Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og langafi, JÓHANN JAKOBSSON, Skálagerði 7, lést föstudaginn 14. apríl á hjúkrunardeild Hrafnistu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A3 á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Svala Konráðsdóttir, Reynir Jóhannsson, Valgerður Ólafsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Kristján Guðmundsson, Víðir Jóhannsson, Laila Ingvarsdóttir, Konráð Jóhannsson, Anna M. Þórarinsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. •i * Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BERNDSEN INGVARSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstu- daginn 28. apríl. Herdís Berndsen, Ingvi Hrafn Magnússon, Þórunn Berndsen, Ólafur Jón Árnason, Þór Berndsen, María E. Balcik, Hulda Fríða Berndsen, Vilhjálmur Sveinsson, Herborg Berndsen, Aðalsteinn Ásgrímsson, Ingvar Berndsen, Ólína Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður míns, ALBERTS GUÐMANNSSONAR frá Snæringsstöðum, Mánagötu 8, Reykjavík. Guðrún Guðmannsdóttir. + Innilegar þakkir færum við þeim öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Ytra-Seljalandi, Vestur-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og einstakt vinarþel fá læknar og hjúkrunarfólk deildar A-3 á Landspítalanum í Fossvogi, starfsfólk hjúkrunarþjónustunnar Karitas og líknardeildar Land- spítalans í Kópavogi. Hálfdan Auðunsson, Kristján Hálfdanarson, Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, Auðunn Hlynur Hálfdanarson, Berta Sveinbjamardóttir, Guðlaug Helga Hálfdanardóttir, Ásbjörn Þorvarðarson, Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Þuríður Þorbjarnardóttir, Markús Hrafnkell Hálfdanarson, Inga Lára Pétursdóttir, Arnlaug Björg Hálfdanardóttir, Heimir Freyr Hálfdanarson, Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, Sigríður Hrund Hálfdanardóttir, Hafþór J. Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR EIRÍKSSONAR fyrrv. lögreglumanns. ® * Sérstakar þakkir fær Lögreglumannafélag Akureyrar. Styrkár og Laila, Hákon og Emma, Jónas, Sigurjón og Bára, Svandís og Valur, Rósa Margrét og Ed, barnabörn og barnabarnabörn. ’ ?------------------------------------------------------- FRIÐLEIFUR JAKOBSSON Friðleifur Jakobs- son fæddist á Tvor- oyri á Suðurey í Færeyjum 2. ágúst 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur aðfaranútt þriðjudagsins 25. april síðastliðinn, þá sjötugur að aldri. Foreldrar hans eru Alexandra Wang og Jakob Wang frá Tvoroyri. Friðleifur bjú á Islandi frá því skömmu fyrir 1960, en var einnig búsettur eitt ár í Danmörku 1946-1947. í desem- ber 1963 kvæntist hann Hrönn Kjartansdúttur, f. 30. mars 1940, reykvískri konu af vestfirskum ættum. Eignuðust þau þijú börn, Al- exöndru Rut, f. 1.5. 1963, Kjartan Þúr Friðleifsson, f. 19.4. 1964, og Gunnar Friðleifsson, f. 9.10. 1971. Friðleifur skildi 1975 við konu sína. Barnabörnin eru sjö, Alexandra og maður eiga fjögur börn, Kjartan og eiginkona eiga tvö börn og Gunnar og eiginkona eiga eitt barn. Útför Friðleifs fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ástkær faðir minn, Friðleifur Jakobsson, er nú látinn. Skjótt bar það að þó svo hann hefði sína sjúkra- sögu. Allavega sl. 4-5 ár hafði hann verið í rannsóknum og fengið lyf við sykursýki, háum blóðþrýstingi, hjartaöng og -sjúkdómi. Ekki var þá mikið sagt af hans hálfu og ekki allt vitað og dauðinn einhvern veginn víðs fjarri. En hann gerir ekki alltaf boð á undan sér. Eftir gjörgæslu- legu lést hann, allt fór á þann veg sem enginn reiknaði með. Endur- teknar hjartsláttartruflanir undir lokin og hjartastopp felldi hann. Mjög svo er sár minning föður míns. Veruleikinn getur verið harður. Pabbi var ósérhlífínn, hugsaði um annarra hag (sér í lagi barnanna), skipulagður, hjálpsamur og mikill öðlingur, enda ekki verra að hann hafði færeyskt blóð í æðum. Nánast aldrei man ég hann reiðan. Hann átti oft erfítt líf og stritaði mikið og var slitinn og þreyttur þegar vinnu lauk vorið 1996. En hann kveinkaði sér aldrei, allavega mjög sjaldan. Hann fylgdist með hlutunum og hafði mikinn fréttaáhuga og heims- málameðvitund. Samband okkar feðganna var gott, og ekki síst síð- ustu árin. Hann hjálpaði mér og nú okkur hjónum og nýfæddum syni okkar mikið. Aldrei var hjálparhönd hans og hugur langt undan. Hann var í sífellu að athuga hvort okkur vantaði eitthvað og tók jafnvel eftir því ef undanrennan okkar var búin og gaf okkur þá undanrennu ef hann sá að við vorum ekki alveg farin að gera innkaupin og vantaði eitthvað slíkt, s.s. kornflex eða eitthvað. Já, í hinu smæsta og í hinu stærsta og líka gaf hann góð ráð um skipulag- ningu hlutanna, að forðast öll öng- stræti, og hafði hann viriklega skipulagsgáfu. Ég hugsaði líka oft til föður míns. Mjög sjaldan leið sá dag- ur að við ræddum ekki saman og maður fann í hvert skipti það sama: áhuga hans á velferð manns, að allt væri í lagi. Ég hélt mjög reglulegu sambandi við hann, heimsótti hann oft og hvatti hann til félaglegrar virkni og til að hreyfa sig sem mest og spurði hann hvernig gengi. Ég vildi alltaf einhvern veginn gleðja hann, með því að láta hann fínna það að ég væri til staðar líka, ræddi við hann um ýmis mál, bauð honum með mér í sund, reyndi að fá hann með mér til útlanda og hugsaði alltaf: „hvað get ég eiginlega gert fyrir pabba?“ í stuttu máli sagt hugsaði ég mikið til hans. Það er gott að þurfa ekki að hugsa bara eftir á: „Æ, af hverju gerði ég ekkert meira?“ Heldur þetta, að vera til staðar öll- um stundum. Hann var mjög ánægður og glaður yfir tengdadótt- ur sinni, og mátti það glöggt sjá og hann tjáði sig um það, bar mynd af okkur í veskinu sínu. Þegar sonur okkar fæddist í febrúar sl. kom ann- að stórt bros og pabbi var svo glaður og átti margar góðar stundir með litla krflinu okkar. Ekkert átti ég þó betra handa föður mínum en upp- örvandi og gleðjandi orð biblíunnar sem ég miðlaði til hans. Og hvernig brást hann við? Viðbrögð hans urðu stundum samræður, stundum bið- staða en nánast aldrei neitt nei- kvætt. Hann hugsaði. Hann var mun lífsglaðari síðustu tvö árin. Alltaf man ég hvað hann var glaður eftir að © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjðnustu við landsbyggðina MO ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir. Sírni 567 9110 & 893 8638 RúnarGeirmundsson Sigurður Rúnarsson _____www.utfarir.is utfarir@itn.is útfararstjóri_útfararstjúri n "f 'V. Q á\r. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. V. Sverrir Eitmrsson útfararstjóri. sími 896 8242 úlfararsljóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is / hafa verið heilan dag á móti sem við, Vottar Jehóva, héldum sl. sumar. Hann sagði oft: „Guð skapaði okkur til þess “ og „ fólki gengur illa af því að það fer ekki eftir því sem biblían segir.“ Já, faðir minn átti marga góða eiginleika þó svo öll séum við ófullkomin og höfum einhverja galla. Hann átti að því er virtist trúarn- eista, neista sem var alltaf aðeins spölkorn frá því að verða að meira báli. Hann nam biblíuna eitt sinn í mánuð. Hann gætti barnsins okkar nú nýverið með glöðu geði annað veifið þegar við fórum til að tala við aðra um tilgang lífsins. Nú sefur pabbi dauðasvefni. Hann þjáist ekki, heldur sefur. Öllum þykir sárt að missa foreldri, en í dag er það samt satt sem biblían segir: „mennirnir verða foreldrum óhlýðnir." Já, það kostar vinnu og sérstakt hugarfar að rækta kærleiksríkt samband við foreldra sína, vinnu sem mun skila sér til baka. Ástæðan fyrir þessu er að bæði foreldrahlutverkið og tengsl ættmenna eru öll undir álagi kerfis sem er ekki alltaf fjölskylduvænt og fer hart með fólk. Það fór stundum hart með pabba líka. Það er til bók sem kennir okkur að verða „gersem- ar“. Það er biblían. Margt sem við hjónin sögðum við pabba og gerðum tók mið af því sem þessi bók hafði kennt okkur. Það er ekki bara bók, heldur orð Guðs. Heimurinn núna er grimmur og lítið kunnugt um mis- kunn en biblían talar um upprisu hér á jörðinni í paradís. í þeirri öruggu framtíðarvon sæki ég og mín eigin- kona okkar hughreystingu og sálar- styrk, að við biðjum og vonum að við munum líklegast fá að sjá föður okk- ar aftur síðar undir dásamlegum kringumstæðum, og það verður gleðitími. Þá mun enginn muna eftir sorg. Þessa von mína og tíðar bænir berum við undir skapara himins og jarðar, Jehóva Guð. Megi hann minnast hans. Systkinum mínum tveim bið ég huggunar einnig, svo og bróður pabba míns hér á íslandi. Við hjónin minnumst hans með trega, en erum hughraust og örugg í voninni, að þeir sem deyja geti lifnað á ný, allt sé undir skapara okkar komið. Það er stutt í tárin, en huggunin er mikil og viljum við líka þakka öllum þeim sem hafa hugsað til okkar, veitt okkur andlegan og tilfmninga- legan stuðning og heimsótt okkur og hringt eftir andlátið, þið hafið gert okkur gott. Við tökum sterkt undir og biðjum í samræmi við hið sanna orð, sem segir: „ því að vér höfum fest von vora á lifanda Guði, sem er frelsari allra manna, einkum trúaðra.“ (1. Tímóteusarbréf 4:10) Minningin lifir um góðan föður. Gunnar Friðleifsson, Debúra V. Tanupan, Samúel Björn Gunnarsson. Elsku afi, manstu þegar við fórum í bíltúr og þú gafst okkur systrunum ís og pönnukökur, okkur fannst þetta meira en nóg og erum þakklát- ar fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur. Þakka þér líka fyrir jólin sem þú varst með okkur og allar góðu stundimar. Það var gaman þegar þú sagðir okkur frá Færeyjum og gömlu dögunum og alls konar frétt- um og hverju sem var.Við í Vestur- bergi munum sakna þín. Ég vona að þú munir hafa það gott hjá Guði. Ástarkveðjur, þitt barnabarn Karlotta Guðjúnsdúttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.