Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 19 LISTIR Já, ráðherra BÆKUR Sagnfræði HEILSA OG VELFERÐ Þættir úr sögu heilbrigðis- og tryggingumálaráðuneytisins 1970- 1995. Höfundur: Páll Sigurðsson læknir. Útg. Mál og mynd 1998. PÁLL Sigurðsson læknir og fyrr- verandi ráðuneytisstjóri er löngu þjóðkunnur fjrir störf sín að heil- brigðismálum íslendinga og má segja að í hugum margra sé hann samoflnn þeim. Helztu ákvarðanir sem teknar hafa verið í heilbrigðismálum hér á landi síðustu áratugi hafa mótazt af honum. Sem ráðuneytisstjóri starfaði hann með 10 ráðherrum. Hann lærði læknisfræði við Háskóla íslands, fór til Bretlands í framhaldsnám, hóf störf á Landakoti 1956 en gerðist tryggingayfirlæknir 1960. Hann varð ráðuneytisstjóri 1970 þegar heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið var stofnað. Páll varð sjötugur 9. nóv- ember 1995 og lét þá af störfum eftir 35 ár sem embættismaður en hefur notað tímann síðan til að líta yfir far- inn veg og skrá þætti úr sögu ráðu- neytisins frá árunum 1970-1995. I bókinni kennir ýmissa grasa eins og vænta má. Páll reynir að vera sem ópersónulegastur í frásögn sinni, tal- ar til dæmis alltaf um sjálfan sig í þriðju persónu. Hann hefur haldið til haga gríðarlegu magni af minnisblöð- um, ræðum ráðherra, umsögnum um þingályktunartillögur, upplýsingum um ýmis ágreiningsefni, fundi, sjón- varpsþætti og ráðstefnur og rekur jafnvel í ítarlegu máli hverjir hafi tal- að og hvað þeir hafi sagt. Hann rekur nefndarstörf, skýrslur um margvís- leg efni, hveijir hafi unnið að þeim og hveijar lyktir mála hafi orðið. Einnig má finna ýmsar tækifærisræður, vís- ur, minningargrein (um Jón Ingi- marsson), ritdóm (um bók dr. Bjama Jónssonar írá 1990: A Landakoti) og bréfaskipti (m.a. við Eddu Her- mannsdóttur og Ingimar Sigurðsson) og kveður þar við mun persónulegri tón. Margt af þessu hefði án efa ella horfið í glatkistuna. Páll skiptir bók sinni í tólf kafla og byggist kaflaskipting á starfstíma hvers ráðherra. Þannig tekst Páli að skapa eins konar annál um hvem og einn heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á 25 ára ferli sínum í ráðuneytinu. Ráðherr- amir vora Eggert Þor- steinsson, Magnús Kjartansson, Matthías Bjarnason ( tvisvar), Magnús H. Magnússon, Svavar Gestsson, Ragn- hildur Helgadóttir, Guðmundur Bjarnason, Sighvatur Björgvinsson (tvisvar), Guðmundur Árni Stefánsson og Ingibjörg Pálmadóttir (sem lengst allra hefur verið ráðherra heil- brigðismála samfleytt eða í 5 ár). Páll er rauður þráður heilbrigðisráðuneytisins eins og Humphrey sælla minninga í frægum, brezkum sjónvarpsþætti sem hét Já, ráðherra (Yes, Minister). Að mati Páls lagði ráðuneytið meg- ináherzlu á þrennt í hans tíð, en það var uppbygging heilsugæzlu (ekki sízt vegna þess að þegar ráðuneytið var stofnað fengust læknar ekki tÚ að vinna úti á landi), málefni aldraðra og hátæknisjúkrahúsin. Páll telur að enn vanti nokkuð upp á til að heilsugæzl- an geti annazt verkefni sitt og gefur glögga innsýn í ástæður þess. Þar er enn verk að vinna og um það getum viðverið sammála. Eg rak mig á nokkra ónákvæmni á einstaka stað. Þannig er ekki minnzt á nefnd sem bar til gamans vinnuheit- ið Golíat, vegna þess að Davíð Á. Gunnarsson (núverandi ráðuneytis- stjóri) var formaður hennar. Eg á hana í handriti og er skrifað á titilsíðu 101. útgáfa (!!!) 19. júní 1985. Hún var skipuð af Matthíasi Bjamasyni og var verkefni hennar að kanna reynzlu og kostnað af rekstri heilsugæzlustöðva á Stór-Reykjavíkursvæðinu og sátu í henni auk Davíðs Hilmai- Björgvins- son, Jón Gauti Jónsson, Kristján Guðmundsson, Lúðvík Ólafsson og undirrituð sem tók við af Eggerti Jónssyni. Einnig er ráðuneytisstjóri boðinn í kvöldverð til sveitar- stjóra nokkurs 1993 og „bar Steingerður kona hans fram fullt fat af fuglakjöti, skarfi". Steingerður en hins vegar án föðumafns í nafnaskrá. Hún er skráð sem Steingerður sveitarstjórafní og vil ég því upplýsa að þarna mun vera átt við Steingerði Hilmars- dóttur. Auðvitað er fróðlegt fyrir þá sem lengi hafa starf- að í heilbrigðisþjónustunni að skyggnast bak við tjöld í ráðuneytinu og sjá hvemig góðar hugmyndir hafa fæðzt og orðið að veraleika eða góðar hugmyndir verið kæfðar í fæðingu. Skoða deilur fyrri áratuga í baksýnis- speglinum og sjá að margar þeirra eru endanlega úr sögunni en aðrar enn óleystar. Þegar ráðuneytið var stofnað var ég læknanemi og ég get ekki sagt að sá atburður hafi vakið mikla athygli okkar sem áttum eftir að verða læknar framtíðarinnar. Ekki sáum við fyrir hve mikil áhrif þetta langverkefnamesta fagráðuneyti myndi hafa á starfvettvang okkar og heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Katrín Fjeldsted Páll Sigurðsson . Arsfundur Útflutningsráðs íslands árið verður haldinn föstudaginn 19. maí kl. 14:00-16:30 í Versölum, að Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Dagskrá Ávarp Halldór Ásgrímsson, utanrikisráðherra Skýrsla stjórnar Páll Sigurjónsson, formaður íslensk vörumerki á neytendamarkaði erlendis: Vörumerki SÍF erlendis, Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF Vörumerkið lcelandair, Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum X18 um víða veröld, Óskar Axel Óskarsson, framkvæmdastjóri X18 Að loknum framsöguerindum verða veitingar í boði Útflutningsráðs íslands 1/insamlega tilkynnið þátttöku í síma 511 4000 eða með tölvupósti icetrade@icetrade.is ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Hallveigarstígur 1*101 Reykjavík • Slmi 511 4000 • Fax 511 4040 • icetrada@icetrade.is • www.icetrade.is ^skassar Á allar gerðir bíla. Verð frá aðeins kr. 19.900,- Gsu JÓNSSON ehf 112 Reykjavík, sími 587 6644 í dag, sunnudaginn 14. maí verða Skógarmenn með kaffisölutil styrktar starfinu í Vatnaskógi. Kaffisalan verður í húsi KFUM & KFUK við Holtaveg og hefstkl. 14:00. Um kvöldið verður Skógarmanna- samkoma á sama stað og hefst hún kl. 20:00. Vinir Vatnaskógar eru hvattir til að fjölmenna. Skógarmenn KFUM Holtavegi 28,124 Reykjavík Sími 588 8899 Nokkur pláss laus í eftirfarandi flokkum: 9. flokkur 8. til 16. ágúst Unglingaflokkur 14 til 17 ára, bæð kynin. 19.800 kr. 12. flokkur 1. til 3. sept. Feðjahelgi. 4.700 kr. 13. flokkur 8. til 10. sept. Feiþahelgi. 4.700 kr. 14. flokkur 15. til 17. sept Heilsudagar karla. 2.900 kr. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 34. útdráttur 3. flokki 1991 - 31. útdráttur 1. flokki 1992 - 30. útdráttur 2. flokki 1992 - 29. útdráttur 1. flokki 1993 - 25. útdráttur 3. flokki 1993 - 23. útdráttur 1. flokki 1994 - 22. útdráttur 1. flokki 1995 - 19. útdráttur 1. flokki 1996 - 16. útdráttur 2. flokki 1996 - 16. útdráttur 3. flokki 1996 - 16. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2000. ÖU númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV mánudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf Liggja frammi hjá íbúóalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður I Borgartúni 21 I 108 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.