Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
1. MAÍ
DAGUR verkalýðsins, 1.
maí, er hátíðlegur hald-
inn á morgun. Við lok aldarinn-
ar er ljóst, að svo mikil um-
skipti hafa orðið á högum
verkafólks og launþega al-
mennt, að þar hefur orðið bylt-
ing frá því sem var í upphafi
aldarinnar.
Bættur hagur og breyttur
tíðarandi valda því, að hlutverk
verkalýðsfélaganna, allavega á
Vesturlöndum, er nú allt annað
en það var. I sumum tilvikum
fer ekki á milli mála, að þau
eiga í erfiðleikum með að fóta
sig við nýjar aðstæður.
Kröfuganga 1. maí á Islandi
og í nálægum löndum er ekki
fyrst og fremst ganga til þess
að krefjast betri kjara heldur
til þess að minna á söguna og
halda í heiðri minningu frum-
herjanna, sem við erfiðar að-
stæður tóku upp baráttu fyrir
bættum kjörum fátæks fólks.
Nú er sátt um það í okkar
þjóðfélagi og víða annars stað-
ar að launþegar eigi rétt á að fá
sinn skerf af batnandi hag
þjóðarinnar allrar og kjara-
samningar eru fyrst og fremst
samningaviðræður um hvernig
kökunni er skipt en ekki hvort
henni sé skipt.
Þegar svo er komið er hægt
að velta því fyrir sér, hvort
ekki sé tímabært að verkalýðs-
félögin á Vesturlöndum, sem
búa yfir miklum mannafla og
miklum fjármunum, einbeiti
sér að því að stuðla að bættum
hag verkafólks í þeim löndum,
þar sem enn ríkir fátækt og
jafnvel hungursneyð.
Staðreyndin er sú, að þjóðir
Vesturlanda og sumar Asíu-
þjóðir hafa það svo gott, að það
liggur við að þær eigi erfitt
með að nýta sér tækifæri til
enn bættra kjara.
I sumum hlutum heimsins
lifir fólk hins vegar við ömur-
legar aðstæður sem að nokkru
leyti svipar til þess, sem átti
við um verkafólk í Evrópulönd-
um á síðustu öld og í byrjun
þessarar aldar.
Hvaða viðfangsefni er mikil-
vægara fyrir hinar ríku þjóðir
Vesturlanda en að hjálpa þess-
um meðbræðrum sínum til
þess að brjótast frá fátækt til
bjargálna? Hvaða verkefni eru
meira gefandi en einmitt að
gera stórátak í þessum efnum?
Hin kalda staðreynd er sú,
að þjóðir Vesturlanda loka
augunum fyrir hlutskipti þessa
fátæka fólks nema stöku sinn-
um, þegar myndir af hörmun-
gum þess birtast á sjónvarps-
skjánum í tilefni af
söfnunarátaki hjálparsamtaka.
Er þetta viðunandi? Getum við
verið þekkt fyrir þetta?
Ef verkalýðsfélög hinna ríku
þjóða heims sameinuðust í
nýju átaki til þess að berjast
fyrir bættum hag fátæks fólks í
fátækum löndum mundu þau
öðlast nýjan tilgang og sameig-
inlega hafa mikil áhrif.
SKATT-
LAGNING Á
FARSÍMA-
NOTENDUR?
STURLA Böðvarsson sam-
gönguráðherra tekur já-
kvætt í hugmyndir um gjaldtöku
vegna farsímarása í samtali við
Morgunblaðið í gær í tilefni af
uppboði slíkra rása í Bretlandi
og segir vel koma til greina að
skoða slíka aðferð við úthlutun
rásanna hér. Þessi ummæli ráð-
herrans eru fagnaðarefni enda
eru þau hin jákvæðustu, sem ís-
lenzkur ráðamaður hefur látið
falla um þetta efni.
En jafnframt segir ráðherr-
ann: „Hins vegar er alveg ljóst
að með því að bjóða þetta upp og
taka inn tekjur í ríkissjóð frá
símafyrirtækjunum erum við að
innheimta í ríkissjóð tilteknar
fjárhæðir, sem neytendur verða
þá að greiða.“
Er það alveg víst að þetta sé
rétt? I þessum orðum ráðherr-
ans felst, að ef slíkt gjald yrði
ekki tekið yrðu farsímagjöldin
lægri. Gefur fengin reynsla
ástæðu til að ætla að svo yrði?
Staðreyndin er sú, að símafyr-
irtæki um allan heim hafa verið
að taka ofsagróða tO sín af notk-
un farsíma alveg eins og þau
gerðu vegna millilandasamtala
þangað til á síðustu misserum.
Þau hafa ekki látið neytendur
njóta góðs af þeim ofsagróða.
Þetta getur samgönguráðheiTa
sannreynt með skoðun á reikn-
ingum Landssímans.
GUNNLAUGUR hélt
áfram:
Ég las einhveiju
sinni í bemsku - ég
held í Fóstbræðrasögu
- um tvo menn, sem
voru næturgestir á
bæ. Þeim var borinn matur. Matur-
inn var ostur og kjöt. Annar þeirra
félaga át allan ostinn, hinn allt kjötið.
Þessu gat ég aldrei gleymt. Mér
fannst þetta svo merkileg máltíð og
einkar fátækleg. Mér finnst að hægt
sé að líkja góðri mynd við matarborð
með mörgum Ijúffengum réttum,
þannig eru myndir Rembrandts og
Renoirs. Áður fyrr voru margir
þættir fléttaðir saman í málverkinu:
líkt eftir náttúrunni, saga sögð, ein-
hver stórkostleg fantasía og stund-
um symbólík. En í nútímalist hefur
þessum þáttum farið fækkandi. Nú
er: eftirlíking náttúrunnar bann-
færð, sagan bannfærð, öll symbólík
og allar trúarlegar eða pólitískar til-
hneigingar bannfærðar. Og þá situr
maður eftir með eitthvað sem kallað
er hrein list. En mér finnst stundum
eins og þessi list sé dauðhreinsuð.
Ég get sagt þér í fullri einlægni, að
ég hætti að mála, ef mér væri bannað
að hafa náttúruna að fyrirmynd. Þá
fyndist mér svo margt, sem mér þyk-
ir eftirsóknarvert í myndlistinni,
vera fellt burtu. Ég mundi ekki leng-
ur hafa ánægju af verkinu. Mér fynd-
ist það líkast því að vera settur til
borðs með þessum tveimur fírum í
Fóstbræðrasögu.
Þegar ég á sínum tíma lagði af stað
frá Austfjörðum og hélt út í þann
stóra heim,“ sagði Gunnlaugur enn-
fremur, „var mitt andlega veganesti
bækurnar hans Guðmundar W.
Kristjánssonar á Seyðisfirði, kynni
mín af Titian norður á Hofi og nokk-
ur listaverk í viðbót, sem ég hef
minnzt á við þig.
í gamla daga voru allir
fátækir og kaupmað-
urinn í plássinu fátæk-
astur allra. Samt hafði
hann það betra en hin-
ir. En þegar gera átti
upp skuldimar, lentu
þær á honum, þannig að hann varð
fátækastur allra í plássinu, þegar öll
kurl voru komin til grafar. Skuldim-
ar urðu fjallháir bunkar af minnis-
blöðum, enginn gat borgað neitt - og
því fór sem fór.
Einhver hefur sagt, að þessi öld
okkar hafi ekki byijað fyrr en eftir
síðara heimsstríð. Gamli tíminn var í
fullum blóma fram yfir kreppuna, þá
var nauðsynlegt að hver héldi utan
að sínu. Ég var sparsamur og notaði
aldrei nokkurn eyri fram yfir brýn-
ustu lífsþarfir. Þegar ég var í Kaup-
mannahöfn, fór ég aldrei út að
skemmta mér, aldrei í bíó, ekkert
sem hét að njóta lífsins. Kynntist
varla nokkmm manni og hitti enga
íslendinga. Efast jafnvel um að það
hafi verið nokkur íslendingur í
Kaupmannahöfn fyrsta veturinn
minn á Kúnstakademíunni 1923-’24.
En námið var dýrt, það vantaði ekki.
Ég þurfti að borga 70 krónur dansk-
ar á mánuði. Það var óskaplegur
peningur fyrir austfirzkan sveita-
strák.
Ástæðan til þess að ég komst utan
var sú, að ég hafði safnað í sarpinn,
bæði austur á Seyðisfirði við alls
konar síldar- og uppskipunarvinnu
og afgreiðslu í búð - og seinna þegar
ég kom til Reykjavíkur vann ég við
húsamálun og starfaði auk þess í
auglýsingaskrifstofu Morgunblaðs-
ins. Áður en ég fór til Reykjavíkur,
sendi Þorsteinn Gíslason mér 100
krónur, ég hef víst gleymt að segja
þér frá því. Þær komu sér vel, en
samt þótti mér ekki síður vænt um
hugarfarið, sem að baki lá.
Þrátt fyrir auraleysið voru þetta
góðir tímar. Mér hefur alltaf þótt
gamli tíminn líkjast heimili, þar sem
maður er rekinn á fætur snemma á
morgnana, ekkert gert annað en
vinna og sofa, alltaf verið að. Nútím-
inn er aftur á móti að flatmaga og
hafa ekki áhyggjur af morgundegin-
um. Samt er talað um, að mikið sé
unnið nú á dögum og vafalaust hafa
margir í ýmsu að snúast. En miklu
meira var samt unnið í gamla daga,
og betur. Þegar búið er að stytta
vinnuvikuna í 5 daga og bora inn í al-
manakið allskonar frídögum, og auk
þess slaklega unnið vegna heilsu-
leysis, þá fer maður að spyrja sjálfan
sig, hvort sl£k þróun geti ekki verið
hættuleg þjóðfélaginu í heild. Þegar
ég var að alast upp, var aðaláhuga-
málið að vinna við eitthvað til að geta
fengið aura. En nú sér maður í blöð-
unum, að áhuginn snýst mikið til um
skemmtanir. Mér er því nær að
halda, að það hafi verið meira sið-
ferðilegt öryggi áður fyrr, líf fólks
heilbrigðara. Erfiðleikarnir nauð-
synlegt aðhald í þeirri viðleitni að
móta sterkar manneskjur. Það er
eitthvað í nútímanum, sem hefur til-
hneigingu til að skapa manngerð,
sem mér finnst verri en sú fyrri. Það
er að koma eitthvert freðýsuandlit á
manneskjuna, eitthvert áhyggjuleysi
úr dýraríkinu, sem maður þekkti
ekki áður, eitthvert kæruleysi. Já og
einhver lífsleiði. Nú er litið niður á
allt og alla. Og oftast degið fram það,
sem aflaga fer. Óánægjan er meiri en
áður var. Gamla kynslóðin, sem var
einangruð og illa búin, mundi hafa
litið á lífið í dag eins og ótrúlegt æv-
intýri. Ég segi ekki, að maður vildi
hafa lífið, eins og það var í gamla
daga. En ég sakna sálarróseminnar,
sem fólkið þá átti. Ég sakna seltunn-
ar og þessara siggrónu handa.
M.
HELGI
spjall
Það má marka af ummæl-
um Halldórs Ásgríms-
sonar, utanríkisráð-
herra, í Morgunblaðinu í
dag, laugardag, að ein-
hverjir hnökrar hafi
komið upp í samskiptum
íslands og Bandaríkj-
anna að undanförnu vegna frumvarps, sem
liggur fyrir Alþingi og varðar ákveðna þætti
í samskiptum ríkjanna tveggja vegna vam-
arstöðvarinnar í Keflavík. Af því tilefni hef-
ur íslenzk sendinefnd verið í Washington
síðustu daga til viðræðna við embættismenn
þar í landi. Um þær viðræður segir utanrík-
isráðherra m.a. í samtali við Morgunblaðið í
dag, laugardag:
„Tilgangur þessara funda í Washington
er að ræða varnarsamstarf þjóðanna og inn
í það hefur komið það frumvarp, sem liggur
fyiir Alþingi. Þessu frumvarpi var ekki ætl-
að að breyta neinu í eðli varnarsam-
starfsins. Það hefur hins vegar margt
breytzt síðan varnarsamningurinn var gerð-
ur. Það hafa fallið hæstaréttardómar, sem
snerta kaupskrármálin. Það hafa komið til
umfjöllunar mál hjá umboðsmanni Alþingis,
sem varða þessi samskipti. Við höfum því
talið nauðsynlegt að treysta lagalegan
grundvöll þessara mála. Það hefur hins veg-
ar komið fram misskilningur af hálfu
Bandaríkjamanna í þessu máli og við höfum
verið að fara yfir það.“
í þessu samtali við Morgunblaðið kveðst
Halldór Ásgrímsson ekki vilja tala um
ágreining á milli íslands og Bandaríkjanna
en bætir við:
„Það er hins vegar ljóst, að þarna hefur
komið fram mismunandi túlkun og það er
nauðsynlegt að fara yfir það. Mönnum er
aftur á móti ljóst, að það er okkar Islend-
inga að setja lög og reglur, sem við teljum
að þurfi til að framfylgja okkar tvíhliða og
alþjóðlegum skuldbindingum. Við erum á
engan hátt að breyta því. Þessi mál byggj-
ast á okkar alþjóðlegu samningum og við
erum vanir að setja lög í framhaldi af þeim
alþjóðlegu skuldbindingum, sem við tök-
umst á hendur. Ef við breytum okkar al-
þjóðlegu samningum erum við vanir að
breyta löggjöf okkar í framhaldi af því,
hvort sem það varðar samstarf okkar við
Evrópuríki eða Bandaríkin eða á öðru sviði
alþjóðamála. Það er að sjálfsögðu okkar
innanríkismál hvernig við gerum það svo
lengi, sem við stöndum við okkar skuldbind-
ingar.“
Halldór Ásgrímsson er þessa dagana í op-
inberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann
mun á mánudag eiga fundi með Madeleine
Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
og Strobe Talbott, varautanríkisráðherra,
einkavini Clintons, forseta og einum helzta
sérfræðingi Bandaríkjamanna í málefnum
Rússlands og Richard Danzig, flotamála-
ráðherra.
í ljósi ummæla utanríkisráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið er ljóst, að hér er um
þýðingarmiklar viðræður að ræða en ekki
venjulega kurteisisheimsókn.
Á næsta ári eru fimmtíu ár liðin frá því
að varnarsamningur íslands og Bandaríkj-
anna var gerður og bandaríska varnarliðið
kom hingað til lands. Þessi samningur hefur
haft grundvallarþýðingu fyrir öryggismál
okkar íslendinga á fyrstu áratugum lýð-
veldisins auk þess að hafa haft lykiláhrif á
vamarstöðu Atlantshafsbandalagsríkjanna
og þá ekki sízt Bandaríkjanna á tímum
kalda stríðsins.
Hann hefur því ekki bara verið mikilvæg-
ur fyrir okkur og Bandaríkjamenn, heldur
fyrir öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins
og Norðmenn alveg sérstaklega.
Lok kalda stríðsins leiddu til ákveðinna
þáttaskila og í kjölfar þess var eðlilegt að
dregið yrði úr umsvifum varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Sú óvissa, sem ríkt hef-
ur á þessum áratug um framvindu mála í
Rússlandi hefur hins vegar ekki minnkað.
Þótt úrslit forsetakosninganna þar í landi
hafi verið afdráttarlaus er hinn nýi forseti
Rússlands enn óskrifað blað. Þess vegna
skiptir enn máli fyrir Atlantshafsbandalags-
ríkin að viðhalda vamarkerfi sínu og það
hafa þau gert um leið og bandalagið sjálft
er að færa út kvíamar og færa landamæri
sín til austurs, ef svo má að orði komast.
Fyrir okkur íslendinga er sú staða
óbreytt, sem upp kom í kjölfar lýðveldis-
stofnunar að við verðum að tryggja öryggi
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 29. apríl.
okkar. Bandaríkjamenn sjálfir horfast í
augu við það, að Rússland er enn kjarn-
orkuveldi og að hvergi er hægt að halda
uppi sambærilegu eftirliti með ferðum rúss-
neskra kafbáta um Atlantshafið og frá Is-
landi.
Nú er ósennilegt, að þessi grundvallar-
atriði komi við sögu í þeim viðræðum, sem
fram hafa farið í Washington að undan-
förnu. Þær snúast um minni mál en í tilefni
af ummælum utanríkisráðherra í samtali við
Morgunblaðið er ekki úr vegi að rifja þau
upp.
Það er alveg ljóst, að Evrópuríkin stefna
að því að taka öryggismál sín í ríkara mæli í
eigin hendur. Það er í samræmi við ein-
dregnar óskir Bandaríkjamanna í mörg ár
um að Evrópuríkin axli stærri hluta af þeim
byrðum, sem þessar þjóðir bera vegna
varnarviðbúnaðar og hafa gert allt, frá
stríðslokum.
Hitt er svo annað mál, að vel má vera, að
Bandaríkjamenn vilji bæði halda og sleppa.
Þeir vilji halda pólitískum áhrifum sínum í
Evrópu á sama tíma og peningalegur kostn-
aður þeirra af vörnum Evrópu minnki veru-
lega. Þar mæta þeir hins vegar sterkum
vilja meginlandsríkjanna í Evrópu til þess
að taka til sín aukna pólitíska ábyrgð.
Raunar hefur sú afstaða einkennt utanríkis-
stefnu Frakka í áratugi og alla vega frá for-
setatíð De Gaulle hershöfðingja. Til viðbót-
ar kemur nú vilji Þjóðverja til þess að láta
meira til sín taka.
Evrópuríkin eiga hins vegar langt í land í
þessum efnum eins og deilurnar á Balkan-
skaga hafa ljóslega sýnt. Þar mistókst þeim
að leysa Bosníudeiluna og þar komst ekki
friður á fyrr en Bandaríkjamenn komu til
sögunnar. Aðgerðir Atlantshafsbandalags-
ins gagnvart Serbum byggðust fyrst og
fremst á hernaðarmætti Bandaríkjamanna.
I þessari heimsmynd ríkjanna beggja
vegna Atlantshafsins gegnum við íslending-
ar ákveðnu hlutverki. í þeim efnum þurfum
við að gæta hagsmuna okkar og tryggja ör-
yggi okkar. Það gerum við bezt með varnar-
samstarfi okkar við Bandaríkin. Á því hefur
engin breyting orðið, þótt útfærsla þess
kunni að vera breytingum háð hverju sinni.
■■■■■■■■■■■ Frá því að við
Markmið Off gerðumst stofnaðilar
s að Atlantshafsbanda-
laginu 1949 og gerð-
um tvíhliða samning við Bandaríkin um
varnarmál 1951 hefur markmið okkar verið
tvíþætt. I fyrsta lagi að leggja okkar skerf
af mörkum til sameiginlegra vama frjálsra
þjóða heims á tímum kalda stríðsins og í
öðru lagi að tryggja öryggi íslands sérstak-
lega.
Markmið okkar var aldrei að þessi þátt-
taka okkar í varnarsamstarfi frjálsra þjóða
skilaði okkur peningalegum hagnaði. Á
þeirri rúmu hálfu öld, sem liðin er frá
stríðslokum voru ýmsar þjóðir reiðubúnar
til þess að sjá Bandaríkjamönnum fyrir
landsvæði undir herstöðvar gegn leigu-
gjaldi. Sú afstaða var ógeðfelld í huga okkar
íslendinga. Fyrir tæpum tveimur áratugum
komu upp raddir um það í hópi nokkurra
stjórnmálamanna hér að við ættum að gera
dvöl bandaríska vamarliðsins hér okkur að
féþúfu. Geir Hallgrímsson, þáverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins barðist hart
gegn þeim sjónarmiðum og tók Morgun-
blaðið eindregið undir þær skoðanir hans.
Það var óheppilegt svo að ekki sé sterkar
til orða tekið, að menn vöknuðu upp við
vondan draum og í Ijós kom, að sú einokun-
araðstaða til framkvæmda á Keflavíkurflug-
velli, sem sköpuð hafði verið í skjóli vamar-
samningsins hafði leitt til mikillar
auðsöfnunar takmarkaðs hóps manna. Sú
einokunaraðstaða heyrir að mestu sögunni
til.
Á upphafsámm varnarsamningsins höfð-
um við Islendingar engin efni á að taka þátt
í kostnaði við varnir lands okkar og framlag
okkar til sameiginlegra varna Atlantshafs-
bandalagsríkjanna var þess vegna í öðm
fonni.
í viðræðum um framkvæmd varnarsamn-
ingsins á þessum áratug hafa Bandaríkja-
menn lagt mikla áherzlu á að dregið yrði úr
kostnaði skattgreiðenda þar í landi við
varnarstöðina hér. Það er í samræmi við
sambærilegar óskir þeirra við önnur
Evrópuríki eins og áður var vikið að.
Þetta er eðlileg ósk og augljóst að fjár-
kostnaður
hagslegir burðir okkar til þess að taka á
okkar herðar ákveðna kostnaðarþætti við
rekstur Keflavíkurflugvallar em miklu
meiri en fyrir hálfri öld.
Þegar umsvif varnarliðsins vom meiri á
Keflavíkurflugvelli fyrr á ámm var um
veralega flutninga að ræða á þess vegum á
milli íslands og Bandaríkjanna. Þeii- flutn-
ingar skiptu íslenzku skipafélögin vemlegu
máli á sínum tíma. Nú em þessir flutningar
brot af því, sem þá var og hafa mjög tak-
markaða fjárhagslega þýðingu fyrir skipafé-
lögin. Auk þess sem samkeppni um flutn-
ingana hefur leitt til vemlegra lægri
flutningsgjalda en áður.
Það sem máli skiptir í þeim efnum er að
jafnræði ríki á milli skipafélaga um aðstöðu
til að bjóða í flutningana. Eðlilegast væri að
almenn viðskiptasjónarmið réðu í sambandi
við þessa flutninga og að varnarliðið ætti
viðskipti við þá, sem bezt biðu hverju sinni
eins og gerist í flutningum almennt. Vand-
inn er hins vegar sá, að ef ekki væri í gildi
sérstakur samningur um þessa flutninga
mundu eldgömul lög í Bandaríkjunum koma
í veg fyrir að frjálsræði ríkti í þessum við-
skiptum sem öðmm. Þess vegna má segja,
að það sé af völdum Bandaríkjamanna, sem
sérstakar aðstæður hafa skapazt í þessum
flutningum en ekki að kröfu Islendinga.
■■■^■■HM^H Á sama tíma og
Hin sérstöku Halldór Ásgrímsson,
■ | utanríkisráðherra, er
tengsi á ferð í Bandaríkjun-
um og á þar mikilvægar viðræður við ráða-
menn era bæði Islendingar og Bandaríkja-
menn minntir á hin sérstöku tengsl á milli
þessara ríkja.
í hádegisverði í Hvíta húsinu í gær, föstu-
dag, í tilefni af opnun víkingasýningarinnar
í Smithsonian-safninu í Washington fjallaði
Clinton, Bandaríkjaforseti m.a. um fund
Ameríku og sagði: „Það eru giska mörg
möguleg svör til við spurningunni hver fann
Ameríku. ítalir halda Kólumbusi á lofti og
benda á að orðið Ameríka sé komið frá kor-
tagerðarmanninum fræga, Amerigo Vesp-
ucci. Þeir sem era af engilsaxneskum upp-
mna benda á mikilvægi James Town og
Plymouth, sem fyrstu nýlendnanna í Banda-
ríkjunum eins og þau vom upphaflega. Af-
komendur Frakka minna okkur á að halda í
heiðri minningu Champalign, Cartier, La-
salle og fleiri og fmmbyggjar Ameríku gefa
næsta lítið fyrir allt þetta fólk; enda hafi
það komið löngu á eftir þeim.“
Allt er þetta rétt hjá forsetanum og við
íslendingar höldum því fram, að Leifur
heppni hafi fundið Ameríku.
Nútímalegast viðhorf er nú kannski fyrst
og fremst það, að það sé allt að því hroka-
full afstaða hjá Evrópuþjóðum að metast
um hver þeirra hafi fundið Ameríku, þar
sem þar var fólk fyrir eins og Clinton benti
á.
Það vekur athygli hvað Bandaríkjamenn
leggja mikið í að minnast landafundanna
fyrir þúsund ámm og hversu mikinn sóma
þeir sýna norrænum þjóðum af því tilefni.
Opnun sýningarinnar í Smithsonian og há-
degisverðurinn í Hvíta húsinu vom
hápunktar þessa framtaks en á þessu ári er
um mjög viðamikla dagskrá að ræða af
þessu tilefni um öll Bandaríkin og reyndar
Kanada einnig.
í samtali við Morgunblaðið segir Gísli
Sigurðsson, prófessor og sérfræðingur við
Stofnun Ama Magnússonar um sýninguna í
Smithsoniansafninu:
„Þetta er frábær úttekt á þessu og í
fyrsta sinn, sem sagan er sögð frá þessu
sjónarhorni í jafn umfangsmikilli víkinga-
sýningu. Hér er sagan sett í samhengi við
daglegt líf víkinganna, hvernig þeir lifðu og
hvaða aðferðum þeir beittu til að segja frá
lífi sínu svo það varðveittist jafn vel og raun
ber vitni. Það tekst mjög vel. Sögumar era
okkar framlag til þessara fræða, geysilega
mikilvægt framlag.“
Ummæli Gísla Sigurðssonar um vinnu-
brögð við undirbúning sýningarinnar em at-
hyglisverð. Hann segir:
„Þeir leggja geysilega vinnu í þetta og
áberandi er að sjá hversu ábyrgð á einstök-
um þáttum sýningarinnar er dreifð. Það er
ólíkt því, sem við eigum að venjast á ísl-
andi, þar sem einhver einn er jafnan að at-
ast í öllu og keppist við að bjarga málunum
fyrir hom. Hér hefur hver sitt sérsvið og
menn gera sér Ijósa grein fyrir þeirri gríð-
arlegu vinnu, sem felst í að koma slíkri sýn-
ingu upp. Það verður ekki gert öðm vísi en
að leggja í það bæði mannafla og fjármagn."
Haraldur Noregskonungur vék að þessu
mikla framlagi Bandaríkjamanna í ræðu í
Hvíta húsinu og sagði síðan:
„Meira en tíu milljónir manna í þessu
landi em stoltar af hinni norrænu arfleifð
sinni og sameina það djúpstæðri tryggð
gagnvart Bandaríkjunum. Við emm hins
vegar stolt af framlagi þessa fólks til upp-
byggingar Bandaríkjanna og emm þakklát
fyrir hlut þess í að styrkja enn fremur vin-
áttubönd milli Bandaríkjanna og Norður-
landa.“
Ferðir Leifs heppna hafa alltaf skapað
sérstök tengsl á milli okkar og Banda-
ríkjamanna.
Þau tengsl vom undirstrikuð þegar
Bandaríkin urðu fyrst allra ríkja til þess að
viðurkenna sjálfstæði íslenzka lýðveldisins
og mddu brautina fyrir viðurkenningu ann-
arra þjóða. Þeirri afstöðu Bandarílq'amanna
munum við íslendingar aldrei gleyma.
Öll samskipti okkar við Bandaríkjamenn
hafa verið í samræmi við það. Þegar við
stóðum ítrekað í harkalegum deilum við
Breta og að nokkm leyti Þjóðverja í baráttu
okkar fyrir yfirráðum yfir auðlindunum í
kringum landið áttu Bandaríkjamenn mik-
inn þátt og kannski úrslitaþátt í að leiða
Bretum fyrir sjónir, að þeir yrðu að hverfa
frá þeim ofbeldisaðgerðum, sem þeir stóðu
fyrir á Islandsmiðum.
Á samskipti okkar og Bandaríkjamanna
hefur sjaldan borið nokkurn skugga. Stöku
sinnum hefur heyrzt í misvitmm banda-
rískum embættismönnum, sem sýnast hafa
gleymt því að þeir ættu í samskiptum við
sjálfstæða þjóð og að í slíkum samskiptum
væri ekki farið yfir ákveðin mörk. Þeir hinir
sömu hafa verið minntir á það með afdrátt-
arlausum hætti. Slík tilvik em hins vegar
aukaatriði, þegar á heildina er litið í sam-
skiptum við þá merku menningar- og fram-
kvöðlaþjóð, sem heiðrað hefur Island og Is-
lendinga með svo sérstökum hætti í
Washington undanfarna daga.
„Á næsta ári eru
fímmtíu ár liðin
frá því að varnar-
samningur íslands
og Bandaríkjanna
var gerður og
bandaríska vam-
arliðið kom hing-
að til lands. Þessi
samningur hefiir
haft grundvallar-
þýðingu fyrir ör-
yggismál okkar
Islendinga á
fyrstu áratugum
lýðveidisins auk
þess að hafa haft
lykiláhrif á vam-
arstöðu Atlants-
hafsbandalags-
ríkjannaogþá
ekki sízt Banda-
ríkjanna á túnum
kalda stríðsins.
Hann hefur því
ekki bara verið
niikilvægur fyrir
okkur og Banda-
ríkjamenn, heldur
fyrir öll aðildar-
ríki Atlantshafs-
bandalagsins og
Norðmenn alveg
sérstaklega.“
+