Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Inga Sólnes. Morgunblaðið/Kristinn FORRETTINDIAÐ VINNA MEÐ FRÍTÍMA FÓLKS VIÐSKIPTLHVINNULfF ÁSUNNUDEGI ► Fyrir um Qórum árum lét Inga Sólnes verða af því að láta draum rætast. Að verða sinn eigin herra eins og sagt er, en kannski væri nær að segja í þessu tilviki sín eigin frú. Eftir áralanga starfsreynslu á sviði ferðaþjónustu, stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki ásamt Hildi Jónsdóttur landfræðingi og telur sig hafa skapað sér nokkra sérstöðu á fjölbreytilegum markaði greinarinnar. Morgunblaðið ræddi við Ingu um fyrirtækið, Gestamóttökuna ehf, á dögunum. ehir GuUmund Guðjónsson INGA er fædd á Akureyri, eig- inmaður hennar er Jón Sigur- jónsson viðskiptafræðingur og synir þeirra þrír eru Karl, Friðrik og Pétur. Hún útskrifaðist frá MA og því næst nam hún dönsku og frönsku við Háskóla íslands. Þaðan lá leiðin til ársdvalar í Frakk- landi til bættara frönskunáms og því næst hélt hún til Bretlands þar sem hún lauk BA-námi í félagsvísindum með aðaláherslu á félagsfræði, auk þess að vinna í nokkur ár á skrif- stofu Flugleiða í Lundúnum. í Bret- landi var staldrað við í alls átta ár, eða til ársins 1983, að leiðin lá aftur heim á ný þar sem hún kenndi í fyrstu félagsfræði við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti jafnframt því að nema uppeldis- og kennslufræði í Háskóla íslands. Hún hafði lengi verið viðloðandi ferðaþjónustuna, m.a. starfað sem leiðsögumaður í dagsferðum frá Akureyri til Mý- vatns á skólaárum sínum fyrir norð- an, og „lært þar að þylja þjóðsög- urnar og jarðfræðina, kannski heldur meira en maður vissi og kunni“, eins og hún kemst að orði. En á þeim árum kviknaði baktería sem lognaðist aldrei út af og þá þeg- ar lauk hún námi við Leiðsögu- mannaskólann, sem í þá daga var rekinn af Ferðaskrifstofu ríkisins. Samfara kennslustarfinu vann Inga sem leiðsögumaður á sumrin, en síðan breyttust áherslur. „Upp úr því fór ég að vinna hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamála og var með í að koma þeirri stofnun af stað. Árið 1989 var ég síðan ráðin sem upp- lýsingafulltrúi hjá Ferðamálaráði. Þá tók ég mér hlé frá kennslu og má segja að þar með hafi ég verið komin á fullt í ferðaþjónustunni. Eftir nokkur ár hjá Ferðamálaráði fór ég síðan til framkvæmdastjórastarfa fyrir Ferðamálaráð Vestnorden, sem er samstarf milli ferðamálaráða landanna þriggja, íslands, Græn- lands og Færeyja, en þegar skrif- stofa Vestnorden fluttist til Fær- eyja, eftir fjögur ár, þá var enn komið að því að staldra við og líta í kring um sig. Þá byrjaði ég að hugsa fyrir al- vöru um að stofna mitt eigið fyrir- tæki, vera minn eigin herra eins og sagt er. Ég hafði fengið hugmyndir, séð fyrir mér nýtt svið og vildi láta á það reyna hvort ég gæti ekki útfært þær. A sama tíma var auglýst eftir þátttöku í átaksverkefni á vegum Iðntæknistofnunar, Reykjavíkur- borgar og félagsmálaráðuneytisins, sem voru að hleypa af stokkunum átaksverkefni með námskeiðum til að hvetja konur til þátttöku í stofn- un og stjórnun fyrirtækja. Það var tilviljun að þetta bar upp á sama tíma, en ég skellti mér í Brautar- gengið og sé ekki eftir því. Þar lærði ég margt gagnlegt sem komið hefur mér til góða síðan og kjaminn úr fé- lagsskapnum lifir enn,“ segir Inga. Þríþætt starfsemi Komið er að því að spyrja Ingu út á hvað fyrirtækið gengur og hvað það sé sem gefi því sérstöðu þá sem hún talar um. „Mínir helstu viðskiptavinir eru innlendir aðilar, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar og ég sinni mest er- lendum gestum þessara aðila. Ég hef sett dæmið þannig upp að starf- semi Gestamóttökunar telst vera í stórum dráttum þríþætt. í fyrsta lagi skipulegg ég ráðstefnur, fundi, málþing og þess háttar. Ef ég nefni dæmi þá hef ég skipulagt ráðstefnur fyrir félagasamtök og stofnanir, m.a. ÍTR, Fræðslumiðstöð Reykja- víkur og Félagsþjónustuna í Reykjavík, ráðstefnur á vegum Landlæknisembættisins og sér- greina innan læknisfræðinnar. Einnig erum við að skipuleggja verkefni fyrir Háskóla íslands fyrir árin 2001 og 2002. Þama er nýr akur til að plægja, því í mörgum af þeim tilvikum sem ég hef nefnt hafa að- standendur ráðstefnanna sjálfir ver- ið að skipuleggja svona uppákomur með ófyrirséðu vinnuálagi. Það hef- ur reynt vemlega á viðkomandi og mikilvægt að geta sett slíka vinnu í hendur fagfólks. Reynslan og tæknin hafa gert okkur kleift að vinna að svona fund- um og ráðstefnum að vaxandi krafti. T.d. notum við sérhannað skráning- arform sem auðveldar allt utanum- hald og skipulag ráðstefnunnar. Einnig færist það í vöxt að þátttak- endur skrái sig á Netinu og öll sam- skipti við ráðstefnugesti fari fram í rafrænu formi. Við aðstoðum einnig við að finna fyrirlesara og vera í sambandi við þá ásamt því að hafa samband við fjölmiðla og senda út fréttatilkynningar og koma á viðtöl- um í fjölmiðlum við fyrirlesara og al- mennt að vekja athygli á ýmsu áhugaverðu efni sem kynnt er á við- komandi ráðstefnu eða fundi. Annar þáttur starfseminnar er, að við tökum á móti og skipuleggjum sérferðir fyrir hópa, s.s. hvataferðir og viðskiptaferðir. Sérsniðnar ferðir fyrir sérhópa, engar tvær ferðir eins. Allt byggt á sérkennum og áhugamálum hvers hóps fyrir sig. Hér reynir mikið á þekkingu á því sem er í framboði á sviði ferðaþjón- ustu hverju sinni, s.s. mismunandi afþreyingu, mismunandi framboð í gistingu. Hér er aðallega um að ræða erlenda hópa en einnig tökum við að okkur að setja upp ferðir fyrir íslensk fyrirtæki, t.d. öðruvísi ferðir fyrir starfsmannahópa og afþrey- ingu samfara fundahöldum og nám- skeiðum. í þriðja lagi getum við sagt að fyr- irtækið veiti heildarlausnir fyrir ís- lensk fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir sem hafa mikil erlend um- svif og fá fjölda gesta hingað heim. Við gerum kostnaðar- og ferðaáætl- anir, aðstoðum við að sækja gestina á flugvöllinn, bókum gistingu og er- um í sambandi við gestina fýrir hingaðkomuna til að geta mætt sem best áhugamálum og óskum hvers og eins. Þetta er grein sem heitir á ensku „hospitality services", en ég hef enn ekki fundið íslenskt heiti yf- ir hugtakið. Hér áður fyrr þótti það sjálfsagt mál að starfsmenn fyrir- tækja færu með gestina að Gullfossi og Geysi og hefðu jafnvel ofan af fyrir þeim um helgar. Við sjáum gjarnan um að útvega góða og reynslumikla akandi leiðsögumenn ef um smærri hópa er að ræða, út- búum nesti og aðrar veitingar til far- arinnar og skipuleggjum sérferðir við hæfi sem miðast við þann tíma sem til ráðstöfunar er. Óskir um hvers kyns afþreyingu og ævintýramennsku fara sífellt vaxandi. Sem dæmi mætti nefna sí- vinsælar jökla- og vélsleðaferðir, flúðasiglingar og nú síðast kajak- ferðir sem njóta ört vaxandi vin- sælda. Hestaferðir eru alltaf jafn- spennandi sem og veiðiferðir, golf og fleira. Ekki má heldur gleyma hvalaskoðunarferðum með tilheyr- andi sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Af því þú spurðir einnig hver sérstaðan er þá liggur hún einmitt í þessari fjölbreytni. Ég er með ferða- skrifstofuleyfi frá samgönguráðu- neytinu og margt í starfseminni er líkt og gerist innan veggja hjá ferða- skrifstofu. En við erum samhliða að bjóða upp á kynningarstörf og al- mannatengsl. Bjóðum, eins og ég sagði, heildarlausnir þar sem hugs- að er um hlutina fyrir viðskiptavin- inn frá a til ö. Þar liggur sérstaðan. Náttúrulögmál? Inga lætur vel af gengi sínu og segir hægan og traustan stiganda hafa verið í verkefnum sínum. En hún vill segja nánar frá hvötum þeim sem voru að baki tilraunar sinnar með fyrirtækjarekstur. „Það er skrýtið með ferðaþjónust- una, þar eru konur líklega 80-90% starfskraftanna. Maður lítur yfir stóra ferðaskrifstofu og þar eru ekk- ert nema konur. Þ.e. þar er einn karl og hann er yfirmaðurinn. Ég velti fyrir mér hvort þetta væri hreinlega náttúrulögmál og fór ekki síst af stað vegna þess að ég vildi sjá hvort það væri ekki staðreynd að konur geti líka verið við stjórnvölinn. Ég fór kannski dæmigerðan kvennaveg að þessu, tók engin lán, fékk lánuð húsgögn, kom með símtól að heim- an. Andi hagsýnu húsmóðurinnar sveif yfir vötnunum og fyrir vikið skuldar fyrirtækið ekkert. En annars er þetta með þátttöku kvenna að breytast. Brautargengið hjálpaði mikið og konur hafa verið að stofna fyrirtæki síðustu árin og það með góðum árangri. Fleiri hvetjandi verkefni eru nú í gangi fyrir konur og má þar nefna Auður í krafti kvenna, sem lofar góðu“ Hvernig gengur sambúðin við ferðaskrifstofur og aðra sem starf- semin kann að skarast við? „Ég hef ekki orðið vör við nei- kvæða strauma í minn garð, en það hefur enginn heldur boðið í mig enn þá! Það gæti hugsast að ég hafi komið inn á svið sem keppinautarnir eru kannski bara fegnir að vera lausir við. Þetta er mjög persónu- legt, tímafrekt og smámunasamt þjónustustarf, mikil binding og mikil skorpuvinna. Þetta er líka vinna sem gefur oft lítið af sér, þá á ég við að skipulagning á fundi eða ráðstefnu getur tekið tvö ár, en ég sé enga peninga fyrr en kannski mánuði eft- ir að viðkomandi viðburði lýkur. Þá er tímakaupið oft og iðulega orðið fremur broslegt. A móti kemur að ég held ég sé löngu búin að sanna og sýna fram á að hér er um þarfa þjón- ustu og starfsemi að ræða. Lykillinn að því að láta svona fyrirtæki ganga er að hafa gaman af því sem maður er að gera.“ Hvernig sérðu fyrir þér næstu ár- in og gætu orðið áherslubreytingar hjá fyrirtæki þínu? „Framtíðin er björt, það er ekki spurning. Ég sé mörg sóknarfæri og raunar er ég þegar byrjuð að vinna að stórum verkefnum. Ég get nefnt nokkur sem sýna jafnframt hvað fjölbreytnin er mikil. Ég er t.d. að undirbúa 30 ára útskriftarafmæli fyrir hóp norskra hjúkrunarfræð- inga, alþjóðlegt golfmót fyrir Odd- fellow-regluna og ráðstefnu fyrir Biskupsstofu og Framtíðarstofnun um samspil trúarbragða og vísinda á nýrri öld, í tilefni af kristnitökuhá- tíðinni. Varðandi áherslubreytingar, þá er starfsemin í sjálfu sér mótuð þó að maður reyni alltaf að gera betur og standa sig sem best í þjónustu- hlutverkinu. Fjöllin Inga segir að alltaf sé meira að gera á sumrin, en það hafi verið að breytast og það sé af hinu góða. „Það hefur verið rólegra á veturna, en ég reyni, í samvinnu við íslensk fyrirtæki, að leggja meiri áherslu á að þetta verði heilsársþjónusta. Það á ekki við mig að vera alveg negld niður í fjóra mánuði. Ég þarf að komast á fjöll eins og aðrir.“ Hefur þú þurft að neita þér um slíkar lífsins nauðsynjar? „Nei, ég segi nú bara svona. Ég hef alltaf fundið smugur til að láta mig hverfa, enda væri ég lélegur ferðaskipuleggjandi ef ég kynni ekki að njóta þess að vera ferðamaður sjálf endrum og eins. Reyndar var það leiðsögumannsstarfið forðum daga og Mývatnssvæðið séð með augum útlendingsins, sem opnaði augu mín fyrir dásemdum íslands og núna fer ég helst ekki til útlanda yfir björtustu sumarmánuðina. En eins og ég hef komið að áður, vinnan er skemmtileg og gefandi. Það er eitthvað í manni sjálfum sem fellur vel að þessu verki. Mér finnst ein- hvem veginn eins og ég sé komin á rétta hillu í lífinu,“ segir Inga. Sérðu kannski eftir að hafa ekki gertþetta fyrr? „Ég hef aldrei viljað hugsa út í það á þann hátt. Það hefur kannski blundað í mér lengi að gera svona, en það lá ekki ofarlega. Kannski hafði ég ekki þroska til að gera það fyrr en núna og ef það er rétt þá var rétti tíminn einmitt núna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.