Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÁTT í 20 stiga hiti var á Akureyri
um miðjan dag í gær og nýttu bæjar-
búar og aðkomufólk sér Sundlaug i
Akureyrar. Að sögn Friðbjargar i
Hallgrímsdóttur sundlaugarstarfs-
manns hefur verið mikil aðsókn í
laugina og öll aðstaða fullnýtt. Hún
sagði að veðrið væri „eins og á
Kúbu“ og svona góðviðriskafli hefði
ekki komið í maímánuði síðan 1987 ef
frá er skilinn stuttur kafli árið 1990.
Vorverkin
hafin
VORVERKIN eru komin í fullan
gang. I Fossvogi var verið að fjar-
lægja garðúrgang við Eyrarland
þegar ljósmyndari átti þar leið um.
Atta grunaðir
um ölvun við
akstur
SJÖ ökumenn voru stöðvaðir í
Reykjavík aðfaranótt laugardagsins
vegna gruns um ölvun og sá áttundi
var stöðvaður í gærmorgun. Eril-
samt var í miðbænum að sögn lög-
reglu en ekkert sérstakt bar þó til
tíðinda. Lögreglan er farin að sinna
vorverkum eins og eftirliti með reíð-
hjólum og aðstoð við víðavangshlaup
í borginni.
Morgunblaðið/Kristinn
Forsætisráð-
herra í opinber-
ar heimsóknir
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
og Ástríður Thorarensen eiginkona
hans verða í opinberri heimsókn í
Liechtenstein 15. maí og í Slóveníu
17.-18. maí. Dagana 25.-27. maí
verða forsætisráðherrahjónin í opin-
berri heimsókn í Lettlandi.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir miskabætur vegna sviptingar ökuleyfís
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt ríkissjóð til að greiða
manni 100 þúsund kr. í skaðabætur
vegna ökuleyfissviptingar, þar sem
ákæruvaldið hafi vísvitandi haldið
gögnum frá Hæstarétti sem hefði
getað leitt til þess að ökuleyfissvipt-
ingin hefði ekki verið staðfest af
dómnum. Jafna megi þessu til ólög-
mætrar meingerðar gegn persónu
stefnanda.
Málavextir eru þeir að maðurinn
var stöðvaður af lögreglu síðla júlí-
mánaðar árið 1998 og sviptur öku-
leyfi til bráðabirgða eftir að hafa ver-
ið látinn blása í öndunarsýnamæli,
Intoxilyzer 5000-N. Maðurinn viður-
kenndi að hafa drukkið einn lítinn
bjór, en kvaðst ekki hafa fundið til
áfengisáhrifa. Jafnframt kom fram
að hann hafði verið að vinna við bfla-
málun kvöldið áður.
Bráðabirgðaökuleyfissviptingin
var kærð til héraðsdóms, sem felldi
Upplýsingum
vísvitandi haldið
frá Hæstaretti
hana úr gildi, en Hæstiréttur stað-
festi ákvörðunina með dómi 24.
ágúst 1998 með þeirri breytingu að
sviptingin var tímabundin í þrjá
mánuði.
Sýknaður í
héraðsdómi
í kjölfarið var ákæra gefin út á
hendur manninum. Héraðsdómur
sýknaði hann á grundvelli þess að
hann hefði strax vefengt öndunar-
sýnamælingar og að ekki hefði verið
tekið blóðsýni úr honum, en talið var
sannað að hann hefði farið fram á
það. Málinu var áfrýjað til Hæsta-
réttar en fallið frá áfiýjuninni með
hliðsjón af dómi Hæstaréttar, sem
gekk í millitíðinni um sama sakar-
efni, en þai- var það niðurstaða
Hæstaréttar að öndunarsýnamælir-
inn uppfyllti ekki kröfur dómstóla
um trausta öflun lögmæltra sönnun-
argagna.
Fram kemur í rökstuðningi stefn-
anda að saksóknari hafi ekki gætt
þeirrar hlutlægni sem honum sé
skylt. Lögð hafi verið fram sérvalin
gögn til að fá bráðabirgðaökuleyfis-
sviptinguna staðfesta, en ekki kynnt
skýrsla sem vefengdi áreiðanleika
sýnatökuvélarinnar.
Segir í dómnum að með hliðsjón af
niðurstöðu Hæstaréttar í málinu þar
sem áreiðanleiki mæliaðferðarinnar
var vefengdur sé ekki útilokað að
niðurstaðan hefði orðið önnur ef um-
deilda skýrslan hefði verið lögð fyrir
réttinn. Megi líta svo á, að ákæru-
valdinu hafi borið að leggja fram
skýrsluna með öðrum gögnum fyrir
Hæstarétt. „Liggur ekki annað fyrir
en skýrslunni hafi vísvitandi verið
haldið frá öðrum gögnum málsins og
má jafna því við ólögmæta meingerð
gegn persónu stefnanda samkvæmt
b-lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/
1993,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Umræður á Alþingi um afnám skattfríðinda forseta Islands
Forsætisráðherra hlynntur
samþykkt frumvarpsins
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
lýsti sig hlynntan samþykkt frum-
varps um afnám skattleysis forseta
íslands og maka hans við umræðu á
Alþingi í gærmorgun. Sagði Davíð að-
spurður að sér hefði verið kimnugt
um að áhugi væri á því meðal nokk-
urra þingmanna Sjálfstæðisflokksins
að leggja þetta frumvarp fram og
sagðist telja eðilegt, úr því að frum-
varpið kom fram, að afgreiða það sem
lög. Davíð tók hins vegar fram að
hann teldi engin rök standa tfl þess að
afnám skattfríðinda forseta, og jöfn-
un launa forsetans til jafns, hefði
keðjuverkandi áhrif á laun ráðherra
og annarra embættismanna rfldsins.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, mælti íyrir frumvarp-
inu snemma í gærmorgun en Pétur er
fyrsti flutningsmaður þess. Það gerir
ráð fyrir að felld verði brott ákvæði í
lögum þar sem kveðið er á um undan-
þágur forseta Islands og maka hans
frá greiðslu skatta og opinberra
gjalda. Sagði Pétur að flutningsmenn
- sem eru ásamt honum þeir Ami
Steinar Jóhannsson, Vinstri-græn-
um, Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls-
lynda flokknum, og Olafur Öm Har-
aldsson, Framsóknarflokki - teldu að
nú væri rétti tíminn til að breyta þess-
um lögum, þ.e. þegar kjörtímabih for-
seta er að Ijúka. Skattfríðindin væm
tímaskekkja sem gengju gegn al-
mennum jafiiræðissjónarmiðum sem
skattalög byggjast á.
Mótmæltu vinnubrögðunum
Þingmenn Samíylkingar gerðu
miklar athugasemdir við það hvemig
staðið væri að þessu máli. M.a. sagði
Jóhanna Sigurðardóttir málsmeð-
ferðina fyrir neðan virðingu Alþingis
og fyrir neðan virðingu forsetaemb-
ættisins. Menn hefðu í hyggju að gera
þetta framvarp að lögum á örfáum
klukkustundum, engan tíma ætti að
taka til að kanna málið til hlítar. „Það
era þessi vinnubrögð sem ég mót-
mæli,“ sagði Jóhanna.
Hún tók fram að hún teldi í sjálfu
sér eðlilegt að skoða hvort rétt væri
að afnema skattfríðindi forseta. Hún
óttaðist hins vegar að þessi breyting
gæti haft víðtækari áhrif en menn
vildu vera láta. Spurði Jóhanna for-
sætisráðherra hvort hann teldi enga
hættu á að breytingin hefði keðju-
verkandi áhrif á laun æðstu embætt-
ismanna rfldsins.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaðm-
Samfylkingar, gerði athugasemd við
það að þessu máli ætti að lauma í
gegn, svona eins og í skjóli nætur.
Lýstu þingmenn Samfylkingar al-
mennt þehri afstöðu að þeir væra
ekki mótfallnir því að forseti Islands
greiddi skatta eins og aðrir borgarar
en að þeir skildu ekki hvers vegna
ekki væri hægt að bíða með þessa
breytingu um sinn.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, tók undir að eðlilegra hefði verið
að gefa þessu máli betri tíma og lýsti
því fyrir sitt leyti yfir að hann hefði
enn ekki heyrt viðhlítandi rök fyrir
þeirri skoðun að afnám skattfrelsis
forseta, og síðan hækkun launa hans
svo ekki verði breytingar á kjöram
forseta, myndi ekki hafa áhrif á laun
æðstu embættismanna.
Raunlaun verði sjáanleg
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagðist hlynntur samþykkt frum-
varpsins fyrst það hefði komið fram.
Sagði hann jafnframt að út af fyrir sig
væri eðlilegt að gera þessar breyting-
ar núna, þegar kjörtímabili forseta
væri að ljúka, og vitnaði hann í ræðu
sinni til þess að núverandi forseti -
eins og reyndar aðrir frambjóðendur í
síðustu forsetakosningum - hefði lýst
því yfir að hann teldi rétt að afnema
skattfrelsi forseta. Davíð svaraði ját-
andi spurningu Sighvats Björgvins-
sonar, þingmanns Samfylkingar, um
það hvort hann hefði vitað af því að
frumvarpið yrði lagt fram nú.
Davíð sagði ákvæði um skattfrelsi
forseta arf frá konungdæminu í Dan-
mörku en fyrr á öldum hefðu menn
talið slík embætti komin frá Guði og
að konungar ættu ekki að greiða
skatta. Þessi viðhorf ættu hins vegar
ekki við í dag og sagði Davíð að allir
nútímajafnaðarmenn hlytu að vera
sammála um það.
Davíð var ekki á þeirri skoðun að
afnám skattfrelsis forsetans og hækk-
un launa hans til jafns myndi leiða til
hækkunar launa annarra embættis-
manna. Markmið framvarpsins væri
nefnilega ekki að hækka raunlaun
forsetans heldur aðeins að gera þau
sjáanleg. Hann sagði að eftir breyt-
ingar sem kjaradómur hefði gert á
launum embættismanna teldi hann
sjálfur að laun forsætisráðherra og
annarra ráðherra væra ekki of lág,
heldur sanngjörn, og engin efnisleg
ástæða væri til að hækka þau.
Alþingi
lýkur
störfum
ÞEGAR Morgunblaðið fór í
prentun í gær var útlit fyrir að
þinghaldi færi senn að ljúka.
Var stefnt að því að slíta þessu
125. löggjafarþingi síðdegis, að
sögn Halldórs Blöndal, forseta
Alþingis. Nokkur mál biðu enn
afgreiðslu en gert var ráð fyrir
að ný heildarlög um mat á um-
hverfisáhrifum yrðu samþykkt
í atkvæðagreiðslu, einnig
breytingai- á samkeppnislögum
og stofnun hlutafélags um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ennfremur þótti líklegt að lög
um afnám skattfrelsis forseta
Islands yrðu samþykkt, sömu-
leiðis lög um lífsýnasöfn, sjúkl-
ingatryggingu og breytingar á
lyfjalögum og almannatrygg-
ingum. Loks var gert ráð fyrir
að breytingar á fjarskiptalög-
um yrðu samþykktar.
Fyrr í gær hafði Alþingi
samþykkt lög um starfsréttindi
tannsmiða. Framvarp um lög-
leiðingu ólympískra hnefaleika
féll hins vegar við atkvæða-
greiðslu eftir aðra umræðu.
Þingið hafði lokið við að sam-
þykkja þingsályktanir um full-
gildingu samnings um allsherj-
arbann við tilraunum með
kjarnavopn en enn átti eftir að
ljúka afgreiðslu þingsályktun-
artillagna um vegaáætlun fyrir
árin 2000-2004 og jarðganga-
áætlun 2000-2004.
Kunna að
meta veður-
blíðuna