Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 43
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
HRAFNHILDUR
LÁRA BENEDIKTS-
DÓTTIR
+ Hrafnhildur
Lára Benedikts-
dóttir fæddist á
Landspitalanum 2.
apríl 1997. Hún lést á
Barnaspítala Hrings-
ins 14. apríl síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fella- og Hólakirkju
25. aprfl.
Elsku Hrafnhildur
okkar, erfitt er að trúa
því að þú sért farin frá
okkur. En við eigum
margar yndislegar minningai’ um
þig, t.d. sl. sumar þegar þú fórst upp í
sumarbústað með ömmu og Siggu
frænku, þú varst svo ánægð í sveit-
inni.
I desember var líka góður tími hjá
þér, þegar þú fórst á skautasvellið, þú
varst svo dugleg á skautunum, en
Didda tvíburabróður þínum fannst
ekkert gaman. Margar yndislegar
stundir áttum við í Blikahólum með
þér og þér var ekki vel við að amma
setti á sig gleraugun, þá sagðir þú
„afi á“ og vildir að afi fengi gleraug-
un. Þú varst alltaf svo dugleg og
sterk þótt þú værir búin að ganga í
gegnum erfiðan sjúkdóm.
Þú varst svo blíð og góð.
Við þökkum þér fyrir allar yndis-
legu stundirnar sem við áttum saman
og biðjum Guð fyrir Hrafnhildi okk-
ar.
Elsku Benni, Alda, Guðrún, Ás-
laug, Brynjar, Sigurður og Guðni,
megi guð vera með ykkur.
Guð blessi ætíð
þínófarinspor
afturhanngefiþér
sólskinogvor
engu gæska hans gleymir.
f hjarta þitt les hann
semleturábók
oglæturþigfinna
að það sem hann tók
hann hjá sér í himninum geymir.
(G.V.G.)
Amma, afi og Sigríður
frænka í Blikahólum.
með barbídúkkurnar,
þú átth- rosalega flotta
furby-uglu. Ég man þig
alla tíð. _
Áslaug,
stóra systir.
Það var fóstudagur
14. aprfl er ég fékk þær
sorgarfréttir að þú
Hrafnhildur litla okkar
værir látin, þetta var
eins og hamarshögg í
andlitið. Þú sem varst
búin að ganga í gegnum
svo miklar þjáningar,
allar þessar erfiðu meðferðir og öll
þessi lyf. Þú varst á svo góðum bata-
vegi, en þá þurfti þessi sjúkdómur að
blossa upp aftur, en þú stóðst þig allt-
af eins og hetja á meðan þessi barátta
stóð yfir. Þú varst að fara að flytja til
Grundarfjarðar með mömmu, pabba
og systkinum þínum, en þá þurfti
þetta endilega að gerast. Ég og Anna
María munum svo vel eftir því þegar
við komum að heimsækja þig upp á
spítala með stóran pakka handa þér,
þú varst svo ánægð og alveg æst í að
rífa pappírinn utan af pakkanum og
sömuleiðis Diddi bróðir þinn. í pakk-
anum var falleg dúkka sem er með
þér núna og passar þig vel. Við mun-
um líka eftir öllum stundunum upp í
Blikahólum hjá ömmu og afa, þegar
allir voru í kaffi og spjalli inni í eld-
húsi nema þú, hvar varst þú? Jú, þú
varst inni í herbergi hjá Bigga að
horfa á Timon og Pumba og sagðir
alltaf við mig, sjáðu Simmi, sjáðu
Púmba. Þú varst svo blíð og góð og
varst alltaf brosandi. Mamma þín og
pabbi stóðu alltaf þétt upp við bakið á
þér meðan þessi erfiða barátta stóð
yfir og sömuleiðis Guðrún. Þið eruð
öll hetjur í okkar augum.
Við þökkum þér fyrir allar æðis-
legu stundimar sem við áttum með
þér og munum aldrei gleyma.
Megi góður Guð geyma þig og
vemda.
Elsku Benni, Alda, Guðrún
(Guggú), Brynjar, Áslaug, Diddi, og
Guðni. Megi Guð vera með ykkur.
Þín hlýju bros
Margan fagran morgun
mýktogbirtugæddi
Sofðu engill, augun leggðu aftur,
álfarnir geyma fögru gullin þín.
Dagurinn hefur kveðjuorðin kallað,
hvíslar nóttin næturljóðin sín.
Elsku systir mín.
Það er gott að þér líður vel núna, er
skemmtilegt hjá Guði? Ég veit að þú
ert í góðum höndum, þú getur flogið
núna. Ég man þegar við lékum okkur
brosíbamsinsaugum
bættialltoggræddi
gaf mér frið og fógnuð
fáamunþað gruna.
Litlahöndílófa
ljúfterennaðmuna.
(G.V.G.)
Sigmundur og Anna María.
Þá er uppáhaldið mitt farið frá
mér. Það eina sem skiptir máli er, að
þér líði vel og þurfir ekki að þjást
lengur. Ekki skortir nú minningar
um þig, Hrafnhildur mín. Þegar þú
varst á leiðinni til mín í Blikahólana
kallaðh-ðu alltaf: „Bigga, Bigga,“ um
leið og þú sást húsið mitt. Það er
varla hægt að lýsa því hvað þú, engill-
inn minn, hélst mikið upp á mig. Ynd-
islegri stelpu hef ég ekki kynnst en
þér. Æðislegasta minningin mín um
okkur er um hann púmba sem hvílir
hjá þér. Oft gátum við legið í rúminu
mínu og horft á púmba. Þessar yndis-
legu stundir sem við áttum saman á
spítalanum. Lengi mun minningin
um þig lifa í huga mínum. Aldrei mun
ég sætta mig við fráfall þitt. Ef það
var einhver sem gat komið mér í
mjög gott skap þá varst það þú, eng-
illinn minn.
Ég bið Guð að varðveita engilinn
minn, Benna, Öldu, Áslaugu, Brynj-
ar, Sigui’ð, Guðna, Guðrúnu og alla þá
sem þótti vænt um Hrafnhildi mína.
Vil ég að lokum koma með nokkrar
ljóðlínur sem lýsa okkar sambandi:
Égþakkirfæri
því nú skilja leiðir.
Þigg þú litla gjöf
úrhendimér.
Eg bið að þínir
vegirverði greiðir
égveitaðégmun
aldreiglevma þér.
(G.V.G.)
Birgir Már.
Elsku htla frænka.
Nú þegar komið er að kveðjustund
leitar það á hugann hversu sjálfsagt
okkur þótti að þú fengir að njóta
æsku og þroska eins og við flest. En
þótt málin snerust á annan veg er svo
margt að þakka, margar sólskins- og
gleðistundir sem návist þín hefur
skapað. Og það erfiða sjúkdómsstríð
sem þú þurftir að heyja hefur verið
átakanlegt og reynt mjög á þig og
aðstandendur þína.
Sorgin er svo sár og erfitt að sætta
sig við orðinn hlut. Við biðjum Guð að
hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann og
finna til léttis með þér að veikindun-
um er nú lokið.
Við svona aðstæður kemur alltaf
best í Ijós hvers virði samkennd og
ástúð er.
Þín stutta og áfallasama ævi hefur
vissulega ekki verið tilgangslaus, því
ótrúlegur lífskraftur sálarinnar í
veikum líkama getur kennt okkur
mikið.
Við þökkum fyrir að þú þarft ekki
að líða lengur, og trúum því að:
Lausnarinn í ljóssins geim
leiðirböminsmáu.
Fylgir þeim í fegri heim
fjarri öllu lágu.
Við vottum fjölskyldunni dýpstu
samúð.
Fjóla, Gréta
og fjölskyldur.
S TEINGRIMUR
STEFÁN THOMAS
SIG URÐSSON
+ Steingríniur Stefán Tliomas
Sigurðsson fæddist á Akur-
eyri 29. aprfl 1925. Hann varð
bráðkvaddur í Bolungarvík 21.
aprfl síðastliðinn og fór útfór
hans fram frá Kristskirkju,
Landakoti, 29. aprfl.
Sitt er hvað, gæfa eða gjörvuleiki,
segir í Grettlu. Lífshlaup Steingríms
Sigurðssonai’ var um margt óvenju-
legt. í vöggugjöf hlaut hann góðar
gáfur og listrænar taugar. En einnig
óstöðuga skapsmuni og lundarfar.
Togstreita á milli ólíkra þátta í skap-
höfn hans mótuðu líf hans og list í
ríkum mæli. Hann var kallaður
„lífskunstner". Það var hálfgert öf-
ugmæli. Að baki hverju óbrotgjörnu
listaverki býr að vísu sköpunargáfa
og frumleiki, en einnig formfesta og
lögmál listarinnar sjálfrar. Lífið er
annars eðlis og líf Steingríms var þar
engin undantekning. Hann gat verið
sjálfhverfur og tillitslaus í samskipt-
um sínum við fólk, en einnig leiftr-
andi frjór, andríkur og skemmtileg-
ur. „Vér erum allh- blendnir, en mjög
misblendnir," sagði Sigurður skóla-
meistari, faðir Steingin'ms.
Steingi’ímur kynntist óti’úlegum
fjölda fólks á lífsleiðinni, eins og
glögglega kemur fram í sjálfsævis-
ögu hans, „Lausnarsteini". Það var
sjaldan lognmolla í kringum hann og
stundum æði stormasamt. Og
Steingrímur reyndi það „að kenna til
í stormum sinnar tíðar“. En eftir
hvert áfall reis hann ætíð upp aftur
fullur af lífsorku og með nýjar og
misjafnlega raunhæfar áætlanh’ á
prjónunum. Það kann að vera, að
einhverjir telji sig eiga um sárt að
binda vegna Steingríms. En hitt er
víst, að fleiri minnast hans með
hlýhug og söknuði, því að hann gat
verið næmur, gefandi og hvetjandi
og kallað fram ýmsa góða, og stund-
um dulda, eiginleika í fari fólks og
auðgað tilveru þess. Það er því ekki
að ófyrirsynju að ætla, að margir
samferðamenn hans standi í þakkar-
skuld við hann.
Steingrímur lagði metnað sinn og
stolt í það að koma börnum sínum til
manns, oft við erfiðar aðstæður.
Kannski var það hans manndóm-
svígsla og hana stóðst hann með
prýði. Faðir Steingríms skrifaði eitt
sinn í grein um Þorstein Arnljótsson:
„En eitt böl sættist enginn við fullum
sáttum: að fá ekki neytt beztu hæfi-
leika sinna. í sárinu því, sem kalla
má að njóta sín ekki, svíður meina
sárast. Sú und er harmur, sem að
vísu getur hemað yTir og bera má í
leynd og hljóði. En þunglyndið lifir
undir rósemd og glaðværð og ann-
ríki lífsins, líkt og áin líður áfram
undir fagurbláum ísum.“
Steingrímur þroskaði einungis
suma af sínum góðu og fjölþættu
hæfileikum og sálargáfum. Hinir
lágu óbættir hjá garði. Það var hans
böl. Gæfa hans var barnalán. En líka
lífskraftur fram á hinsta dag, sköp-
unargáfa og guðstrú. Hann var eng-
inn meðalmaður og setti svip á sam-
tíð sína. íslenskt mannlíf er
fátæklegra að honum gengnum.
Sigurður Olafsson.
Breiðholtskirkja.
Safnadarstarf
Tómasarmessa
í Breiðholts-
kirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til fjórðu
messunnar á þessu ári í Breiðholts-
kirkju í Mjódd í kvöld, 30. apríl, kl.
20. Verður þetta síðasta Tómasar-
messan að sinni, en þær hefjast síð-
an væntanlega aftur í haust. Fram-
kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi
eru Kristilega skólahreyfingin, Fé-
lag guðfræðinema, Breiðholtskirkja
og hópur presta og djákna.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa í safnaðarheimilinu þriðju-
dag kl. 10-14. Léttur hádegisverður
framreiddur. Mömmu- og pabba-
stund í safnaðarheimilinu þriðjudag
kl. 14-16.
Dómkirkjan. Barnastarf í safnað-
arheimilinu þriðjudag kl. 14 fyrir
6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára
börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi þriðjudag kl. 12.10. Orgel-
leikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur málsverð-
ur í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbæna-
guðsþjónusta þriðjudag kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora
hóparnir hittast mánudag kl. 20.
Gengið inn um aðaldyr kirkjunnar.
Fundur Kvenfélags Lauganeskirkju
mánudagskvöld kl. 20 í safnaðar-
heimili. Morgunbænir þriðjudag kl.
6.45-7.05. Fullorðinsfræðsla þriðju-
dag kl. 20 öllum opin. Önnur síðasta
samvera vetrarins. Þriðjudagur
með Þorvaldi þriðjudagskvöld kl.
21.
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri
borgara þriðjudag kl. 16.30 í umsjón
Ingu J. Backmann og Reynis Jónas-
sonar.
Selfjarnarneskirkja. Æskulýðs-
félagið í kvöld kl. 20-22. Foreldra-
morgunn þriðjudag kl. 10-12.
Árbæjarkirkja. Yngri deild æsk-
ulýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkjupr-
akkarar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánu-
dögum.TTT-starf 10-12 ára, kl.
17-18 á mánudögum. Eldri deild
æskulýðsfélagsins kl. 20-22.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 áradrengi á mánudögum kl.
17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10.
bekk á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur
kl. 20. Tekið er við bænarefnum í
Bókhaldskerfi
gsn KERFISÞRÓUN HF.
L_N http://www.kerfisthroun.is/
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í
síma 587-9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag íyrir
unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu-
dögum.Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er
á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um-
sjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Mömmu- og
pabbamorgunn þriðjudag kl. 10 í
Borgum. Kyrrðar- og bænastund í
kirkjunni þriðjudag kl. 12.30.
Seljakirkja. Æskulýðsfundur í
dag kl. 20. KFUK-fundir á mánu-
dögum. Kl. 17.15 stelpustarf á veg-
um KFUK og kirkjunnar fyrir 6-T7
áraog kl. 18.30 fyrir 10-12 ára.
Mömmumorgnar á þriðjudögum kl.
10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ungl-
ingakór á mánudögum kl. 17-19.
Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja. Æsku-
lýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í
Hásölum.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag kh~
17.30 á prestssetrinu.
Landakirlga Vestmannaeyjum.
Kl. 11 barnasamvera. Mæting við
Landakirkju en þaðan verður farið
með rútu inn í Herjólfsdal til að
grilla og leika saman, allt í boði
sóknarnefndar. Síðasta barnasam-
vera vetrarstarfsins. Kl. 14 ferming-
armessa með altarisgöngu. Kl. 20.30
Æskulýðsfundur. Síðasti fundur
vetrarins. Þriðjud: Kl. 20 fundur um
sorgarviðbrögð og missi.
Lágafellskirkja. Lokastund
kirkjukrakka og TTT-starfs verður
mánudaginn 1. maí. Farið verður í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með
rútu frá safnaðarheiminu kl. 11.
Áætluð heimkoma kl. 13.30.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Almenn samkomakl. 16.30 í umsjón
Kvennamóts. Mikill söngur og vitn-
isburðir. Ungbarna- og bamakirkja
meðan á samkomu stendur. Allir
hjartanlega velkomnir. Mán: Marita
samkoma kl. 20. Allir velkomnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar mánudag
kl.17.30 á prestssetrinu.
Akraneskirkja. Mánudagur:
Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi
KFUM og K kl. 20.
Hólaneskirkja Skagaströnd. Á
morgun mánudag: Unglingadeild
KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og
eldri.
Víkui’prestakall í Mýrdal. Fen#-
ingarfræðsla á mánudögumkl. 13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. AJ-
menn fjölskyldusamkoma sunnu-
dagakl. 17.
Tilbodsverd
Fallegir borödúkar
og servíettur
í gjafakössum
V**
I ppsotiiiiitfubúóiti
i