Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 56
56 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ar ____ w
FOLKI FRETTUM
x
Blásturshljódfæraleikari ársins heldur burtfarartónleika
Mér líður eins og
tónlistarmanni
Morgunblaðið/Golli
„Mig langar að gefa eitthvað af mér í tónlistina og ég vona að það kom-
ist til skiia," segir tónskáldið Samúel Jón.
Morgunblaðið/Golli
Samúel Jón heldur tónleika annað kvöld í Leikhúsinu Ægisgötu 7.
Básúnuleikarinn
Samúel Jón mælir
, með uppvaski við
lagasmíðar og af-
raksturinn af því
geta menn heyrt
annað kvöld í Leik-
húsinu. Hildur
Loftsdóttir er orð-
in forvitin.
f AMÚEL Jón Samúelsson er
svona manna á milli kallað-
ur Sammi básúna, enda
K. J þekkja hann flestir sem
básúnuleikarann í Casino og Jagúar.
Hann hefur komið víða við í tónlist-
arheiminum hér á landi, þar sem
hann hefur útsett fyrir og leikið inn á
plötur með Sigurrós, Maus, Möggu
Stínu, Páli Óskari, Landi og sonum
og ótal fleirum og komið fram með
Funkmaster 2000, Stórveit Reykja-
víkur, djasssöngkonunni Tenu Palm-
er, Dip og Tómasi R. svo einhverjir
^séu nefndir.
Nú ætlar Sammi að sýna á sér enn
eina hliðina þegar hann heldur út-
skriftartónleika sína frá Tónlistar-
skóla FÍH á mánudagskvöldið kl. 20
í Leikhúsinu á Ægisgötu 7.
Þar mun 17 manna stórsveit spila
fönk- og djasslög sem Sammi samdi
og útsetti sérstaklega fyrir sveitina,
sem sldpuð er úrvals hljóðfæraleik-
urum Islands. Sjálfur lofar hann að
taka nokkur sóló.
„Mér finnst að burtfarartónleikar
eigi að vera á vettvangi þar sem tón-
leikar eru, það er um að gera að rífa
þá úr skólasamhenginu. Fyrir mér
eru þetta bara tónleikar."
- Ertu að útskrífast sem básúnu-
leikarí?
„Já... og nei, það eru skiptar
skoðanir á því. Þar sem ég er að
semja þetta allt voru prófdómararn-
ir fyrst ekki vissir hvort þeir ættu að
dæma mig sem hljóðfæraleikara eða
útsetjara þannig að ég held að það
verði hvort tveggja. Eg kom inn á
kennarastofu eftir forprófið og þar
sátu þeir allir, þeir óskuðu mér til
hamingju og spurðu hvernig mér liði.
Vel. Hvort mér liði eins og básúnu-
leikara eða útsetjara? og þá svaraði
ég að mér liði eins og tónlistarmanni.
Og þá klóruðu þeir sér bara í hausn-
um,“ segir Sammi og hlær. „Eg er
ekki að reyna að stilla mér upp sem
hljóðfæraleikara þótt ég sé í
einleikshlutverki á tónleikunum, en
bandið spilar í öllum lögunum."
- Hvernig tónlist er þetta sem þú
ert búinn að semja?
„Ég hef aldrei átt auðvelt með að
skilgreina mína eigin tónlist. Þetta
getur örugglega flokkast undir fönk
og djass að einhverju leyti, en þetta
er bara mín tónlist, og ég verð að láta
einhverja aðra um að setja hana á
einhvem bás. Fólk verður bara að
koma að sjá og hlusta."
- Ertu undir áhrifum frá einhverj-
um sérstökum?
„Nei, bara frá öllu sem ég heyri og
fíla. Ég hlusta mikið á fönk og djass,
en líka þess vegna Burt Bacharach."
- Ertu hrífínn af Glenn Miller?
„Ég var það þegar ég var yngri.
Hann hefur áreiðanlega haft einhver
áhrif á mig ómeðvitað."
-Er ekki sérstakt fyrir ungan
mann að útsetja og semja fyrír stór-
sveit?
„Ég veit það ekki, ég hef alltaf fíl-
að þetta „sánd“, og ég vil alls ekki
setja samasemmerki milli big band-
tónlistar og Glenn Millers. Hans
tónlist er bara sérkafli, big band-
hefðin á sér miklu lengri sögu og er
nær okkur í tímanum líka. Ég er að
koma með mína útgáfu af því.“
- Langar þig að semja stórsveitar-
tónlist í fram tíðinni ?
„Alveg eins, en ekki eingöngu.
Mig langar að gera alls konar tónlist.
Ég stefni á að fara í framhaldsnám í
tónsmíðum, ekki eingöngu djass
heldur komast í gott alhliða nám. Ég
ætla samt að bíða í eitt ár og spila
meira með Jagúar, gera aðra plötu.“
- Er þetta í fyrsta skipti sem ein-
hver útskrífast bara með eigin lög-
um?
„Nei, Óskar Guðjóns saxófónleik-
ari gerði það fyrir nokkrum árum.
Hann var með tríó og það var mjög
gott, en ég held að þetta sé í fyrsta
skipti sem einhver reynir að fela sig
á sínum eigin tónleikum, stefnir
saman fullt af öðrum hljóðfæraleik-
urum og vonast til að hverfa í fjöld-
ann,“ segir Sammi með óræðu glotti.
„Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem
einhver setur saman heila stórsveit á
sínum forsendum og og stjórnar
henni á burfarartónleikunum sín-
um.“
- Hvenær fékkstu hugmyndina?
„Ég gekk með hana í maganum í
nokkur ár, sá það alltaf í hillingum
þegar ég myndi útskrifast og svo var
allt í einu komið að því. Hilmar Jens
hvatti mig til að gera þetta svona
fyrst mig langaði til þess. Barði í mig
kjarkinn. Ég varð strax spenntur því
mig langaði ekki til að klára skólann
eins og allir aðrir, með kvartett að
spila „standarda". Mér fínnst það
ekkert spennandi. Mig langaði að
gefa eitthvað af sjálfum mér í tónlist-
ina, og ég vona að það komist til
skila, hvort fólki síðan líkar tónlistin
eða ekki er svo annað mál.“
- Áttir þú eitthvað af lögum ?
„Já, það eru átta lög á efnis-
skránni. „Húbba Búbba“ er elsta
lagið, það er reyndar að finna á síð-
ustu plötu Jagúars, en það mun
hljóma í breyttri mynd á mánudag-
inn. Hitt eru bæði gamlar og nýjar
hugmyndir en ég þurfti að setjast
niður og skrifa þetta allt. Ég byrjaði
bara á þessu í jólafrúnu þannig að í
janúar og febrúar gerði ég ekkert
annað.“
-Hvernig færðu hugmynd að
lagi?
„Maður fær lagbút í hausinn af því
að hlusta eða spila. Þegar ég vinn úr
honum kemur fullt af öðrum hug-
myndum og kannski hendi ég upp-
haflegu hugmyndinni. Lagið
„Hvað?“ er smá grínlag sem ég
samdi þegar ég var að vaska upp og
fór að slá í og syngja. Þá kom það og
ég hljóp inn í herbergi og skrifaði
það niður. Þannig að ég mæli eind-
regiðmeð uppvaski!“
-Áað taka þetta upp?
„Já. Helst hefði ég viljað fara í stú-
díó, en það er ekki auðvelt að koma
öllum saman. Þegar það verður lang-
ar mig til að geta borgað þeim. Ég er
rosalega þakklátur öllum þessum
gaurum, þeir voru allir rosalega já-
kvæðir og þetta hefði ekki verið
hægt án þeirra.“
Hvernig var að heyra lögin í fyrsta
skipti í þeirra flutningi?
„Það er æðisleg tilfínning að mæta
með eitthvað á pappír sem maður er
búinn að ganga með í hausnum, og
heyra það flutt af alvöru hljóðfæra-
leikui-um. Maður fær vægt sjokk-
.Eftir fyrstu æfingarnar var adrena-
linið alveg í toppi.“
- Hverjir heldurðu að komi?
„Það ættu allir að koma. Þetta
verður bara í þetta eina skipti og er
óvenjulegt á vissan hátt, en samt í
anda þess sem ég hef verið að gera í
þeim hljómsveitum sem ég hef verið
í, nema núna fæ ég að ráða öllu, ha,
ha,“ segir Samúel Jón að lokum,
ánægður með sitt.
Auglýsendur!
Netið er nýtt sérblað sem fylgir
Morgunblaðinu annan hvern
miðvikudag. í Netinu er að finna
fullt af fréttum, greinum, viðtölum
og fróðleik um Netið.
Skilafrestur
auglýsingapantana
í næsta blað er til
kl. 16 mið. 3. maí
AUGLYSINGADEILO
Sími: 569 1111 - Bréfasími: 569 1110 ■ Netfang: augl@mbl.is