Morgunblaðið - 30.04.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
I
ÍDAG
Arnað heilla
f7A ÁRA afmæli. Nk.
I V/þriðjudag 2. maí
verður sjötugur Jón Böð-
varsson cand. mag., Safa-
mýri 67, Reykjavík. Jón er
fyrrverandi menntaskóla-
kennari, skólameistari
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og ritstjóri Iðnsögu
íslendinga. Eiginkona
Jóns er Guðrún Erla
Björgvinsdóttir aðstoðar-
skólastjóri Engjaskóla í
Reykjavík. Vinir hans og
nemendur halda honum
samsæti í Borgarleikhús-
inu kl. 20 á afmælisdaginn.
Allir velkomnir svo lengi
sem húsrúm leyfir. Æski-
legt er að tilkynna þátt-
töku hjá Endurmenntun-
arstofnun Háskóla íslands
í síma 525-4231 eða hjá
Tómstundarskólanum
588-7222.
HA ÁRA afmæli. í dag,
I \/sunnudaginn 30.
apríl, verður sjötug Ólöf
Pálsdóttir, Einimel 18,
Reykjavík. Hún er stödd í
Seattle í Bandaríkjunum á
afmælisdaginn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með.
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númcr.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
I7A ÁRA afmæli. Nk.
• v/þriðjudag 2. maí
verður sjötug Steinvör
Esther Ingimundardóttir,
húsmóðir, Reynihvammi
4, Kópavogi. Eiginmaður
hennar er Hlöðver Guð-
mundsson. Steinvör er að
heiman á afmælisdaginn
en tekur á móti gestum á
heimili sínu laugardaginn
6. maí eftir kl. 18.
n A ÁRA afmæli. Á
I v/morgun, mánudag-
inn 1. maí, verður sjötugur
Heimir Brynjúlfur Jó-
hannsson, prentsmiðju-
stjóri og útgefandi, Gull-
smára 11, Kópavogi.
Eiginkona hans er Frið-
rikka Baldvinsdóttir. Þau
taka á móti gestum í Fé-
lagsmiðstöðinni Gullsmára
13, Kópavogi, á morgun
mánudag, frá kl. 17.
pT A ÁRA afmæli. í dag,
tl V/ sunnudaginn 30.
apríl, verður fimmtugur
Gissur Guðmundsson,
rannsóknarlögreglumað-
ur og bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði, Breiðvangi
32, Hafnarfirði. Eigin-
kona hans er Svanhildur
Pótursdóttir. Þau taka á
móti ættingjum og vinum í
Stjörnuheimilinu, Ásgarði,
Garðabæ, í kvöld milli kl.
20-23.
RÚBÍNBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 30. apríl, eiga
40 ára hjúskaparafmæli hjónin Birna Ingadóttir og
Bragi G. Bjarnason, Máshólum 5.
LJOÐABROT
í FJARLÆGUM SKÓGI
í fjarlægum, fógrum skógi
ég friðsælt rjóður veit.
Þar skjálfa geislar í grasi,
þar ganga hindir á beit.
Á bak við blávötn og akra
rís borgin með þys og ljós,
en skóggyðjan felur í faðmi
friðarins hvítu rós.
Hulda.
ORÐABÓKIN
Frekur til fjörsins
FYRIR allöngu voru ofan-
greind orð fyrirsögn fyrir
leikdómi í DV. Ég staldr-
aði við þetta orðalag og
ekki sízt, þegar lesið var
áfram. Þar stóð þetta m.a.
„Þessi persóna er frek til
fjörsins og ekkert á þeim
buxunum að láta leikar-
ann alfarið ráða kúrsin-
um.“ Ég skildi þetta svo,
að leikarinn hefði sjálfur
viljað ráða ferðinni í leik
sínum án áhrifa annarra.
Nú er það svo, að no. fjör
hefur nokkrar merkingar,
m.a. táknar það líf og eins
lífsafl eða þrótt samkv.
OM. Fyrri merkingin
kemur fram í orðtakinu:
frekur er hver til fjörsins,
sem er skýrt þannig í OM:
sérhverjum er annt um líf
sitt. Er auðskilið mál,
hvað felst í þessum orð-
um, þ.e. að honum finnst
h'fið þess virði að lifa sem
lengst. Ég held þessi
merking sé vel þekkt í
máli okkar enn í dag. í
leiknum var ekki verið að
tefla um hf og dauða í
beinum skilningi. Virðist
því heldur kveðið fast að
orði með orðtakinu á þess-
um stað. Samkv. þessari
skýringu getur hún því
engan veginn átt hér við.
Síðari merkingin getur
ekki heldur komið til
greina. Merkingin lífsafl,
þróttur er alkunna í orða-
sambandinu að vera í fullu
fjöri , sem menn segja um
þann, sem er fullur af lífs-
afli og þrótti. Enda þótt
vel skiljist, við hvað var
átt í téðum leikdómi, er
vafasamt - og raunar
óþarft - að breyta þannig
gömlu orðtaki. - J.A.J.
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 51
STJÖRIVUSPA
cftir Fraiiccs llrake
NAUT
Þú ert kappsfullur og mætt-
irstundum kunna þérbetra
hófen til þess er litið að þú
nærð yfirleitt góðum ár-
angri.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Ef þú eyðir tímanum með ein-
hverjum sem þú vilt alls ekki
vera með þá ertu í raun að
eyða allra tíma til einskis.
Vertu því þar sem þú vilt
vera.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur verið gaman að líta
um öxl og rifja upp Iiðna at-
burði en það má þó ekki
ganga svo langt að þú gleymir
nútímanum og þeim skyldum
sem þú hefur.
Tvíburar t
(21. maí-20.júní) AÁ
Það er gott að þiggja aðstoð
annarra þegar mikið hggur
við en gleymdu ekki að þakka
hana þegar allt er afstaðið.
Og svo er að endurgjalda
greiðann.
Krabbi
(21. júní - 22. júh)
Þér finnast dagarnir hver
öðrum líkir og ert gripinn
leiða útaf því. En ef þú bara
breytir örlítið út af þá er dag-
urinn orðinn allur annar.
Ljón
(23. júh - 22. ágúst)
Leggðu mál þitt fram af
sanngirni og festu og varastu
að ganga á annarra hlut því
slíkt kallar aðeins á vandræði
og skemmir málstað þinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Tilfinningarnar standa hátt
hjá þér og þú mátt hafa þig
allan við að þær beri þig ekki
ofurliði. Leitaðu hjálpar ef
með þarf.
'tPTK
(23. sept. - 22. október) &
Þótt allt virðist vera í stak-
asta lagi skaltu hafa varann á
því alltaf getur eitthvað
gerst. Það er of seint að
byrgja brunninn þegar bam-
ið er dottið ofan í hann.
Sporðdreki ^
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er gott að þekkja sín eig-
in takmörk og þá ekki síður
að virða þau þegar á það
reynir. En ástæðulaust er að
prófa þau á hverjum degi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) ftC)
Nú er þér óhætt að setja
tnarkið hátt ef þú gætir þess
aðeins að ganga ekki fram af
þér. Sinntu þeim sem næst
þér standa af kostgæfni.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4bÍP
Margar hendur vinna létt
verk og það er málstað þínum
til framdráttar að taka hönd-
um saman við þá sem vilja
veita þér brautargengi.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.)
Þótt að allir aðrir virðist vera
á einu máli er ekki þar með
sagt að þú þurfir að taka upp
þeirra skoðun ef þér finnst
sjálfum eitthvað annað.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ef þér finnast aðstæður erf-
iðar þá reyndu að þrauka þar
til það versta er gengið yfir.
Þú munt uppskera laun erfið-
isþíns.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hafnarfjöröur
Verslunin hættir
Útsalan hefst þriðjudaginn 2. maí.
25 — 50% afsláttur.
Verslun Bergþóru Nýborg,
Strandgötu 5, sími 555 0252.
Stangaveiði
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí.
Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni.
Á sömu stöðum geta félagar úr
Sjálfsbjörgu, unglingar (innan 16 ára
aidurs), og ellilífeyrisþegar úr
Reykjavík og Kópavogi, fengið
afhent veiðileyfi án greiðslu.
Veiðifélag Elliðavatns
London
með Heimsferðum
frá kr. 7.900
alla fimmtudaga í sumar
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London í sumar með
beinu flugi alla fimmtudaga í sumar. Þú getur valið um helgar-
ferðir, flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, en við
bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta London á ffábæru verði.
Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust.
Verð kr.
7.900
Flugsæti, önnur leiðin.
Skattarkr. 1.830 ekki innifaldir.
Verð kr.
14.200
Flugsæti fram og til baka.
Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími
595 1000. www.heimsferdir.is
Málþing um sveitarsfjórnarrétt
fslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF-ÍS) og félagsmálaráðuneyt-
iö halda málþing um sveitarstjórnarrétt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
fimmtudaginn 4. maí 2000 kl. 13-17. Á þinginu verður m.a. fjallað um niður-
stöður nýlegra athugana á sviði stjórnskipunar og stjórnsýslu sveitarfélaga.
Þingið er ætlað þeim sem starfa við stjórnun og stjórnsýslu sveitarfélaga og
öðrum sem áhuga hafa á viðfangsefninu.
Þátttaka tilkynnist til félagsmálaráðuneytisins með tölvupósti: postur@fel.stjr.is
eða í síma 560 9100 fyrir lok 3. maí. Þátttökugjald er þrjú þúsund kr.
Dagskrá:
Setning málþings.
Páll Pétursson,
félagsmálaráöherr.a
Jóhann Tómas Sigurðsson,
lögfræðingur.
Ólafur Jóhannes Einarsson,
lögfræðingur.
Birgir Tjörvi Pétursson,
lögfræðingur.
Erla Þuríður Pétursdóttir,
lögfræðingur.
Hvað felst ísjálfsstjórn sveitarfélaga?
Endurskoðun dómstóla á stjórnvalds-
ákvörðunum sveitarstjórna sem teknar
eru í skjóli sjálfsstjórnar.
Eru einhverjar hömlurá því að sveitarstjórn
megi taka að sér ný verkefni,
sé verkefnið ekki lögmælt?
Frumkvæöiseftirlit
með stjórnsýslu sveitarfétaga.
Fyrirspurnir og umræður.
Kaffihlé.
Reglustjórn sveitarfélaga
- Olíkt hlutverk sveitarstjórnarmanna og
starfsmanna sveitarfélaga.
Breytingar á sveitarstjórnarlögum
- Hvernig hafa sveitarstjórnarlög
nr. 45/1998 reynst?
Eftir hvaða reglum taka varamenn
sæti í sveitarstjórn?
Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Ómar H. Kristmundsson, formaður NAF-ÍS.
íslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins.
Félagsmálaráðuneytið.
Páll Hreinsson, dósent.
Sesselja Árnadóttir,
deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu.
Sigurður Líndal, þrófessor.