Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
JÍ
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Grettir
Hundalíf
Ljóska
^ SEM LOSfR/EÐINSUR-, HVAÖ
INN PINN, JULIUS, VERt) E6 L ÁTTUVIB
Aö VARA PIS m. ÞESSI BL0M\ ,|
STURBER6 SÆTIKÆRT PI6
FYRIR MEOfEROINA > J
A SER.
Pý ÖSKRAR A HANN, ( BLÓMSTURBER6,
PUHOTARHONUM, ( AN01E6T?!
ÞANN 6ÆTIKÆRT PI6
FYRIRANDLE6T
OFBELDI
FÆ6IfJ6ARHALFVITINN PINN,.
Ferdinand
Smáfólk
5TRIKE THI5 6UV
OUT, N066ERHEAPÍ
Sláðu þennan náunga
út, grasasni.
„Grasasni*1 ?
Hvar fannstu
þetta nafn ?
I REAP IT IN
AN OLP BOOK
*---* 4
Ég las það í
gamalli bók
Útileikmenn mínir
eru vel lesnir.
Baraahópur á dagheimilinu á Hörðuvöllum árið 1951 ásamt fóstrum,
þeim Elínborgu Stefánsdóttur og Evu Pálmadóttur.
Hörðuvellir
65 ára
Frá Maríu Krístjánsdóttur og
Jóhanni Guðna Reynissyni:
LEIKSKÓLINN á Hörðuvöllum í
Hafnarfirði er 65 ára á þessu ári en
Verkakvennafélagið Framtíðin hóf
starfsemi í húsinu árið 1935. Saga
skólans er því löng og fjölmargir
Hafnfirðingar eiga hlýjar minningar
þaðan. Raunar hóf verkakvennafé-
lagið rekstur dagheimilis nokkru
fyrr, eða þann 19. maí 1933, að því er
fram kemur í þriðja bindi Sögu
Hafnarfjarðar eftir Asgeir Guðmun-
dsson. Starfsemin var þá í gamla
bamaskólanum við Suðurgötu.
Dagheimilið var stofnað til þess að
félagskonur í Framtíðinni gætu
fengið gæslu fyrir böm sín meðan
þær væru í vinnunni. Fjölmargir for-
eldrar nýttu sér þessa þjónustu og
snemma varð ljóst að betur mætti ef
duga skyldi í húsnæðismálum dag-
heimilisins.
Framtíðin fékk þá úthlutað lóð
fyrir starfsemina. Húsið var tekið í
notkun 2. maí, sama ár. Skólinn er
ein elsta stofnun sinnar tegundar á
landinu og Ijóst að verkakvennafé-
lagið hefur borið Framtíðar-nafnið
með réttu.
Veturinn 1948-49 var hafinn
rekstur leikskóla í húsi dagheimilis-
ins á Hörðuvöllum. Naut starfsemin
mikilla vinsælda og var húsnæðið
stækkað og ný salarkynni tekin í
notkun 16. júní, 1957. Eftir stækkun-
ina vom dagheimilið og leikskólinn
rekin samhliða í húsinu. Leikskólinn
var rekinn af Verkakvennafélaginu
Framtíðinni til 1. ágúst, 1997, en þá
yfirtók Hafnarfjarðarbær rekstur-
inn. Ber að færa Framtíðarkonum
sérstakar þakkir fyrir framlag
þeirra til menntamála æskunnar í
Hafnarfirði á umliðnum áratugum.
Gleði og sjálfsvirðing
Leikskólinn stendur á einstaklega
fallegum stað í hjarta bæjarins ná-
lægt Sólvangi með lækinn við lóðar-
mörkin. Stutt er í áhugaverð svæði
til vettvangsferða þar sem njóta má
útivistar í fjölbreytilegu og skemmti-
legu umhverfi leikskólans. Nú er
leikskólinn tveggja deilda með um 50
börn á aldrinum 2-6 ára. Unnið er
með hópastarf og valkerfi með leik-
inn að leiðarljósi.
Markmið leikskólans er að þaðan
útskrifist glöð börn sem hafi til að
bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðr-
um og öðru í umhverfinu. Börnin hafi
þann félagslega þroska sem þarf til
að þau geti tekist á við næsta skóla-
stig.
I vændum eru nú umfangsmiklar
breytingar á högum nemenda og
starfsliðs því til stendur að reisa nýj-
an leikskóla við Hörðuvelli á þessu
ári. Skólinn er á hluta svæðis sem er í
hönnunarsamkeppni en á því er ráð-
gert að verði auk leikskólans, grunn-
skóli, íþróttahús og sundlaug. Þann-
ig er framtíðin björt fyrir okkur á
Hörðuvöllum og við hlökkum til þess
að takast á við ný verkefni í nýju húsi
sem þó býr ávallt að góðri sál og lit-
ríkri sögu í hjarta Hafnarfjarðar.
MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
leikskólastjóri, JÓHANN GUÐNI
REYNISSON, upplýsingastjóri
Hafnarfjarðarbæjar.
Böra á Hörðuvöllum einbeitt í leik og starfi árið 1951.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.