Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 26

Morgunblaðið - 30.04.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Við aðgerðir inni í sjálfum heilanum er fátt um kennileiti að styðjast við, segir Steen Magnús Friðriksson yfir- læknir á heilaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Linköping. Siglingafræði í þokunni Steen Magnús Friðriksson er yfírlæknir á heilaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lin- köping í Svíþjóð. Auk skurðlækninganna er hann að hanna tæki við annan mann, sem hann vonast til að geti bætt gjörgæslu eftir heilaskurðaðgerðir. Ragnhildur Sverris- dóttir hitti Steen Magnús þegar hann sótti árlegan fund bandarískra heilaskurðlækna í San Francisco á dögunum. STEEN Magnús er á 39. aldursári. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980 og prófi frá læknadeild Háskóla íslands árið 1986. Að námi loknu starfaði hann á sjúkrahúsum í Reykjavík og í eitt ár sem héraðslæknir á Olafsfirði. Hann ætlaði sér alltaf að fara í fram- haldsnám í skurðlækningum, en fyrstu árin eftir að hann lauk námi í Háskólanum var hann óákveðinn í því hvaða sérfag yrði fyrir valinu. Starf hans á Borgarspítalanum leiddi hann á þá braut, sem hann hef- ur fylgt síðan. „Eg starfaði um tíma á slysadeild Borgarspítalans. Um þær mundir vantaði aðstoðarlækna til starfa á heilaskurðdeild og ég ákvað að slá til. Eftir það var aldrei spurn- ing hvaða skurðlækningar yrðu fyrir valinu, ég fann að þetta var mitt fag.“ Steen Magnús ákvað að fara í framhaldsnám til Svíþjóðar haustið 1990. Hann ritaði bréf til allra sex háskólasjúkrahúsanna í Svíþjóð og óskaði eftir að komast þar að í fram- haldsnám í tauga- og heilaskurð- lækningum. „Ég fékk í fyrstu aðeins jákvætt svar frá háskólasjúkrahús- inu í Umeá og var á leiðinni þangað þegar loksins barst svar frá Linköp- ing. Mér leist betur á það sjúkrahús, svo ég söðlaði um og fór þangað.“ Steen Magnúsi leist í fyrstu ekki á blikuna í Linköping, því nokkrar væringar höfðu verið innan sjúkra- hússins og heilaskurðdeildarinnar næstu mánuði og ár fyrir komu hans þangað. „Þarna ríkti hálfgert eftir- stríðsástand, eftir sviptingar milli lækna. Núverandi yfirmaður deild- arinnar, Jan Hillman, var hins vegar tekinn við eftir þessa valdabaráttu og andrúmsloftið fór fljótt batnandi. Þama störfuðu sjö skurðlæknar og nokkur fjöldi lækna á mismunandi stigum framhaldsnáms." Aðstoðaryfírlæknir hálfu ári eftir sérfræðileyfí I náminu naut Steen Magnús handleiðslu Jans Hillmans, sem hann segir einn færasta heilaskurð- lækni á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. „Hann hafði það hlut- verk gagnvart mér að íylgjast með að ég tæki eðlilegum framförum sem skurðlæknir, fengi sífellt erfiðari verkefni að glíma við og gæta þess að ég færðist ekki of mikið í fang. Það var líka í hans verkahring að fylgjast með að ég sækti nauðsynleg nám- skeið og læsi það námsefni sem til- greint er í námsskrá. Framhaldsnám í skurðlækningum er nær eingöngu verklegt, en hluti þess er akadem- ískt, því í raun er ætlast til að menn takist á við doktorsverkefni. Það er engin skylda og nokkuð misjafnt hvort menn næla sér í þá gráðu, en ef þeir gera það ekki er líklegt að það standi þeim fyrir þrifum síðar meir. Þegar ráðið er í stöður er til dæmis mun líklegra að sá verði fyrir valinu sem er með doktorsgráðu, jafnvel þótt hann sé tvímælalaust síðri skurðlæknir. Þetta er hins vegar vandamál á mörgum stærri sjúkra- húsum, þar sem yfirlæknarnir eru fræðimenn með doktorsgráðu og á kafi í rannsóknum, en eru vægast sagt minni spámenn sem skurðlækn- ar. Það er einkennilegt að hæfni manna sem skurðlæknar skuli ekki lögð að jöfnu við gráðuna." Steen Magnús er sjálfur að vinna að doktorsritgerð sinni, en þótt þá gráðu vantaði kom það ekki í veg fyr- ir að hann væri skipaður aðstoðaryf- irlæknir heilaskurðdeildarinnar í Linköping í árslok 1996, aðeins hálfu ári eftir að hann lauk sérfræðinám- inu og hann var skipaður yfirlæknir í nóvember á síðasta ári. Reyndar hafði honum sóst námið svo vel að honum var treyst til að ganga bak- vaktir áður en hann fékk sérfræði- leyfið, sem hann viðurkennir að sé óvenjulegt. Sérfræðinámið tekur fimm og hálft ár, en Steen Magnús segir að flestir séu hátt í tíu ár að öðl- ast þá þekkingu og þjálfun sem þarf til að geta tekið algjörlega sjálfstæð- ar ákvarðanir í starfi. Hann hafi not- ið stuðnings frá yfirmanni sínum þegar hann byrjaði að ganga bak- vaktir, en hálfu ári eftir að hann lauk sérfræðináminu var hann orðinn að- stoðaryfirlæknir og sjálfstæður í starfi. „Ég hef sjálfsagt fengið tæki- færi snemma vegna þess að deildin er fremur lítil og erfitt að manna all- ar vaktir. Heilaskurðlækningar eru þess eðlis, að það er sjaldan hægt að láta verkefnin bíða, jafnvel ekki fram á næsta dag. Bráðatilfelli, sem þarf að takast á við á vaktatíma, eru milli 40 og 50% allra tilfella sem til okkar koma. Það er því hægara sagt en gert að skipuleggja starfið fram í tímann. Við gerum áætlanir um að- gerðir í viku í senn, en oftast er þeim áætlunum kollvarpað margsinnis vegna bráðatilfella. Öðrum tilfellum getum við heldur ekki frestað nema í mjög skamman tíma. Það er ekki óal- gengt að almenna skurðdeildin sé með 1-2 ára biðtíma eftir einfaldari aðgerðum, en á heilaskurðdeildinni er lengsti biðtíminn 2-3 mánuðir. Slík bið er þó afar sjaldgæf, eðli málsins vegna.“ Reyndar leit svo út um tíma að Steen Magnús gæti ekki fengið sér- fræðileyfið að loknu fimm og hálfs árs framhaldsnámi, vegna atburða heima á Islandi nokkrum árum áður. „Þegar ég hafði lokið kandidatsárinu heima hafði þáverandi fjármálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, hækkað gjald fyrir lækningaleyfi úr fimm þúsund krónum í fimmtíu þús- und krónur. Líkt og margir í mínum árgangi tók ég ekki út leyfið mitt, enda hafði ég hvorki efni á því né fannst mér fjármálaráðherra hafa forsendur til hækkunarinnar. Ég neyddist hins vegar til að leysa leyfið út á þessu okurverði áður en ég hélt til Svíþjóðar, hálfu öðru ári eftir að ég hefði getað fengið það. Svíar áttu bágt með að trúa því að ég hefði í raun haft lækningaleyfið lengur en útgefið plagg gaf til kynna og það kostaði miklar bréfaskriftir á milli Svíþjóðar og íslands að fá þessu kippt í lag. Ef Svíarnir hefðu neitað að taka upplýsingar frá yfirlæknum heima gildar, þá hefði ég þurft að bíða átján mánuðum lengur eftir sérfræðileyfinu. Þaraa höfðu því að- gerðir stjómvalda heima næstum gert mér erfitt fyrir. Það má svo geta þess að þessi fáránlega hækkun á leyfisgjöldum var tekin til baka þeg- ar ný ríkisstjóm settist að völdum og ég fékk muninn endurgreiddan." Milljón manna umdæmi Sérfræðingar í heila- og tauga- skurðlækningum fást við skurðtæka sjúkdóma og afleiðingar slysa í mið- taugakerfi og úttaugakerfi. Til mið- taugakerfisins telst heilinn og mæn- an, en úttaugakerfið nær yfir allar aðrar taugar. Starf Steen Magnúsar hefur beinst að aðgerðum á heila og mænu. Sjúkrahúsið í Linköping sinnir þremur lénum með samtals einni milljón íbúa. „Skipting lénanna á milli sjúkrahúsa hefur verið í mjög föstum skorðum, en árið 1993 var lénunum gefið frjálst hvaða háskóla- sjúkrahús þau skipta við. í reynd hafði þetta litlar breytingar í for með sér, en nú bendir ýmislegt til að það sé að breytast," segir Steen Magnús. „Stjóm sjúkrahússins í Linköping á til dæmis í viðræðum við sjúkrahús Örebro léns, sem hefur hingað til sent þá sjúklinga, sem þurfa á há- tækniaðgerðum, á borð við hjarta- og heilaskurðlækningar, að halda, til háskólasjúkrahússins í Uppsölum. Af ýmsum ástæðum vilja þeir fremur skipta við okkur og ef það gengur eftir myndi 400 þúsund manna svæði bætast við umdæmi okkar. Háskóla- sjúkrahúsið í Linköping er annað tveggja minnstu háskólasjúkrahús- anna í Svíþjóð, ásamt sjúkrahúsinu í Umeá, sem er líka með milljón manna svæði. Sumir vilja leggja þessi minnstu sjúkrahús niður, en ég efast um að það væri einhver hag- ræðing í því. Háskólasjúkrahúsin em dreifð yfir landið og sameining myndi aðeins þýða lengri og erfiðari sjúkraflutninga." Fátt um kennileiti í heilanum Tækniframfarir í skurðlækning- um em örar og Steen Magnús segir að það eigi ekki síst við um heila- skurðlækningar. „Efst á baugi und- anfarin 3-5 ár er svokölluð neuro navigation, sem er líklega hægt að kalla siglingafræði taugalækninga. Á sýningu, sem haldin var í tengslum við ársþing bandarískra heilaskurð- lækna, var mikil áhersla lögð á þessa tækni. Þetta er háþróuð tölvutækni, sem heilaskurðlæknar nota til að leiðbeina sér við aðgerðir. Við að- gerðir inni í sjálfum heilanum er fátt um kennileiti að styðjast við og eitt af því sem er mest krefjandi í náminu er að ná smám saman þrívíddartil- finningu fyrir heilanum, svo hægt sé að gera sér grein fyrir í hvaða átt er verið að vinna og hvert má alls ekki fara. Þetta er stundum eins og sigl- ing í þoku og þá er nauðsynlegt að hafa siglingatæki. Neuro navigation gerir okkur kleift að ná áttum inni í heilanum. Tæknin er í einföldu máli sú, að heilaskurðlæknirinn heldur á pinna með 2-3 litlum ljósdíóðum, sem myndavélar inni á skurðstofunni nema. Myndavélamar eru tengdar tölvu, sem sýnir höfuð og heila sjúk- lingsins í hvaða sneiðum og frá hvaða sjónarhomi sem er. Skurðlæknirinn getur bent með þessum pinna á æxli, eða á skil á milli æxlis og heila. Skilin sjást miklu betur á skjánum en skurðlæknirinn getur séð með ber- um augum. Svona siglum við í þok- unni.“ Þrátt fyrir að neuro navigation sé tæknibylting, þá dugar hún ekki alla leið, því um leið og höfuðið er opnað breytast skilyrðin sem vom fyrir hendi þegar myndirnar voru teknar fyrir aðgerð. Heilavökvi sleppur út og loft fer inn, svo heilinn getur færst til. „Þetta á ekki síst við þegar búið er að fjarlægja hluta af æxli, því þá færist heilinn og upplýsingarnar sem vom inni í tölvunni em orðnar úreltar. Skilin geta verið nokkmm millimetmm lengra til vinstri eða hægri en myndin segir til um. Þessi frávik höfum við ekki ennþá náð að leiðrétta. Þessu má líkja við þau frá- vik, sem em í GPS-staðsetningar- kerfinu. Með því kerfi er hægt að sjá nokkum veginn hvar maður er staddur hveiju sinni, en þar skeikar tugum metra til eða frá.“ Steen Magnús segir að næsta skref verði að hanna nákvæm tæki, sem geta gefið mynd af heilanum jafnóðum. „Það er mjög erfitt við- fangs, því þá þarf segulómtæki inn á skurðstofu. Segulómtæki em geysi- stórir hólkar, sem sjúklingur þarf að liggja inni í. Nú er búið að hanna ný slík tæki, þar sem skurðlæknirinn getur staðið inni í tækinu, á milli seglanna. Skurðarborð, öll skurð- tæki og önnur áhöld em þá úr óseg- ulmögnuðu efni, því segulmagn tæk- isins er svo mikið að það dregur að sér alla málmhluti. Þetta er auðvitað ákaflega þungt í vöfum og dýrt, en er samt sú tækni sem verið er að þróa núna. Ég held þó að eftir fáein ár verði þessi tækni orðin miklu full- komnari og tækin minni og meðfæri- legri.“ Þrátt fyrir takmarkanir núverandi siglingakerfis, neuro navigation, þá nýtist það samt sem áður. „Við höf- um vissulega ýmis not af núverandi tækni, til dæmis þegar æxli er ná- lægt eða hefur jafnvel ýtt til hliðar mikilvægum heilastöðvum. Þá skipt- ir miklu að vera nákvæmur í aðgerð- inni, svo heilastöðin skemmist ekki. Helstu kennileitin, sem við höfum á heilanum, eru fellingarnar á heila- berkinum. Við þekkjum sumar þess- ara fellinga vel og vitum að undir þeim eru mikilvægar æðar og í kringum þær eru ákveðnar stöðvar, eins og talstöðvar, sjónstöðvar og hreyfistöðvar. Það er hins vegar breytilegt frá einum sjúklingi til annars hversu stór þessi svæði eru. Núna hefur komið fram mjög spenn- andi aðferð innan segulómtækni, sem hjálpar okkur mikið. Við segul- ómrannsókn er hægt, með ákveðnu áreiti, að fá vissar heilastöðvar til að lýsa og þannig er hægt að sjá ná- kvæmlega hvemig þær liggja, hvemig æxli hafa ýtt þeim til hliðar eða skemmt þær. Við getum svo matað tölvu nákvæmlega á þessum upplýsingum og þegar höfuðið er opnað vitum við betur en áður undir hvaða hluta heilabarkarins stöðin liggur. Þetta er reyndar erfitt með talstöðvar, því talið er nátengt æðri heilastarfsemi og bara við það að tala em margar heilastöðvar virkar í einu.“ Tæki til að mæla súrefnis- streymi til heilans Steen Magnús lætur ekki heila- skurðaðgerðimar einar til sín taka. „Það er til lítils að leggja mikið á sig við skurðaðgerðina, ef gjörgæsla heilans eftir aðgerðina er ófullnægj- andi. í gjörgæslunni hafa orðið mikl- ar framfarir á síðustu ámm. Sem dæmi um það má nefna, að nú em lagðar örsmáar leiðslur inn í heilann, svo hægt sé að skola út örlitlum millifrumuvökva úr heilaveggnum á klukkustundar fresti. Vökvinn er greindur í sérstökum tækjum, með það fyrir augum að geta numið breytingar sem benda til fmmu- dauða.“ Steen Magnús segir að slys og flestir bráðasjúkdómar, blæðingar og blóðtappar í heila, komi af stað keðjuverkun og aðleiðingar hennar ógni lífi eða valdi miklu meiri skaða en upphaflega áfallið benti til. „Við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.