Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 40
40 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
NJÁLLINGJALDSSON,
Hagamel 33,
Reykjavík,
sem lést á Landakotspítla miðvikudaginn
19. apríl, verður jarðsunginn frá Neskirkju
miðvikudaginn 3. maí kl. 13.30.
Hjördís Jónsdóttir,
Guðrún Njálsdóttir,
Þóra Hrönn Njálsdóttir, Sigurjón Pétursson,
Ragnheiður Njálsdóttir, Magnús R. Dalberg,
Helga Bestla Njálsdóttir, Björn Hermannsson,
Laufey Ása Njálsdóttir, Baldvin Valtýsson,
Sigríður Hulda Njálsdóttir, Gunnar Guðni Tómasson,
Edda Njálsdóttir, Örn Kr. Arnarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HJÖRLEIFS JÓNSSONAR,
Miðtúni 84,
Reykjavík.
Drottinn blessi ykkur öll.
Ósk Bjarnadóttir,
Bjarnveig Hjörleifsdóttir, Gunnar Ingvi Hrólfsson,
Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Carl Gránz,
Ólafur Carl Gránz,
Grétar Þór Gunnarsson, Erla Guðrún Arnmundardóttir,
Gyða Rós Gunnarsdóttir,
Ari Hjörleifsson, Svala Guðlaugsdóttir,
Daníel Arason,
Dagný Aradóttir,
Hjördís Hjörleifsdóttir, Þorsteinn V. Reynisson,
Björgvin Þorsteinsson,
Baldvin Þorsteinsson,
Steinunn Þorsteinsdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir.
SOFUSPALL
HELGASON
+ Sófus Páll Helga-
son fæddist í
Kverkártungu
Skeggjastaðahreppi
9. nóvember 1907.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Húsavíkur eftir
stutt veikindi 13. apr-
íl síðastliðinn. Páll
var sonur hjónanna
Arndísar Karitasar
Sigvaldadóttur, f.
16.7. 1868 á Langa-
nesi, d. 1942, og
Helga Sigurðar Páls-
sonar, f. 31.12. 1866 í
Mývatnssveit, d. 1936.
Þau Arndís og Helgi bjuggu lengi í
Árseli á Langanesi. Þau eignuðust
fímm syni og var Páll þeirra næst-
yngstur. Hinir voru: Hólmsteinn, f.
5.5. 1893 í Mývatnssveit, d. 1988;
Jónas Aðalsteinn, f. 13.8. 1896 á
Langanesi, d. 1978; Sigurbjöm
Valdemar, f. 15.7. 1903 á Langa-
nesströnd, d. 1993; Jón Sigurðsson
Helgason, f. 17.6. 1912 á Langa-
nesi, d. 1980.
Árið 1934 kvæntist
Páll Ingibjörgu Sig-
urrósu Sigurðardótt-
ur, f. 2.6. 1914, d.
22.11. 1972. Þau
eignuðust níu börn
sem eru: Helgi Sig-
urður, f. 13.2. 1934,
d. 27.5. 1979, bjó á
Húsavík; Amþór, f.
2.3. 1938, búsettur í
Hafnarfirði; Aðal-
björg Rósa, f. 6.11.
1944, búsett á Rauf-
arhöfn; Páll, f. 19.6.
1946, búsettur á Ak-
ureyri; Jónas, f. 12.11. 1947, d.
13.7.1995, bjó á Raufarhöfn; Borg-
hildur, f. 23.10. 1950, og Sigurður,
f. 15.10. 1952, bæði búsett á Hjalt-
eyri; Dísa, f. 8.11. 1953, búsett á
Raufarhöfn, og Einai- Hálfdán, f.
7.3.1956, d. 11.3.1973.
títför Páls fór fram frá Raufar-
hafnarkirkju laugardaginn 22.
april.
Elsku afi Palli.
Nú ert þú kominn til nýrra heim-
kynna og við trúum því að þar hafir
þú fengið góðar móttökur. Á langri
ævi þinni mættir þú bæði gleði og
sorg. Þú eignaðist yndislega eigin-
konu, ömmu okkar Rósu, og með
henni níu mannvænleg börn. En þau
öll fékkst þú ekki að hafa eins lengi
hjá þér og þú, og við öll, hefðum vilj-
að. Ommu misstir þú fyrir nær þrjá-
tíu árum og þú þurftir líka að sjá á
eftir þremur sonum þínum i blóma
lífsins.
Eins og um aðra af kynslóð afa
upplifði hann miklar þjóðfélags-
breytingar. Hann fæddist og ólst upp
í torfbæ norður á Langanesi og vand-
ist því að það þyrfti að hafa fyrir líf-
inu. Hann fór ungur að vinna fyrir
sér og vann oft myrkranna á milli til
að hafa ofan í sig og sína. Þegar hann
átti lausa stund frá vinnu voru
áhugamálin mörg og margvísleg. Afi
hafði gaman af að dansa og lét sig
sjaldan vanta á dansleiki á Raufar-
höfn og nágrenni. Hann var einnig
liðtækur briddsspilari og var fljótur
að grípa tækifærið ef hann taldi vera
spilafært í húsinu. Á meðan sjónin
leyfði las hann mikið og var um
margt fróður. Á yngri árum spilaði
hann á fiðlu og átti auðvelt með að
setja saman stöku. Eldspýtustokk-
um safnaði hann til margra ára og
laumuðum við oft stokki í vasa okkar
ef við héldum að afa vantaði einmitt
svona eldspýtustokk.
I minningu okkar systkinanna á
Húsavík eru Ásbyrgi og Raufarhöfn
eitt. Ásbyrgi er húsið sem afi og
amma bjuggu í lengst af og stendur í
miðju þorpinu. Þar var alltaf sól,
hlýja og gott að vera. Þegar Húsa-
víkurhersingin lagði af stað á gamla
Villis austur til Raufarhafnar ríkti
mikil spenna. Við hlökkuðum til að
hitta afa, ömmu og hina ættingja
okkar. Leiðin var löng og vegimir
erfiðir yfirferðar. Oft var spurt: „Er
langt eftir?“ „Erum við ekki alveg að
verða komin?“ Um leið og bíllinn
nam staðar á túninu við Ásbyrgi kom
amma út á hlað og breiddi út faðm-
inn. Eitt af öðru rukum við um háls
hennar og fengum að heyra hvað við
hefðum stækkað. Þegar von var á afa
heim úr vinnunni stóðum við á stól-
um við gluggann í eldhúsinu og
fylgdumst með ferðum hans. Strax
og grillti í hann þutum við niður og
fórum í kapphlaup niður túnið til að
heilsa honum. I kvöldmatinn vonuð-
umst við eftir fiskibollum eða lamba-
kjöti með karrýsósu. Það var heims-
ins besti matur og oft varð okkur að
ósk okkar. Sum okkar voru heppin
og fengu að lúlla á milli afa og ömmu.
Við munum þegar þau teygðu sigyfir
okkur til að kyssa hvort annað góða
nótt. Síðar sagði afi að þau hefðu
aldrei farið ósátt að sofa og hefur
móðir okkar sagt að hjónaband
þeirra hafi verið einstaklega gott og
ástríkt.
Afi var mikill dýravinur og í Ás-
byrgi voru oftast einhver dýr - kött-
ur, kýr, kindur, hestar og hænur. Öll-
um dýrunum sínum gaf hann nafn og
talaði við þau eins og þau væru
HRAFN
DAVÍÐSSON
+ Hrafn Davíðsson
fæddist á Dalvík
20. ágúst 1972. Hann
lést 26. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 4. aprð.
Elsku Krummi.
Æskuvinur okkar og
leikfélagi til margra
ára er látinn, aðeins 27
ára. Þegar maður fær
svona fréttir fer maður
að hugsa til baka og
rifja upp æskuminn-
ingar.
Við vorum svo mörg sem áttum
Krumma sem vin og skólabróður, en
við vorum nokkur sem bjuggum í
Fjólugötunni og svo Krummi í Eyr-
arveginum. Við vorum alltaf saman á
sumrin og svo „Stjáni frændi“, eins
og Krummi sagði alltaf. Hápunktur-
inn var 17. júní. Þá fengum við að
fara í bæinn eldsnemma til að sýna
okkur og sjá aðra. Með smá aur í
nesti þrömmuðum við út um allt, all-
an daginn. Þetta var best af öllu.
Versti tíminn var aftur þegar þeir
frændur fóru að Ástjörn í nokkrar
vikur yfir sumarið. Það
lá við að við stelpurnar
færum að skæla þegar
tveir sætustu strákarn-
ir fóru í burtu. Við viss-
um ekkert hvað við átt-
um að gera af okkur á
meðan. En tíminn var
fljótur að líða og þeir
komu aftur jafnhressir
og venjulega. Því mið-
ur, eins og svo oft verð-
ur, rofnaði sambandið
smám saman þegar við
fórum að eldast. Svo
flutti Krummi suður og
við misstum allt sam-
band við hann. Knimmi hafði þá
ánægju að verða fyrstur okkar til að
verða foreldri og óskum við honum
Jóel litla alls hins besta í lífinu.
Ef horft er á í réttu ljósi
hvað lífið er stutt
og lukkan svo hverful og frá.
Ef horft er á í réttu ljósi,
hver dagurergjöf,
svo margt sem að hægt er að sjá.
Ef hórft er á í réttu Ijósi
hvaðþaðeríraun,
sem fær lítið þjarta til að slá,
mennsk. Var alltaf jafn gaman að
fara með honum að gefa þeim, sjá
litlu lömbin og tína eggin. Afi tók
aldrei bílpróf en átti skellinöðru og
vélsleða. Okkur systkinunum þótti
ekki ónýtt að segja frá því að við ætt-
um afa sem æki um á mótorhjóli og
vélsleða og færi meira að segja á böll
með okkur.
Eftir að amma dó bjó afi lengi
áfram í Ásbyrgi en flutti svo í þjón-
ustuíbúð aldraðra á Raufarhöfn. Ur
íbúð sinni gat hann séð upp í Ásbyrgi
sem var honum alltaf kært. Afi fylgd-
ist mjög vel með öllu sem gerðist og
hafði jafn gaman af að fá fréttir og
segja fréttir. Það kom alltaf ákveðinn
spotskur svipur á hann þegar hann
hafði frá einhverju skemmtilegu eða
merkilegu að segja. Þá hallaði hann
undir flatt og glampi kom í augu hans
og svo dró hann seiminn og sagði:
„Jáhá ....ég get sagt ykkur eitt.“ Stolt
afa voru afkomendur hans. I hvert
sinn sem við töluðum við hann sagði
hann okkur nýjustu tölur. Hann
fylgdist nákvæmlega með hverju
einu og einasta bamabarni. Við hvað
það starfaði, hvar það byggi, hvað
það ætti af börnum og hvað þau hétu.
Um síðustu jól veiktist afi og var
fluttur á Sjúkrahús Húsavíkur í jan-
úar. Þegar við vorum lítil óskuðum
við þess oft að eiga afa og ömmu á
Húsavík sem við gætum heimsótt
þegar okkur langaði til. Það var
stuttur tími sem þessi ósk varaði. En
heimsóknirnar urðu samt fleiri og
líklega flesta daga frá einhverju okk-
ar. Að eigin sögn hafði afi reykt í um
áttatíu ár og ákvað nýlega að nú
skyldi hann hætta. Nokkrum dögum
síðar fékk hann lungnabólgu og var
vart hugað líf. En hann náði sér um
tíma að nokkru og fannst það for-
kastanlegt að fá lungnabólgu í fyrsta
sinn á ævinni þegar hann var hættur
að reykja.
Elsku afi.
Við barnabörnin þín frá Húsavík
munum ávallt minnast þín með þakk-
læti og virðingu. Nálægð þín færði
okkur nær föður okkar sem við
misstum ung. Við þökkum þér fyrir
hversu vel þú hugsaðir um leiði fóður
okkar sem var á Raufarhöfn. Það
gladdi okkur alltaf að sjá hversu fal-
legt það var og er. Við gátum ekki öll
verið viðstödd útfór þína en munum í
sumar eiga kveðjustund við leiði þitt.
Við biðjum Guð að blessa þig og að
lokum viljum við segja þér að nýj-
ustu tölur í afkomendaskránni þinni
eru 81 og þrír nýir á leiðinni svo vitað
sé.
Far þú í friði,
fnðurGuðsþigblessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem).
Helgaböm frá Húsavik.
Ef horft er á í réttu ljósi,
hversvegnaást
er eitthvað sem allir þrá.
Eitt yfir alla gengur, yfir einn.
Eitt fyrir alla gildir, fyrir einn.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Elsku Hrafnhildur, Davíð, Halli
og aðrir sem eiga um sárt að binda.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Megi góður guð styrkja ykkur og
vera með ykkur um alla eilífð.
Arney, Óskar, Haukur,
Hólmfríður, Kristín og Júlía.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.