum starf og forstöðu Minjasafns Reykjavíkur í Arbæjarsafni, samhliða umsjón uppgraftrar í Viðey, og tekur nú ótrauð við spennandi starfí þjóðminjavarðar eins og Elín Pálmadóttir fékk að heyra. PÁSKAR voru að ganga í garð þegar Margrét Hallgrímsdóttir þurfti að finna tíma til blaða- viðtals í hlaðinni dag- skrá og sagði bara ljúflega að koma heim til sín í Sigtúnið þegar fyrir- huguðum blaðamannafundi lyki um fimmleytið. Pótt þeim fundi væri af- lýst reyndist hún vera að nýta tím- ann uppi í Árbæjarsafni, þar sem hún enn heldur um stjórntaumana þar til nýr minjavörður hefur verið ráðinn. Á skírdag ætlaði hún í ferða- lag út á land með fjölskyldu sinni strax og hún hefði um miðjan dag innt af hendi skyldumætingu á opn- un Þjóðmenningarhússins. Þá mundu maður hennar og bömin fjögur bíða tilbúin til að leggja í hann. En heima biðu kökur fyrir barnaafmæli tvíburanna við heim- komuna úr páskafríinu á annan. Þrátt fyrir allt vottar ekki fyrir streitu er við Margrét setjumst í stofu með kaffibolla. Ekki laust við að blaðamaðurinn fái svolítið sam- viskubit þegar heyrist frammi í tví- burunum fimm ára, Auði og Brynj- ari, að koma heim, en Margrét segir bara hin rólegasta að pabbi þeirra, Guðlaugur Þórðarson, sjái með ágætum um þau, og svo eru dætur hennar, Arndís og Kolbrún Þóra Löve orðnar 10 og 14 ára gamlar. Og mikið rétt, enginn ónáðar nema sí- mtal frá menningarmálastjóra borg- arinnar um fund, sem ég heyri að hún færir jafnliðlega til. Margrét miklar sýnilega ekki fyrir sér hlut- ina, sem ganga áreynslulaust fyrir sig og með góðu geði, bæði í starfi og á heimili. Góð reynsla nýtist Þessi 36 ára gamla kona miklar heldur ekki fyrir sér að taka við hinu víðfeðma og fjölþætta starfi þjóðm- injavarðar, þegar það er leitt í tal. „Eg tel mig hafa fengið ágæta inn- sýn í minjavörslu landsins í heild í starfi mínu sem borgarminjavörður. Um leið hefi ég tekist á við fjöl- breytt verkefni, auðveld sem erfíð, og tel mig því hafa ágæta reynslu á sviði stjómunar og safnamála,“ seg- ir hún. „Nú við upphaf nýrrar aldar er afar spennandi tími framundan á því sviði og mörg sóknarfæri, sem mikilvægt er að nýta vel í Þjóðm- injasafni íslands. Eg hefi hug á að styrkja ímynd safnsins og alla starf- semi ekki síður en að skapa góða liðsheild innan þess og meðal safna- manna á landinu almennt. Ég trúi því að starfsreynsla mín, menntun og áhugi muni nýtast vel í því starfi." Við rifjum nánar upp þessa menntun og starfsreynslu. Margrét er Reykvíkingur og stúdent frá MR 1984, þar sem hún var í fommála- deild. Þá fór hún til Svíþjóðar í forn- leifafræði með klassíska sögu og lat- ínu sem aukagrein og lauk fíl.kand. prófi við Stokkhólmsháskóla þar sem hún var áfram í tvö ár í fram- haldsnámi í fornleifafræði. Og síðar, árið 1994, lauk hún svo sagnfræði- námi við HI með meiru, sem við komum að síðar. Um það leyti sem hún var að ljúka námi varð hún safnvörður í Árbæj- arsafni, og svo jafnframt ráðin til að stjóma fomleifarannsóknunum í Aðalstræti 8 og síðar í Viðey, sem vom þá hafnar. Það gekk mjög vel og tveimur ámm síðar var hún orðin borgarminjavörður. Hún kveðst hafa verið mjög heppin að fá þetta tækifæri, að henni var sýnt slíkt traust og veðjað á hana í starfið, þótt hún væri ekki nema 23ja ára gömul. „Árbæjarsafn hefur tekið vaxtarkipp síðustu 10 ár- in. Það hefur vaxið mjög frá að vera lítið safn með litla fjárveitingu og fáa starfsmenn í að vera stórt minjasafn, sem er ekkert langt frá stærð Þjóð- minjasafnsins. Þar em 20 starfs- menn allt árið, auk fjölmargra sum- arstarfsmanna. Það safn hefur líka vægi innan borgarkerfisins. Hefur verið mikið gert til að Minjasafn Reykjavíkur taki virkan þátt í allri uppbyggingu borgarinnar. Svo hefur þar orðið mikill vöxtur og þróun á sviði miðlunar, bæði hvað varðar sýningar og safnkennslu og ýmsa viðburði á vegum safnsins. Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á rannsóknir og minjavörslu á sviði sögu Reykjavíkur og mörkuð hefur verið stefna í ýmsum málum. Ekki hvað síst í byggingarsögu og fornleifafræði,“ segir Margrét og bætir við: „Það em ekki nema 10 ár síðan farið var að taka við fram- kvæmdir tillit til fornleifa. í raun var það ekki fyrr en í Við- ey. Og í framhaldi að fylgjast skipu- lega með framkvæmdum eins og gatnagerð og þessháttar í miðbæ Reykjavíkur. Það er orðinn stór þáttur í starfsemi Árbæjarsafns að fylgjast með fomleifum þar sem í gangi em framkvæmdir. En forn- Ieifar em á 200 stöðum í Reykjavík. Nám í öllum frístundum Þegar Margrét kemur heim frá Svíþjóð og tekur við þessum um- fangsmiklu störfum er hún komin með tvö börn. Samt tekur hún til viðbótar cand. mag. próf í sagnfræði frá Háskóla Islands 1994, sem er meira en að segja það. „Ég stundaði nám í sagnfræði í öllum mínum frít- íma í fimm ár. Oll kvöld og allar helgar fóm í þetta. En síðan hefi ég frekar verið að einbeita mér að námi á sviði menningarsögu og stjórnun- ar, tekið á námskeiðum safnfræði og tölvuvinnslu og nú síðast lagt mesta áherslu á stjórnunarnám," svarar Margrét einfaldlega. Hún skildi fyrir 8 ár- um og var ein í nokkur ár áður en hún hóf sambúð með Guðlaugi Þórðar- syni málarameistara. Var því einstæð um tíma á þeim ár- um sem hún var í sagnfræðináminu. Hvemig fór hún að þessu? „Með ómetanlegri aðstoð frá foreldmm mínum og föðurforeldmm barnanna og með því að nýta tímann á kvöldin þegar börnin vom sofnuð og um helgar. Ég er bara vön að vinna. Vann t.d. alltaf á þremur stöðum með menntaskólanum og á sumrin, á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og í verslun um helgar, við að bóna bíla o.fl. Hefi alltaf van- ist því að hafa mikið að gera.“ Ætli hún hafi verið svona athafnasöm frá fæðingu? Margrét hlær og kveðst líklega alltaf hafa verið hálf ofvirk, sem hafi reynst sér ágætlega. Ann- ars sé henni sagt að hún hafi verið frekar rólegur krakki. Og þannig virkar hún enn. í fimm ár eftir að hún varð borg- arminjavörður hafði Margrét á hendi stjórn á uppgreftrinum og rannsókum í Viðey. „Þetta er stór og viðamikil rannsókn og mikið verk óunnið í úrvinnslu. Ekkert hefur verið grafið í Viðey síðan 1995 en úr- vinnsla er í gangi. Draumur hennar er að hægt verði að gefa út niður- stöður í veglegri útgáfu. „Ég vona að hægt verði að mynda teymi sér- fræðinga frá Þjóðminjasafni og Ár- bæjarsafni til að vinna að úrvinnslu gagna úr þessu gríðarlega magni af upplýsingum sem komu upp, sem er í rauninni endalaust verk. Þegar tími er til kominn vona ég að verði áhugi á að halda áfram uppgreftri, því það er mikið órannsakað í Við- ey.“ Auk þessa hefur Margrét átt sæti í fornleifanefnd ríkisins frá 1990 og verið formaður hennar frá 1999. Svo hefur hún brugðið fyrir sig stundakennslu í íornleifafræði við sagnfræðiskor HI. Ég furða mig enn á hvemig hún hefur komist yfir þetta, ekki síst meðan hún var ein. „Það fer bara eftir því hve skipu- lagður og virkur maður er,“ svarar hún að bragði. „Ég vinn mjög hratt. Og þegar maður er einn þá hefur maður svo mikinn tíma, sem ég nýtti vel. Nú hefi ég á móti mikinn stuðn- ing af manni mínum.“ Óaði hana ekkert við þessum stóru verkefnum þegar hún kom að þeim svona ung? „Nei, nei, þá leið mér ekkert þannig. Fannst þetta bara ógurlega spennandi og áhugavert. Svo ég hellti mér út í það. Kannski var það af því að ég var svo ung að mig óaði ekki við því þá. Og nú er maður reynslunni ríkari. Það er óneitanlega dýrmæt reynsla að fá að takast ungur á við svona krefjandi stjórnunar- störf. Þetta var mjög fjöl- breytt og skemmtilegt starf. Og það kom á skemmtilegum tíma, þeg- ar var gróska og upp- bygging. Var mikil vakning í um- hverfismálum og þar með minjavemd. Ég hefi líka verið mjög heppin með samstarfsfólk í Ái'bæj- arsafni og borgarkerfinu almennt. Unnið með góðu fólki innan safns- ins, menningargeirans og haft frá- bæra yfirmenn. Fyrir utan að það eru alger forréttindi að fá að vinna á svona fallegum stað sem í Árbæjar- safni. Ég á eftir að sakna þess mjög mikið. En mér fannst ég að vissu leyti vera búin að ná og gera það sem mig langaði, þ.e. að gera átak í minja- vörslu, þannig að minjavarsla væri orðin sjálfsagður þáttur í uppbygg- ingu borgarinnar. Líka að gera átak á sviði miðlunar, sýninga, safn- kennslu og viðburða hverskonar. Mig langaði til að styrkja ímynd Ár- bæjarsafns. Að þar væru mjög fjöl- breyttar sýningar og öflugt fræðslu- starf. Mig langaði til að ljúka endurbyggingu þessara húsa sem þá var búið að flytja í safnið og biðu endurbyggingar. Mikið átak hefur verið gert í því síðustu árin. Hins vegar hefur ekkert hús verið flutt í safnið. Enda hefi ég þá stefnu að helst eigi að varðveita þús á sínum upprunalega stað. í Árbæjarsafni erum við að að opna mjög margar vandaðar sýningar núna, þar á með- al nýja langþráða fasta sýningu um sögu Reykjavíkur í Lækjargötuhús- inu, sem er grunnsýning safnsins í öllu fræðslustarfi þess. Það er okkar stærsta framlag til menningarborg- arinnar Reykjavík. Svo eru sérsýn- ingar í öllum hinum húsunum. Mjög góð aðsókn er að safninu og við get- um verið ánægð, enda safngestir ánægðir með þjónustu safnsins og sýningar. Bæði íslendingar og ferðamenn koma og líka skólafólk. Safnið er í mjög góðum gír, eins og maður segir. Að mörgu leyti er ég búin að ná fram því sem ég vildi. Og ég held að það geti verið gott að fá nýjan stjórn- anda í safnið með ferskar hugmynd- ir. I Árbæjarsafni er samstilltur hæfur hópur og þar ríkir góður starfsandi. Ég er þar ennþá með annan fótinn og við hjálpumst að til að láta þetta ganga þar til ég er laus, sem væntanlega verður alveg á næstunni. Mér er mjög annt um Árbæjar- safn og er stolt af því,“ heldur Mar- grét áfram. „Mundi vilja leggja áherslu á að þessi tvö stóru söfn í landinu, SJÁBLS.24 Vöxtur á sviði miðlunar Spennandi verkefni framundan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.