Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
í
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
F J ÁRFE S TIN G AMISTÖK
LANDSVIRKJUNAR
kominn tími á að sérstök orkunefnd
iðnaðarráðuneytisins og Lands-
virkjunar, sem stuðla hefur átt að
orkusölu áratugum saman með gíf-
urlegum tilkostnaði, án sýnilegs ár-
angurs, sýndi í eitt skipti fyrir öll,
hvað í henni byggi. Ekki er að orð-
lengja það, að þeim tókst að lokum
að finna orkukaupanda og í kjölfarið
var gerður samningur við Columbia
Ventures.
Norðurál
FORSTJÓRI Lands-
virkjunar, Friðrik
Sophusson, virðist
þessa dagana hafa af
því mestar áhyggjur
5 að fá ekki á hreint,
hvað búi í reynd að
baki þeim viðhorfum
manna, sem lagst hafa
gegn væntanlegum
virkjanaáformum á
Austurlandi.
Eitt af því sem ein-
kennt hefði umræðu
hérlendis um umhverf-
ismál væri nýrómant-
ísk þjóðernishyggja,
þar sem náttúra land-
ins tekur á sig ósnert-
anlegan helgiblæ.
Þannig sagði hann á samráðs-
fundi Landsvirkjunar í síðustu viku
að afar mikilvægt væri þeim sem
, falið hefur verið að nýta auðlindir
landsins að gera sér ljóst, hvað
byggi að baki þessum sjónarmiðum.
Ástæður andstöðu
Þegar jafnöflug og skyndileg and-
staða myndast gegn virkjunará-
formum og reyndin varð í tilfelli
Fljótsdalsvirkjunar, hljóta margar
ástæður að liggja þar að baki. Ein er
sú að fólki er sífellt að verða ljósara,
að allt annað en hagrænar ástæður
eru oftar en ekki hafðar að leiðar-
ljósi. Hefur forstjóri Landsvirkjun-
ar virkilega ekki af því áhyggjur, að
ein meginástæða vaxandi tortryggni
fólks á ráðagerðir og tillögur
Landsvirkjunar, er að sú stofnun
sem á að hafa til að bera mesta
tæknilega/hagræna þekkingu á sviði
orkumála lætur veruleikafirrta
stjórnmálamenn, sem hafa að
markmiði að ná stundarhylli í ein-
stökum landsfjórðungum ráða ferð
og beitir sér af oddi og egg að undir-
búningi framkvæmda, sem fyrirsjá-
anlega munu stórskaða þjóðina
efnahagslega. Þegar
fólk rís síðan upp til
varnar, m.a. vegna fyr-
irsjáanlegra stórfelldra
náttúruspjalla, sem af
þessari óheillafram-
kvæmd mun leiða, er
allt gert sem mögulegt
er til að gera andmæl-
endur tortryggilega og
helst hlægilega, með
vísan til m.a. nýróm-
antískrar þjóðernis-
hyggju!
Misnotkun opin-
berra sjóða
Ráðandi öfl beita
aflsmunar með því að
misnota opinbera sjóði, eins og
þurfa þykir. Taka undir verndar-
væng sinn einstrengingshóp, sem
kallar sig Afl fyrir Austurland og
halda enn, þrátt fyrir gjörtapaða
stöðu, úti heimasíðu á netinu, þar
sem megináhersla er löggð á að
rægja einstakar persónur, sem leyfa
sér að lýsa yfir andstöðu við eða
hafa uppi varnaðarorð gegn virkjun
og álveri, sem fjölmörk rök hafa ver-
ið færð fyrir að sé vonlaus valkostur.
Frumframleiðsla á borð við ál-
bræðslur er í tilfelli nýrra álvera
nær eingöngu valinn staður í þriðja
heims löndum, þar sem orka og
vinnuafl fæst á verði, sem nemur
einungis broti þess, sem land á borð
við ísland hefur upp á að bjóða.
Þáttur Norsk Aluminium
Ástæða þess að Norsk Aluminium
(Hydro) bakkar nú út úr því öng-
stræti sem þeir voru komnir í, að því
er áætlanir um álver og virkjanir á
Austurlandi áhrærði, stafar ekki af
skyndilegri óvild til íslendinga og
Austfirðinga sérstaklega.
Þeim hefur hinsvegar örugglega
verið kynnt það af fulltrúum Islend-
inga, á fyrri stigum málsins, að ör-
íslendingum er loks að
skiljast, segir Sveinn
Aðalsteinsson, hversu
mikil auðævi þeir eiga í
óspilltri náttúru.
uggur „pólitískur" meirihluti væri
fyrir því að ráðast í þessar fram-
kvæmdir. Norsk Hydro sá sér að
sjálfsögðu hag í að vera með á
grundvelli tæknilegrar og viðskipta-
legrar sérþekkingar og hafa allt sitt
að öðru leyti á þurru.
Nú þegar málið er hins vegar allt í
upplausn, verða þeir að sjálfsögðu
að leika þann millileik, að látast vera
tilbúnir til aukinnar þátttöku í fram-
kvæmdum, sem þeir þegar vita að
aldrei verður af!
Mistök í orkumálum
En er ekki kominn tími til, Frið-
rik Sophusson, tiltölulega nýskipað-
ur forstjóri Landsvirkjunar, að þú
og þeir aðrir sem um stjórnvölinn
halda hjá Landsvirkjun fari að læra
af þeim fjölmörgu mistökum, sem
gerð hafa verið í orkumálum á um-
liðnum áratugum? Nægir að rekja
síðustu 25 ára sögu orkufram-
kvæmda til að benda á hliðstæðu
þess, sem nú stóð til að ana út í, eins
og menn hefðu aldrei kynnst hlið-
stæðum mistökum fyrr.
Sigölduvirkjun
Ráðist var í byggingu Sigöldu-
virkjunar, á áttunda áratugnum,
þegar menn þóttust eygja von um að
járnblendiverksmiðja myndi rísa í
Hvalfirði. Hafa menn ekki heyrt ein-
hverntíma því sjónarmiði haldið
fram, að til að auka líkurnar á að er-
lendir aðilar fáist til að fjárfesta í
stóriðju, sé mikilvægt að vera nán-
Sveinn
Aðalsteinsson
Sprenghlægilegt verð!
Enn meiri verðlækkun
Öll föt á kr. 1.000.
Opið alla daga frá kl. 12-18
ast búnir að virkja til að geta með
sem skemmstum hætti fullnægt
væntanlegri orkuþörf hins nýja
stóriðjuvers?
Það var einmitt þetta sjónarmið,
sem réð því að ráðist var í Sigöldu-
virkjun, áður en samningar við Un-
ion Carbide voru í höfn. Upp úr
þeim samningum slitnaði og full-
trúar Union Carbide töldu sig
sleppa vel frá málinu með því að
greiða íslendingum 8 milljónir doll-
ara í skaðabætur fyi'ir að hverfa frá.
Þeir sáu einfaldlega að athuguðu
máli, að járnblendiverksmiðja á
borð við þá sem fyrirhuguð var í
Hvalfirði, væri fyrirsjáanlega ekki
gróðafyrirtæki. Eftir sátu íslend-
ingar með sárt ennið og neyddust í
kjölfarið til þess að gera afar slæm-
an samning við norska fyrirtækið
Elkem Spiegelverket. Norðmenn
náðu m.a. að fá inn hliðstæð ákvæði
og til stóð að semja um við Norsk
Aluminium í tilfelli Reyðaráls, þ.e.
að hafa milligöngu um tækniþekk-
ingu og selja afurðir fyrirtækisins
gegn 3% þóknun. Þetta ákvæði kall-
aði fyrrverandi forstjóri járnblendi-
verksmiðjunnar „blóðpeninga“ og
tókst honum eftir 11 ára ötula bar-
áttu og stuðning góðra manna að
losa fyrirtækið úr þeim heljartök-
um. Þrátt fyrir fyrirmyndarstjórn
fyrirtækisins lengst af og þá stað-
reynd að orkuverðið til þess hefur
alla tíð verið langt fyrir neðan
kostnaðarverð raforkunnar, eða
u.þ.b.hálfvirði, hefur fyrirtækið ver-
ið þjóðinni mjög dýrt. Eða svo dýrt,
að heildartap þess fæst ekki upp
gefið. Þess má geta að járnblendi-
verksmiðjan tapaði hart nær 1 millj-
arði á síðasta ári.
Blönduvirkjun
Þegar ákvörðun um byggingu
Blönduvirkjunar var tekin, réð
sama bráðræðið ferð auk hreppa-
pólitíkur. Til athugunar var þá að
reisa kísilmálmverksmiðja í Reyðar-
firði. Samhliða því að Geir Gunn-
laugsson, núverandi framkvæmda-
stjóri Hæfis (undirbúningsfélags
núverandi álvershugmynda á Reyð-
arfirði) streittist við að reikna hag-
kvæmni þess að byggja kísilmálm-
verksmiðju, var að „sjálfsögðu"
ráðist í að virkja, þannig að ekki
stæði á orkunni. En þrátt fyrir ít-
rekaðar og áralangar tilraunir, náði
Geir einungis að sýna fram á að arð-
semin lægi á bilinu 5-7 %. Þar með
var sá draumur búinn, þar eð hið er-
lenda fyrirtæki gerði kröfu um arð
að lágmarki 12715%.
Aftur sátu Islendingar því uppi
með fullbúið orkuver en engan
kaupanda að orkunni.
Nú voru góð ráð dýr og löngu
Orkusölusamningurinn við álfyr-
irtæki Columbia Ventures, Norður-
ál í Hvalfii-ði, hljóðar upp á u.þ.b.
helming þess sem kostar að fram-
leiða og flytja raforkuna til álvers-
ins. Skýringin er augljós. Enginn
kaupandi fannst sem tilbúinn var að
kaupa á því orkuverði, sem selja
hefði þurft á til að dekka kostnað og
ná lágmarksarði fyrir Landsvii-kjun.
Áform um álver á Keilisnesi
í tengslum við samningaumleit-
anir við hinn svokallaða ATL-
ANDAL hóp um byggingu álvers,
réðust stjórnvöld í að kaupa land á
Keilisnesi, yst á suðvesturhorni
landsins. Hins vegar var áformað að
virkja á hinum enda landsins, þ.e. í
Fljótsdal á Austurlandi og sökkva
Eyjabökkum og þar með helmingi
stærra landsvæði (rúmlega 80 km2)
en nú var áformað. Enginn minnist
nú tæplega 10 árum síðar tiltakan-
legrai' andstöðu við þessi áform.
Hinir erlendu aðilar sáu að sér og
hurfu á braut.
Til viðbótar miklu hærra orku-
verði frá vatnsorkuverinu fyrir aust-
an, en í boði er í þriðja heims lönd-
unum, kom fyrirsjáanlegur
flutningur orkunnar eftir endilöngu
landinu, sem eins og Þorkell Helga-
son orkumálastjóri lýsti í grein fyrr
í vetur, hefði leitt til 2-3-földunar
orkuverðsins! Hvar eygðu menn
fjárhagslegan grundvöll að væntan-
legum orkusölusamningi?
Valkostir í orkumálum
Er ekki kominn tími til að menn
taki sér nokkuð hlé til íhugunar,
hvað sé þjóðinni fyrir bestu í orku-
málum. Lofi þeirri nefnd, sem hafið
hefur störf að lista upp valkosti og
benda á möguleika í stað þess að ana
eins og læmingjahjörð fram af
björgum.
Engin spurning er að Islendingar
verða og eiga að virkja eftir þörfum,
en af fullu viti.
Að lokum
Mikil viðhorfsbreyting hefur átt
sér stað á undanförnum misserum
að því er náttúruvernd áhrærir. ís-
lendingum er loks að skiljast,
hversu mikil auðævi þeir eiga í
óspilltri náttúru. Ferðamenn koma
fæstir langan veg til að virða fyrir
sér mengandi stóriðjuver, raflínur
og virkjanir. Hinsvegar er það víð-
áttan, kyrrðin og hin ósnortna nátt-
úra, sem heillar. Að varðveita helstu
náttúruperlur landsins er á ábyrgð
okkar sem landið byggjum, komandi
kynslóðum hérlendis sem erlendis
til handa.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
einn stofnenda Umhverfisvinn.
&
Yogastöðin Heilsubót
Síðumúta 15, sími 588 5711
Sumarnámskeið í Hatha-yoga
frá 2. maí til 15. júní
Áhersla er lögð á fimm þætti:
• RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir
hugann.
• LlKAMLEG ÁREYNSLA í ÆFINGUM. Þá styrkjum við
vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum
blóðrás.
• RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
• RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
• JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að
verkefnum dagsins strax að morgni.
Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur.
Sér tímar fyrir barnshafandi konur.